Morgunblaðið - 01.07.1986, Síða 12

Morgunblaðið - 01.07.1986, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR l.JÚLl 1986 HÖUIN FASTEIGNAVIÐSKIPTI MIÐ6ÆR-HÁALEmSBRAUT58 60 SIMAR 353004 35301 Iðnaðarhúsnæði Höfum til sölu iðnaðarhúsnæði í Garðabæ og Reykjavík. Hús- næðið er ca 960 fm í Garðabæ og rúml. 1000 fm í Reykjavík sem getur selst í tvennu lagi. Há lófthæð. Hagstætt verð. Allar nánari uppl. eru veittar á skrifst. Tískuverslun — Hafnarf. Til sölu er mjög góð fataverslun í fullum rekstri. Góð staðsetn. Góð velta. Myndbandaleiga Til sölu er myndbandaleiga í fulium rekstri. Mjög vel staðsett við mikla umferðargötu. Miklir tekjumöguleikar. Allar nánari uppl. veittar á skrifst. Hrísateigur — 2ja herb. Snotur 2ja herb. íb. í risi. Nýtt gler, gluggar og eldhús. 28 fm bílsk. fylgir. Laus strax. Skerjafj. — 2ja herb. Sérinng. Tvöfalt gler. Skipti á stærri eign möguleg. Blikahóiar — 2ja herb. Gullfalleg íb. á 1. hæð ásamt aukaherb. í kj. Mikil þjónustu- miöst. í nágr. Bein sala. Hörgshlíð — 2ja herb. Risíb. í tvíbhúsi. íb. fylgja 2 rúmg. herb. í kj. ásamt geymslu- risi. Tvöf. gler. Stór afgirt lóð. Laus nú þegar. Hlíðarvegur — 2ja herb. Mjög góð ib. á jaröhæð. Sér- inng. Talsvert endurn. Asparfell — 3ja herb. Mjög góð og björt íb. á 2. hæð. Flísalagt bað. Þvhús á hæðinni. Laus nú þegar. Einkasala. írabakki — 4ra herb. Mjög falleg endaíb. á 2. hæð. Flísalagt bað. Góðar innr. Tvennar stórar svalir. Laus fljótl. Garðabær — parhús Glæsilegt parhús á einni hæö ca 140 fm. Skiptist í 3 svefn- herb., skála, stofu o.fl. ásamt tvöf. bílskúr Grafarvogur — einb. Höfum til sölu 2 einbhús við Grafarvog. Annað húsið er einnar hæöar Húsasmiðjuhús 135 fm ásamt bílsk. Fullb. utan en inni vantar innrétt. og hurðir. Hitt húsið er 2ja hæöa. Að grunnfl. ca 140 fm. Til afh. fullfrág. að utan með gleri en efri hæð fokh. Neðri hæð íbúð- arhæf nú þegar. Teikn. á skrifst. Klapparberg — einb. Gullfallegt einbhús á 2 hæðum. Selst tilb. u. trév. Frágeng. að utan.Teikn. áskrifst. Einbýli — Hafnarfirði Mjög fallegt einb. við Sævang. Húsið sem er hæð og ris skipt- ist m.a. í 3 svefnherb., 2 stofur, eldhús, bað og arin-stofu. Tvöf. bílsk. í smíðum í nýja miðbænum Fallegt raðhús sem skiptist í 2 hæðir og kj. Skilast frág. að utan með gleri og lóö. Byggaðili getur afh. húsið fokhelt eða tilb. u. trév. að innan skv. ósk kaup- anda. Fast verð. Til afh. fljótl. Garðabær — raðhús Fallegt endaraðhús á þremur hæðum ásamt innb. bílsk. Til afh. fokh. nú þegar m. gleri i gluggum og miðstöð. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. , Vegna mikillar sölu óskum við eftir öllum stærðum og gerð- um eigna á söluskrá. Agnar Agnarss. viðskfr., Agnar Ólafsson, Heimasími sölum. 71714. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! Gísli, Eiríkur og Helgi fara í frí Kvikmygidir Arnaldur Indriðason Heimskautahiti (Arctik Heat). Sýnd í Laugarásbiói. Stjörnugjöf ★ Bandarísk. Leikstjóri: Larry Harlin. Framleiðandi: Markus Selin. Handrit: Larry Harlin og Mark- us Selin. Kvikmyndataka: Henrik Paérsch. Klipping: Martin Smith. Aðalhlutverk: Mike Norris, Steve Durham og David Cobum. Sumar myndir eru svo vitlausar að maður labbar út af þeim. Aðrar eru vitlausari en það, verða spaugilegar og maður getur ekki stillt sig um að sitja þær á enda vegna þess að maður getur hlegið að vitleysunni: söguþráðurinn gengur ekki upp, persónumar eru fáránlegar, leikurinn eins og hjá sex ára krökkum, samtöiin hlægi- leg þegar þau eiga að vera alvar- leg og efniviðurinn glórulaus. Það bregst ekki með þessar myndir að þegar þær eiga að vera hvað sorglegastar og átakamestar grenjar maður af hlátri. Það erlangt síðan almennileg mynd af þessari tegund hefur rekið á íjörur kvikmyndahúsanna en þær birtast alltaf annað slagið mörgum til ánægju. Ein slík mynd er sérlega minnisstæð en hún hét Dolomite eða eitthvað svoleiðis og var sýnd í Gamla bíó fyrir lifandis löngu. Heimskautahiti (Arctik Heat), sem sýnd er í Laugarásbíó, er einmitt svona Dolomite, svo gáfu- lega gerð að Bakkabræður yrðu stórhrifnir af henni. Hún er um þrjá unga stráka (gætu heitið Gísli, Eiríkur og Helgi) sem fara í frí til landamæra Finnlands og Sovétríkjanna og geta ekki stillt sig um að fara yfír jámtjaldið af því það gæti verið gaman — svona eins og að fara í Tívolí. Hugsa sér að þama skuli búa allt þetta fólk sem ekki hefur bragðað kóka- kóla, segir Eiríkur og maður fær það á tilfínninguna að hann gæti átt í vandræðum með að leggja saman 2+2. Strákamir komast á bóndabæ og hitta þar stúlku sem þeir spyija hvort tali ensku. Maður trúir ekki heimskunni í þeim. En viti menn, í ljós kemur að þessi fátæka sveitastúlka í Norður-Rússlandi talar fallegri ensku en Laurence Olivier. Og svo tekst Bakkabræðr- um að sprengja heilt þorp til gmnna áður en þeir em handsam- aðir og færðir til yfírheyrslu, pínd- ir þar af einhverjum nauðalíkum Stalín og hent í fangelsi. Þar drepast Eiríkur og Helgi en Gísli kynnist kvenmanni og svertingja sem stjómar öllu í fangelsinu af því hann á dollara; og saman skjóta þau sér leið út úr fangels- inu. En þá em þau auðvitað föst inní Rússlandi. Handritshöfund- amir, sem greinilega em orðnir jafnþreyttir á myndinni og maður sjálfur, leysa það vandamál fljótt og vel með því að Gísli og daman hans (svertinginn verður áfram í Rússlandi af því hann á ólokið þar einhveijum erindum) næla sér í tmkk og aka til Finnlands eins og aðrir keyra til Hveragerðis. Af hverju þessi mynd hefur yakið deilur í Finnlandi er óskilj- aniegt. Og af hveiju ekki má sýna hana þar er fáránlegt. Hún er vel fallin til sýninga árið um kring í Moskvu sem dæmi um hnignun vestræns kvikmyndaiðnaðar. 26933 ÍBÚÐ ER ÖRYGGI Hólahverfi Klapparberg 210 fm einbýli á tveimur hæðum. 38 fm bílsk. auk 45 fm rýmis í kjallara. Nýtt glæsilegt hús. Eignaskipti mögul. , Birkihlíð — raðh. ' 180 fm raðh. á 2 hæðum í I * Suðurhlíðum Reykjavíkur ásamt 40 fm rými í kj. Bílsk. I Eignaskipti æskileg á 4ra | herb. íb. Verð 5,3 millj. Vesturberg — endaraðh. 144 fm mjög vandaö endarað- I hús á 1 hæð. Óinnréttaður kj. j | Bílskr. Verð 4,4 millj. Völvufell — endaraðh. 140 fm fallegt endaraðh. m., | bílsk. Verð 3,6 millj. I Miklabraut — sérh. 137 fm ib. á 1. hæð. 3 svherb., , 2 saml. stofur. Bilskréttur. | Kambsvegur 135 fm sérh. i tvíbýli. Falleg' eign og vel við haldið. Bílsk- I réttur. Verð3,1 millj. Eiðistorg 170 fm íb. á tveimur hæðum. Sérsmíðaðar innr. Tvennar I svalir. Eign í sérflokki. Verö | | 5,3 millj. Kjarrhólmi 4ra herb. ca 110 fm falleg íb., Verð 2,5 millj. Furugrund 4ra herb. ca 110 fm falleg ib. í lyftuh. ásamt stæði í bílsk. Flúðasel ' 4ra herb. íb. á 2. hæð ca 110' fm. Bílskýli. Verð 2,6 millj. | Asparfell — 3ja herb. Góð 3ja herb. íb. í lyftuhúsi. Verð 2,2 millj. íEigna markc aðurinn Hafnarstr. 20, •. 26933 (Ný|« hútinu viö LMkjartorg) Hlödver Sigurösson, hs. 13044. Morgunblaðið/Trau8ti Tómasson Brítish Airways hefur undanfarín þrjú ár komið til íslands með farþega í dagsskoðunarferðir á Concord-þotu. Myndin var tekin á dögunum þegar Concord-þotan lenti i annað sinn í sumar á Kefla- víkurflugvelli. Flugfarþegar í eins dags skoðunarferðum krafðir um brottfararskatt Það færist f vöxt að flugfélög og ferðaskrifstofur bjóði erlendum farþegum að koma til íslands í eins dags ferðir og þá er skipulögð ströng ferðaáætlun sem einkum samanstendur af skoðunar- og verslunarferðum. Þó að þessir far- þegar hafí í flestum tilfellum aðeins um 12 klst. viðdvöl hér á landi eru þeir krafðir um brottfararskatt þegar þeir halda af landinu. Far- þegar skemmtiferðaskipa, sem oft- ast hafa svipaða viðdvöl og svipaða ferðaáætlun, eru ekki skattlagðir sérstaklega. Brottfararskatturinn er eingöngu lagður á flugfarþega en þó ekki alla. Þannig þurfa svo- kallaðir „transit" eða viðkomufar- þegar sem fljúga með Flugleiðum milli Evrópu og Bandaríkjanna ekki Opið; Mánud.-fimmtud. 9-19 föstud. 9-17 09 sunnud. 13-16. ÞEKKING OG ÖRYGGI í FVRIRRÚmÍ Söluturn til sölu Söluturn í góðum rekstri til sölu. Vel staösettur í Austur- borginni. Góðar innréttingar. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum. I KAUPÞiNQ HF ■Zuf Musi verslunarinnar *23T 68 69 88 Sölumenn: Siguröur Dagbjart%*on Hallur Páll Jónaaon Birgir Sigurösson viösk.U. að greiða skattinn ef viðdvöl þeirra er ekki lengri en umsamdir tveir sólarhringar. Brottfararskatturinn ernú 750 krónur. Fyrir nokkrum dögum kom hing- að til lands Amarflugsþota fullskip- uð þýskum farþegbm sem dvöldust hér í innan við sólarhring og eyddu tímanum í skoðunar- og verslunar- ferðir. Að sögn Magnúsar Oddsson- ar hjá Amarflugi urðu þeir að borga skattinn „illræmda" eins og margir í ferðamannaþjónustunni kalla hann. Sagði Magnús að skatturinn næmi 6% af fargjaldinu sem þeirra farþegar hefðu greitt. „Mér finnst þetta óskaplega óeðlileg skattlagn- ing í ljósi þess að skipafarþegamir eru ekki krafðir um neitt í þessa vem og eins vegna þess að svokall- aðir „transit" farþegar í Atlants- hafsflugi Flugleiða þurfa ekki að greiða skattinn. Það virðist vera mikill markaður fyrir svona stuttar dagsferðir og við erum að reyna að ná í bita af þeirri köku en það verður að segjast eins og er að svona óeðlileg skattheimta auðveld- ar ekki að laða að farþega í slíkar ferðir. Ég vil líka benda á að það er erfíðara fyrir íslensku flugfélögin en þau erlendu að bjóða svona dagsferðir. Bæði er að erlendu fé- lögin em nær markaðinum og svo eigum yið erfítt með að fylla vélam- ar frá íslandi í jafn stuttar ferðir," sagði Magnús Oddsson. Amarflug hóf að bjóða svokölluð pólarflug með viðdvöl á íslandi árið 1977 voru dagsferðir og hafa legið niðri þangað til núna. British Air- way hefur undanfarin 3 ár komið 3—4 ferðir á ári með farþega í dagsferðir og hafa um 100 manns verið I hverri ferð sem flogin er á hinni hljóðfráu Concord þotu. í sumar hefur Concord lent tvisvar í Keflavík og fyrirhuguð er a.m.k. ein ferð í viðbót. Einnig hefur þýska leiguflugfélagið Hapag-Lloyd kom- ið tvær ferðir í sumar á Boeing 727 þotu með samtals rúmlega 300 farþega. Farþegar þessara erlendu félaga em krafðir um brottfarar- skatt. Amarflug hyggur á fleiri dagsferðir nú í sumar. „Ég trúi ekki öðm en þetta verði leiðrétt," sagði Kjartan Lámsson formaður Ferðamálaráðs þegar hann var inntur álits á innheimtu brottfararskattsins hjá flugfar- þegunum sem aðeins dvelja hér í hálfan sólarhring í þessum sérstöku skoðunarferðum. „Það er fordæmi fyrir því að skatturinn hafí verið felldur niður í svipuðum tilfellum og eins og ég sagði trúi ég ekki öðm en þetta verði leiðrétt núna. Samkv. alþjóðlegri skilgreiningu teljast farþegar ekki almennir ferðamenn nema þeir dvelji a.m.k. 1 nótt í viðkomandi landi. Hinsveg- ar em íslensk yfirvöld eftir því sem ég best veit, þau einu í veröldinni sem leggja slíkt ofurkapp á að refsa ferðafólki eins og með þessum brottfararskatti sínum," sagði Kjartan Lámsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.