Morgunblaðið - 01.07.1986, Síða 46

Morgunblaðið - 01.07.1986, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR1. JÚLÍ1986 fclk í fréttum „Líf mitt er ævintýri líkast“ — segir Mik Magnússon, sem gegnirstöðu upplýsinga- fulltrúa UNEP í Nairobi í Kenýa eir, sem ekki þekkja hann í sjón, kannast velflestir við röddina. Hann var töluvert í sviðs- ljósinu hér fyrir nokkrum árum og var hvað þekktastur fyrir fréttalest- ur á ensku í ríkisútvarpinu. Fæddur í Skotlandi, búsettur í Kenýa en telur sig samt íslending í húð og hár. Hver er maðurinn? Jú, mikið rétt. Það kemur enginn annar til greina en Mik Magnússon. Fyrir skömmu er Mik var staddur hér á landi, nýorðinn afí, gripum við hann glóðvolgan og inntum hann eftir ýmsu bæði í fortíð og framtíð. „Það eru 22 ár síðan ég kom fyrst hingað til lands," segir Mik, „svo það er ekkert undarlegt þó mér flnnist ég vera allt að því inn- fæddur. Upphaflega kom ég hingað til þess að vinna í físki úti í Eyjum. Ég hafði nýlokið leiklistarnámi f Edinborg, var blankur og ákvað að ná mér á strik, hér norður í hafí. En margt fer öðruvfsi en ætlað er. Ég kynntist stúlku, Hönnu M. Jó- hannsdóttur, varð ástfanginn og ílengdist hér. Meðal annars starfaði ég sem leikstjóri víða um land og þar af leiðandi neyddist ég til að læra málið. Hins vegar gat ég ekki annað en vorkennt þeim ferða- mönnum, sem hingað komu, því hér var engar fréttir að fá, nema á ís- lensku. Því bauðst ég til að lesa fréttir á ensku í útvarpinu. Þeirri hugmynd var vel tekið og gegndi ég því starfí í ein 3 ár. Smám saman varð vinnan meiri, enda mikið um að vera hér á árunum 1970—72. Þorskastríð var í uppsiglingu og skákmót þeirra Spasskys og Fisc- hers í undirbúningi. Þegar mér var hinsvegar neitað um fullt starf hjá útvarpinu og sömu kaup og Iqor og aðrir fréttamenn, sagði ég upp. BBC í Bretlandi bauð mér þá starf hjá sér, _ sem ég og þáði. Það kom því í minn hlut að afla allra frétta hér af þorskastríðunum, bæði þegar barist var um 50 mílumar og síðar þær 200. Það var mjög erfítt starf — endalaus eltingaleikur við yfír- menn hér á landi og svaf ég aldrei fullan svefn meðan á því stóð. Sem dæmi get ég nefnt að á 13 vikum sendi ég frá mér 940 fréttapistla," segir hann. Þegar _ ljóst var að 200 mílna barátta íslendinga og Breta var senn á enda var Mik Magnússyni boðið starf sem blaðafulltrúi hjá Menningarstofnun Bandaríkjanna. „Það var virkilega skemmtilegt tímabil," upplýsir Mik og bætir því við að mikil spenna hefði verið í kring um kjör Carters í forsetaemb- ættið 1976. En frá Menningarstofn- uninni lá leiðin út á Keflavíkurflug- völl, þar sem Mik var boðin staða aðstoðar-blaðafulltrúa vamarliðs- ins. „Það má eiginlega segja að þeir hafí rænt mér,“ segir hann og hlær. „Þá var mikil óánægja í ís- lendingum með NATO. Þeim fannst bandalagið hafa brugðist sér, með því að styðja ekki við bakið á þeim í þorskastríðunum. Það er kannske þess vegna sem mér fannst þetta starf svona heillandi. Ég leit nefni- lega á þetta sem tvö óskyld mál. En það var gaman að vinna fyrir vamarliðið og mikil reynsla að fá að vinna með atvinnumönnum í fjölmiðlun, mönnum, sem ráðnir höfðu verið vegna hæfíleika sinna, en ekki stjómmálatengsla." — En hvemig kom Kenýa til sögunnar? „Rauði krossinn bauð mér stöðu sendifulltrúa í Austur-Afríku vegna hungursneyðar sem ríkti þar í kjöl- Hjónin Mik Magnússon og Hanna M. Jóhannsdóttir fyrir framan hús sitt i Kenýa, 10 km norðan Nairobi. „Þetta hús er mjög svipað húsi Karenar Blixen," segir Mik. Frá skírn dóttursonarins Jó- hanns Danieis. Talið frá vinstri: Guðrún Ólöf Jónsdóttir ljósmóðir ojg frænka Johanns, séra Kjarta Om Sigurbjörasson sóknarprest- ur í Eyjum, Rósa Mikaelsdóttir og sonur hennar Jóhann Daníel, amman, Hanna M. Jóhannsdóttir, og afinn, Mik Magnússon. „Ég sakna skyrs og hangikjöts,“ segir Mik Magnússon. Mor?unbla'M/Emiiía far mikilla þurrka í nóvember ’83. Svo nú starfa ég sem upplýsinga- fulltrúi UNEP, sé um að afla og veita upplýsingar um umhverfísmál á milli landa," segir Mik. „Þetta starf er alveg óskaplega kreíjandi. Fólkið er svo ólíkt okkur og allt þeirra kerfi svo miklu þyngra í vöfum. Til dæmis er ég hræddur um að þolinmæði okkar hér heima myndi bresta, ef símakerfið bilaði þrisvar í viku og símasambands- laust væri í 5 til 10 tíma í senn. það sem aðallega háir þeirra þjóð- félagi er menntunarskorturinn, þeir hafa ekki þekkinguna til að láta þetta rúlla. Sem dæmi má nefna að hjá mér starfa einir 5 ritarar í fullu starfí, en mér myndu nægja tveir, sem hefðu menntun á borð við þá sem hér tíðkast. Samt er atvinnuleysið þama gífurlegt og glæpastarfsemin öflug eftir því. Annars er þetta allt keðjuverkandi og aðalvandamálið felst náttúru- lega í fólksfjölguninni, en hún nemur 4,2% á ári, sem telst víst heimsmet." — Eru það þá trúmálin, sem standa í veginum fyrir getnaðar- vömum og öðmm fyrirbyggjandi aðgerðum? „Nei, alls ekki,“ svarar Mik. „Hér er við miklu rammari reip að draga — ættflokkana sjálfa og deilur þeirra í milli. í fyrsta lagi em bömin þama einu eftirlaun foreldranna, svo því fleiri sem þau em, því betra. I öðm lagi er valda- baráttan hörð og enginn ættflokkur þorir að fækka í sínu liði, því þá munu hinir ná völdum. En það er fleira sem kemur til og eins kald- hæðnislega og það nú hljómar, þá á bætt heilbrigðisþjónusta hér stór- an hlut að máli. Hér áður fyrr var ungbamadauði nefnilega afskap- lega algengur og stemmdi það,að vissu leyti stigu við fólksfjölgunar- vandamálinu. En nú hefur þetta breyst — þau böm, sem áður dóu, deyja ekki lengur og vandamálið vex. Við horfumst í rauninni í augu við sömu erfíðleikana í dag og Karen Blixen gerði á sínum tíma,“ bætir hann við. Að sögn Miks Magnússonar kvíða þeir, sem starfa við þróunar- aðstoð nú, framtíðinni. Peninga- kreppa hefur gert vart við sig víða um heim og því má búast við að skorin verði niður framlögin til fræðslumála þar. En munu þau hjónin snúa aftur heim, eða hefur Kenýa heillað þau alveg upp úr skónum? „Auðvitað geri ég ráð fyrir að koma aftur heim,“ segir Mik, „en mér liggur þó ekkert ofsalega á. Við kunnum afskaplega vel við okkur þrátt fyrir að víða sé þama pottur brotinn. Öryggisástandið í landinu er þannig að maður fer helst ekki út á kvöldin og allar aðstæður eru mjög erfiðar. Til dæmis er vöruúrval í verslununum mjög takamarkað svo Hanna rækt- ar sjálf allt grænmeti og ávexti fyrir fjölskylduna, auk þess sem hún selur svolítið í búðimar. Einnig býr hún til eigin osta og selur bæði gæsir og endur. Á móti kemur hinsvegar að veður er þama mjög gott, starfíð gefandi og dvölin þroskandi á allan hátt. Ég vinn með fólki víða að — einum Kínverja, Rússa, Marokkómanni, Englend- ingi, Ugandamanni og Júgóslava svo dæmi séu nefnd. Það eitt kennir manni að bera virðingu fyrir ólíkum viðhorfum og taka tillit til annarra. Mér fínnst stundum líf mitt ævintýri líkast og þar sem ég hef tamið mér að lifa aðeins fyrir daginn í dag, treysti ég mér ekki til að slá neinu föstu um framtíðina ... ég sakna skyrs og hangikjöts mjög mikið ...- svo hver veit?" segir Mik Magnús- son að lokum. Siggi Óla og Geiri í Gufunesi eir félagar Siggi Óla og Geiri í Gufunesi eru annálaðir keppnismenn í hestamennskunni. Þess vegna þótti þeim líka vissara að bregða sér austur á Hellu um daginn og kanna þar aðstæður fyrir landsmótið, sem þar fer fram fyrstu viku þ.m. Oft elduðu þeir félagar grátt silfur á skeiðvellin- um í gamla daga og áttu báðir íslandsmethafa í skeiði. Þegar félagsmót Geysis var haldið á Hellu í byijun júní smellti ljós- myndari þessari mynd af kempun- um, sem báðar voru þó lands- frægar fyrir fleira en hesta- mennskuna hér á árum áður. Siggi Óla var iengi vel einn vin- sælasti söngvari landsins, en Geiri margfaldur íslandsmethafi í fijálsum íþróttum. „Verður þetta ekki hálfgerð brúðkaupsmynd af okkur, Geiri rninn?" spurði Siggi, er ljósmyndarinn hafði smellt af, og stóð honum greinilega ekki á sama. Eins og aðrir alvöru hesta- menn ætla þeir báðir að mæta á landsmótið, en búist er við miklum flölda gesta þangað, bæði innlend- um og erlendum. Siggi Óia og Geiri í Gufunesi, landsfrægir menn á mörgum sviðum. Morgunblaðið/Sig.Sigm.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.