Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ,1 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 23 Kosninganefnd Hægrí flokksins í Svíþjóð; Moskva: Leynd hvílir yf ir viðræð- um PLO Moskvu ÁP PALESTÍNSKUR sendierindreki sagði í gær að árangur hefði náðst í viðræðum, sem haldnar voru í Moskvu þessari viku til að koma á einingu innan Frelsissamtaka Palestínu (PLO). Talsmaðurinn kvaðst vera einn fimm erindreka PLO í umboðsskrif- stofu samtakanna í Moskvu, en neitaði að segja til nafns. Hann greindi hvorki frá viðræðunum, sem stóðu frá mánudegi til miðvikudags, í smáatriðum né á hvern hátt sam- skipti milli hinna ýmsu brota og flokka innan PLO hefðu vcrið bætt. Hann vildi ekki segja hverjir hefðu tekið þátt í viðræðunum og þaðan af síður hvaða hlutverki Sovétmenn hefðu gegnt í þeim. Viðræður þessar fóru fram í Moskvu og því hefur verið haldið fram að sovésk yfirvöld þrýsti nú á um að ásáttar fylkingar innan PLO snúi bökum saman til þess að undir- búa mögulega friðarráðstefnu, sem Sovétmenn vilji eiga aðild að. Sendiherra Bandaríkjanna í Kaupmannahöfn: Trúverðuga stefnu vantar í málum S-Afríku Kaupmannahöfn, AP. TERENCE A. Todman, sendiherra Bandaríkjanna í Dan- mörku, hélt blaðamannafund í bandaríska sendiráðinu I Kaupmannahöfn í gær og gerði þar næsta lítið úr vanga- veltum um að hann yrði tiinefndur næsti sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Afríku. Todman, sem er svartur, kvaðst telja að ekki væri hægt að velja sendiherra fyrr en Bandaríkja- stjóm hefði mótað trúverðugri stefnu gegn kynþáttaaðskilnaðar- stefnu suður-afrískra stjómvalda. „Þegar komin er stefna, sem Suð- ur-Afríkumenn, íbúar suðurhluta Afriku og allar þjóðir heims taka mark á, má fara að huga að því hver er best fallinn til að gegna starfi sendiherra í Suður-Afríku og framfylgja stefnu Bandaríkja- manna,“ sagði Todman. Hann kvaðst síður en svo vera hræddur við að taka starfið að sér, en hann vildi aftur á móti vita að hveiju hann gengi. Todman hefur verið sendiherra í Kaupmannahöfn frá árinu 1983 og hefur oft verið nefndur næsta sendiherraefni Bandaríkjastjómar í Suður-Afríku eftir að svarti kaupsýslumaðurinn Robert Brown dró sig til baka. Todman sagði á fundinum að blaðamenn hefðu kreist einhver orð út úr starfsmönnum í Hvíta húsinu og slegið upp án þess að hafa nóg fyrir sér um málið. Boy George Boy George miður sín London, AP. Poppsöngvarinn Boy George er „algjörlega miður sín“ vegna andláts bandaríska tónlistar- mannsins Michaels Rudetsky, að sögn bróður söngvarans. Rudet- sky fannst látinn í íbúð söngvar- ans á miðvikudaginn og hefur rannsókn leitt í Ijós að eiturlyfja- neysla varð honum að aldurtila. David O’Dowd, yngri bróðir Boy George, sagði í sjónvarpsviðtali að lát Rudetskys hefði fengið mjög á söngvarann en taldi þó ólíklegt að það leiddi hann aftur út í neyslu heróíns. Að sögn David O’Dowd gengur Boy George vel að yfirvinna eiturlyfjafíknina en hann taldi þó að langur tími myndi líða þar til unnt yrði að telja söngvarann hafa fengið varanlega lækningu. Að sögn dagblaða í London vann Boy George að upptökum ásamt Michael Rudetsky í hljóðveri á þriðjudagskvöldið en það hefur ekki fengist staðfest. Thatcher að ná sér London, AP. MARGARET Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, er nú að ná sér eftir klukkustundar langan uppskurð, sem gerður var á hægri hendi hennar á miðviku- dag. Bresk fréttastofa greindi frá því í gær að Thatcher færi af sjúkra- húsinu, sem kennt er við Játvarð konung VII., í dag. Denis Thatch- er, eiginmaður Margaretar, sagði blaðamönnum að hún væri við góða heilsu eftir uppskurðinn. Thatcher gekkst undir þessa aðgerð vegna þess að vefir í hendi hennar voru famir að herpast saman. Carl Bildt einróma út- nefndur formannsefni Stokkholmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunbiaðsins. KOSNINGANEFND Hægri flokksins í Svíþjóð útnefndi á miðvikudag einróma þingmanninn Carl Bildt til leiðtoga flokksins. Sérstök for- mannskosning verður haldin 23. ágúst. Að öllum líkindum tekur Bildt þá við af Ulf Adelsohn, sem sagði af sér í júní vegna slælegs gengis flokksins í stjómarandstöðu. Bildt er sérfræðingur í vamarmálum. Hann sat í þingnefnd, sem rannsak- aði ferðir sovéskra kafbáta í sænskri landhelgi 1982. Vakti það mikla reiði Olofs Palme, þáverandi forsætisráðherra, er Bildt fór til Washington og ræddi þar við emb- ættismenn Bandaríkjastjómar. Palme gmnaði Bildt um að hafa rætt skýrslu, sem flokkaðist undir ríkisleyndarmál, við Bandaríkja- menn og þar með stefnt hlutleysi Svía í hættu og mótmælti stjómin opinberlega. Bildt er 37 ára en hann hefur tekið þátt í stjómmálum í tuttugu ár. Hann er giftur Miu, dóttur Göst- as Bohman, fyrrum leiðtoga Hægri flokksins. Carl Bildt, formannsefni sænska- Hægri flokksins. HUÐILMUR Spermandi iimiequndir sem qero bér lífiö léfta MYKJANDI ILMKVOÐA Cög Chaöji Mýkjondi ilmkvoða er nýjung í huósnyrtingu. Auðveid i notkun og smýgur íijóft inn t huóino COOL CHARM VOPN í BARÁTTU Stifan Thorarensen h

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.