Morgunblaðið - 01.07.1986, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR l.JÚLÍ 1986
31
Morgunblaðið/Árni Sœberg
Prófessor Ásmundur Brekkan forseti læknadeildar afhendir próf-
skírteini. Fyrir aftan hann stendur prófessor dr. Sigmundur Guð-
bjarnarson háskóladrektor.
Háskólinn:
Brautskráðir
kandídatar 355
60 útskrifuðust úr læknadeild
HÁSKÓLAHÁTÍÐ var haldin siðastliðinn laugardag í Háskólabíói
fyrir fullu húsi, og voru þar brautskráðir 355 kandidatar. Meðal
gesta var Sverrir Hermannsson menntamálaráðherra.
Athöfnin hófst með því að Jónas
Ingimundarson iék á píanó Tólf
dansa, opus 18a, eftir Franz Schu-
bert. Háskólarektor, prófessor dr.
Sigmundur Guðbjamarson flutti
ræðu og síðan afhentu deildarfor-
setar kandídötum prófskírteini.
Háskólakórinn söng því næst nokk-
ur lög undir stjóm Áma Harðarson-
ar.
Að þessu sinni brautskráðust 355
kandidatar og er það nokkur fjölgun
frá því í fyrra, en þá brautskráðust
314 kandidatar. Kandídatar eru
brautskráðir þrisvar á háskólaárinu
(september til júní); í október braut-
skráðust 96 og í febrúar 86, eða
samtals 537 kandídatar á öllu há-
skólaárinu.
Að þessu sinni brautskráðust
flestir með embættispróf í læknis-
fræði eða 60 manns. Þessi árgangur
var sá stærsti áður en fjöldatak-
markanir voru teknar upp í lækna-
deild, þ.a. hér er um algert hámark
að ræða.
Brautskráning í einstökum deild-
um var annars á þessa leið:
Embættispróf í guðfræði 8.
Embættispróf í læknisfræði 60.
BS-próf í læknisfræði 1.
BS-próf í hjúkrunarfræði 55.
BS-próf í sjúkraþjálfun 10.
Embættispróf í lögfræði 29.
Kandídatspróf í íslenskum bók-
menntum 2.
Kandídatspróf í íslenskri mál-
fræði 1.
Kandídatspróf í ensku 1.
BA-próf í heimspekideild 38.
Próf í íslensku fyrir erlenda stúd-
enta5.
Lokapróf í byggingarverkfræði
18.
Lokapróf í vélaverkfræði 6.
Lokapróf í rafmagnsverkfræði
18.
BS-próf í raungreinum 38.
Kandídatspróf í viðskiptafræðum
42.
Kandídatspróf í tannlækningum
5.
BA-próf í félagsvísindadeild 18.
Morgunblaðið/Ámi Sœbcrg
Fjöldi manns var viðstaddur háskólahátíðina, eins og hér sést, og
komust færri í sæti en vildu.
Sumarferð sjálf-
stæðisfélaganna
á Suðurlandi
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á Suðurlandi efna til sumarferðar í Þórs-
mörk dagana 12. og 13. júlí nk. og verður farið kl. 10 frá Selfossi.
Gist verður á tjaldstæðum í Langadal og verður farið í gönguferðir,
varðeldur verður um kvöldið, gríllveisla og söngur og hljóðfæraslátt-
ur. Sumarferðin verður sérstaklega auglýst i félagsmáladálkum
Morgunblaðsins, en hægt er að tilkynna þátttöku þjá Sérleyfisbílum
Selfoss og er öllum heimil þátttaka. Fararstjórar verða alþingismenn
Sjálfstæðisflokksins í Suðurlandskjördæmi.
ABUMATIC 975
Línuhringurúr súráli - fimm
sinnum harðari en títan,
mun ekki merja Knuna.
Tekur af slakann um leið og
þú byrjar að draga inn.
(OÞ
Hr Samstilltur hemill. Pegar
Þú dregur til baka stillir
r'"'*’ hemillinn sig niður um 50%
- virkar sem öryggisútbún-
Sterkbyggt gcirskorið gírdrif
svo að enginn titringur
myndast þegar dregið er
inn. Skiptingin er úr ná-
kvæmlega renndu messing,
gírinn úr ryðfríu stáli.
ABUMATIC 975 VEIÐIHJÓL ER BESTA
VALIÐ FYRIR ÞÁ SEM VIUA EITTHVAÐ
EINFALT. Ef þú ert að leita að látlausu
veiðihjóli sem bilar ekki, fæst ekkert betra
en lokað veiðihjól. ABU framleiðir fjórar
mismunandi gerðir í ýmsum verðflokkum.
Það geta allir veitt með þeim, án nokkurrar
hættu á flækju. Því getum við lofað.
HAFNARSTRÆU 5, REYKJAVÍK. SÍMI 16760.
GOÐ
riUElÐSLU-
Skrifstofuhúsgögn
Skrifbord 90x180
VIÐ MINNUM A
Okkar frábæru barna- og uugliugabúsgögn. Fjölbreytt-
asta úrval sem völ er á. __
SKKIFBOBB
MARGAR STÆRBIB
VÉLRITUNARBORB
TÖLVUBORB
SKÁPAEININGAK
HILLVEININGAR
kr. 14.400,-.
SENDIJM UM ALLT LAND
Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, s. 54343.