Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 22
22 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. JÚNÍ 1986 Svavar A. Jónsson VIÐ hlustum varla svo á fréttir að ekki sé getið uppreisnar eða mann- drápa í Suður-Afríku vegna aðskiln- aðarstefnunnar þar í landi. Á morgun, þann 16. júní, eru liðin 10 ár frá því uppreisnir hófust. Þann 16. júní 1976 var 13 ára drengur skotinn til bana af lögregl- nnni í Suður-Afríku. Lögreglan hafði skotið á friðsamlega mótmælagöngu sem var skipulögð af nemendum við stærstu skóla Soweto-bæjar til að mótmæla skólakerfinu í landinu. I upphafi beindust mótmælin aðallega gegn skólakerfinu, en urðu að lokum gegn aðskilnaðarstefnunni og þvi sem af henni leiddi. Þetta gerðist fyrir 10 árum. Suður-Afríka nötraði. Á árun- um 1976—''77 voru rúmlega 600 ung- menni drepin. Þúsundir ungmenna yfirgáfu landið og gengu í iið með skæruliðaher frelsishreyfingar ANC, sem höfðu þjálfunarstöðvar í ná- grannalöndunum. Ungt fólk taldi að framferði lögreglunnar sýndi að engin von væri til friðsamlegs sam- komulags. Á hverju ári síðan 1976 er 16. júní minnst af svörtu fólki í Suður-Afríku. Það verður einnig í ár. Suður-Afríku hefur verið stjórnað með neyðarlög- um og tilskipunum í tæpt ár. Fólk er drepið næstum því á hverjum degi. Kristnir menn um allan heim hafa verið hvattir til þess að minnast þessa dags og gera hann að sérstökum bænadegi um frið og réttiæti í heimin- um. Suður-afríska kirkjuráðið hefur sjálft komið með tillögur að íhugunar- og bænarefnum fyrir Suður-Afríku. Bréfið hefur verið sent víða um heim og birtum við það hér í tilefni morgun- dagsins ásamt líkingarsögu úr guðs- þjónustu í Suður-Afríku. Er kirkjan eingöngu fyrir hvíta menn? Meðhjálparinn sat við söfnun- arbaukinn og stundi. Það var heitt í veðri og prédikun prestsins var löng. Hann var ungur og naut þess að hlusta á eigin röddu. Texti dagsins var úr Mattheusarguð- spjalli 18:20: „Því hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni, þar er ég mitt á meðai þeirra." Allt í einu marraði í kirkjuhurð- inni, mjög lágt þó. Meðhjálparinn kipptist við. Inn kom svertingi, hár og grannur. „Uss,“ sagði meðhjálparinn, „veistu ekki að þetta er kirkja fyrir hvíta?“ Svert- inginn svaraði ekki, stóð bara og starði fram fyrir sig, stórum sorg- mæddum augum. „Út með þig,“ öskraði meðhjálparinn, „viltu hypja þig út svarta skepnan þín.“ Meðan á þessu stóð prédikaði presturinn stöðugt og þóttist ekki taka eftir neinu. Þeir sem sátu á öftustu bekkjunum höfðu snúið sér við í sætunum. Svertinginn stóð ennþá hreyfingarlaus. Hann leit yfir söfnuðinn. Augu hans voru ekki flöktandi, heldur ásæk- in. Margir mættu augnatilliti hans, en litu jafnskjótt undan. Að síðustu mætti presturinn aug- um hans, og það varð hljótt í kirkjunni. Meðhjálparinn varð fyrstur til að ijúfa þögnina. I einu vetfangi var hann kominy upp að hinum ósvífna manni. „Út,“ æpti hann. Líknarsaga byggð á aðskiln- aðarstefnunni í Suður-Afríku „Út með þig heimski svertingi. Kanntu ekki að lesa? Sérðu ekki tilkynninguna á hurðinni? Þetta er hvít kirkja." Hann tók harkalega í öxl að- komumannsins og ætlaði að draga hann með sér út, en svertinginn hreyfði sig ekki. Mikill órói og skvaldur var meðal safnaðarins. Tveir karlmenn gerðu sig líklega til þess að standa upp. Presturinn ræskti sig. „Ég held það sé best þú farir," sagði hann og horfði vandræðalegur niður á gólfíð. „Þessi kirkja er einungis ætluð hvítum mönnum. Enginn svertingi fær hér aðgang." „Hafíð þið ekki kirkjur fyrir ykkur sjálf?,“ æpti einn úr söfnuð- inum. Meðhjálparinn gerði aðra tilraun til þess að ýta svertingjan- um út. Tveir menn á aftasta bekk komu honum til aðstoðar. „Sjáið hvemig hann stendur og glápir á okkur. Ó Guð, komdu honum út.“ „Þeir verða verri með degi hvetjum," hrópaði fullorðin kona. Að hugsa sér, við getum ekki einu sinni verið í friði fyrir þeim í kirkj- unni.“ Svertinginn stóð enn rólegur en síðan var honum gefíð utan undir af einum manninum. Söfn- uðurinn reis á fætur. Blóð rann niður eftir höku svertingjans, en ennþá hafði hann ekki sagt orð. „Ertu mállaus?" æpti sá sem sló hann. Svaraðu þegar hvítur mað- urspyrþig." Presturinn handfjatlaði sálma- bókina. „Við verðum að muna að við erum í húsi Guðs,“ stamaði hann. Flýtið ykkur nú að koma manninum út svo við getum haldið guðsþjónustunni áfram." Meðhjálparinn opnaði dymar og ásamt tveim reiðum aðstoðar- mönnum tókst honum að koma svertingjanum út. Forvitnir veg- farendur stoppuðu til að fylgjast með. Von bráðar var heill hópur saman kominn við kirkjutröppum- ar. „Hvað er um að vera?“ kallaði fólkið sem kom aðvífandi. „Þessi bölvaði negri kom í kirkjuna til að trufla." Svertinginn var hljóður enn sem fyrr en augun voru full af tárum. Kona nokkur teygði sig fram og hrækti í andlitið á honum. „Þetta pakk,“ hvæsti hún, „það ætti að hengjast allt saman." Tveir lögregluþjónar, vopnaðir bareflum og byssum, ruddu sér braut gegnum áhorfendahópinn. Þeir tóku svertingjann nauðugan og fóm með hann inn í bifreið sem beið þeirra. Þetta sama kvöld var hann sekur fundinn fyrir guðlast og dæmur til dauða. Eftir á sagði dómarinn við eiginkonu sína: „Þetta var óvenju- legur maður. Hann sagði ekki eitt einasta orð við yfírheyrslumar. Hann stóð bara og horfði á okkur með stóru, hlýju augunum sínum. Þó hann hafði verið með svona dökka húð þá held ég samt að hann hafi ekki verið venjulegur svertingi. Þú hefðir átt að sjá hendumar hans. Hann var með djúp sár á hvorum lófa — eins og einhver hefði skemmt sér við að bora nöglum í gegnum þá. Aum- ingjamaðurinn." (Þýtt og endursa^t úr „Rundt solen í ring“) í Suður-Afriku búa 4,5 miU|iónir hvitra manna en 28 milljónir dökkra. Þótt hvítir séu i miklum minnihluta nýta þeir sér 87% af landsvæðinu. Bréf til allra kristinna manna frá suður-afríska alkirkjuráðinu Kæru bræður og systur í Kristi. Það hefur aldrei gerst áður að svo margar milljónir kristinna manna í Suður-Afríku hafi beðið kristna menn um heim allan að sameinast með sér í bæn um frið og réttlæti í S-Afríku og um heim allan. Þann 16. júní 1976 hófst uppreisnin í Soweto og enn er óréttlætið ríkjandi. Við biðjum Guð á þessum degi að hin óréttláta kynþáttaaðskilnaðarstefna megi hætta og að aðskilnaði og kynþáttahatri í hvaða mynd sem er, í öllum löndum, verði útrýmt. Vegna þeirra miiljóna manna sem eru kúgaðir í landi okkar biðjum við, sem tilheyrum s-afríska kirkjuráðinu, alla kristna menn, hvaða kirkjudeild sem þeir tilheyra, unga sem aldna, um að sameinast með okkur í bæn í dag. Aðskilnaðarstefnan er óhæft pólitískt kerfi, ómann- eskjulegt og mannskemmandi. Vinsamlegast sameinist með okkur í bæn um að lýðræðislegt þjóðfélag taki við, þjóðfélag þar sem allir einstaklingar eru jafn réttháir. Við biðjum ykkur að leggja fram fyrir Guð alla sem láta lífið í baráttu sinni gegn aðskilnaðarstefnu — alla þá sem hafa særst, verið handteknir, pyntaðir, settir í stofufangelsi eða í einangrun vegna mótmæla við hið hörmulega kerfi. Við biðjum ykkur einnig að biðja fyrir sjálfum kúgur- unum og þeim sem á 10 ára tíma kynþáttaaðskilnaðar hafa notið ávaxta hinna kúguðu og undirokuðu. Biðjið um að þeir iðrist gerða sinna og viðhorfa, einnig þeir sem þegjandi og hjóðalaust hafa aðlagað sig ástandinu og gengið að slæmum málamiðlunum. Biðjið um að þeir öðlist kjark til að sameinast hinum kúguðu og arðrændu og megi virkir styðja baráttuna fyrir framtíð þar sem allt landið öðlast frelsi og samein- ast að nýju — framtíð þar sem öll mannleg verðmæti, réttindi og ábyrgð munu í hávegum höfð og þar sem kirkjan mun í sannleika vera þjónandi kirkja, líkami Krists sem þjónar lýð Guðs. Mætti þessi bænadagur verða okkur öllum dagur vonarinnar, þar sem við getum haldið upp á það að í Guði sigrar hið góða það illa. Mætti ofbeldið taka enda og réttlátur friður komast á í föðurlandi okkar. Ykkar bróðir í Kristi, C.F. Beyers Naude aðalritari s-afríska kirkjuráðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.