Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 19

Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ1986 19 í vinnslusal íshússfélags Bolungarvíkur. Ishúsfélagi Bolungar- víkur veitt viðurkenning Á ári hverju veitir Coldwater Seafood Corporation frystihúsum hér á landi viðurkenningu fyrir góða framleiðslu. Meðal frystihúsa nú var Ishúsfélag Bolungarvikur. Viðurkenning þessi var afhent stjórnendum þess nú fyrir stuttu. Það var Páll Pétursson matvæla- verkfræðingur Coldwater sem afhenti viðurkenninguna en á hana er letrað: „Okkur er ljúft og skylt að veita íshúsfélagi Bolungarvíkur hf. sérstaka viðurkenningu fyrir góðan árangur í vöruvöndun frá maí 1985 til maí 1986.“ í tilefni af þessari viðurkenning- arveitingu var starfsfólki íshús- félagsins boðið til kaffisamsætis þar sem viðurkenningin var afhent Guðmundi P. Einarssyni yfírverk- stjóra. Við það tækifæri flutti Guðfínnur Einarsson forstjóri ræðu þar sem hann þakkaði sérstaklega starfsfólki fyrirtækisins þennan góða árangur. Guðfínnur gat þess að svokallað- ur gæðabónus sem tekinn var upp í fyrirtækinu fyrir allnokkru ætti vafalaust nokkum þátt í þeim auknu gæðum sem náðst hefðu í framleiðslu fyrirtækisins og ekki síst vildi hann þakka starfsfólki það góða samstarf sem tókst milli starfsfólks og stjómenda þegar verið var að koma gæðabónusnum á. , Á ári hveiju er þessi viðurkenn- ing veitt þremur stórum frystihús- um og þremur smáum og er íshús- félag Bolungarvíkur meðal þeirra stærri. Verkstjórar íshússfélags Bolungarvikur. Dýrasýning: „Otrúlegur áhugi“ DÝRASÝNING sem áhugahópur um byggingu náttúrufræðihúss stóð fyrir í Hljómskálagarðinum á sunnudaginn var, féll í mjög góðan jarðveg. Milli þrjú og fjögur þúsund manns komu að skoða svínin, refina, minkana, rottumar, þar vom til sýnis. „Það kom okkur gersamlega á óvart hvað var mikill áhugi á þessu. Það var stöðugur straumur í gegn- um tjaldið hjá okkur allan tímann," sagði Einar Egilsson, oddviti áhugahópsins, í samtali við Morg- unblaðið. „Þetta sýnir best þörfína á að koma upp náttúrufræðihúsi. Það sem var sorglegast var að margir foreldrar virtust vita jafn lítið um dýrin og bömin. Það virðist vera vaxin upp kynslóð sem ekki hefur þekkingu og reynslu af dýr- um. Þetta er þáttur í menningunni sem hefur verið vanræktur." Að sögn Einars gerðu grísimir einna mesta lukku hjá bömunum, en einnig vom þau mjög hrifín af hvítum músamngum og rottu- ungum sem vom fengin frá Keld- um. Sérfróðir menn vom á staðnum og fræddu fólk um dýrin, Ámi Hersteinsson veiðimálastjóri um refí, Dr. Karl Skímisson um minka, Sigurður Richter um rottur og mýs, Kristinn Sveinsson svínabóndi um svín og Bjöm Bjömsson fískifræð- ingur um Qömlífvemr. Einnig fræddu þeir Sigurður Sigurðarson mýsnar og fjörulífverumar sem dýralæknir, Þorvaldur Öm Ámason líffræðingur og Einar Egilsson fólk um dýrin, en þeir þrír undirbjuggu sýninguna, en hún var sett upp í tilefni náttúmfræðidagsins sem áhugahópurinn um byggingu nátt- úmfræðihúss gengst fyrir síðasta sunnudag hvers mánaðar.Á 17. júní vom flest húsdýrin sýnd í Hljóm- skálagarðinum, en nú var áherslan á önnur spendýr. Samhliða þessu var „opið fjós“ á bænum Skraut- hólum á Kjalamesi hjá hjónunum Stefáni Tryggvasyni og Ingu Ámadóttur, og var aðsókn þar góð að sögn Einars. Opinber nefnd var skipuð fyrir ári til að vinna að því að gera tillög- ur um byggingu náttúmfræðisafns, en Einar hvað áhugamenn vera orðna langeyga eftir einhveijum árangri af því starfí. Á meðan hafi náttúmgripasafnið einungis lítinn sýningarsal á Hverfísgötu 116 til umráða, en þar séu engin lifandi dýr til sýnis. Það hafí komið glöggt fram á sunnudaginn hve mikii þörf væri fyrir snertingu við lifandi dýr. LOKAÖ til kl. 15.00 ; dag, 1. júlí v/egna vörutalningar. HAGKAUP REYKJAVÍK AKUREYRI NJARÐVÍK AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA RlKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1985-1. fl.C 10. júlí 1986 kr. 156,57 'lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggjaþarjafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 26. júní 1986 SEÐLABANKIÍSLANDS ViCKers Furmture H. OLAFSSON & BERNHOFT VATNAGARÐAR 18 104 REYKJAVÍK S: 82499 Skjqlaskápar | Skjalqskápar I Skjalaskápar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.