Morgunblaðið - 01.07.1986, Page 20

Morgunblaðið - 01.07.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1.JÚLÍ1986 Heilsuskokk Abyrgðar og IR Verslun og veit- ingaríArnesi Dagskrá: 3. vika 1. Dagur. - Upphitun. - Skokka 100 m + ganga 100 m 4 sinnum. - Skokka 200 m + ganga 200 m 2 sinnum. - Skokka 300 m + ganga 200 m 1 sinni. - Skokka 100 m + ganga 100 m 2 sinnum. - Teygjur. 2. Dagur. - Upphitun. - Skokka 2.500 m með skokki 300 m og göngu 200 m til skiptis. - Teygjur. 3. Dagur. - Upphitun. - Skokka 100 m +ganga 100 m 2 sinnum. - Skokka 400 m + ganga 300 m 1 sinni. - Skokka 300 m + ganga 200 m 2 sinnum. - Skokka 100 m + ganga 100 m 2 sinnum. - Teygjur. Reykingar og íþrótta- þjálfun Reykingar hafa slæm áhrif á þjálfun og árangur íþróttamanna vegna þess að þær draga úr starfs- getu líkamans, einkum ef mikið er reykt, og afleiðingin er m.a. sú að hann þolir síður áreynslu eins og í erfíðri þjálfun og keppni. Veist þú hvemig á því stendur að starfsgeta líkamans minnkar við að reykja? Ástæðan fyrir því er fyrst og fremst sú að reykingar torvelda lungum, hjarta og blóði að sjá líkamanum fyrir nægilega miklu súrefni. Þegar sígarettur eru reyktar setjast efni úr reyknum í lungum ásamt slími, sem myndast fyrir til- verknað þeirra, og valda því að geta lungnablaðranna til þess að þenjast út og taka við lofti, þegar maður andar að sér minnkar veru- lega. Reykingar valda því líka að blóðið á erfíðara með að taka við súrefn- inu. í sígarettureyknum er kolsýrl- ingur sem bætist við þann litla kolsýrling sem fyrir er í blóðinu af eðlilegum ástæðum. Þessi aukning á kolsýrlingi torveldar súrefninu að komast inn í blóðið. Afleiðingin af þessu er sú að blóðið fær minna en ella af súrefni til þess að flytja veflum líkamans og hann „þjáist" í raun af súrefnisskorti. (Frá Ábyrgð og ÍR) Geldingaholti. EINS og mörg undanfarin sumur er nú rekin veitingasala í félagsheimilinu Ámesi. Leitast verður við að hafa fíölbreyttan og góðan mat eftir óskum gesta eftir því sem við verður komið. Sé um hópa að ræða, þarf að panta með tveggja til þriggja daga fyrirvara. Veitingasalan verður opin frá kl. 9.00 til 21.00 en lengur um helgar eftir þörfum. Veitingasalur hefur verið endurbættur og er hinn vistlegasti. Forstöðu fyrir greiðarsölunni hefur kunn veitingakona, Dínah Dunn, en hún sá um þennan rekstur í fyrrasum- ar og þótti takast vel. Fyrir ári hóf Kristjana Gestsdóttir frá Hraunhólum verslunarrekstur í Ámesi, samhliða olíu- og bensínsölu. Verslun hefur farið vaxandi og nýtur vinsælda en vegna ört vaxandi við- skipta hefur húsnæði verslunarinnar orðið of lítið og standa vonir til að úr verði bætt fljótlega svo þjónusta geti aukist og aðstaða starfsfólks batnað. Ámes er í þjóðbraut. Hér er leiðin í Þjórsárdal, inn á hálendið í Land- mannalaugar, Veiðivötn og Sprengi- sand. Gott er því að koma í Ámes, fá sér hressingu og í búðinni fæst margt sem að notum getur komið á ferðalögum. Jón Kostir KASKO eru augljósir! Óbundinn reikningur sem býður bestu ávöxtun bankans. Hafðu KASKÓ að leiðarljósi. VfRZtUNRRBfiNKINN -vúwun, með pén (

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.