Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15; JÚNÍ 1986 B 37 Lista- hátíðir, til hvers? Kæri Velvakandi! Versta plága sem hefur dunið yfír þetta land á eftir svarta dauða það er listahátíðir. Svarti dauði var að einu leyti merkilegri en þá dóu þó menn. Nú deyr enginn. Það eru allir að japla upp eitthvað sem ná- unginn hefur sagt. Til hvers er verið að flytja inn allt þetta færibanda- fólk þegar við eigum glitrandi lista- menn nærri að segja á hvetju götu- homi, og ekki endilega þá sem em að veifa sjálfum sér í Qölmiðlum. Fallegt fólk, hrifnæmt og gott, sem bíður eftir orðinu eins og stendur í Biblíunni. Ég skil þetta ekki. Það dásamlega sem ég sé það er fyrir neðan mig. Og þó stend ég ekki hátt. Til hvers em allir menn að horfa svona mikið upp? Af hveiju horfa þeir ekki líka til hliðanna, til dæmis. Erlingur E. Halldórsson, rithöfundur. Styttan af Leifi heppna fer vel á sínum stað Velvakandi. í Velvakandapistli á dögunum var ónafngreindur bréfritari að finna því eitthvað til foráttu, að styttan af Leifi heppna skuli enn standa framan við hina veglegu Hallgrímskirkju. Ég er á öndverðri skoðun. Þessi fallega stytta og stöpullinn undir henni er mikil listasmíð, hvort um sig og á sér þama kjörinn stað við enda Skólavörðustígs, þeirrar löngu og háklassísku götu. Kirkjan að baki er svo háreist, að engu spillir, síður en svo þótt Leifúr heppni standi þar hnarreistur góðan spöl fyrir framan. Svo er því við að bæta að Vín- landsfundur Leifs og kristnitakan á Alþingi verða á sama tíma í sög- unni, og því þykir mér fara býsna vel á því, að þama standi saman á háholtinu minnisvarði um fremsta kristniskáld okkar og styttan af frægasta landskönnuðinum. En nú þarf senn að taka til hendinni við að gera kirkjuhlaðinu góð skil og tengja það smekklega tröppunum framundan Leifsstytt- unni. Þær þurfa líka endumýjunar við, því að vart verður því neitað að þær em ólistrænar að gerð, enda þótt ekki sé langt síðan þeim var eitthvað hagrætt, og fara afar illa við lit og lögun stöpulsins undir styttunni. Raunar tei ég að við hellulagningu á kirkjuhlaði og í tröppum þurfi að taka mið af þrem- ur litum, hinum ljósu litum kirkju og kirkjustöpuls og hinum græna lit líkneskjunnar. Baldur Pálmason Glæpur í strætó? Blaðamannsraunir „Svo lengi lærir sem lifir“, segir gamalt máltæki. Þetta rifjaðist upp fyrir einum af blaðamönnum Morg- unblaðsins kvöld eitt nú í vikunni. Þá varð hann alvarlega fyrir barð- inu á vagnstjóra einum hjá SVR. Því lauk með því að vagnstjórinn rak blaðamanninn úr vagninum eftir að hafa þmmað yfir honum skammarræðu. Nú var það ekki svo að blaðamað- urinn hafi verið með drykkjulæti eða haft sig eitthvað í frammi í vagninum sem setti hinn skapstóra vagnstjóra svo gjörsamlega úr jafn- vægi. — Blaðamaðurinn hafði komið hlaupandi að vagninum að aftanverðu á viðkomustað. Aftur- hurðin var þá opin. Taldi blaðamað- urinn á harðahlaupum að vagninn væri að skríða af stað! Gerði hann (blaðamaðurinn) sér lítið fyrir og stökk inn um opnar afturdjrr vagns- ins, snaraði sér viðstöðulaust fram í vagninn að peningabauknum til að greiða fargjaldið. — Um leið og fundum blaðamannsins og vagn- stjórans bar saman setti vagnstjór- inn þykka Iúkuna yfir baukinn og lokaði honum. Hellti síðan úr skál- um reiði sinnar yfir blaðamanninn, sem ekki vissi hvaðan á hann stóð veðrið í orðahríðinni sem á honum dundi. Var engu líkara en blaða- maðurinn hefði framið ódæðisverk sem jafna mætti við hinn alvarleg- asta glæp gagnvart samborgurun- um. — Að ætla sér að veija glæpinn sá blaðamaðurinn að væri vonlaust. Svo óðamála var vagnstjórinn og heitur orðinn að engu vömum var við komið. — Hinn forógnanlegi farþegi með leið 5, en um borð í þeim vagni gerðust þessi ósköp, yfirgaf vagninn í skyndi eftir ang- istaróp vagnstjórans: Út með þig! Út með þig! Blaðamaðurinn velti því svo fyrir sér er hann var kominn út í kvöld- rigninguna og horfði á bláan reykinn stíga til himins undan vagninum, er hinn taugastrekkti vagnstjóri setti allt í botn: Hvor skyldi nú vera hættulegri sam- borgurum og umhverfi: Hann sjálf- ur (blaðamaðurinn) með strætó- glæpinn á herðunum eða ökuljónið á almenningsvagninum stóra? Það vita fáir afokkur Já, að vísu kannast margir við saumanámskeiðin okkar, en við seljum líka barnaföt á allt of lágu verði og sérsaumum eftir ykkar óskum á allskonar fólk. Þá veitu það. Líttu inn! St*or i rétta átt saumaverkstæði. Hafnarstræti 21. Sími 15511. Heimasímar: 21421,83069. ó hagstceðu verði Hvort sem er í þurru færi eða blautu 1 lausamöl eða á malbiki á hálku eða í snjó eru: MÝKT, GRIPFESTA OG GÓÐ ENDING aðalsmerki Goodyear-hjólbarðans LEIÐANDI í VERÖLD TÆKNIÞROUNNAR HJOLBARÐA GOODfÝEAR 0 HEKIAHF Laugawegit70 172 9imi 21240

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.