Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 29
;MOiRGUNBÍiAÐIÐ/SUNNUDAQUR-1S; JÚNÍtl986 m m SMÁSKÍFUR VIKUNNAR Toppurinn I dag Hipsway — Ask the Lord Ansi er þetta skemmtilega útsett hjá strákunum í Hipsway. Lagið er einfalt og dágott. Söng- urinn er á lágu nótunum, en það gefur laginu skemmtilega drungalegt yfirbragð. Eftirtekt- arverð sveit. léttnetta jasstilfinning sem hef- ur fyrirfundist í lögum þeirra síð- ustu árin er fyrir bí. Nú á greini- lega að selja sig. Hands Across America — Voice of America Málstaðurinn góður en lagið ekki. Hálftíhvoru á Hótel Borg Hálft i hvoru: Gísli Helgason, flautur og hljómborð. Guð- mundur Benediktsson, gítar og hljómborð, Hannes Jón Hann- esson, gítar, Herdís Hallvarðs- dóttir, bassi. Hljómsveitin Hálft í hvoru hélt tónleika á Hótel Borg sl. fimmtudagskvöld. Tveimur dögum áður höfðu fjórmenning- arnir sent frá sér stóra plötu með pomp og pragt, Götumynd, og kynnt hana á eftirminnilegum morgunverðarfundi á Gauki á Stöng. Hljómleikarnir á Borginni voru nk. upphitun fyrir hljóm- leikaferð um landið íjúnímánuði. Ekki tróðu tónleikagestir hver öðrum um tær umrætt kvöld. 60 til 70 manns voru í salnum og vel rúmt um alla. Þokkaleg stemmning var meðal gesta, einkum er líða tók á kvöldið. Hálft í hvoru renndi í gegnum nýju lögin af Götumynd og kryddaði með þekktum eldri lögum eins og Kvöldsiglingu, Palla Hall, Vestmannaeyjum og Fækkaðu fötum, sem Hannes Jón söng við mikil fagnaðarlæti. Annars báru tónleikarnir þess merki að hljómsveitina skortir meiri samæfingu. Of langur tími leið á milli laga og notuðu meðlimir þá tímann til að segja vægast sagt misjafnar kímni- sögur. Þá gekk erfiðlega að koma Siggu „síkvenser“ í spilan- legt stand og var gantast með það á einhverju „lókal" plani við kunningja úti í sal. Vissulega getur verið heimilislegt og nota- legt á tónleikum, þar sem lista- mennirnir tala frjálslega sín á milli og við áhorfendur, en þetta er viss kúnst, sem Hálft í hvoru hefur ekki enn fullkomlega á valdi sínu. Þessi langi tími á milli laga og málæðið sem hon- um fylgdi gerði það að verkum að seint og illa gekk að ná upp ákjósanlegri stemmningu. Það vantaði meiri keyrslu í pró- grammið. M.ö.o. Hálft í hvoru þarf að losna við viðvanings- braginn og taka upp siði at- vinnumanna í faginu, ekki skortir reynsluna eða hæfileikana. Af nýju lögunum sem flutt voru þetta kvöld vöktu tvö sér- staka athygli Popparans, Götu- mynd eftir Herdísi við texta Iðunnar Steinsdóttur, gullfallegt lag og ágætlega sungið af höf- undi, og Vísur Vatnsenda-Rósu, lag Hannesar Jóns, einnig prýði- lega sungið af Herdísi. Gísli stóð fyrir sínu á flauturnar, en heyrt, hefur maður í betri söngvurum. Guðmundur Benediktsson er glettilega góður gítarleikari en Popparinn saknaði þess að heyra hann ekki beita röddinni meira. Hálft í hvoru leggur í landreisu innan tíðar. Með því að lagfæra sviðsframkomu og búninga ætti þeim að vegna vel, því tónlistin svíkur engan. Hljóðstjórn um- rætt fimmtudagskvöld var í höndum Helga E. Kristjánssonar = pottþétt. K.S. Hannes Jón Hannesson söng Fækkaðu fötum og brutust þá út mikil fagnað- arlæti á Hótel Borg, að sögn Kristjáns Sigurjóns- sonar sem reit frásögnina af hljómleikum Hálft í hvoru. Helgi E. Kristjánsson sá um hljóðstjórn og fórst það vel úr hendi. Ekki toppurínn í dag en næstum því Phranc — The Lonesome Death of Hattie Carroll Frægt lag eftir Bob Dylan fær hér Ijúfa meðferð hjá Phranc. Undirleíkur er fólginn í einföld- um gítarslætti og Ijúfur söngur er vel við hæfi. Fabulous Thunderbirds — Tuff Enuff Skemmtilega blátt þetta og hljómurinn í góðu lagi. Stjórn- andi upptöku er Dave Edmunds og hann nær að gæða þetta því lífi sem þarf. Alveg örugglega ekki toppurinn í dag Level 42 — Lessons in Love Hvað eru drengirnir nú að gera? Þetta gæti alveg eins verið Kool and the Gang eða einhver önnur diskósveit. Þessi Nýjar hljómplötur: Dúkkulísur ogSveinn Hauksson • Hljómplata Dúkkulísanna er loksins komin út eftir að hafa legið í salti í marga mánuði. Á plötunni eru 10 lög. Það var Tómas Tómas- son sem stjórnaði upptökum eins og á fyrri plötunni. Utgefandi er Skífan. • Sveinn Hauksson hefur sent frá sér sína aðra hljómplötu. Sú fyrri heitir Dropi í hafið og hlaut misjafna dóma gagnrýnenda. Nýja plata Sveins heitir Alíslenskt þjóð- ráð, og er miklu mun betri en fyrri hljómplatan. Bæði er flutningur allur betri, svo og hljómurinn. Á plötu Sveins er að finna 5 lög og útgefandi er Sultardropinn. ■sfess e,9' tveief veTerhor«á Þ**1 pangle*' flokkur *úlknM0\Ö9 -"iJS. iratn1 virð rr>eð a.Ukífu P°0$- •SSjtSS lr$1983 09 £1*£ZZ thu íiefeitt' erbfJr% rárrl - e^rokk Þessimynd erfrá tónleikum MickeyDean andthe Vunderfools sem fóru fram í Roxzý á fimmtudags- kvöldið. Þettaþótti velheppnað kvöld. Morvunblaðið/Júlíuj Listahátíðarpoppið: Simply Red Stranglers I staðl Því miður mun hljómsveitin Stranglers ekki koma á Listahátíð eins og stóð til. Þeir ku ekki vera búnir með breiðskífu sína eins og þeir lofuðu svo þeir sviku okkur íslendinga í staðinn. Fuss og svei. Popp- arinn hefur ekki hlakkað jafnmikið til tónleika í mörg árl! Svo er sjálfsagt um fleiri. Hljómsveitin sem kemur í staðinn er skozk og heitir Simply Red. Þykir sú vera ein bjartasta vonin í popp- heiminum í dag. Flytur hljómsveitin léttdjassað stofupopp og skartarfirna góðum hljóðfæraleikurum og sérdeil- is frábærum söngvara. myf dina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.