Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 174. tbl. 72. árg.___________________________________FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Sovétríkin: CIA-maður fær pólitískt hæli Moskvu, Washington, AP. Virða OPEC-rík- in samkomulaeið? XT_V_1. A n Hið opinbera málgagn sovésku stjórnarinnar, Izvestia, greindi frá því gaer að fyrrum starfsmað- ur bandarísku leyniþjónustunnar CIA, Edward Lee Howard, hefði verið veitt pólitískt hæli í Sov- étríkjunum. Ekkert hafði spurst til Howards síðan í fyrra, en þá gekk hann úr greipum banda- rísku alríkislögreglunnar FBI i Nýju Mexíkó. Fyrrum aðstoðarmaður yfir- manns CIA, George Carver, sagði í gær að Howard hefði að öllum líkindum veitt Sovétmönnum afar mikilvægar upplýsingar um njósna- starfsemi Bandaríkjamanna í Moskvu. Howard var rekinn úr leyniþjón- ustunni árið 1983 fyrir eiturlyija- neyslu og smáþjófnað, en áður var ráðgert að senda hann til Moskvu til njósnastarfa í bandaríska sendi- ráðinu þar. Það var KGB-maðurinn, Vitaly Yurenko, sem flúði til Banda- ríkjanna, en sneri aftur til heima- lands síns fyrir nokkrum mánuðum, sem sagði starfsmönnum banda- rísku leyniþjónustunnar frá njósna- starfsemi Howards. Getum hefur verið leitt að því að Howard eigi sök á því að fimm bandarískir njósnarar í Moskvu hafa verið staðnir að verki síðan hann flúði land. Einnig er talið að CIA hafi misst samband við sovésk- an borgara, sem veitt hafði leyni- þjónustunni upplýsingar um rannsóknir á sviði hátækni íg flug- vélagerð vegna uppljóstranna Howards. STJÓRNIR Mexíkó og Malasíu lýstu yfir því í gær að ákveðið hefði verið að minnka olíufram- leiðslu um 10% í samræmi við samkomulag samtaka OPEC- ríkja. Samt er óljóst hvaða afleið- ingar ákvörðun OPEC-ríkja um takmörkun olíuframleiðslu muni hafa á olíuverð á heimsmarkaði. Dollar lækkaði í gær gagnvart evrópskum gjaldmiðlum og telja fréttaskýrendur að ein ástæða Norðmenn ánægðír með takmörkun olíuvinnslu Frá Jan Erík Laure, fréttarítara Morgun- blaðsins í Osló. NORSKA ríkisstjórnin hefur fagnað ákvörðun OPEC-ríkja um að draga úr olluframleiðslu. OUu- verð hefur hækkað og þar með fær ríkissjóður Norðmanna aukn- ar tekjur. Norðmenn hafa hins vegar ákveðið að minnka ekki eig- in olíuframleiðslu. Ame Öien, olíumálaráðherra Nor- egs, er í sumarleyfi, en hefur fylgst með þróun mála. í viðtali sagði hann ástandið enn óljóst og bætti við að kæmi til þess að Norðmenn drægju úr olíuframleiðslu yrði það aðeins um stundarsakir. Hann lét í ljós efasemdir um að OPEC-ríkin stæðu við samkomulagið þegar til lengdar léti. Ame Öien kvaðst telja rétt að draga úr olíu- framleiðslu en lagði áherslu á að Norðmenn hefðu gert langtímasamn- inga um sölu á gasi frá fjölmörgum svæðum í Norðursjó og að fram- leiðsla á gasi og olíu héldist í hendur. þess sé orðrómur um að OPEC- ríkin muni ekki standa við sam- komulagið. Hins vegar spáði olíumálaráð- herra Kuwait, Ali Khalifa Al-Sabah, því í gær að verð á olíutunnu yrði komið upp í 17 til 18 dollara í októ- ber. íranski olíumálaráðherrann var enn bjartsýnni og bjóst við því að olíuverðið yrði 28 dollarar á tunnu áður en langt um liði. Hann bætti því þó við að eina leiðin til að ná því markmiði væri að takmarka olíuframleiðslu næstu fjóra mánuði en ekki tvo eins og samkomulag OPEC-ríkjanna kveður á. Rilwanu Lukman, forseti sam- takanna, sagði á miðvikudag að stjómvöld í Egyptalandi, Angóla, og Oman myndu einnig takmarka olíuframleiðsluna, en þau hafa ekk- ert látið uppi um það enn. Þótt olíuverð hafí hækkað um nokkra dollara síðustu daga, þá hafa stjómir annarra stórra olíu- söluríkja utan OPEC, Sovétmenn, Bretar og Norðmenn ekki fylgt ákvörðun OPEC um takmörkun framleiðslunnar. Norðmenn hafa að vísu fagnað samkomulagi OPEC opinberlega, en Bretar og Sovét- menn hafa ekki enn gefið út opinbera yfirlýsingu um málið. Bandarískir embættismenn töldu að ákvörðun OPEC myndi ekki verða til þess að bandaríski olfuiðn- aðurinn, sem hefur átt við mikla erfiðleika að stríða undanfama mánuði, næði að rétta úr kútnum. Kanadískir fréttaskýrendur hafa einnig tekið samkomulaginu með fyrirvara, og látið í ljósi efasemdir um að OPEC-ríkin muni standa við samkomulagið. Indónesíumenn, sem ekki eiga aðild að OPEC hafa lýst yfir því að þeir muni virða ákvörðun sam- takanna með því skilyrði að aðilda- ríki þeirra gerðu slíkt hið sama. Samkvæmt könnun, sem gerð var á vegum olíumálastofnunar í Mið-Austurlöndum, framleiddu Líbýumenn meira magn af olíu í júlí, en þeir höfðu áður lýst yfir opinberlega. Þá hafa Saudi-Arabar tilkynnt að þeir muni ekki láta af þeirri kröfu sinni að halda „sann- gjömu markaðshlutfalli." Sumir fréttaskýrendur hafa túlkað þetta á þann veg að afstaða Saudi-Araba til samkomulagsins sé mjög óljós og geti grafið undan því. Bandaríkin: Fleiri munu deyja úr al- næmi en í bílslysum New York, AP. EFTIR fimm ár munu fleiri Bandarikjamenn deyja úr alnæmi en í bílslysum, að því er fulltrúi Samtaka bandarískra sjúkrahúsa sagði á ársþingi samtakanna. Talsmaður samtakanna um al- næmi, Linda Brooks, sagði að árið 1991 myndu um 54 þúsund manns látast úr alnæmi en um 50 þúsund farast í bílslysum. „Nú eru um 27 þúsund alnæmissjúklingar í Banda- ríkjunum en búast má við að 270 þúsund manns hafi fengið sjúk- dóminn 1991 og hann dragi á næsta hálfa áratug 179 þúsund manns til dauða," sagði Brooks. Hauskúpufundur í Kenýa: Breyttar hugmyndir um þróun mannsins Nairóbi, Kenýa. AP. VÍSINDAMENN frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Kenýa hafa fundið steingerða hauskúpu af manni, sem var uppi fyrir 2,5 milljónum ára. Þeir telja að þessi fundur breyti hugmyndum manna um uppruna mannsins í veigamiklum atriðum og koll- varpi kenningu um að „týndi hlekkurínn“ milli apa og manns hafi fundist, en því hefur verið haldið fram. Richard Leakey, yfirmaður Þjóðminjasafns Kenýa, og Alan Walker, prófessor í frumulíffræði og líffærafræði við John Hopkins háskólann í Bandaríkjunum, sögðu fréttamönnum í gær, að fundurinn styddi kenningu þeirra um að fleiri en ein tegund frum- manna hefði verið uppi fyrir þremur milljónum ára. Þær hug- myndir um uppruna mannsins, sem mestrar hylli hafa notið, voru settar fram af steingervingafræð- ingnum, Don Johanson, eftir að hann fann áríð 1975 í Eþíópíu steingerða beinagrind konu, sem uppi var fyrir 3 milljónum ára. Þessi beinagrind hefur verið nefnd „Lucy“. Johanson taldi að þar með hefði hann fundið „týnda hlekk- inn“ svonefnda. Nefndi hann tegundina Australopithecus afar- ensis. Samkvæmt þessari kenningu er afarensis forfaðir tveggja teg- unda, Homo habilis, sem uppi var fyrir 2 milljónum ára og nútíma- mannsins og Australopithecus africanus. Africanus varð forfaðir tveggja tegunda, Australopit- hecus boisei og A. robustus, en báðar þessar tegundir dóu út. Hauskúpan, sem fannst í rann- sóknarleiðangri Walkers og Leakeys í fyrrahaust við Turk- ana-vatn í norðurhluta Kenýa, er af tegundinni boisei og hefur ekki áður fundist jafn gamall stein- gervingur þessarar tegundar. Hún er af mjög frumstæðum „manni“. Andlitið hefúr verið líkt og á apa og ekki hefur áður fundist haus- kúpa af apamanni með jafii lítinn heila. Eric Delson við háskólann í New York sagði að einkenni haus- AP/Símamynd Alan Walker, sem fann „svörtu höfuðkúpuna“, sýnir hana fréttamönnum. kúpunnar bentu til þess að að tegundin boisei gæti verið hlekkur milli afarensis og A. robustus, en ekki A. africanus, eins og viðtekin kenning staðhæfði. Þar sem afric- anus ætti ýmisleg einkenni sameiginleg með Homo habilis væri rétt að telja hann einn forföð- ur nútímamannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.