Morgunblaðið - 01.07.1986, Blaðsíða 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ1986
29
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aöstoöarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Krlnglan 1, sími 83033.
Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. f lausasölu 40 kr. eintakiö.
*
A aldarafmæli
Landsbanka Islands
Landsbanki íslands, elsti og
jafnframt stærsti banki hér
á landi, á hundrað ára afmæli í
dag. í ársskýrslu bankans fyrir
árið 1985, sem nýlega er komin
út, er upplýst, að heildarútlán á
síðasta ári námu um 16,8 millj-
örðum króna. Það er aukning
um 25% frá árinu 1984, þegar
útlánin voru um 13,5 milljarðar
króna. Heildarinnlán á síðasta
ári námu um 12,7 milljörðum
króna, sem er 37,5% aukning
frá árinu 1984 þegar innlánin
voru um 9,2 milljarðar króna.
Hlutdeild Landsbankans í heild-
arinnlánum innlánsstofnana var
33,1%, en hlutdeildin í heildar-
útlánum var 43,4%. f árslok
1985 nam eigið fé Landsbankans
rúmum tveimur milljörðum
króna og hafði aukist um 946
milljónir króna frá árinu þar á
undan. Þetta sýnir, að Lands-
bankinn ber höfuð og herðar
yfír aðrar bankastofnanir hér á
landi. Umsvif hans eru í sam-
ræmi við þetta: Starfsmennimir
eru á tólfta hundrað, þar af
tæplega 1.000 í beinum banka-
störfum, og útibúin eru 42 að
tölu, þar af 10 í Reykjavík.
Athyglisvert er, að 70% þessara
starfsmanna eru konur.
Saga Landsbankans er mikil-
vægur þáttur í nútímasögu
okkar. Aldarafmæli hans, ásamt
merkisafmælum ýmissa fyrir-
tækja og stofnana að undan-
fömu, má hafa til marks um,
að nútímalegt borgarþjóðfélag á
fslandi er að eignast sögu.
Landsbankinn, sem fyrir einni
öld fól í sér róttæka nýbreytni í
þjóðlífínu, upphaf bankastarf-
semi, er nú orðinn svo fastur
þáttur í tilvem okkar, að við
eigum erfítt með að ímynda
okkur, hvemig unnt var að
komast af án stofnunar af þessu
tagi. Um átján ára skeið var
hann eini bankinn hér á landi
og reyndist þá „ómetanleg lyfti-
stöng fyrir atvinnu- og við-
skiptalífíð," eins og Helgi Skúli
Kjartansson, sagnfræðingur,
kemst að orði í grein í fylgiriti
Morgunblaðsins um Landsbank-
ann í dag.
Helgi Skúli bendir á það, að
þegar Landsbankanum var
komið á fót í upphafí hafði at-
vinnulíf á íslandi lengi verið svo
fastmótað og frumstætt, að lítill
grundvöllur virtist fyrir banka-
starfsemi. Upp úr miðri síðustu
öld hafði danski þjóðbankinn
þvertekið fyrir það, að hann
gæti á arðbæran hátt rekið útibú
hér á landi. En menn vom um
þessar mundir famir að fínna
fyrir peningaskorti í landinu,
skorti á lánsfé annars vegar og
á gjaldmiðli hins vegar til að
auðvelda skipti á vömm og þjón-
ustu. Stofnun banka var í raun-
inni óhjákvæmileg og hann var
loks settur á fót með þeim
hætti, að landssjóður gaf út
hálfa milljón króna í seðlum, sem
Landsbanki íslands fékk til út-
lána. Starfsemin fór hægt af
stað. Afgreiðslan var aðeins opin
„tvisvar í viku, tvo tíma í senn,
enda unnu allir þrír starfsmenn-
imir — bókarinn, gjaldkerinn og
sjálfur bankastjórinn — störf sín
í hjáverkum og var öðmm þræði
litið á þau sem bitling, tekjuupp-
bót handa mönnum í annarri
vinnu," eins og Helgi Skúli
kemst að orði.
Landsbanki nútímans er
stofnun af allt öðm tagi og þarf
víst ekki að fara mörgum orðum
um það svo ríkur þáttur sem
þetta tölvuvædda stórfyrirtæki
er orðið í daglegu lífí einstakl-
inga og í viðskiptum og atvinnu-
rekstri. Um það bera tölumar úr
nýjustu ársskýrslu bankans
órækan vott. Á merkisafmælum
er við hæfí að horfa um öxl og
riíja söguna upp, en þá er líka
ástæða til að líta til framtíðar.
í því sambandi er forvitnilegt,
að heyra sjónarmið Jónasar
Haralz, bankastjóra, í Lands-
bankablaði Morgunblaðsins í
dag. „Ég tel, að Landsbankinn
verði ekki eins yfírgnæfandi og
hann hefur verið og eigi ekki
að vera það,“ segir bankastjór-
inn. „Hann mun þó um fyrirsjá-
anlega framtíð verða stærsti og
öflugasti banki landsins. Hann
þarf sem fyrr að vera traustur
banki, sem getur tekið að sér
meiriháttar verkefni. En sam-
hliða honum verða að starfa
aðrir bankar, sem í vaxandi
mæli geta tekið að sér erfíð og
umfangsmikil verkefni."
Landsbanki íslands er ríkis-
banki og hefur svo verið frá
fyrstu tíð, enda gegndi hann
lengi vel einnig hlutverki seðla-
banka, sem hvarvetna em ríkis-
reknir. Hugmyndir Jónasar
Haralz um breytingar á eignar-
haldi bankans em allrar athygli
verðar. Hann segir í viðtalinu:
„Jafnframt tel ég, að bankinn
eigi að opnast fyrir aðild og
áhrifum almennings. Þetta getur
gerst með sölu skuldabréfa og
þegar fram í sækir, með sölu
hlutabréfa. Þessi þróun gæti
endað með því, að bankinn yrði
almenningshlutafélag, sem héldi
jafnframt öflugri stöðu sinni. Ég
tel, að slík þróun geti gerst á
nokkuð löngum tíma og að um
hana gæti tekist nægilega víð-
tæk pólitísk samstaða, væri hún
tekin í hæfilegum áföngum."
Morgunblaðið ámar Lands-
banka íslands, starfsmönnum
hans og stjómendum, heilla á
þessum merku tímamótum.
Embætti ríkissak-
sóknara 2 5 ára
eftir Þórð Björnsson
Sögribrot saksóknar
í hveiju ríki eru til hagsmunir,
sem eru taldir vera það mikilvægir
að röskun þeirra er látin varða
refsingu. Hún er ein af þeim að-
ferðum, sem þjóðfélagið hefur til
þess að veijast réttarbrotum. Það
er almenn regla að refsing verður
eigi á lögð nema af dómara. Hann
hefst eigi handa um það af sjálfs-
dáðum heldur verður sá, sem hefur
ákæruvald í máli, að sækja sök á
hendur manni fyrir dómstóli til
refsingar.
Þegar einvaldar í Evrópu misstu
alræðisvald sitt á 18. öld var farið
að greina ríkisvaldið í þrjá þáttu:
löggjafarvald, framkvæmdavald og
dómsvald. Síðar var farið að skilja
ákæruvaldið frá hinu pólitíska
framkvæmdavaldi og fela það sjálf-
stæðum og óháðum embættismönn-
um — opinberum ákærendum eða
saksóknurum. Þessi skipan komst
á í flestum ríkjum Evrópu, t.d. í
Noregi árið 1887 og í Danmörku
árið 1916. Jafnframt færðist frum-
rannsókn refsilagabrota úr höndum
dómara til lögreglu undir eftirliti
ogyfirstjórn saksóknara.
A tímum þjóðveldisins íslenska
var það aðalreglan að sá, sem
misgert var við, réði því hvort hann
gérði reka að broti. Eftir gildistöku
Jónsbókar fóru sýslumenn að hlut-
ast til um að menn, sem höfðu
framið alvarlegt afbrot, væni teknir
fastir og sóttir til saka. Á seinni
hluta þessa tímabils var altítt að
sýslumenn spurðu lögmenn og lög-
réttumenn á Alþingi hvað gera
skyldi í málum manna, sem grunað-
irvoruumafbrot.
Á 18. öld var farið að greina á
milli einkamála og opinberra mála
og tók ríkisvaldið hin síðamefndu
í sínar hendur. Þessi breyting varð
í áföngum með konungsbréfum og
tilskipunum. Sýslumaður hófst
venjulega af sjálfsdáðum handa um
rannsókn brots en stundum eftir
skipun amtmanns. Sýslumaður
höfðaði mál í minniháttar játninga-
sökum en ella sendi hann sakar-
gögnin til amtmanns, sem ákvað
hvort mál skyldi höfða eða ekki.
Amtmenn kváiðu einnig á um áfrýj-
un dóma. í þessum efnum voru
þeir óháðir öllu innlendu valdi. Þeir
stóðu beint undir kanselliinu í
Kaupmannahöfn og skrifuðu þang-
að beint og fengu þaðan fyrirskip-
anir beint. Segja má að amtmenn-
imir hafi verið fyrstu embættissak-
sóknarar á íslandi.
Eftir gildistöku stjómarskrárinn-
ar árið 1874 lét konungur ráðgjaf-
ann fyrir ísland, sem var danskur
maður búsettur í Kaupmannahöfn,
fara með framkvæmdavaldið en það
var síðan falið landshöfðingja.
Amtmenn lutu honum. Árið 1903
voru embætti landshöfðingja og
amtmanna lögð niður og stofnað
embætti ráðherra íslands og stjóm-
arráð. Yfirstjóm ákæruvaldsins
fluttist til íslands og var falin ís-
lenskum ráðherra, sem var kjörinn
samkvæmt þingræðisreglum, þ.e.
vilja meirihluta Alþingis. Þegar ráð-
heirum var fjölgað í þijá árið 1917
kom yfírstjóm ákæruvaldsins í hlut
ráðherra dómsmála. Þannig varð
flokkspólitískur ráðherra æðsti
maður ákæruvaldsins.
Breytt skipan ákæru-
valdsins
Það leið ekki á löngu þar til þessi
skipan sætti gagnrýni. í mars og
apríl árið 1929 birtust nokkrar
greinar í landsmálablaðinu Verði
um ákæruvaldið eftir Lárus Jóhann-
esson, þá hæstaréttarlögmann. Þar
gagmýndi hann, líklega fyrstur hér
á landi, þá skipan að pólitískur ráð-
herra færi með ákæruvaldið og
lagði til að það yrði falið óháðum
embættismanni. Þessi tillaga fékk
hljómgrunn.
Árið 1931 var í fyrstu stefnuskrá
Heimdallar liður um að skipaður
yrði opinber ákærandi. Fyrir Al-
þingiskosningamar árið 1934 mælti
Hermann Jónasson, þá lögreglu-
stjóri, með þeirri skipan ákæruvalds
og í fjögurra áætlun Alþýðuflokks-
ins sama ár var tillaga sama efnis.
Því hefði mátt ætla að auðvelt
yrði að breyta lögum í Jiessa átt
en það var öðm nær. Árið 1934
bar Gunnar Thoroddsen fram á
Alþingi fmmvarp til laga um opin-
beran ákæranda. Það dagaði uppi.
Fmmvarp til iaga um sama efni var
síðan lagt fram á Alþingi árin 1935,
1937, 1939, 1940, 1948, 1949,
1950 og 1958 en náði ekki sam-
þykki. Verður sú saga eigi rakin
nánar hér.
Árið 1961 tók Bjami Benedikts-
son, þáverandi dómsmálaráðherra,
af skarið og hafði forgöngu um
lagabreytingu, þar sem stofnað var
embætti saksóknara ríkisins, sem
fara skyldi með ákæmvaldið. Lögin
gengu í gildi 1. júlí 1961 og var
Valdimar Stefánsson, þá yfírsaka-
dómari, skipaður í embættið. Hann
gegndi starfínu þar til hann andað-
ist 23. apríl 1973 en höfundur
þessarar greinar hefur gegnt því
síðan l.júlíþaðár.
Með lögum nr. 61, 1974 var
embættisheiti saksóknara ríkisins
breytt í ríkissaksóknara og jafn-
framt vom stofnuð embætti vara-
ríkissaksóknara og saksóknara.
Hallvarður Einvarðsson var skipað-
ur í fyrmefnda embættið og gegndi
því til 1. júlí 1977 en frá þeim tfma
hefur Bragi Steinarsson gegnt
embættinu. Jónatan Sveinsson hef-
ur gegnt embætti saksóknara frá
sama tíma. Auk fyrrgreindra
manna vinna nokkrir fleiri lög-
fræðingar saksóknar- og ákæm-
störf og em þeir nú þrír,. Egill
Stephensen, Guðjón Magnússon og
Gunnar Stefánsson.
Hlutverk ákæru-
valdsins
Það er aðalreglan að refsiverður
verknaður sætir opinberri ákæm
ríkissaksóknara en frá henni em
þó veigamikil frávik, sem hér verða
eigi rakin.
Það þarf að vera fram kominn
rökstuddur gmnur um að refsiverð
háttsemi hafí verið drýgð, til þess
að opinber rannsókn sé fyrirskipuð.
Lausafregnir, aimennur söguburður
og æsiskrif nægja ekki. f reynd
hefst opinber rannsókn oftast með
kæm til lögreglu eða eftir að lög-
gæslumenn hafa komist á snoðir
um ætlaða refsiverða háttsemi en
stundum og einkum þegar vafí
þykir vera í máli fær ákæmvaldið
strax til athugunar og ákvörðunar
hvort rannsókn skuli hefja.
Það er alvarlegt fyrir hvem mann
að verða fyrir því að opinber rann-
sókn er fyrirskipuð á hendur hon-
um. Því er augljóst að huga ber vel
að máli áður en sú ákvörðun er
tekin.
Þegar rannsókn er lokið em
gögnin send ákæmvaldinu til með-
ferðar. Ákvörðun þess fer þá eftir
því hvemig mál er vaxið.
í fyrsta lagi getur verið að ekkert
frekar verði aðhafst í því. Margar
ástæður geta verið til þess og meðal
annars þessar: Fram kemur að
sökunautur hefur ekki framið þann
verknað, sem hann var gmnaður
um. Fram koma augljósar sýknu-
ástæður, t.d. fyming sakar, fébætur
hafa verið greiddar og kæra verið
afturkölluð og sökin smávægileg.
Þá getur verið að það, sem fram
Þórður Björnsson
hefur komið, þyki eigi vera nægjan-
legt eða líklegt til sakfellis.
í öðm lagi getur verið að ákæm-
valdið telji að frekari rannsókn og
öflun gagna þurfí að fara fram.
Að framhaldsrannsókn lokinni
kemur málið á ný til ákæmvaldsins
til ákvörðunar.
í þriðja lagi getur verið að söku-
nautur játi sök og að játningin sé
í samræmi við það, sem með öðmm
hætti er upplýst. Ákæmvaldið á þá
stundum fleiri kosta völ:
Að ljúka máli með dómsátt og
greiðslu sektar ef sakarefni er smá-
vægilegt.
Að fresta ákæm með skilyrðum
en til þess er vfðtæk heimild ef
brotamaður er 21 árs eða yngri.
Að gefa út ákæm.
Ef sökunautur neitar sök er
ákæmvaldinu oft nokkur vandi á
höndum við mat á því hvort gefa
skal út ákæm eða ekki. Það er
almenn regla að ákæmvaldinu er
bæði rétt og skylt að höfða mál
þegar það, sem fram er komið, er
að þess áliti nægilegt eða líklegt
til sakfellis. Stundum gæti það verið
saksóknara til leiðbeiningar í þessu
efni að setja sig í spor dómara og
spyija sjálfan sig hvort hann teldi
sem dómari lögfulla sönnun vera
fram komna fyrir sök.
Hér má minnast orða Bjama
Benediktssonar árið 1955, þegar
hann fór með yfírstjóm ákæru-
valdsins:
„Ljóst er, að dómsmálaráðherra
verður oft að kveða á um mikil
vafaatriði varðandi málshöfðun ...
Þama getur oft verið mjótt mund-
angs hófíð og úr vöndu að ráða.“
„Það er kunnara en frá þurfí að
segja, að mönnum sýnist oft mjög
sitt hvað um úrlausnir handhafa
ákæmvaldsins. Hætt er við að seint
verði slíkt umflúið, svo viðkvæm
sem þessi efni em og vafaatriðin
mörg, sem kveða þarf á um. Verður
og að hafa það í huga, að rannsókn
máls og ákæra kann að vera fylli-
lega réttmæt, þótt ekki leiði til
sakfellingar að lokum."
Vakin er athygli á því að hér á
landi em kveðnir upp í opinberum
málum hlutfallslega mun færri
sýknudómar en í Skandinavíu og
margfalt færri en á Bretlandi. Það
gæti bent til varúðar í útgáfu
ákæm.
Einn aðalþáttur í starfi ákæm-
valdsins snýr að dómstólunum.
Opinber mál em höfðuð fyrir saka-
dómi og þangað em ákærar sendar
til dómsmeðferðar. Ákæravaldið
sækir sök fyrir héraðsdómi þegar
mál sæta þar sókn og vöm. Ákæra-
valdið ákveður hvort dómi er áfrýj-
að til Hæstaréttar af hálfu hins
opinbera og það sækir öll opinber
mál fyrir þeim dómi.
Af ákæravaldsins hálfu er málinu
áfiýjað til Hæstaréttar af mörgum
ástaeðum, meðal annars í því skyni
að fá sýknudómi breytt í áfellisdóm,
að fá héraðsdóm þyngdan, að fá
samræmi í ákvörðun viðurlaga eða
til að fá skorið úr lögfræðilegum
vafaatriðum og fyrir kemur að máli
er áfrýjað til að fá héraðsdóm mild-
aðan.
Afbrot og ákærðir
menn
Skipan ákæravalds á íslandi
hefur nú í aldarfjórðung verið áþekk
því, sem gerist hjá öðram þjóðum
Vestur-Evrópu. Á þessu tímabili
hefur margt gerst, sem markar
skil í sögu afbrota hér á landi og
verður nefnt þrennt:
Manndráp era nú framin á ári
hveiju í stað tíunda til tuttugasta
hvert ár áður.
Auðgunar- og efnahagsbrot eru
nú orðin mun flóknari og marg-
þættari en áður.
Nýjar tegundir afbrota hafa orðið
til, t.d. fíkniefnabrot, og nú eru
tölvubrot byijuð.
Þessar breytingar hafa aukið á
vanda þeirra, sem hafa þann starfa,
að glíma við glæpina.
Hér verður eigi rakið starf
ákæravaldsins sl. aldarfjórðung en
til fróðleiks skal tekið fram að á 5
ára tímabilinu 1981-1985 var fjöldi
ákærðra manna fyrir brot gegn
almennum hegningarlögum sem
hér segin
stofnanir hins opinbera, sem fjalla
um afbrot, um
lögregluvaldið, sem á að vinna
að því að koma í veg fyrir afbrot,
saksóknaravaldið, sem mælir
fyrir um rannsókn afbrota,
rannsóknarvaldið, sem vinnur að
uppljóstran þeirra og rannsókn,
ákæruvaldið, sem höfðar refsi-
mál og
dómsvaldið, sem dæmir um sönn-
un sakar og sýknu, og ákveður
viðurlög við afbrotum.
Höfundur þessarar greinar er
eigi réttur maður til að gefa álit
um hvemig hefur tekist til með
framkvæmd saksóknar- og ákæru-
valdsins undanfarin ár.
Á hinn bóginn þykir höfundi
handhöfn hans um árabil á þessu
valdi veita honum heimild til að
gefa þeim, sem á kornandi árum
fara með þetta vald á íslandi, eftir-
farandi heilræði:
1. Ákæravaldið skal þá fyrst hefj-
ast handa um opinbera rannsókn
að rökstuddur grunur er fram
kominn um að refsiverð hátt-
semi, sem á undir opinbera
ákæruvaldið, hafí drýgð verið.
2. Ákæravaldið skal sækja þá til
sakar, sem það telur að hafí
gerst sekir um brot gegn refsi-
lögum en eigi aðra.
3. Ákæravaldið skal láta rannsaka
jöfnum höndum þau atriði, sem
benda til sakar og sýknu söku-
nauts.
4. Ákæruvaldið skal fylgja þeirri
meginreglu að höfða mál ef það,
sem fram er komið, er talið vera
nægjanlegt eða líklegt til sak-
fellis en láta ella við svo búið
standa.
5. Ákæruvaldið gjörir rétt í því að
höfða mál ef það telur nauðsyn-
legt vegna almannahagsmuna
að bera undir dómstóla álitaefni
í refsilöggjöf eða réttarfari, þar
á meðal um sönnun sakar, þó
FjíHdi ákærðra manna fyrir brot (fejfn alm. hegningarlðgum:
Kafli: 1981 1982 1983 1984 1985
XII Brot gegn valdstjóminni 3 4 9 7 9
XIII Brot á almannafriði og allsh.r. 2 1 4
XIV Brot í opinberu starfi 2 7 6 9 14
XV Rangur frb. og rangar sakarg. 1 4 6 4 6
XVII Skjalafals 90 71 85 191 225
XVIII Brenna 1 6 2 5 3
Stórfellt fíkniefnabrot 6 3 11
önnur almannahœttubrot 2
XXI Sifskaparbrot 1 1
XXII Skírlífisbrot 12 12 24 19 8
XXIII Manndráp af ásetningi 1 1 2 1 1
Líkamsmeiðing af ásetningi 38 34 47 65 43
önnur brot g. llfi og Hkama 7 3 8 7
XXIV Brot gegn frjálsrœði manna 1
XXV Brot gegn œru og einkalífi 1 3 6 4 3
XXVI Auögunarbrot:
Þjófnaður, hilming 153 141 182 239 281
Fjárdráttur 13 11 14 10 41
Fjársvik, tókkasvik 23 22 62 61 57
Fjárevik, önnur svik 18 23 15 22 24
Umboðssvik 1 5 1 4 14
Skilasvik 3 6 10 16 5
Rán 3 6 4
XXVII 2597257. gr. /262. gr 7 5 16 7
2597219. gr. + ölvunarakstur 52 56 70 76 80
2597219. gr. + umferðarlög (nema ölv.akstur) 8 15 21 18 20
Samtals 435 438 576 785 865
Á sama tíma var fíöldi ákærðra
manna fyrir brot á sérrefsilöggjöf-
inni þessi: árið 1981 686, árið 1982
575, árið 1983 724, árið 1984 684
ogárið 1985 764.
Þá hefur fjölgað opinberam mál-
um, sem áfrýjað hefur verið til
Hæstaréttar og störf ákæruvaldsins
þar fyrir dómi hafa orðið umfangs-
meiri með ári hveiju. Opinber mál
dæmd í Hæstarétti vora árið 1962
27 en árið 1985 voru þau 60 að tölu.
Lokaorð
Nú á tímum hinna opinskáu
umræðna um þjóðfélagsmálefni fer
ekki hjá því að rætt sé um þær
að sýkna manns geti verið eins
sennileg og sakfelling.
6. Ákæruvaldið má eigi færa fram
til styrktar sönnun sakar gögn,
sem aflað hefur verið með ólög-
legum eða óheiðarlegum hætti.
7. Ákæravaldið má aldrei láta óvið-
komandi menn eða þrýstihópa í
þjóðfélaginu hafa áhrif á það
hvort opinber rannsókn fer fram
eða ákæra er útgefín.
8. Ákæravaldið verður ávallt að
virða það lögmál að allir menn
era jafnir fyrir lögunum.
Höfundur lætur af störfum sem
ríkissaksóknari ídag, l.júií, eftír
13 ára setu í embættínu.
Norræni menningarsjóðurinn:
Tíu milljónum úthlutað
NORRÆNI menningarsjóðurinn
hefur úthlutað sem svarar tíu
milljónum íslenskra króna til
ýmissa verkefna á sviði kennslu,
rannsókna og menningarmála,
en sjóðurinn hefur það markmið
að efla samstarf Norðurlanda-
þjóða á þessum sviðum.
Á aðalfundi sjóðsins í Bergen,
þann 9. júní si. voru yeittar alls tíu
milljónir ísl. kr. til 37 mismunándi
verkefna.
í stjóm sjóðsins era tíu manns,
einn þingmaður og einn embættis-
maður frá hveiju hinna fimm Norð-
urlanda sem aðild eiga að sjóðmlm.
I ár hefur sjóðurinn til ráðstöfunar
alls u.þ.b. 55 milljónir ísl. kr. af
fjárframlagi Norðurlandanna til
menningarmála.
Meðal þeirra er styrk hlutu að
þessu sinni var einn íslendingur,
Birgir Eldvardsson, sem hlaut kr.
150.000 undir nafni „Kulturprojekt
Island ’86“, til Norrænnar menn-
ingarmálaráðstefnu og afmælis-
hátíðar. Auk þess voru veittir styrk-
ir til ýmissa verkefna sem tengjast
íslandi svo sem sýninga sem haldn-
ar verða á fleiri Norðurlöndum,
námskeiðs i landslagsarkitektúr
sem haldið verður hér á landi, ofl.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR
Dregið er í efa að Sýrlendingar
hafi í hyggju að sættast við íraka
EFTIR ÖLLUM sólarmerkjum að dæma virðist Hussein Jórdan-
íukonungur staðráðinn í að halda áfram tilraunum sínum að
sætta erkifjendurna, Sýrlendinga og íraka. Um hríð leit út fyrir
að miðað hefði í áttina, þegar tilkynnt var að utanríkisráð-
herrar landanna myndu hittast til viðræðna. Þeim fundi var
festað á siðustu stundu. í Jórdaníu er það mál manna að konung-
urinn sé sannfærður um að tækist að fá Sýrlendinga og íraka
til að koma saman og ræða sín mál væri það mikilvægt skref
í að styrkja arabaþjóðirnar sem gætu þá komið fram langtum
sterkari í hugsanlegum samningaviðræðum um frið í Miðaustur-
löndum. Kongurinn álítur að slikur fundur gæti rutt brautina
fyrir þjóðhöfðingjafundi araba og myndi einnig efla stuðning
arabaríkja við Jórdaníu.
Vestrænir sendiráðsmenn í
Amman sögðu að augljóst
væri að Sýrlendingar hefðu ráðið
því að fundinum var frestað á síð-
ustu stundu og þetta hefði verið
mikið áfall fyrir Hussein. En
kóngur lætur ekki deigan síga og
mun halda áfram ótrauður, að
sögn aðstoðarmanna hans.
Sýrlendingar hafa einir araba-
þjóða sem eitthvað kveður að,
stutt fianda íraks, íran, í stríðinu
sem nú hefur staðið í sex ár. Ef
Assad Sýrlandsforseti ákveður að
draga úr stuðningi sínum við írani
eða jafnvel hætta honum alveg
myndi það án efa hafa víðtæk
áhrif, ekki aðeins á gang styijald-
arinnar, heldur á málefni araba-
þjóðanna almennt.
Jórdanskir embættismenn
segja að Sýrlendingar hafí látið
undan þiýstingi frana, þegar þeir
aflýstu utanríkisráðherrafundi ír-
aks og Sýrlendinga. En af ýmsu
má þó ráða að samskipti Irans
og Sýrlendinga hafa kólnað upp
á síðkastið. Aftur á móti varð
uppi fótur og fít meðal ráðamanna
í Teheran þegar þeir fréttu af
þessum áformum og var þá gripið
til ráðstafana, sem sýnilega hafa
dugað, í bili að minnsta kosti.
Þrír háttsettir íranskir ráð-
herrar þeystu í heimsóknir til
Sýrlands. Irönsk olía streymdi á
ný inn í Sýrlands, en lokað hafði
verið fyrir hana frá því í lok sl.
árs. Þá buðust íranir til að endur-
skoða tveggja milljarða dollara
olíuskuld Sýrlendinga við írani.
Það er því sýnilegt að íranir
munu ekki sitja hjá ef eitthvað
það gerist á næstunni sem bendir
til að Sýrlendingar og írakar
hyggist nálgast hvorir aðra. Of
miklir hagsmunir eru í húfí fyrir
írani, sem eiga sér fáa stuðnings-
menn í þessum heimshluta.
Þó að Assad Sýrlandsforseti sé
meistari í því að leika tveimur
skjöldum, þykir stjómmálaský-
rendum það ekki trúlegt að hann
muni verða fáanlegur til að slíta
algerlega tengsl við íran. Við
stjómvölinn í Sýrlandi og írak
sitja að vísu fulltrúar arabíska
Baath-flokksins, en andstæðra
fylkinga. Og klögumálin hafa
gengið á víxl. Ekki eru nema
nokkrar vikur liðnar síðan Sýr-
lendingar hengdu íraka á hæsta
gálga í Damaskus og sökuðu hann
um að hafa verið forsvarsmenn
samsæris um að koma Assad
forseta og stjóm hans frá völdum.
Áður en aftakan fór fram höfðu
um tvö hundruð manns látist í
sprengjutilræðum og var írökum
kennt um þau öll.
En Jórdaníukonungur virðist
samt sem áður trúa því að ein-
hvers konar samkomulag sé nauð-
synlegt ef einhver þróun eigi að
verða í friðarumleitunum fyrir
botni Miðjarðarhafs. Auðvitað er
heilmikið til í J>ví. En Jórdanir
hafa nú stutt Iraka heils hugar
og þeir hafa árum saman reynt
að hafa áhrif í þá átt að þeir leit-
uðu eftir einhvers konar sam-
komulagi við Sýrlendinga. Fram
að þessu hefur það ekki borið
árangur. En varla hefði Hussein
sent frá sér yfírlýsingar um fund
utanríkisráðherranna ef hann
hefði ekki metið viðræður sfnar
vð Sýrlendinga svo að nú væri
rétti tíminn til að þessir fomu
óvinir færu að ræða saman í al-
vöra.
Margir era þeirrar skoðunar að
Assad hafi aldrei ætlað að sam-
þykkja að fundurinn væri haldinn
og hann hafi ætlað að nota frum-
kvæði Husseins til að styrkja
stöðu sína gagnvart írönum. Sagt
er að Assad eigi í svo miklum
erfíðleikum heima fyrir, svo sem
versnandi efnahagsástandi innan-
lands, að ekki sé nú minnst á
kreppuna í Líbanon, að hann
myndi vera tregur til _að hætta á
að slíta samskiptin við írani.
En auðvitað er erfítt um þetta
að spá, ekki sízt með hliðsjón af
því, að bandaríska ríkisstjómin
leitar nu leiða til að vingast við
Sýrlendinga. Þrátt fyrir ásakanir
Bandaríkjastjómar um tengsl
Sýrlendinga við hryðjuverkasam-
tök og hryðjuverk almennt, hafa
ýmsir starfsmenn bandaríska
utanríkisráðuneytisins verið í
Sýrlandi á ferð síðustu vikumar
og það er ekki nokkur vafí á því
að Bandaríkjamenn sjá sér hag f
að efla tengslin við Sýrlendinga.
Ein af ástæðum þess er auðvitað
að reyna með því að draga úr
sovézkum áhrifum á stjóm
Assads. Vitað er að sendiherra
Bandarfkjamanna hjá Sameinuðu
þjóðunum, Veron Walters, fór til
Damaskus í sl. mánuði með mik-
illi lejmd og það hefur áreiðanlega
ekki bara verið kurteisisheimsókn.
Að vísu hafa talsmenn beggja ríkj-
anna talað undanfarna mánuði
um nauðsyn þess að bæta sambúð
Bandaríkjamanna og Sýrlend-
inga. En eftir árás Bandarikja-
manna á Líbýu var talið að Sýr-
lendingar myndu ófáanlegir til að
ræða slíkt. Sú hefur ekki orðið
raunin eins og fram hefur komið.
Sýrlendingar vilja gæta að orðstfr
sínum á alþjóðvettvangi og þeir
eiga slunginn leiðtoga þar sem
Assad er, sem hefur á margan
hátt eflt Sýrlendinga síðustu ár
og stöðu þeirra. Þrátt fyrir allt
eru Sýrlendingar að mörgu leyti
forysturíki í arabaheiminum, þrátt
fyrir andstöðu annarra arabaríkja
gagnvart þeim og gagnrýni á þá
úr öllum áttum hefur samt sem
áður sýnt sig að það er jafnan
horft til Sýrlendinga og beðið
átekta unz frá þeim heyrist, ef
einhver stórmál koma uppá. Tak-
ist Assad að halda þessum leik
áfram mun hann geta haldið eins
konar stuðningi frá Bandaríkjun-
um og Sovetríkjunum, svo og
arabaríkjunum, að ekki sé nú
minnst á írani, og án þess að
leggja nokkuð teljandi af mörkum
sjálfur.
(Heimildir: Observer, Newsweek
o.fl.)
Hussein Jórdaníukongur.
Assad Sýrlandsforseti.
Saddam Hussein, íraksforseti.