Morgunblaðið - 08.08.1986, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986
Ítalía:
Áhyggjur vegua
fárra ferðamanna
Tórínó. Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðsins.
„ÉG MYNDI ALDREI ráðleggja ítölum að hætta við eða takmarka
ferðalög sín til útlanda. Þvert á móti hef ég ávallt verið þeim hlynnt-
ur og verð það áfram,“ sagði Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu,
í viðtali við ítalska dagblaðið II Messagiero nú fyrir skömmu. Ráð-
herrann hefur gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir afskipti sín af
ferðalögum Bandaríkjamanna til Ítalíu. En ferðamannastraumur
hingað til Italíu hefur minnkað svo um munar frá því í fyrra. Banda-
rikjamenn eru fjörutíu til fimmtíu prósent færri í helstu ferðamanna-
borgum landsins, Róm, Flórens og Feneyjum.
í heild hefur bandarískum ferða- stjómarerindreka, og skapa meiri
mönnum á Ítalíu fækkað um áttatíu
prósent í júní miðað við sama tíma
í fyrra.
Hrýðjuverkastarfsemi á Ítalíu
virðist ætla að verða dýrkeypt
ítölum ef marka má niðurstöður
samtaka hóteleigenda á Ítalíu og
viðbrögð Craxis. Reagan Banda-
ríkjaforseti varaði landa sína við
ferðalögum á þessar slóðir í kjölfar
síendurtekinna hryðjuverka í Evr-
ópu og eru ítalir að vonum ósáttir
við afleiðingarnar; umtalsverða
fækkun ferðamanna til landsins.
„Ég er þess fullviss að misskiln-
ingur liggur hér að baki,“ segir
Craxi, en hann hefur mótmælt af-
skiptum Bandaríkjastjómar. „Án
þess að vanmeta fjárhagshlið þessa
máls hef ég áhyggjur af því að
tengsl milli ítala og Bandaríkja-
manna geti borið skaða af því
hversu bandarískum ferðamönnum
á Ítalíu hefur fækkað. Ferðamenn
skilning en list og menning, sem
flutt er milli landa og meiri menn-
ingartengsi en bækur og kvikmynd-
ir. Ég held í hreinskilni sagt,“ segir
ráðherrann, „að hættan á hryðju-
verkum hafi verið ofmetin. Hryðju-
verk koma illa við alla, jafnt Itali
sem Bandaríkjamenn. Þau koma
engum að gagni, en hættan, sem
stafar af hryðjuverkum í heiminum
er aðeins hluti þeirrar hættu, sem
fylgir því að búa í nútímaþjóðfé-
lagi.“
Ráðherrann sagði að Italir hefðu
sýnt og sannað að þeir gætu varið
sig og unnið að vörnum gegn
hryðjuverkum í alþjóðlegu sam-
starfi, þar sem réttlætið væri sett
ofar öllu. „Ég er þess fullviss að
innan skamms kemst þessi hluti
ferðamála í lag. Mikil virðing ríkir
milli Itala og Bandaríkjamanna og
vinátta og menning tengir þessi
ríki,“ sagði Craxi að lokum.
alíu nemur frá 50 til 80 prósentum
miðað við í fyrra. Á hótelum í helstu
ferðamannaborgunum, Róm Flór-
ens og Feneyjum, er um að ræða
40 til 50 prósent fækkun. Samtök
hóteleigenda á Ítalíu hafa staðfest
að fækkun Bandaríkjamanna á
bestu hótelum sé umtalsverð miðað
við síðasta ár eða 55 til 60 pró-
sent. Á undanfömum árum hafa
Bandaríkjamenn verið stærsti við-
skiptahópurinn á hótelum í hæsta
gæðaflokki og eru að meðaltali um
60 prósent viðskiptavina. Er tap
viðkomandi hótela því auðséð. Júlí
kom illa út á Italíu hvað varðar
straum bandarískra ferðamanna en
miðað við síðasta ár nemur fækkun-
in alls 80 prósentum.
ERLENT
Stoltír foreldrar
Karólína, prinsessa af Mónakó og eiginmaður hennar Stefano
Casiraghi, stolt á svip með litlu dótturina, Karlottu Maríu Pomel-
ine, er fæddir sl. sunnudag. Fyrir áttu þau einn son.
Kína:
eru meiri friðarboðar en fundir Fækkun Bandaríkjamanna til ít-
Geislavirkni í Oregon:
Gorbachev send-
ur reikningurinn
Staðnað stjórnkerfi
hemill á framfarir
Portland, Oregon, Bandaríkjunum, AP.
Heilbrigðisráðuneytið í Oreg-
on-ríki í Bandaríkjunum hefur
sent Gorbachev, Sovétleiðtoga,
reikning yfir útlögðum kostnaði
við geislamælingar og annað eft-
irlit í kjölfar kjarnorkuslyssins.
Nokkru eftir kjamorkuslysið
barst geislavirkni með vestlægum
vindi yfir Kyrrahaf og var þá strax
gripið til mikils eftirlits í Oregon
með lofti, regni, drykkjarvatni,
grænmeti og mjólk og nam kostnað-
urinn við það nærri þremur milljón-
Albanía:
Járnbraut-
arsamband
við um-
heiminn
Hani I Hotit, Albaníu, AP.
ALBANSKIR og júgóslavn-
eskir embættismenn fögnuðu
í gær lagningu járnbrautar
milli landanna, en hingað til
hefur Albanía aðeins haft
vegasamband við nágranna-
ríki sín, Grikkland og Júgó-
slavíu.
Að sögn albansks embættis-
manns, verður járnbrautin ein-
ungis notuð til vöruflutninga.
Blaðamenn og tiginmenni frá báð-
um ríkjum ferðuðust milli ríkjanna
með júgóslavneskri jámbrautar-
lest, og vakti athygli að blaða-
menn fengu að skyggnast um í
Albaníu örstutta stund, án þess
að vegabréf þeirra væru skoðuð.
um ísl. kr. Ekki hafði verið gert ráð
fyrir þessum útlátum á fjárlögum
og varð því ráðuneytið að leita á
náðir neyðarhjálparsjóðs Oregon-
ríkis. Nam sú aðstoð rúmum helm-
ingi kostnaðarins. Var ráðuneytið
jafnframt hvatt til að senda allan
reikninginn til þess, sem bæri að
greiða hann, Mikhail Gorbachevs.
Peking, AP.
DENG Xiaoping, leiðtogi Kína-
veldis, hefur hafist handa um að
endurbæta staðnað stjórnkerfi
landsins, svo það virki ekki sem
hemill á þær efnahagslegu um-
bætur, sem hann hefur hrint í
framkvæmd.
Gagnrýni á stjómkerfið og þátt
kommúnistaflokksins í því hefur að
undanfornu orðið æ meira áberandi
í hinum opinberu fjölmiðlum í
landinu og þar hafa menntamenn
rökstutt þörfina fyrir virkara og
lýðræðislegra stjómkerfí. Einn
þessara menntamanna er Fei Xiao-
tong, velþekktur félagsfræðingur,
sem var eitt fómarlamba menning-
arbyltingar Maós formanns á
sjöunda áratugnum. Segir hann
stjómkerfið í Kína ósveigjanlegt,
staðnað og ófært um að gegna
skyldum sínum sem stjómkerfi.
„Þama er hópur fólks sem hefur
elst bæði í hugsun og árum. Það
Gervihjartaþegi látinn
LouisvilJe, Kentucky, AP.
WILLIAM Schroeder, sem hef-
ur lifað lengst allra gervi-
hjartaþega, lést á miðvikudag
54 ára að aldri. Gervihjarta af
gerðinni „Jarvik-7“ var grætt
í hann fyrir 20 mánuðum og
hafði hann fengið þrjú hjartaá-
föll frá þeim tíma. Fimm menn
hafa fengið gervihjarta af þess-
ari tegund en þeir eru allir
látnir.
Dr. William C. Devries, læknir
við Humana-sjúkrahúsið í Louis-
ville, græddi gervihjartað í
Schroeder þann 25. nóvember
1984.
Dr. Devries sagði á frétta-
mannafundi að lát Schroeders
yrði til að auka efasemdir manna
varðandi hjartaígræðslur en
kvaðst engu að síður staðráðinn
að halda áfram. Hann hefur feng-
ið leyfi stjómvalda til að græða
gervihjörtu í þtjá sjúklinga til við-
bótar.
Við Stanford háskóla hafa
vísindamenn einkum einbeitt sér
að því að gera hinu náttúrlega
hjarta sjúklinga sinna kleift að
starfa. Þeir vonast til að geta
William Schroeder á sjúkrabeði skömmu eftir að gervihjarta var
grætt í hann.
grætt sérstaka dælu í hjartasjúkl-
inga, sem gera myndi hjartaí-
græðslur óþarfar.
Eftir að gervihjartað var grætt
í William Schroeder ríkti mikil
bjartsýni meðal vísindamanna um
framtíð hjartaígræðslna. En að-
eins 18 dögum eftir aðgerðina
fékk hann hjartaáfall og vonir
lækna um að unnt yrði að út-
skrifa hann af sjúkrahúsinu urðu
að engu.
er vant því að fara með vald, en
hefur þó hvorki raunverulega þekk-
ingu né hæfileika til þess,“ segir
hann meðal annars í grein.
Þessi mikla gagnrýni á ríkisvald-
ið kemur á óvart, þar sem litið hefur
verið svo á til skamms tíma í Kína
að málfrelsi menntamanna næði
einungis til fræðilegra og listrænna
efna, en ekki til gagnrýni á ríkis-
valdið.
Deng hefur þegar gert talsvert
til þess að gera stjómkerfið skilvirk-
ara. Ákvæði hafa verið sett um
eftirlaunaaldur fulltrúa kommún-
istaflokksins og yngri og hæfari
menn, sem eru fylgjandi efnahags-
stefnu Dengs hafa tekið við af eldri
fulltrúum. Nú virðist Deng ákveð-
inn í því að ganga skrefi lengra og
gera stjómkerfið og ákvarðanatök-
una lýðræðislegri. Hann ætlar að
setja lagaákvæði, sem myndu
minnka vald og persónuleg áhrif
fulltrúa kommúnistaflokksins í
stjómkerfinu, þar sem þeir hafa nú
nánast alræðisvald.
Gagniýnendur hafa haldið því
fram að stjómendur og embættis-
menn ríkisins ættu að hafa meira
sjálfstæði gagnvart milljónum full-
trúa kommúnistaflokksins, sem nú
hafa eftirlit með sérhverju atriði í
kínversku efnahags- og stjóm-
málalífi. Stjómendum verksmiðja
hefur þegar verið gerð grein fyrir
því að þeir hafí rétt til þess að reka
óhæft starfsfólk og ráða annað sem
hæfari eru. Innan skamms gætu
embættismenn ríkisins fengið sams
konar vald í hendur.
Almennt hefur verið talað um
aukið lýðræði í Kínaveldi og aukna
verkaskiptingu milli ríkisvalds og
flokks, þar sem áhersla yrði lögð á
valdajafnvægi þar á milli og eftir-
litsskyldu hvors aðila fyrir sig með
hinum. Hins vegar hafa hugmyndir
um framkvæmd þessa í smáatriðum
ennþá ekki litið dagsins Ijós.