Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 áster... TM Reg U S Pat. ött — all rights teservetí ® 1986 Los Angeles Times Svndicate að þér. Hún er farin fram- hjá! Með morgimkaffinu Þarna er auglýsingin mín undir náin kynni, sé ég! HÖGNI HREKKVÍSI Þessir hringdu .. . 400 krónur fyrir 20 mín- útna skemmtun Gerður Hauksdóttir hringdi: „Laugardaginn 26. júlí skemmti Faraldur í Miðgarði í Skagafirði. Þar var auglýst skemmtun og ball og var miða- verð í tvennu lagi, 400 kr. fyrir skemmtun og 600 kr. inn á ball- ið. Okkur var sagt að ballið byrjaði kl. 22 og síðan væri kiukkutíma skernmtun kl. 23. Ég fór kl. 22.30 og keypti tvo miða, bæði á skemmtunina og ballið, og kostuðu þeir mig 2.000 kr. Síðan fór ég og kom aftur kl. 23.15 ásamt manni mínum og hjónum sem keyptu miða á sama verði og við. Þegar við komum var ekkert byrjað (að vísu var diskótek). Við biðum og loks eftir að við höfðum kvartað yfrr þessu byrjaði skemmtunin kl. 23.55. Ég ætla ekki að telja það upp sem var til skemmtunar en kl. 24.15 var að sögn miðasölu farið að selja inn á ballið á 600 kr. Við borguðum sem sagt 400 kr. fyrir 20 mínútna skemmtun. Ég skal viðurkenna að það voru mjög fáir í húsinu þegar við kom- um en það var ekki okkur að kenna. Einnig kom maður frá flokknum til okkar og bauð okkur endurgreiðslu á aðgöngumiðanum að skemmtuninni en við höfnuðum því þar eð við áttum ekkert frekar rétt á því en aðrir sem borguðu 400 kr. fyrir skemmtunina. Þeir halda kannski þessir háu herrar að landsbyggðarfólk kunni ekki á klukku. Ég er hrædd um að Reykvkingar myndu ekki sætta sig við þetta. Ég vona að Faraldur athugi að láta tímasetningar standast betur framvegis." Góð þjónusta á Cafe Hressó Sigríður Pétursdóttir hringdi: „Eg var eitthvað utan við mig um daginn þegar ég settist inn á Cafe Hressó og fékk mér kaffi- bolla. Ég borgaði bollann með ávísun upp á 1.000 kr. en gleymdi að fá til baka. Daginn eftir upp- götvaði ég þetta og hélt þá að féð væri mér glatað en þeir hjá Cafe Hressó voru svo almennilegir að þeir endurgreiddu mér mismuninn orðalaust án þess að þurfa neina sönnun fyrir því að ég væri að segja satt. Þetta hefðu ekki allir gert. Svona framkoma fmnst mér alveg til fyrirmyndar." Tröppur í niðurníðslu Einar hringdi: „Ég get nú ekki orða bundist yfir því hve tröppumar upp að styttunni af Leifi Eiríkssyni fyrir framan Hallgrímskirkju em komnar í mikla niðumíðslu. Það hefur ekkert verið gert til að halda þessum tröppum við í lengri tíma. Ég vinn í Listvinahús- inu á Skólavörðustíg og hingað koma margir erlendir ferðamenn og fúrða sig á þessu. Það liggur við að maður skammist sín fyrir þetta. Það er ekki nóg með að tröppumar séu illa famar, allt svæðið í kring er ákaflega óásjá- legt.“ Þakkír til starfsmanna Borgarspítalans Ejn fótbrotin hringdi: „Ég vil gjaman koma á fram- færi þakklæti til starfsmanna slysadeildar Borgarspítalans. Ég varð fyrir því óhappi að fótbrotna síðastliðinn sunnudag og móttök- umar á slysadeild Borgarspítalans vom öilum þar til sóma. Það var alveg hreint sérstaklega vel tekið á móti mér. Ég hef trú á að fólki batni fyrr þegar það fær svona aðhlynningu." Ein fótbrotin er mjög ánægð með hvemig tekið var á móti henni á Borgarspitalanum Yíkveiji skrifar Fyrir utan þá miklu gestrisni, sem Víkveiji og ferðafélagar hans nutu hjá gestgjöfum sínum á Patreksfirði, er þess þaðan að minnast, hve mikinn svip einkenni- legt mannvirki niður við höfnina setur á bæinn. Ofan á tveimur tum- um stendur hús; er þetta fiskimjöls- stöð, sem hefur verið valin þessi sérkennilegi umbúnaður. Útlitið spillir vafalaust ekki fyrir hag- kvæmni í rekstri og hefur það ráðið meiru en umhyggja fyrir umhverf- inu. Þá var okkur sýnt hið fræga hús kaupfélagsins á staðnum, sem breytt hefur verið úr sláturhúsi í fiskvinnslu. Mörgum þykir þær framkvæmdir allar ámælisverðar og telja sumir, að í því efni séu ekki öll kurl komin til grafar. í Tálknafirði var okkur einnig sýnt hús kaupfélagsins. Þetta var verslunarhús, sem nú hefur verið keypt af Bjama Kjartanssyni, þar sem kaupfélaginu tókst ekki að láta reksturinn bera sig. Bjami flutti til TálknaQarðar fyrir nokkmm ámm sem kennari. Þá var okkur bent á fískverkunarstöð Magnúsar Guð- mundssonar í Tungu, sem hlotið hefur viðurkenningu fyrir frábæra meðferð á físki. Við veginn til Tálknafjarðar em skilti, sem sýna, að þar sé unnt að synda og fara í heita potta. (Kannski er búið að taka það niður núna eins og merki þeirra á Hvammstanga.) Við fómm í pott- ana, sem em skammt fyrir utan bæinn. Þeir njóta mikilla vinsælda heimamanna og gesta, eins og slíkar gjafír náttúmnnar um land allt. Höfðum við á orði, að bæta þyrfti aðstöðu til að fækka fötum og klæða sig. XXX sögu fyrri ára, því að svo margir landsfrægir stjórnmálaforingjar hafa búið í húsunum, sem við sjáum. XXX * ITálknafirði var ágætt að gista í Hótel Valhöll. í Bíldudal áðum við hins vegar að Vegamótum hjá Hannesi Friðrikssyni og fengum þar góðan beina; þar er einnig unnt að gista. Við ókum út í Selárdal og skoðuðum þar hin sérkennilegu listaverk Samúels Jónssonar, en þau hafa verið rækilega kynnt í sjónvarpi eins og íbúamir í dalnum. Raunar má segja, að hvarvetna, þar sem menn æja á ferð um Vestfírði, beri eitthvað merkilegt fyrir augu. Náttúmfegurðin er mikil og mannlífíð fiölbreytt. Á ísafírði nutum við þess að skoða gömlu verslunarhúsin, sem verið er að endurreisa í Neðsta- kaupstað undir ömggri leiðsögn Jóns Páls Halldórssonar, forstjóra Norðurtangans. Hann hefur verið í forystu þeirra, sem ráðist hafa í það stórvirki að vernda þessa verslunar- stöð. Er staðið að framkværr.dum af stórhug og virðingu fyrir við- fangsefninu. Elsta húsið, sem þarna er verið að varðveita, er síðan 1732 en hið yngsta er 200 ára. Þegar verkinu verður lokið, hafa ísfirðing- ar endurreist húsaþyrpingu, sem veitir ómetanlega sýn inn í fornan tíma. Ferð um ísafjörð með jafn gjör- kunnugum manni og Jóni Páli er eins og kynnisferð um stjórnmála- Amánudegi er gámadagur á ísafirði. Með því er vísað til þess, að á mánudögum koma togar- amir inn og skip frá Eimskipafélag- inu, sem lejtar físk í gámum og flytur á markaði í Evrópu. Það var því mikið um að vera við höfnina þennan mánudag. I Norðurtangan- um var verið að vinna ufsa. Tölvu- væðingin í frystihúsunum vekur alltaf jafn mikla undrun gesta. Á Isafirði starfar Póllinn, sem er í fremstu röð þeirra fyrirtækja, sem vinna að því að nýta hátækni í þágu fiskvinnslunnar. Að því hlýtur að koma, að unnt verður að beita I tækninni til að fínna hringorminn, sem veldur fiskverkendunum vax- andi áhyggjum. Hótel Isafjarðar er í þeim verð- flokki, sem venjulegir ferðamenn forðast, enda er aðbúnaður allur vafalaust í samræmi við það. í sum- ar starfrækir hótelið útibú með hótel-eddu-sniði í heimavist Menntaskólans á Isafirði. Fer vel um ferðafólk í heimavistinni en að meinalausu hefði mátt dytta að ýmsu, svo sem yfírdekkja húsgögn, áður en hótelreksturinn hófst. Á undanförnum árum hefur orðið gjörbylting í aðbúnaði fyrir ferða- menn um land allt. Sjást þess alls staðar merki. Þess vegna stinga smávægilegir vankantar meira í augu en ella.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.