Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 4

Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986 Yfirtekur ríkið skuldir Orkubús Vestfjarða? - iðnaðarráðherra ræddi við stjórn orkubúsins um hugsanlega lausn vanda þess með Kröflu og Byggðalínu," sagði Jónas Eliasson, aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, er hann var innt- ur eftir hugsanlegum leiðum til úrbóta fyrir Orkubú Vestfjarða, en fyrirtækið á við fjárhagslega örð- ugleika að etja i kjölfar niðurfell- ingar verðjöfnunargjalds á raf- orku. Iðnaðarráðherra, Aibert Guð- mundsson, fór sl. föstudag í kjmnisferð til Orkubús Vestflarða. Voru iðnaðar- ráðherra og stjóm Orkubúsins sam- mála um heppilegustu lausn á §ár- hagsvanda Orkubúsins og mun hún vera sú að ríkið yfírtaki skuldir þess. Jónas Elíasson sagði, að baéði Raf- magnsveitur ríkisins og Orkubú Vest- §arða hefðu á undanfomum árum haft töluverðar tekjur af verðjöfnunar- gjaldi, sem var lagt á alla raforkusölu í landinu og hefði gjaldinu veríð ætlað að standa undir vöxtum og afborgun- um af skuldum, sem á fyrirtækjunum hefðu hvílt. Þessar skuldir stöfuðu af lánum til svokallaðra félagslegra framkvæmda, t.d. þegar rafvæddar væru sveitir og raforkusala til sveit- anna stæði ekki undir kostnaði við framkvæmdina. Jónas sagði, að þar sem verðjöfnun- argjaldið væri reiknað sem hundraðs- hluti af raforkusölu og þvi erfitt að reikna fram í tímann hver sú upphæð yrði og erfítt til frambúðar að hafa fyrirtæki á beinum ríkisframlögum, hefði verið rætt um aðrar lausnir vandans. Það kæmi þvi einna helst til greina að ríkið jrfirtæki þessar skuldir. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins munu skuldir Orkubús Vest- ijarða nema um 800 milljónum króna og skuldir RARIK um 3.000 milljón- um. Sendinefnd í Tíbet: Undirrituðu yfirlýsingu um samstarf í jarðhitamálum SENDINEFND frá iðnaðarráðu- neytinu dvaldist í Tíbet frá 9.-19. júni í boði kínverskra stjórnvalda. Að sögn Jakobs Björnssonar, orkumálastjóra, skoðaði nefndin tvö jarðhitasvæði í Tíbet, og hélt fræðslufundi með kínverskum sérfræðingum. Samkomulag um æskilegt framhald á samstarfi þjóðanna („letter of intent“) var undirritað í lok fararinnar. Gert er ráð fyrir að tíbetsk sendinefnd komi til íslands og fleiri kinversk- ir nemar hljóti þjálfun i Jarð- hitaskóla Sameinuðu Þjóðanna á íslandi. Þá munu islenskir sér- fræðingar fara til Tíbet og vinna að rannsóknum, leit og áætlana- gerð. MorgunblaðiS/Einar Falur Lestarf erðinni að ljúka og ferðalangamir halda innreið sína inn á Lækjartorg, þar sem sýnishom sunnlenskra afurða vom seld. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Upp að Geithálsi kom á móti lestinni hópur Fáksmanna og fleira fólk, þ. á m. Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar. í Árbæ fékk hópur- inn kaffi og lummur, og er myndin tekin við það tækifæri. Á henni má m.a. greina Áma Johnssen og Eggert Haukdal alþingismenn, Gunnar Bjaraason hrossaræktarráðunaut og Magnús L. Sveinsson. Lestarferðin kemur í bæinn í TILEFNI af landsmóti hestamanna sem haldið verður á Hellu dagana 2. til 6. júlí var efnt til lestarferðar upp á gamla móðinn í kaupstað i Reykjavfk. Lagt var af stað frá Hellu á fimmtudagsmorgun og var komið til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. Hópur manna frá Fáki o.fl. fór á móti hópnum upp að Geithálsi og var forseti borgarstjómar þar með í för. Var haldið að Árbæjþar sem Fáksmenn buðu upp á kaffi og lummur. Á mánudag var svo riðið sem leið lá niður á Lækjartorg þar sem varan, sem lestarmenn höfðu meðferðis, var seld. Verður svo haldið austur að Hellu aftur. Nánar verður sagt frá ferðalaginu f blaðinu á morgun. „ANNAÐHVORT verður núverandi skipulag að gilda áfram, þ.e. að fyrirtækin fái igildi verðjöfnunar- gjalds úr rikissjóði, eða þá að ríkið yfirtaki skuldir, líkt og gert var Lufthansa undirbýr flug hingað ÞÝSKA flugfélagið Lufthansa hef- ur í bígerð að halda uppi áætlunar- flugi til Keflavíkur næsta sumar. Að sögn Sigfúsar Erlingssonar framkvæmdastjóra markaðssviðs Flugleiða hefur sölustjóri Luft- hansa i Kaupmannahöfn staðfest að áætlunin sé á vinnslustigi. Flogið yrði til Keflavíkur frá MUnchen með millilendingu i Dilsseldorf alla sunnudaga á tímabilinu 30. mai til 20 september. Vegna þess að samningar um flug á milli landanna eru gagnkvæmir þarf Lufthansa ekki að sækja um leyfi til íslandsflugs hjá íslenskum stjómvöld- um. . . Björguðust af Græn- landsjökli TVEGGJA hreyfla flugvél af gerðinni Twin Comanche nauð- lenti á Grænlandsjökli í gær, á leið frá Reykjavik til Narssarssu- aq. Um borð í vélinni voru tveir farþegar, bandarísk hjón og sakaði þau ekki. Það var kl. 15.17 sem tilkjmning barst um að flugvélin ætti í erfið- leikum yfír Grænlandi og kl. 15.37 nauðlenti vélin á Grænlandsjökli, í um 9.000 feta hæð. Þá átti vélin um 200 kflómetra ófama'til Narss- arssuaq. Fljótlega tókst að finna vélina með því að miða út neyðar- sendi hennar og var þyrla send upp á jökulinn. Fundust hjónin bráðlega og eins og fyrr sagði voru þau ómeidd. Hæstiréttur: Óheimilt að færa stofn- sjóðsinneign til eigna Staðfesti dóm undirréttar í máli fjármálaráðherra gegn Hrönn hf. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm undirréttar I máli fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs gegn Ásgeiri Guðbjartssyni, fyrir hönd Hrannar hf. á ísafirði, en dómurinn fól í sér, að fyrirtækinu væri óheimilt að færa meðal eigna við útreikning á verðbreytingarfærslu í ársreikningi 1980 stofnajóðsinneign sina í Olíusamlagi útvegsmanna á Isafirði. Tildrög málsins voru þau, að við endurskoðun skattframtals Hrann- ar hf. 1981 óksaði skattstjóri Vest- fyarðaumdæmis skýringa á tölum á verðbrejdiingafærslublaði eigna- megin i dálknum „Skuldabréf til lengri tima en eins árs og aðrar langtímakröfur", að upphæð gaml- ar krónur 38.346.965. Þessari ósk var ekki svarað og með bréfí skatt- stjóra í nóvember 1982 tilkynnti hann Hrönn hf. að tekjur á framtali 1981 hefðu verið hækkaðar um kr. 1.200.000. Skattstjóri endur- ákvarðaði Hrönn hf. siðan opinber gjöld gjaldárið 1981 með úrskurði 2. desember 1982. Umboðsmaður Hrannar hf. kærði úrskurðinn til lækkunar með kærubréfi 30. des- ember 1982. Skattstjóri tók kæruna til efnislegrar meðferðar í úrskurði sínum 5. janúar 1983. Skattstjóri hafnaði kröfum umboðsmanns kæranda varðandi útreikning verð- brejdingargj aldfærslu á þeirri for- sendu, að eignarhlutar í félögum teldust ekki til eigna, er færðar eru á verðbrejrtingarfærslublaði. Umboðsmaður Hrannar hf. kærði úrskurð skattstjóra til ríkisskatta- nefndar _með kærubréfi 3. febrúar 1983. f kærubréfinu mótmælti umboðsmaðurinn brejrtingu á verð- breytingarfærslu umfram kr. 732.810 með þeim rökum, að eign- arhlutar í félögum séu ekki færðir á verðbreytingarfærslublað Hrann- ar hf. nema stofnsjóðseign í sam- lagsfélagi, kr. 49.857. í skýringum aftan á verðbreytingarfærslublaði komi ekki fram, hvemig meðhöndla skuli stofnsjóðsinneign í samlags- félagi. Þar sem skattaleg með- höndlun arðs og vaxtatekna af stofnsjóðsinneign í samlagsfélagi sé öðruvísi en i hlutafélagi og samvinnufélagi, vilji hann láta á þetta reyna. Þá óskaði umboðsmað- ur kæranda eftir því, að við breyt- ingu á tekjuskattstofni yrði 25% lagt í varasjóð. Með bréfi tii ríkisskattanefndar í mars 1983 gerði ríkisskattstjóri þá kröfu fyrir hönd gjaldkrefyandi, að úrskurður skattstjóra yrði stað- festur. Ríkisskattanefnd úrskurðaði síðan í ágúst það sama ár að krafa Hrannar hf. um heimild að telja meðal eigna, er mynda eiga stofn til útreiknings verðbreytingar- færslu í ársreikningi 1980, stofn- sjóðseign að fyárhæð rúmar 4,9 milljónir gamalla króna í Olíusam- lagi útvegsmanna á fsafírði skyldi tekin til greina. Fjármálaráðherra höfðaði mál fyrir hönd ríkissjóðs og gerði þær kröfur, að viðurkennt yrði með dómi, að fyrirtækinu væri óheimilt að færa stofnsjóðs inneign- ina til eigna á skattaframtali, og yrði skylt að þola endurákvörðun ríkisskattstjóra á tekjuskattsstofni og tekjuskatti gjaldárið 1981 í samræmi við það. Dómur í undir- rétti féll fjármálaráðherra í vil og nú hefur Hæstiréttur staðfest þann dóm. Sigurbjöm Þorbjömsson ríkis- skattstjóri sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær, mánudag, að hér væri um merkan dóm að ræða og kvaðst hann fagna þessari niður- stöðu enda hefði hann verið ósam- mála úrskurði ríkisskattanefndar á sínum tíma. Sigurbjöm hefur nú látið af störfum ríkisskattstjóra, en hann hefur gegnt embættinu frá stofnun þess árið 1962. Tíbet er sjálfsstjómarríki innan Kínverska alþýðulýðveldisins, og sjá kínveijar að mestu um orkumálin. Jakob sagði að jarðhiti hefði fundist á 5-600 stöðum í Tíbet, en rannsóknir vantar víðast hvar. íslendingunum var sýnd rafstöð á jarðhitasvæðinu Yangbajain og vísir að hitaveitu í Nagqu. Virkjunin í Yangbajain fram- leiðir 13 MW orku, en í bígerð er að stækka hana í 25 MW. Til þess skort- ir þekkingu, t.d. er ekki vitað hvort svæðið ber svo stóra virkjun. Tækni- legir annmarkar eru einnig tii staðar s.s. útfellingarvandamál. Sendinefnd- in ræddi m.a. um þessi atriði við sér- fræðinga frá Vatns- og rafveitustofn- un Tíbet og Jarðfræði- og jarðefna- stofnunina. „Enn er margt óleyst" sagði Jakob, „það er ekki vitað hvemig á að flár- magna samstarf okkar. Kínveijar hafa áhuga á því að nýta jarðhita eins og kostur er. Orkuþörf þeirra er þó enn miklu lægri en þjóða á Vesturlöndum. Raforkukerfi eru tak- mörkuð og í einni borganna sem við gistum var til dæmis allt rafmagn tekið af á nóttunni. Þéttbýli í Tíbet er álíka og á íslandi, þannig að á mörgum stöðum er enginn grundvöll- ur fyrir samtengdu veitukerfi." Jakob sagði að kínveijar ættu mjög góða vísindamenn sem þyrftu fyrst og fremst þjálfun í nútímatækni. Taldi hann að þjóðin væri um 30 árum á eftir vesturlöndum í nýtingu jarð- varma. Samkomulagið sem var undirritað í ferðinni verður lagt fyrir ríkisstjóm- ina á næsta fundi hennar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.