Morgunblaðið - 01.07.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.07.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986 Hallvarður skipað- ur ríkissaksóknari FORSETI íslands skipaði í gær Hallvarð Einvarðsson rannsókn- arlögreg’lustjóra ríkisins til að vera ríkissaksóknari frá desrin- um í dag, 1. júlí 1986, að telja. Auk Hallvarðar sóttu tveir aðrir um starfið, þeir Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari, og Jónatan Sveinsson, saksóknari. Hallvarður Einvarðsson_ lauk prófí frá lagadeild Háskóla íslands árið 1958 og stundaði framhalds- nám í stjómvísindum í Bandaríkjun- um og nám í þjóðarétti í París. Hann gegndi ýmsum störfum að námi loknu og árið 1974 var hann skipaður vararíkissaksóknari og settur ríkissaksóknari um tíma árið 1973. Hann hefur verið rannsókn- arlögreglustjóri frá því Rannsókn- arlögregla ríkisins tók til starfa 1. júlí 1977. Hallvarður er kvæntur Erlu Magnúsdóttur. Félag japanskra skuttogaraeigenda: Tóku tilboði pólskrar skipasmíðastöðvar EIGENDUR japönsku skuttogar- anna hafa ákveðið að taka tilboði skipasmiðastöðvar í Gdynia í við- gerðir á skipum sfnum. Landsbankablað í TILEFNI aldarafmælis Landsbanka íslands, sem er í dag, fylgir 16 síðna sérblað, C, um bankann með Morgun- blaðinu. Meðal efnis eru viðtöl við starfs- menn og viðskiptavini hans og saga bankans rakin í máli og myndum. Gjaldkera er fylgt eftir einn dag og viðtöl eru við banka- stjóra og formann bankaráðs. Rætt er við formann starfsmanna- félags bankans og fræðslufulltrúa og elsta útibú Landsbankans, sem er á Akureyri heimsótt. Tilboð pólska fyrirtækisins Navimor var langlægst af 15 sem bárust að sögn Eiríks Olafssonar, útgerðarstjóra og formanns „Félags japanskra skut- togaraeigenda". Slippstöðin f Reykja- vík var með 6. lægsta tilboðið, um 40 milljónum króna hærra á skip en það pólska. „Enginn getur keppt við fyrir- tæki austantjalds í verði" sagði Eiríkur „það kom hinsvegar í ljós að Slippstöð- in er samkeppnisfær við vestræna aðila, og hefði sterklega komið til greina ef pólska tilboðinu hefði verið hafnað." Forráðamenn Navimor eru væntan- legir til samningsgerðar í byijun júlf. Munurinn á hæsta og lægsta tilboði var 318%. Þýsk skipasmfðastöð vildi fá 153 milljónir króna fyrir hveija viðgerð. Fiskvinnslustöðvar Skemmdimar, sem urðu í vatnavöxtunum um helgina í Ölafsfjarðarmúla Morgunblaðið/Svavar Ófært vegna hlýinda VEGNA hinna miklu hlýinda um helgina urðu vegir á nokkr- um stöðum á landinu ófærir vegna snjóleysinga. Sérstak- lega var ástandið vont á Norð- urlandi, en þar fór hitinn tölu- vert yfir tuttugu stig um helg- ina eftir frekar kalt vor. „Tjónið er ekki mjög alvarlegt nema á einum eða tveimur veg- um,“ sagði Hjörleifur Ólafsson hjá Vegaeftirlitinu í samtali við Morgunbiaðið. I Torfgili við Olafs- fjarðarmúla rann í sundur fylling og var vegurinn ófær um tíma. Gert hefur verið við veginn til bráðabirgða en ekki er vitað hvenær fullnaðarviðgerð mun fara fram. Einnig varð vegur inn í Skíða- dal, uppúr Svarfaðardal, ófær og einangruðust þar tveir til þrír bæir. Viðgerðir standa yfír og er gert ráð fyrir því að vegurinn verði fær á morgun. Svarfaðar- dalsvegur er þó fær. I Suður-Þingeyjarsýslu rann yfír vegi og einangruðust bæir í Köldukinn og Ljósavatnsskarði. Einnig rann yfír vegi í Amarfírði skammt frá Mjólká. Brúin á Ut- kinnarvegi við Leikskála laskaðist eitthvað en er umferðarfær. Ekki er alveg ljóst ennþá hversu miklar skemmdimar á henni eru. Að sögn Hjörleifs er ekki búið að meta ennþá hversu miklu tjónið um helgina nemur. Hann vildi taka það fram, vegna margra fyrirspuma, að hálendið væri ennþá ófært og allt lokað. Farið yrði að huga að því seinni part vikunnar og búast mætti við því að vegimir á hálend- inu fæm að opnast einn af öðmm í næstu viku. á Kyrrahafsströnd Bandar íkj anna: 3tt«r0*mbUAit» lA VIHHVÍ/ IUAMM tMÁ*A ■aC Græddur er geymdur eyrir Ufsaaflmn verði fullunn- inn í Bandaríkjunum Telja söluf yrirkomulag íslendinga vestra til fyrirmyndar ini Áweirí Sigfurðftsyni, fréttarítara Morgunblaðains. ARIKJAÍ Frálóni BANDARÍKJAMENN geta á næstu árum fullnýtt ufsaafla sinn í Kyrrahafi og selt ufsaflök innanlands og í Evrópu i sam- keppni við þorskflök, segir í ný- legri rannsóknarskýrslu á vegum Samtaka bandariskra fisk- vinnslustöðva við Kyrrahaf. Fyrirmynd markaðsátaksins yrði áratuga reynsla íslendinga i Bandarikjunum og sömuleiðis yrði framleiðslu- og gæðaeftirlit miðað við aðferðir íslenskrar fiskvinnslu. Yfirheyrsla yfir iðnaðarráðherra í síðustu viku: Hafði réttarstöðu grunaðs manns - samkvæmt ákvörðun ríkissaksóknara ÞEGAR Albert Guðmundsson gaf Rannsóknarlögreglu ríkisins skýrslu á miðvikudag i siðustu viku, m.a. um mál Guðmundar J. Guðmundssonar, hafði hann réttarstöðu grunaðs manns, en ekki vitnis. Þórir Oddsson, rann- sóknarlögreglustjóri, staðfesti að þetta ætti við um Hafskips- málið í heild, en ekki eingöngu rannsókn á máli Guðmundar. Þórir sagði þetta mjög eðlilegt og hefði ríkissaksóknari talið sakar- efni þannig að rétt væri að Albert hefði réttarstöðu grunaðs manns. „Það byggist á því að eins og málið liggur fyrir nú, þá kann Albert, með einhverri athöfn eða athafna- leysi, að hafa bakað sér refsiábyrgð og erfítt að sjá fyrr en að rannsókn lokinni hvers eðlis málið er. Það er því oft lítið sem þarf til að menn fái réttarstöðu grunaðs manns. I máli Guðmundar er um að ræða handhöfn Alberts á fé, sem er umdeilt hvemig er aflað og ekki hægt að útiloka við fyrstu sýn að um refsivert atferli sé að ræða. Það er það sem ræður afstöðunni," sagði Þórir. Þórir Oddsson ítrekaði að þessi skipan mála væri fullkomlega eðli- leg og það væri jafnvel óeðlilegt að veita Albert vitnastöðu. Á síðastliðnum fímm árum hefur ufsaveiði Bandaríkjamanna í Kyrra- hafi vaxið hröðum skrefum úr 7.000 tonnum árið 1979 í áætlaða hálfa milljón tonna 1985. Aðeins tíundi hluti aflans er unninn í Bandaríkj- unum, hitt er selt til annarra landa. Þessu hyggjast Bandaríkjamenn breyta. Fiskvinnslusamtökin við Kyrra- haf (Paeifíc Seafood Processors Association) fengu 1984 styrk frá útvegsdeild bandaríska viðskipta- ráðuneytisins til að kanna hvemig “bandarískir aðilar geti yfírtekið veiðar og vinnslu á botnfíski í norð- austurhluta Kyrrahafsins. Að ránn- sókninni unnu ráðgjafarfyrirtæki, háskólamenn og hagsmunaaðilar og lágu ítarlegar niðurstöður fyrir í desember 1985. „Þegar til lengri tíma er litið, velta möguleikar bandarískrar fisk- vinnslu á því, hver framleiðslu- kostnaðurinn er miðað við keppi- nautana, og hversu vel tekst til með markaðssetningu innanlands og utan,“ segir í niðurstöðunum. Fjárfesting í fiskveiðum er dýrari í Bandaríkjunum en í samkeppnis- löndum og.launakostnaður langtum meiri en í öðmm löndum. En vegna mikillar veiði á sóknareiningu, er heildarveiðikostnaður Bandaríkja- manna lægri en hjá öðrum. Á hinn bóginn veldur hár vinnslukostnaður því að verð á fullunnum ufsaflökum er fremur hátt, en þó samkeppnis- fært bæði innanlands og í Evrópu. Samkvæmt skýrslunni eru íslend- ingar með Iægstan kostnað á pund af fullunnum ufsaflökum, það er að segja 19 sent á pundið, en bandarísk fískiðjuver með 32 sent á pundið og þau norsku með 39 sent á pundið. „Greina þarf á milli ufsa úr Kyrrahafí og ufsa úr Atlantshafí og heimta hærra verð fyrir þann fyrmefnda," segir í rannsóknamið- urstöðunum. „Til fyrirmyndar em aðferðir íslendinga. Þeir hafa í nokkra áratugi stundað framúr- skarandi markaðssetningu, notað hugkvæmni í auglýsingum til kaup- enda og beitt ströngu gæðaeftirliti með þeim árangri, að á Bandaríkja- markaði fá þeir 20—40 prósent meira fyrir sín þorskflök en aðrir. Allir fiskréttaframleiðendur og innflytjendur f Evrópu, sem rætt var við vegna þessarar rannsóknar, hafa áhuga á að kanna til hh'tar hvort hægt sé að nota Alaska-ufsa í stað Atlantshafsþorsks, þar eð framboð á þorski fer minnkandi og hann auk þess talinn tiltölulega dýr. Flestir stórir fiskréttaframleiðendur þar hafa þegar reynslu af notkun Alaska-ufsa,“ segir f skýrslunni. „Vegna kostnaðar og til að ná árangri þyrftu markaðssetning og gæðaeftirlit að vera á vegum heild- arsamtaka bandarískra fiskfram- leiðenda, að íslenskri eða norskri fyrirmynd. Eitt útflutningsfyrirtæki mundi líklega reynast best á erlend- um mörkuðum," segir í þessari rannsóknarskýrslu bandarísku vinnslusamtakanna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.