Morgunblaðið - 01.07.1986, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986
37
Bætt sam-
skipti
stjórnvalda
Irans og
Frakklands
Hafa valdið áhyggj-
um ýmissa arabaríkja
París, Kuwait, AP.
STJÓRNVÖLD í Frakklandi og
tran hafa verið að bæta sam-
skipti sín í millum að undanfömu
og veldur það ýmsum arabaríkj-
um áhyggjum.
Forstöðumaður skrifstofu
franska ríkisflugfélagsins Air Fran-
ce i Teheran, Jean-Yves Albertini,
hefur verið látinn laus úr fangelsi
að því er frönsk stjómvöld tilkynntu
á fímmtudag. Hann var handtekinn
í apríl 1985 er hann hélt boð á
heimili sínu og dæmdur í júlímánuði
í eins árs fangelsi fyrir að leiða
múhameðstrúarmenn út í svall og
ólifnað. Tilkynningin um Albertini
barst, er írönsk sendinefnd átti
viðræður við franska embættis-
menn. Hin 10 manna sendinefnd
undir forsæti varafjármálaráðherra
íran, N. Nawab, mun ræða við
Frakka um endurgreiðslu á láni er
þeir fengu hjá íranskeisara á sfnum
tíma og var að upphæð rúmlega
einn milljarður dollara. Endur-
greiðsla þessa láns hefur lengi verið
skilyrði af hálfu írana fyrir bættri
sambúð. Þeir vilja einnig að Frakk-
ar hætti að selja írökum vopn, en
það hafa þeir gert í stórum stíl
undanfarin ár. Frakkar vonast til
að bætt sambúð við írani leiði til
þess að þeir beiti áhrifum sínum
við hópa í Líbanon sem þeim eru
hollir og að látnir verði Iausir fleiri
Frakkar sem nú eru þar í haldi.
Nýlega var 2 starfsmönnum
frönsku sjónvarpsstöðvarinnar An-
tenna-2 sleppt eftir að hafa verið f
haldi hjá öfgasinnðuðum múham-
eðstrúarrriönnum í 3 mánuði.
Dagblaðið Al-Qabas í Kuwait
sagði á fímmtudag að frönsk stjóm-
völd hefðu fullvissað sendimenn
þriggja arabaríkja við Persaflóa um
að þau hygðust ekki selja írönum
vopn og vildu leggja sitt af mörkum
við að binda enda á stríðið milli
frana og íraka, sem staðið hefur
sfðan í september 1980.
GJALEEYRIR
ÍGÓÐUGENGI
_____Þú færð gjaldeyiinn þinn_
______hratt og örugglega______
________hjá okkur.____________
0 lúnaöartankinn
-Hút'rn Þanki
iarnasultur og marmelaði
beint á brauðið
Þeir sem hafa smakkað sultuna og marmelaðið okkar
vita hvað við tölum um þegar við segjum að hún sé
frábærlega góð og ódýr, enda fer aðdáendum hennar
fjölgandi. Kjarnasultan er unnin úr ferskum ávöxtum.
Ef þú hefur ekki smakkað sultuna og marmelaðið
frá Kjarnavörum skaltu ekki geyma það lengur.
Kjarnavörur
Eirhöföa 14