Morgunblaðið - 01.07.1986, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986
Sjálfsbjörg, landsamband fatlaðra:
Lækkunin á bílunum var
kjaraskerðing fyrir fatlaða
23. ÞING Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra, var haldið í
Stóru-Tjarnaskóla í Suður-
Þingeyjarsýslu dagana 31. maí
til 2. júni sl. Aðalmál þingsins
voru í þetta sinn húsnæðismál,
og staða félagsdeilda og sam-
starfið við svæðisstjómir. Fjöl-
margar ályktanir vom gerðar
um heilbrigðis- og tryggingar-
mál, húsnæðismál, atvinnumál,
menntamál og farartækjamál.
Krafðist þingið þess að fötluðum
yrði bætt sú kjaraskerðing sem
þeir urðu fyrir þegar aðflutn-
ingsgjöldum af bifreiðum var
breytt í vor. Mun minna hefur
því verið keypt af eftirgjafar-
bílum í ár en áður.
Sjálfsbjörg, landsamband fatl-
aðra, var stofnuð 1959, og geta
fatlaðir orðið aðalfélagar en ófatl-
aðir styrktarfélagar. Félagsmenn
eru nú, að styrktarfélögum með-
töldum, u.þ.b. 3.000 í 15 aðildarfé-
lögum víðs vegar um landið. Síðast
bættist við sjálfbjargarfélag á Höfn
í Homafirði 8. desember 1984.
Tveim félagsmönnum var veitt
gullmerki Sjálfsbjargar fyrir vel
unnin störf: Heiðrúnu Steingríms-
dóttur fv. formanni Sjálfsbjargar á
Akureyri og Jóni Þ. Buch fv. for-
manni Sjálfsbjargar á Húsavík.
Sérstök áhersla var Iögð á félags-
mál á starfstíma síðustu fram-
kvæmdastjómar. 7 námskeið vora
haldin fyrir aðstandendur fatlaðra
bama í samráði við Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra, Styrktarfélag
vangefinna, Þroskahjálp og grein-
ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins.
Einnig hafa verið haldin önnur
námskeið s.s. kynfræðslunámskeið,
táknmálsnámskeið og félagsmála-
námskeið.
Að framkvæði Sjálfsbjargar var
haldin fyrsta hjálpartækjasýningin
hérlendis í apríl 1985. Fyrirhuguð
er önnur hjálpartækjasýning í apríl
1987. Þá hafa verið gefiiir út tveir
bæklingar, annar um þverlömun,
eða mænuskaða, en hinn um Sjálfs-
bjargarhúsið að Hátúni 12. Bygg-
ingu þess var haldið áfram, lokið
við lóð og aðstöðu fyrir starfsfólk
og 3 ný gestaherbergi tekin í notk-
un, en fjárskortur hamlaði frekari
framkvæmdum. í húsinu er marg-
vísleg þjónusta veitt fötluðum. M.a.
er rekin þar endurhæfingarstöð.
Þar vinna nú 8 sjúkraþjálfarar. A
síðasta ári vora veittar 12.371 ein-
staklingsmeðferðir og 2.203 hóp-
meðferðir. Einnig er rekin í sama
húsnæði, eftir kl. 16.30, heilsurækt
undir nafninu Stjá.
í umræðum um húsnæðismál á
þinginu kom fram að meiri blöndun
fatlaðra og ófatlaðra sé grandvall-
aratriði. Því þurfi að leggja áherslu
á fjölbreytni í húsnæðismálum og
sambýlisformum, þannig að allir
fatlaðir ráði því sjálfir hvar þeir búa.
Samstarf Sjálfsbjargar við Hús-
næðisstofnun ríkisins hefur verið
gott í þessum málum.
í umræðum um stöðu félags-
deilda og samstarf við svæðisstjóm-
ir um málefni fatlaðra kom fram
að þörf sé á opnara félagsstarfi í
deildunum og betra upplýsinga-
streymi milli Sjálfsbjargar og svæð-
isstjómanna.
Þingið ályktaði um mörg mál.
Það taldi ósanngimi og ósamræmi
koma fram í núverandi úthiutunar-
reglum bensínstyrks, og hvatti til
þess að allir sem væra háðir bifreið
til að komast um, fengju bensín-
styrk greiddan, án tillits til tekna.
Þá ályktaði þingið að örorkulífeyrir
og óskert tekjutrygging eigi aldrei
að vera lægrí en umsaminn lág-
markslaun. Ororkulífeyrir yrði þá
aldrei lægri en 40% af þeirri upp-
hæð.
Þingið hvetur stjómvöld til að
stórauka heimaþjónustu og heima-
hjúkran, þar sem öflug þjónusta við
fatlaða í heimahúsum auki mögu-
leika þeirra til að búa sjálfstætt og
sé því snar þáttur í réttindabaráttu
þeirra. Þá fagnaði þingið sundlaug-
inni við Grensásdeild Borgarspítal-
ans og skorar á ríkisstjóm og sveit-
arfélög að stuðla að byggingu fleiri
sundlauga við endurhæfingarstöðv-
ar.
Ymsar ályktanir vora gerðar um
húsnæðismál, einkum um aðgang
fatlaðra að húsnæði. Þá var kosin
fímm manna starfsnefnd til að
vinna að menntunarmálum fatlaðra
í Sjálfsbjargarhúsinu að Hátúni 12 fer margvísleg starfsemi fatlaðra
fram. Auk íbúða og gestaíbúða eru í húsinu skrifstofur Sjálfsbjarg-
ar, félagsheimili, endurhæfingarmiðstöð, dagvist fatlaðra, vinnu- og
dvalarheimili, ofl.
Það er ávallt eitt helsta vanda-
mál fatlaðra að komast um, eink-
um eru stigar þeim erfiðir. Einn-
ig eru bílamálin þeim hugleikin
þessa dagana.
ókleift að kaupa bíla. Til þess yrði
hið opinbera að styrkja fatlaða sem
næmi 30% af kaupverði bfls í meðal-
verðflokki og 50% hjá þeim sem
hefðu fengið fulla eftirgjöf aðflutn-
ingsgjalda. Þetta mætti gera bæði
með beinum styrkjum og niðurfell-
ingu söluskatts.
Teodór A. Jónsson, formaður
Sjálfsbjargar, tjáði Morgunblaðinu
að mikið minna væri keypt af eftir-
gjafarbílunum en áður. Þessu ylli
almenn verðlækkun bifreiða í kjöl-
far aðgerðanna í vor. Þetta kæmi
mjög illa við fatlaða þar sem endur-
söluverð bfla hefði lækkað líka, en
það hefði verið mikilvægur þáttur
í fjármögnun bifreiðakaupanna hjá
fötluðum, sem gátu fengið bfl með
niðurfelldum gjöldum á fjögurra ára
fresti.
og bættri aðstöðu á því sviði.
Þá var þess krafist að fötluðum
yrði bætt sú kjaraskerðing sem
þeir urðu fyrir vegna lækkunar
aðflutningsgjalda af bifreiðum, þar
sem það gerði fötluðu fólki nær
Auk Teódórs skipa fram-
kvæmdastjóm Sjálfsbjargar næsta
starfstímabil þau Jóhann Pétur
Sveinsson varaformaður, Vikar
Davíðsson gjaldkeri, Kristín Jóns-
dóttir ritari og Valdimar Pétursson
meðstjómandi.
100ÁR.A AFMÆLI LANDSBANKA ÍSLANDS OGÍSLENSKRAR SEÐLAÚTGÁFU
LANDSBANKASÝNING
28.JUNI
20.JLILÍ í SEÐLABANKAHÚSINU
rr
Itilefni 100 ára afmælis Landsbankans og
íslenskrar seðlaútgáfu hefur verið sett upp
vegleg sýning í nýja Seðlabankahúsinu við
Kalkofnsveg. Þar er m.a. rakin saga gjaldmiðils
á íslandi allt frá landnámsöld, fyrsta afgreiðsla
bankans endurbyggð, skyggnst inn í
framtíðarbankann, sýndar gamlar gullfallegar
vélar og fylgst með hvernig peningaseðill
verður til.
rr
sýningunni verða seldir sérstakir
minnispeningar og frímerki, þar er vegleg
verðlaunagetraun og léttur útibúaleikur
og daglega eru sýndar kvikmyndir um
Landsbankann og sögu íslenskrar seðla- og
myntútgáfu.
Þá eru einnig sýnd saman opinberlega í fyrsta
sinn málverk í eigu bankans eftir marga bestu
listmálara þjóðarinnar.
Veitingasala er á sýningunni og leiksvæði
fyrir börn.
S1 ýningin er opin virka daga frá
kl. 16.00-22.00 ogfrá 14.00-22.00
umhelgar.
Við hvetjum alla til þess að sjá þessa
stórskemmtilegu sýningu.
Aðgangur er ókeypis.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna í 100 ár