Morgunblaðið - 01.07.1986, Page 43

Morgunblaðið - 01.07.1986, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚLÍ 1986 43 j Ólafur Ólafsson vélsijóri - Minning Fæddur 28. október 1917 Dáinn 14. júní 1986 Sama alda allt fram hrekur, ýmsar stefnur lífið tekur sérhvað eðli sínu hlýðir sínum föstu lögum háð. (K.J.) Mér var hugsað til þessara orða Kristjáns Jónssonar í kvæði hans Vonin, er ég frétti andlát Ólafs Ólafssonar, vélstjóra, að Skipasundi 18, Reykjavík. Utfor hans fór fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 23. júní sl. Hans lífshlaup var tengt sjónum á einn eða annan hátt, allt til loka hans jarðvistar. Þó eigi megi gleyma að geta um fyrstu uppvaxtarárin að Hellnum á Snæ- fellsnesi í faðmi náttúrunnar til lands og sjávar. Fyrstu sporin marka manni viðhorf, lifsskoðanir er endast lífið út. Hann fluttist til Reykjavíkur rétt eftir fermingu með móður sinni og stjúpa, þar bjó hann allt til æviloka. Með útsýni tii Nessins — af mörgum talin ein sú fegursta sýn, frá sjó eða landi séð. Ég, sem rita þessa grein, kynntist Ólafí fyrst bam að aldri, er ég fluttist með foreldrum mínum að Skipasundi 13, árið 1946. Nokkuð fyrr á árinu höfðu hjónin Ingibjörg Hjartardóttir og Ólafur Ólafsson flutt að Skipasundi 18, er varð þeim heimili upp frá því. Við Sundin varð lífsvettvangur manns fram á full- orðinsár. Ar er liðu allt of hratt við leik og ærsl, í skjóli góðra granna. Þeim fækkar nú óðum frumherjun- um er reistu bú sín inn við Sund. Frumbyggjanna sem maður minnist með virðingu og þökk. Margir eru horfnir á brautu yfir móðuna miklu til nýrra heimkynna. Kalli er enginn getur skorast undan. Nú leitar Olaf- ur nýrra miða og landsýnar gamalla drauma. Við Sundin var gott að alast upp, til orðs og æðis. í nýju hverfí er vítt var til allra átta í orðsins fyllstu merkingu. Þar var olnboga- rými mikið fyrir okkur „krakkana", er vorum að vaxa úr grasi á þessum árum. í hverfi þar sem samstaða, samhugur og hlýja, voru leidd til öndvegis, þrátt fyrir þröngan kost ástundum. _ Á fund Óla „bónda" fórum við „krakkamir" oft, eins og við kölluð- um hann. Hjá honum kenndi margra grasa, hluti sem gaman var að skoða og handfjatla, þar var eigi 70—80 herbergi. Á vegum Hótels Hafnar í Homafirði er búið að taka í notkun 10 tveggja manna herbergi í verbúð í nágrenninu. Hótel Stefanía á Akureyri hefur bætt við sig tveim rúmum frá þvi í fyrra, en auk þess hefur hótelið komið upp 5 herbergjum úti í bæ með 10 rúmum til viðbótar. Víði- gerði í Víðidal er með 8 tveggja manna herbergi, en var eingöngu með svefnpokapláss í fyrra. Fjöl- brautaskólinn á Akranesi er með 16 tveggja manna herbergi í út- leigu í júlímánuði og ef til vill einnig á ágúst, sumarhótel er einnig starfrækt að Þelamörk með 22 tveggja manna herbergjum og tveimur einsmanns. Á næsta ári verða tekin í notk- un 57 herbergi á Hótel Sögu fyrir 82 gesti og á Fáskrúðsfirði er verið að reisa hótel, og verða 9 tveggja manna herbergi tekin í notkun í haust eða einhvem tíma á þessu ári. Þar verður mögulegt að bæta við 13 herbergjum, en auk gistirýmis verður önnur að- staða svo sem snyrtistofa, rakara- stofa, matsalur og ýmislegt fleira. Þá em uppi hugmyndir um stækk- un á Hótel Esju, og nokkrir aðilar hyggjast byggja ný hótel í Reykja- vík, svo sem Ólafur Laufdal og Jón Ragnarsson. í kot vísað. En einmitt um þetta leyti fékkst Ólafur við smábátagerð. Þar réð „bóndinn" ríkjum með óbil- andi trú á náttúrulögmálunum. Það fundum við fljótt út „krakkamir", en eigi að síður glettni hans og hlýju í okkar garð sem annarra nágranna. Velvild hans, sem kom best í ljós, þegar í kekki kastaðist milli okkar „bamanna". Frá þeim fundi fór maður heim ríkari í huga. Leiðarljósið, — lífsstefíð hans, var jafnvægi náttúmnnar, jafnvægi milli hins sterka og veika, eldri sem yngfri, manns eða konu. Já, lífsins í heild sinni. Þetta skilur maður nú, en skynj- aði ósjálfrátt sem bam, án allrar fyrirhafnar, nokkuð sem bömum einum er gefið. Ólafur var einn þeirra mörgu manna, sem vinna störf sín í kyrr- þey, sem sjaldan ér getið, en allir njóta ávaxtanna af verkum þeirra. Vandist strax á vinnu á unga aldri, er hjálpaði er út í lífið kom, ásamt vilja að bijóta sér braut í lífinu. Það kom best í ljós, er hann tók vél- stjórapróf, nýbúinn að koma yfir sig þaki og bamahópurinn fór vaxandi. Slíkt sýnir elju, þraut- seigju og dugnað. Hann stóð eigi einn í lífsbaráttunni á þessum tíma, þar er Ingibjörg fór. Auðvitað reyndi þetta á þrek og þor þeirra beggja og setti sínar menjar. Þeim hjónum varð sex bama auðið en sveinbam misstu þau við fæðingu. Eftirlifandi böm þeirra em: Guðrún, Erla, Anna, Ragn- heiður og Björgvin Hólm. Fyrir giftingu eignaðist Ólafur eina dótt- ur, Lilju, er einnig lifir hann. Ólafur var um ellefu ára skeið vélstjóri á hafrannsóknarskipinu Dröfn, — en síðustu fimm ár ævi sinnar rak hann harðfískverkun, kennda við nafn hans. Einar Benediktsson skáld segir á einum stað: „Andi mannsins er eins og stór, og alda hans hver er mynd af hafi, — dauð undir logni, í storm- inum sjór, með strauma, sem bera ei hljóð í kafí.“ Þessi orð komu upp í huga minn er ég stóð yfir moldu hans. Drengskaparmaðurinn Ólafur Ólafsson er horfínn sjónum okkar. Ljósgeisli augna þinna er slokknað- ur. En megi það ljós er þú tendraðir í bijóstum bama þinna, vina og samferðamanna, verða að gróður- sprota fyrir betra líf á þessari jörð frá þeirri mold, sem allir em sprottnir. Með von og trú að leiðarljósi. Ástvinum hans öllum sendi ég mín- ar dýpstu samúðarkveðjur. Hér er góður drengur kvaddur. Eyjólfur Magnússon NUERMD MNM9MC Hertz ...býóurbetur! Fyrsta fflokks gisting í Kaupmanna- höfn og Hertz - bílaleigubíll ffyrir ótrúlegt verð. Dæmi: Kr. 15.900 fyrir fflug og Opel Kadett í 2 vikur. Þaö er flest sem mælir meö góöu sumarfríi í Danmörku. Fallegt umhverfi, forvitnilegir bæir og borgir, skemmtilegt fólk og makalaust lifandi höfuðborg. í Kaupmannahöfn er aldrei dauðurtími, hvort sem hugurinn stendurtil afslöppunar og notalegrar skemmtunar eða flörugra uppákoma að degi og nóttu. Strikið, Ráðhústorg, Kóngsins Nýjatorg, Cirkus Benneweis, dýragarðurinn, skrúðgarðamir, j ,#><***'*■ , m°9s' ■^éte^ . v Jl i| bjórstofumar, matsölustaðimir, götutónlistin, húmorinn og góða veðrið, allt gefur þetta Kaupmannahafnardvölinni ógleymanlegan Ijóma og Tívolíið setur auðvitað punktinn yfir iið. Gististaðir okkar í Kaupmannahöfn eru fyrsta flokks og valdir með það í huga að eftirsóknarverðustu staðir borgarinnar séu innan seilingar. Vinsæl hótel og sérlega vel staðsett. Á Hertz-bíl í Kaupmannahöfn eru þérsvo allir vegir færir til áfangastaða innanlands eða utan. Þú skreppur í Legoland, skýst með ferjunni yfirtil Svíþjóðar, rennir þér niðurtil Þýskalandsogjafnvel lengra. Þetta er þín ferð, þín ferðaáætlun. Góðaferð! " 7 oorg/nn/. .’SS&síSss* ?írza- Nótt foPenfcooenM^ , ----1-300fyrir j ■l.n, ^ * Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899 Hótel Sögu viö Hagatorg • 91-622277 Akureyri: Skipagötu 18 • 96-21400 1) Innifalið: Flug og Opel Kadett í 2 vikur, miðað við4farþega.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.