Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.06.1986, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR15. JÚNÍ1986 UNG REYKJAVÍKURSKÁLD Reykjavíkurljóð í sumar eru 200 ár liðin síðan Reykjavík hlaut kaupstað- arréttindi. Ætlunin er í tilefni þessara merku tímamóta að gefa út Ijóðabók, sem unnin verður af ungu fólki í Reykjavík. Hér með er auglýst eftir Ijóðum í bókina. Ritnefnd hefur þegar verið skipuð og mun hún velja Ijóðin. Ljóðin mega fjalla um allt milli himins og jarðar, sem á einhvern hátt tengist tíðarandanum í borginni og lífi borgarbúa. Ákveðið hefur verið að veita sérstök verðlaun fyrir besta Ijóðið — afmælisbrag Reykjavíkur — og verða þau ritsafn Tómasar Guðmundssonar í 11 bindum. Viðurkenningar verða ennfremur veittar öllum þeim er senda inn Ijóð — Bókmenntaþættir eftir Matthías Jóhannesson skáld. Almenna bókafélagið gefur öll bókaverðlaunin. Ljóðin skulu send ílokuðu umslagi merkt: Reykjavíkurljóð Pósthólf 5296 125 Reykjavík. Ljóðin skulu merkt skáldanafni, en fullt nafn og heimilis- fangt sendanda skal fylgja í lokuðu umslagi, merktu skáldanafni viðkomandi. Skilafrestur er 10. júlí. Nú er bara að hefja andann á loft ellegar grafa upp Ijóðið í náttborðsskúffunni og senda okkur. HEIMDALLUR FÉLAG UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA m ■ 'á Æp Étó/ Vs&JÍ Jazz: „Kvintettinn“ í Djúpinu Jazzhljómsveitin „Kvintett- inn“ mun halda tvenna tónleika í Djúpinu við Hafnarstræti sunnudaginn 15. og mánudaginn 16. júní nk. Á efnisskrá eru verk eftir meðlimi hljómsveitarinnar og sömuleiðis eftir þekkta er- lendajazzleikara. Tónleikamir hefjast kl. 21.30 bæði kvöldin og standa fram eftir kvöldi. Gestum er ekki skylt að kaupa mat til þess að fá sæti og aðgangseyri stillt í hóf. „Kvintettinn" skipa þeir Ámi Scheving á víbrafón, Eiríkur Öm Pálsson á trompet, Gunnar Hrafns- son á kontrabassa, Pétur Grétars- son á slagverk ýmiskonar og Stefán Stefánsson blásari. Hátíðar- samkoma á Hrafnseyri .jum SUMARIÐ 1980 var vígð á Hrafnseyri minningarkapella í minningu hundruðustu ártíðar Jóns Sigurðssonar, forseta. Síðan hefur verið haldin árlega hátíðarssamkoma á Hrafnseyri á vegum Hrafnseyramefndar á 17. júní. Að þessu sinni hefst hátíðin með guðsþjónustu í Hrafnseyrar kapellu klukkan 14.00, en að henni lokinni verður hátíðarsamkoma, þar sem Pétur Kr. Hafstein, sýslumað- ur, flytur hátíðarræðu. Einnig verð- ur flutt tónlist á hátíðinni. MEÐHENRIETTU15.-22. JULI Þetta er bara brot af því sem hægt er að gera í París. En fyrst og fremst ætlum við kellurnar að hlægja saman, kjafta saman, borða saman, og skoða og skemmta okkur saman. VERÐAÐEINSKR. 26.940.- InnifaliÖ: Flug til Parísar, gisting á 3ja stjörnu hóteli ogfararstjórn Helgu Thorberg. LAUGAVEGI 28,101 REYKJAVÍK, SÍMAR 29740, 621740. FERCASKRtfSIOfAN wrpTerra __ yilrlri fi/ie/i Atnn — ekki bara fyrir herra. í París ætlum viö að: • Fara í tyrkneskt kvennabað • Skoöa stærsta markaö í París, þar sem konur geta skoðað allar þærtuskur sem þær vilja • Ganga settlega um skrautgarða Parísarborgar • Horfa á Eiffelturninn (það veröur beöið eftir þeim sem þora upp) • Fara á flot á Signu • Heimsækja Pompidou-safniö • Fara á kvennakaffihús — og fullt af götukaffihús- um • Horfa á sæta stráka bera að ofan og í stuttbuxum • Fara í skoðunarferð um borgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.