Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ 1986
25
Opið bréf til Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra:
I sem stytztu máli
— fráSverri
Hermannssyni
Góði vinur, Styrmir.
Ég þakka þér fyrir Reykjavíkur-
bréfíð á sunnudaginn. Enda þótt ég
hafí ýmislegt við það að athuga
má með sanni segja að það hafí
orðið mér hjálplegt við ákvörðun
um næstu leiki mína í lánasjóðsská-
kinni. Eins get ég þakkað aðstoðar-
manni þínum fyrir leiðarann í sama
Mbl. Innihald leiðarans um siðferð-
isþrek blaðamanna voru orð í tíma
töluð. Eins væri gott að fá fljótlega
leiðara um að blaðamenn skuli
kynna sér mál sem bezt áður en
þeir skrifa um þau. Sem betur fer
birtist slfkur leiðari ekki á sömu síðu
og Reykjavíkurbréfið þitt. Það hefði
verið níðangurslegt.
Ég hefí átt í erfiðleikum með að
gera mönnum grein fyrir stefnu
minni í málefnum Lánasjóðs ís-
lenzkra námsmanna, en að gefnu
tilefni þínu geri ég enn eina tilraun:
Það er eindregin stefna mín að
í landinu starfí öflugur sjóður, sem
námsmenn geti sótt í vegna fram-
haldsnáms sem þeir stunda, vegna
þess að ekkert er okkur mikilvæg-
ara í nútíð og framtíð en aukin
menntun, ekki sízt á tæknisviðum.
Það er eindregin skoðun mín að
fijálsræði eigi að ríkja í námsvali
fólks, og er sú stefna auðvitað í
fullu samræmi við grundvallar-
stefnu míns flokks um frelsi ein-
staklingsins til orða og athafna. Það
er meginmál að jafna aðstöðu fólks
til náms og að menn þurfí ekki að
sitja af sér nám fyrir fátæktar sakir.
Ég vona að þessi stefna sé öllum
auðskilin og er raunar sannfærður
um að þorri fólks er henni sammála.
En um framkvæmdina virðist
menn greina á heldur betur. Það
er óbifanleg sannfæring mín að
framkvæmdin eins og hún hefír
farið Lánasjóði íslenzkra náms-
manna úr hendi sé með öllu ólíðan-
leg, enda er skipulag sjóðsins þeirr-
ar ættar í íslenzkum stjómmálum
að ekki er á góðu von. Það er af-
sprengi þeirrar villu, sem aðallega
er frá vinstri, en ýmsir okkar menn
hafa stundað einnig, að vilja gera
allt fyrir alla í einu, án minnstu
fyrirhyggju.
Meinleg villa
Aðeins slæddust prentvillur inn
í grein mína „Raunsætt mat“ sl.
sunnudag og ein var meinleg og
verður að leiðréttast. í blaðinu
stóð „Peningaskömmtun hefur
alltaf og alls staðar fylgt verð-
bólgu (ieturbr.) og óáran, fijáls-
ræði á ijármagnsmarkaði hefur
tryggt festu og framfarir." Þótt
sjálfsagt megi finna þess dæmi
að peningaskömmtun hafí komið
í kjölfar verðbólgu var það ekki
til umræðu heldur hitt að verð-
bólga hefur ætíð verið skilgetið
afkvæmi peningaskömmtunar.
Peningar — ávísanir á innlendan
auð er það eina sem aldrei má
skammta því að þá er óréttlætið
og siðleysið í algleymingi og það
ættu menn að hafa skilið þegar
síðasta og versta vinstri stjómin
hrökklaðist frá 1983. Auðvitað
átti því að standa „Peninga-
skömmtun hefur alltaf og alls
staðar fylgt verðbólga og óár-
an. .. “ þvert á kenningar
kreppustjóranna í öllum flokkum.
Um það snýst málið og vonandi
að unnt reynist að taka upp mál-
efnalega umræðu.
Loks langar mig að nota tæki-
færið til að þakka ritstjómarskrif
Mbl. á sunnudaginn. Aldrei hefur
blaðið risið hærra.
Eyjólfur Konráð Jónsson
„En hefir þú hugleitt,
hvernig á því kann að
standa að fjöldi náms-
manna í enskumælandi
löndum, Bretlandi,
USA og Kanada hefir
nær fjórfaldast á einum
áratug, þrátt fyrir hin
gífurlega háu skóla-
gjöld og þrátt fyrir að
samskonar nám sé
hægt í langf lestum til-
fellum að stunda með
jafngóðum árangri, þar
sem engin skólagjöld
eru? Svarið er sáraein-
falt: Eftir að gjafa-
stefna lánasjóðsins tók
við, skiftir þetta ekki
máli.“
Sjóður, sem stundar gjafapólitík,
verður aldrei öflugur sjóður fyrir
íslenzka námsmenn.
Sjóður, sem hvetur menn til að
ná út meiri lánum en þeir þurfa á
að halda er fyrirbæri spillingar.
Sjóður, sem letur menn til að
vinna fyrir sér er illur uppalandi.
Allt þetta er lánasjóður náms-
manna í núverandi mynd. Hann
jafnar heldur ekki aðstöðu fólks til
náms, eins og sanna má með mý-
mörgum dæmum, þar sem ýmsar
greinar eru með öllu afskiftar í
starfsemi hans.
Hversvegna skyldi lánasjóðurinn
þurfa á miklu starfsliði að haida til
að njósna um tekjur, sem náms-
menn afla sér, eða styrki sem þeim
hlotnast með aðferðum sem taka
langt fram þekktum skattarann-
sóknum?
Hvað varðar starfsfólk lánasjóðs-
ins um hvar fólk býr, heima hjá
foreldrum eða í leiguhúsnæði?
Hvers vegna þarf sjóðurinn að setja
upp öll skerðingarákvæðin til lána?
Svarið við þessum spurningum
er afar einfalt: Vegna þess að menn
sækjast eftir öllu því fé úr lána-
sjóðnum, sem þeir geta náð, hvort
sem þeir þurfa á þvi að halda til
framfærslu sér við nám eða ekki.
Vegna þess að þetta er vaxtalaust
fé. Vegna þess að nái námsmenn
hærra láni samtals en sem nemur
1,2 millj. króna þurfa þeir aldrei
að borga það til baka. Þú varar við
þeirri stefnu, Styrmir, að ætla að
beina mönnum frá Bandaríkjunum
eða öðrum löndum þar sem skóla-
gjöld eru kannski jafnhá fram-
færslunni. En hefír þú hugleitt
hvemig á því kann að standa að
fjöldi námsmanna í enskumælandi
löndum, Bretlandi, USA og Kanada,
hefír nær fjórfaldast á einum ára-
tug, þrátt fyrir hin gífurlega háu
skólagjöld og þrátt fyrir að sams-
konar náms sé hægt í langflestum
tilfellum að stunda með jafngóðum
árangri þar sem engin skólagjöld
eru? Svarið er sáraeinfalt: Eftir að
gjafastefna lánasjóðsins tók við,
skiftir þetta ekki máli. Gera má ráð
fyrir að námsmaður í Bandaríkjun-
um í 4ra ára námi nái 2 til 3 millj.
kr. hjá sjóðnum og helmingur er
vegna skólagjaldanna. Hann þarf
engar áhyggjur að hafa af þessu,
þar sem hann borgar væntanlega
aðeins um 1,2 millj. kr. á næstu
40 árum, samkvæmt núgildandi
endurgreiðslureglum sjóðsins.
Þú minnist á það í bréfí þínu að
ég hafí skert lán námsmanna sl.
vetur svo mjög að við borð hafí legið
að þeir kæmust á vonarvöl. Stað-
reyndin er sú að skerðingin nam
aðeins um 25 þús. kr. á nemanda
á 6 mánuðum. Skerðingin nam
verulega lægri upphæð en ég hefí
nú fengið samþykkta í ríkisstjóm,
að auka framlögin um til lánasjóðs-
ins á þessu sama ári!
Gott væri að fá við tækifæri leið-
arastúf um nauðsyn þess að blaða-
menn leiti sannleikans, sér í lagi
þar sem hann liggur á lausu.
En nú er mál að linni. Ég mun
ekki lengur við það una að vera
brigzlað um níðingsverk í hags-
munamálum námsmanna. Því er
það, að nú hlýt ég að láta sverfa
til stáls um framgang stefnu
minnar í málefnum lánasjóðsins,
ella hlýtur nýrra að bregða við.
Þetta hefi ég tilkynnt forsætisráð-
herra og formanni Sjálfstæðis-
flokksins. Ég mun ekki lengur una
við einskisvert hálfkák í þeim efn-
um. Skilmálalausar endurgreiðslur
allra lána með vægum vöxtum eru
skilyrði mín. Að því búnu getum
við sópað út af borðinu öllum hinum
fáránlegu úthlutunarreglum og
njósnastarfsemi um hagi náms-
manna, að ekki sé talað um að refsa
þeim fyrir að vinna fyrir sér eða
vinna til verðlauna í námi.
Ég sannfærðist um við lestur
brefs þíns, að mér er ekki lengur
til setunnar boðið og þess vegna
er ég þér þakklátur, eins og ég tók
fram í upphafí.
Vertu svo kært kvaddur.
Þinn einlægur,
Sverrir Hermannsson.
PS. Hvenær kemur Matthías til
landsins? Ég vona fyrir guðs skuld
að hann komi fljótlega, eins og ég
hef heilar hrúgumar að díspútera
við hann; allt þó í bróðemi, eins og
Helgi bóndi orðaði það um árið.
Sv.H.
Höfuadur er menntamálaráð-
herra og alþingismaður Sjálfstæð-
isflokks fyrir Austurlandskjör-
dæmi.
Sjávarútvegsráðuneytið:
Hert eftirlit með
f isksölu erlendis
FYRIRHUGAÐ er, af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins, að herða
eftirlit með fisksölu islenskra skipa erlendis. Er þar bæði um að
ræða eftirlit með gæði aflans og áreiðanleik þeirra talna, sem upp
eru gefnar varðandi fisktegundir, en grunur leikur á að menn hafi
farið á bak við reglugerð um þorskkvóta með beinum sölum í erlend-
um haf narborgum.
Þórður Eyþórsson, deildarstjóri í
sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í
samtali við Morgunblaðið, að enn
lægi ekkert ákveðið fyrir um fram-
kvæmd þessa eftirlits en málið
væri nú til umfjöllunar í ráðuneyt-
inu. „Það verður væntanlega komið
upp einhvers konar eftirliti sem lítur
að þessum afla sem fer beint á
erlendan markað", sagði Þórður.
„Við höfum ákveðnar grunsemdir
um að það hafí komið fyrir að
menn hafi farið á bak við reglugerð
um þorskkvóta með þessum beinu
sölum erlendis. Við viljum þó ekki
væna menn um óheiðarleik í þessum
efnum fyrr en sekt þeirra er sönnuð,
en vissulega er það freistandi að
upplita fískinn eitthvað og skýra
hann öðrum nöfnum sem henta
betur í kvótanum. Við erum því að
kanna möguleika á því að styrkja
eitthvað eftirlit með þessu", sagði
Þórður ennfremur.
höÚRM^*tivél
eytari og hraerivi
^f-ma9»s*,anna
KENWOOD
TRAUST MERKI MEÐ ARATUGA REYNSLU A ISLANDI
Fullkomin varahluta- og viðgeröaþjónusta
BESTA
THORN
ELDHUSHJALPIN
HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD
VfSA
rr 0 ÍÍHEKLAHF
LAUGAVEGI 170 ■ 172 Sl'MI: 695550