Morgunblaðið - 01.07.1986, Qupperneq 15
ingum og ýmsir hnökrar séu á
„tæknilegu hliðinni".
Colin Dunne _ þekkir greinilega
ágætlega vel til íslands og er ágæt-
lega að sér um Reykjavík. Hann
hefur aflað sér töluverðrar þekking-
ar á staðháttum og allt kemur það
sögunni til góða. Hér segir frá
blaðamanninum Sam sem er sendur
til íslands í næsta óljósum erinda-
gjörðum: hann á að hafa upp á
Sólrúnu, vinkonu sinni frá því hann
var á Islandi tveimur árum fyrr.
Hún er í vondum félagsskap. Aftur
á móti liggur ekki alveg ljóst fyrir
hvers lags félagsskapur það er,
sennilega tengist það eitthvað
Rússum eða andstöðu þeirra vegna
bækistöðva Atlantshafsbandalags-
ins á íslandi. Gæti hugsast að Sól-
rún hefði gengið í lið óvinarins. Sam
kemst í samband við Sólrúnu —
fundur þeirra á barmi Almannagjár
— þar sem sál íslands er. Minna
mátti ekki gagn gera. Þau halda
heim til hennar — að því er Sam
telur, en hún býr við þá ágætu
götu Vesturbrún. En eftir ástafund-
inn hverfur Sólrún — rétt eins og
Ua hvarf Umba — og milli þess sem
Sam reynir að hafa upp á henni er
hann að reyna að komast á snoðir
um grunsamlega iðju rússneskra á
íslandi. Verkefni hans er þó opin-
berlega að gera úttekt á kynlífi
eskimóa (!) að skipun ritstjóra þess
sem brezka utanríkisráðuneytið lét
senda hann til íslands. Úr þessu
öllu verður mikil njósna- og ástar-
flækja. Móðir Sólrúnar sem býr í
bárujámshúsi í Gijótaþorpi er myrt
á hroðalegasta hátt og lengi vel
spyrzt ekkert til Sólrúnar. Endir
sögunnar verður hinn æðislegasti
og ekki alveg sannfærandi. Kannski
vegna þess hvað okkur gengur
erfiðlega að taka alvarlega svona
t:: hryllingsatburði og verða í sögunni.
Colin Dunne hefur skrifað nokkr-
ar aðrar bækur, sem hafa fengið
ágæta dóma, fyrst var Retrieval og
síðan Ratcatcher. Hann kom til ís-
% lands í fyrsta sinn árið 1972 til að
fylgjast með skákeinvígi Fischers
og Spasskys og skrifa um það.
Texti:
Jóhanna Kristjónsdóttir
Michael Landau á gítar og Neil
Stubenhaus á bassa.
Lögin á Medals eru mjög jöfn
að gæðum og þótt tónlist hans sé
kannski ekki beint mitt uppáhald
fer ekki leynt að þama fer góður
söngvari með plötu sem ætti að
höfða sterklega til allra sem unna
vel fiuttu dægurpoppi.
Hörkusöng-
kona
Sheila Walsh
Don’t Hide Your Heart
Það er ótrúlegt hve mikið leynist
af frábæru tónlistarfólki innan þess
ramma, sem kallaður hefur verið
kristileg tónlist. Sheila Walsh er ein
úr þessum hópi og virt innan hans
en iítið hefur borið á henni þar fyrir
utan.
Sheila Walsh er hörkugóð söng-
kona og ekkert meira um það. Þótt
hún semji ekki lögin sjálf em þau
valin af smekkvísi og velflest láta
þau einkar vel í eyrum. Nyti hún
sambærilegrar kynningar og
drottningar á borð við Madonnu er
ég sannfærður um að hún færi létt
með að skáka þeim. Syngur ein-
faldlega mun betur en ijóminn af
þeim glanspíum sem einoka vin-
sældalistana.
Don’t hide your heart er góð
plata hverrar styrkur felst í af-
bragðsgóðum söng og finum lögum
samfara ömggum flutningi. Þama
koma að auki við sögu menn á
borð við Cliff Richard, Mel Collins
og Phil Manzanera og gera það
gott.
h r
15
rrrr r (ttth * n7Tjny<*'1
jrj a rfT^rmfrrv^
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986
Hetjur og meinleg örlög
Leiklist
Jóhann Hjálmarsson
Áhugaleikfélagið í Hangon,
Finnlandi:
Járnöldin eftir Paavo Haavikko.
Leikgerð: Kaj Puumalainen.
Leikstjóri: Marie Saure.
Leikmynd: Kaj Puumalainen o.fl.
Búningar: Kaj Puumalainen o.fl.
Tónlist: Simo Silvonen o.fl.
Bardagaatriði: Bror Österlund.
Leikið í Öskjuhlíð á Norrænni
leiklistarhátíð áhugamanna í
Reykjavík.
Jámöldin er leikrit eftir hið
kunna finnska ljóðskáld Paavo
Haavikko og er fijálsleg túlkun
hans á Kalevala.
í Jámöldinni kynnumst við hetj-
um, þrælum, fögmm konum og
skelfilegum kerlingum. Þar er líka
Dauðinn sjálfur á ferli lævfs og
markviss. Mikið skap og meinleg
örlög setja svip sinn á verkið;
grimmd, losti og yndisleiki haldast
í hendur.
Áhugaleikfélagið í Hangon flutti
Jámöldina í Öskjuhlíð og var sýn-
ingin um margt áhrifarík þótt að-
stæður gætu varla talist góðar.
Erfítt var að fylgjast með leikend-
um sem dreifðu sér um hlíðina,
vom ýmist í felum eða beint fyrir
framan áhorfendur og mitt á meðal
þeirra á köflum. Hitt var verra að
fáir skildu textann og er það eigin-
lega út í bláinn að undirritaður
Qalli um leikrit sem hann skildi
ekki nema að litlu leyti. En þökk
sé Hangon-fólki fyrir að dreifa leik-
skrá á íslensku, þar sem dregið er
saman á sænsku og ensku efni
hvers þáttar og auk þess greint
frá helstu persónum verksins: Vá-
inö, Ilmari, Lemminki, Kullervo,
Kyllikki, Aino, Jouko, Untamo, hús-
móðurinni og húsbóndanum í Po-
hjola og dóttur þeirra. Leikskráin
kom að góðu gagni, en æskilegt
hefði verið að hún bærist fyrr, að
minnsta kosti þeim sem Qalla áttu
um verkið.
Annars er það að segja um fram-
kvæmd Norrænu leiklistarhátiðar-
innar í Reykjavík að hún tókst vel.
Umræður að loknum sýningum
voru til dæmis til bóta. í þeim
upplýstist margt. Þátttakendur há-
tíðarinnar fjölmenntu á sýningar
félaga sinna, en lítið fór fyrir venju-
legum íslenskum áhorfendum.
Leikstjórinn Maire Saure leggur
á það áherslu að andrúm hins illa
sem Haavikko skapar eigi ekki síst
við um vonsku og fláræði samtím-
ans. Það má að sjálfsögðu til sanns
vegar færa. Vont atlæti f bemsku
(Kullervo) og heiftarhugur kvenna
(dóttir Pohjola-hjóna) stýra ekki
góðri lukku. Sama er að segja um
bardagafýsn Lemminkis og deilur
bræðranna Untamo og Kalervo.
Fyrir Haavikko vakir að færa
goðsagnir liðins tíma í þann búning
að samtímamenn geti séð sjálfa sig
í þeim. Leikrit hans eiga sér sögu-
legar rætur.
Það yrði langur listi að birta
nöfn leikenda og fjalla sérstaklega
um hvem og einn. Það fólk sem
leikur aðalhlutverkin gerði það af
góðri innlifun áhugaleikarans, sama
er að segja um aðra leikendur. Það
voru miklar og einlægar tilfinningar
sem birtust áhorfendum í Öskjuhlíð.
Sum atriði vom beinlínis ógnvekj-
andi og engu líkar en aftur væri
kominjámöld.
Ég vildi gjaman fá að kynnast
betur starfsemi áhugaleikfélagsins
Úr Jámöldinni, sýningu finnskra
áhugaleikara.
í Hangon, ekki síst sjá Jámöldina
leikna í finnsku umhverfi. En sýn-
ingin í Öskjuhlíð fullvissaði marga
um að hér er um að ræða merkilega
og öfiuga leiklistarstarfsemi.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222
Rafmagn er svo snar þáttur
í lífi okkar að við veitum því
varla athygli. Flest heimilistæki
og vélar á vinnustað ganga
fyrir rafmagni og við erum svo
háð þeim að óbeint göngum
við sjálf fyrir rafmagni.
Þessu ,,sjálfsagða“ raf-
magni er dreift til okkar af
rafmagnsveitu. Rafmagnsveita
Reykjavíkur leggur metnað
sinn í stöðuga og hnökralausa
dreifingu til neytenda. Dreif-
ingarkostnaður greiðist af
orkugjaldi.
Ógreiddir reikningar hlaða
á sig háum vaxtakostnaði sem
veldur því að rafmagnið er nær
þriðjungi dýrara hjá þeim
skuldseigustu — þar til þeir
hætta að fá rafmagn.
Láttu orkureikninginn hafa
forgang!
Þaðerdýrt
rafmagnið sem þú dregur að borga