Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 S'.i&V’ORf Útsýni yfir sýningarsvæðið úr „skyrides' rautt, blátt, bleikt, grænt og gult. Öll handrið og möstur o.þ.h. eru máluð í þessum litum til þess að auðvelda sýningargestum að rata um svæðið, sem er allstórt. Fastir starfsmenn sýningarinnar eru um 15.000 talsins, en auk þeirra eru aðrir 15.000 sjálfboðaliðar sem aðstoða. Það er áætlað, að um 16 milljón- ir manna heimsæki sýninguna og að hver gestur eyði að meðaltali 3,5 dögum í að skoða hana, en sagt er að það þurfí a.m.k. 3 daga til að sjá hana alla. Af þessum 16 milljónum er áætlað, að 60% þeirra verði frá Kanada, 30% frá USA og 10% frá Asíu, Evrópu og Ástralíu. Til þess að auðvelda gestum að ferðast milli litasvæða hefur verið komið upp þremur möguleikum á flutningi á svæðinu. í fyrsta lagi er einteinungur, sem gengur í hring um svæðið. Sporið er 5,4 km að lengd og biðstöðvarnar eru 7 tals- ins. Vagnamir eru 10 og geta flutt um 70.000 manns daglega. í öðru lagi eru á tveimur stöðum kláfar, sem veita frábært útsýni yfir svæð- ið og í þriðja lagi eru feijur, sem ganga meðfram öllu sýningarsvæð- inu, en það liggur allt að sjó. Allt er þetta frítt og mega gestir nota hvert tæki eins oft og þeir vilja. Til þess að komast milli aðal sýningarsvæðisins og þess kanadíska má nota lest, sem er hluti af nýja lestakerfi borgarinnar og er það líka sýningargestum að kostnaðarlausu. Auk allra sýningarhallanna og þess, sem getur að líta inni í þeim, er fjöldinn allur af útisvæðum, þar sem skemmtikraftar ýmiss konar troða upp daglega. Á þeim 165 dögum, sem sýningin stendur yfir, verða haldnar 43.000 sýningar á dansi, tónlist, látbragðsleik og sjón- hverfingum. Það gera um 260 sýningar á dag. Til dæmis má nefna, að Kirov ballettinn kemur fram í fyrsta skipti í 20 ár í N-Ameríku og La Scala óperan sýnir auk fyölda þekktra popphljómsveita og tónlistarmanna. Heimssýniiigin í Kanada Sérstakar sýningar á ákveðnum þáttum, sem tengjast þema sýning- arinnar standa síðan í 5-14 daga. Þar má nefna sýningar á leitar- tækni, flutningum á heimskauta- > eftir Björgvin Richardson Seattie 8.7. 1986. Heimssýningin 1986 (EXPO 86) er haldin í Vancouver í Kan- ada, og stendur í fimm og hálfan mánuð, frá 2. maí til 13. októ- ber. Þetta er í áttugasta og sjötta skiptið, sem heimssýning er hald- in, en sú fyrsta var í Englandi 1851. Þessi sýning er sú stærsta til þessa af þeim heimssýningum sem hafa ákveðið þema, sem nú er „sam- göngur og samskipti", en undir- þemað er „heimur á hreyfíngu — heimur i snertingu." Skipulagning þessarar sýningar hófst 1979, þegar Kanada sótti um að halda sýninguna til Alþjóða heimssýningarráðsins í París. Formlegt leyfí kom ári seinna og síðan hefur verið unnið stöðugt að uppbyggingu sýningarsvæðisins. Stjómendur sýningarinnar hafa að sjálfsögðu hagað skipulagningu með tilliti til framtíðar uppbygging- ar og nú þegar er búið að ákveða alla þá byggð sem þama mun rísa. Þátttakendur eru yfir 90 frá 54 þjóðlöndum, en öll héruð Kanada (9) hafa sitt sýningarsvæði og auk þeirra hafa 3 fylki Bandaríkjanna sér svæði. Hver þjóð sýnir það markverðasta úr sinni menningu og sögu, sem tengist þema sýning- arinnar. Þama getur að líta öll hugsanleg farartæki, allt frá ein- tijáningum, hjólbömm og loftbelgj- um upp í risaolíuskip, flutningabíla Space Tower. Hægt er að fara upp ( þennan 72 metra háa turn á tvennan máta. Annars vegar með kringlóttri lyftu sem snýst einn hring á leiðinni upp, eða 2ja farþega körfu sem fellur 16,15 metra á sek. á leiðinni niður. Það má heyra öskrin i farþegunum langar leiðir. Highway ’86. Þetta er 4 akreina þjóðvegur með öllum hugsanlegum farartækjum á, allt frá skóm og skútum upp í flutningabíla, þyrlur og kafbáta. Þess má geta að öllum bílunum var ekið á svæðið og þyrlunni var flogið á staðinn. Síðan var allt málað grátt og þyrlan er ónýt á eftir. og geimskutlur. Á svæðinu má líka fínna sýnishom af flestu, sem lítur að fjarskiptum, allt frá „bongo“- trommum upp í gervitungl. Annars ganga flestar sýningamar út á það sama, að sýna uppbyggingu sam- gangna og samskipta í hveiju landi fyrir sig, en þetta er gert á afar fjölbreyttan og oft á tíðum skemmtilegan máta með hreyfílík- önum og kvikmyndasýningum ýmis konar, þar sem skipuleggjendur hafa notfært sér nýjustu tækni til hins ítrasta. Sjálft sýningarsvæðið er 70 hekt- arar að stærð, á tveimur stöðum sitt hvorum megin við miðborg Vancouver. Aðal svæðið er sunnan við miðborgina og þar eru allar sýningarhallimar nema ein, en það er sú kanadíska, sem er norðan við miðbæinn. Sýningarsvæðinu er skipt í sex litasvæði, purpuralitt, EXPO- Center Myndverk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.