Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 35
35 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 Minning: Sigurjón Arnason bóndi, Pétursey Mikill sveitarhöfðingi hefur nú kvatt okkur um sinn. Sigutjón Pét- ursson bóndi í Pétursey var fæddur í Pétursey hinn 17. apríl 1891. Hann lést hinn 29. júlí 1986. For- eldrar hans voru hjónin Þórunn Sigurðardóttir Eyjólfssonar bónda í Pétursey og Árni Jónsson bóndi í Pétursey Ólafssonar bónda í Péturs- ey. Sigutjón var næstelstur af átta systkinum, sem upp komust. Alls voru þau þrettán og eru nú öll látin. Sigutjón ólst upp í foreldrahúsum og tók fljótt þátt í öllum verkum, sem til féllu við íslenskan land- búnað. Ungur að árum fór hann að leita að vinnu utan heimilisins. Sautján ára gamall fór hann á vertíð til Vestmannaeyja. Næsta vetur fór hann á skútu, sem gerð var út frá Reykjavík og var á henni þtjár vertíðir, en vann heima fyrir yfir sumarmánuðina. Sigutjón var við smíðanám um nokkum tíma. Vann hann meira og minna við húsasmíði allt sitt líf með búskapnum, ásamt bátasmíði og bátaviðgerðum. Meðal annars vann hann við smíði á mótorbátnum Blikanum, sem smíðaður var í Vest- mannaeyjum á árunum 1922—23 og var þá stærsti bátur í Vest- mannaeyjum. Átti Siguijón hlut í bátnum ásamt Sigurði Ingimundar- syni og ísleifi Högnasyni. Gerðu þeir bátinn út saman þar til Sigur- jón flutti frá Vestmannaeyjum 1925 að Pétursey og tók þar við búskap af foreldrum sínum og bjó þar til æviloka, síðustu árin í skjóli sonar síns Eyjólfs og eiginkonu hans, Ernu Ólafsdóttur. Árið 1920 giftist Siguijón Sigríði Kristjánsdóttur frá Norður-Hvoli í Mýrdal. Bjuggu hjónin í fyrstu á Hvoli, en fluttu til Vestmannaeyja árið 1922. Þar voru þau til ársins 1925 er þau fluttu að Pétursey. Þórunn og Árni, foreldrar Sigur- jóns, voru hjá þeim hjónum til æviloka. Börn Sigríðar og Siguijóns eru: Elín húsmóðir, Steinum, Austur- Eyjaijöllum, fædd 12. janúar 1922, gift Sigurbergi Magnússyni. Þórar- inn alþingismaður, Laugardælum, Árnessýslu, fæddur 26. júlí 1923, giftur Ölöfu í. Haraldsdóttur. Árni, starfsmaður Kaupfélags Skaftfell- inga, Vík, fæddur 21. mars 1926, giftur Ástu Hermannsdóttur. Þá var á heimili þeirra hjóna um árabil Þórhallur Friðriksson, fædd- ur á Rauðhálsi 4. nóvember 1913 og kom að Pétursey á fjórða ári til foreldra Siguijóns, en var svo hjá Sigríði og Sigutjóni eftir að þau tóku við og allt til þess að hann hóf búskap í Vestmannaeyjum. Einnig voru á heimili þeirra Guð- laug Ámadóttir, í 22 ár eða þar til hún lést í hárri elli, og Sveinbjörn Ámason, í 9 ár. Sigurbjartur Jóhannesson frá Brekkum kom 11 ára gamall til þeirra 1940 og á þar heimili til 1956. Árið 1947 lést Sigríður kona Sig- uijóns og tók þá Elín dóttir þeirra við húsmóðurstörfum á heimili hans í 6 ár, sem var mikið og erfitt starf fyrir unga stúlku að taka við þar sem hjúkra varð Guðlaugu, heilsu- lausri og rúmliggjandi, við erfiðar aðstæður. Árið 1947 giftist Siguijón seinni konu sinni, Steinunni Eyjólfsdóttur frá Suður-Hvoli. Böm þeirra em: Eyjólfur bóndi, Pétursey, fæddur 15. júní 1947, giftur Ernu Ólafs- dóttur. Sigurður bifreiðastjóri, Pétursey, fæddur 7. desember 1949. Þá átti Steinunn einn son sem Siguijón gekk í föður stað, hann heitir Bergur Öm Eyjólfs vélvirkja- meistari, nú verkstæðisformaður, Vík, fajddur 27. október 1938. Steinunn lést 21. nóvember 1979. Ileimilið í Pétursey hefúr ævin- lega verið myndar- og rausnar- heimili, þar sem bæði ungir og aldnir hafa átt athvarf um lengri og skemmri tíma, auk þeirra sem áður em nefndir. Siguijón minntist stundum þeirra tíma þegar hann var að alast upp um og upp úr aldamótum, þá var víða þröngt í búi í Mýrdal eins og víðar á iandi hér. Þá var stundum litlu að skipta milli barnahópsins, sérstaklega seinni hluta vetrar ef ekki varð komist á sjó. En Pétursey er í þjóðbraut og þar komu margir, sem fengu góðgerðir og oft gist- ingu, ásamt því að hestar, sem þá vom aðalsamgöngumátinn, þurftu hey eða haga eftir því á hvaða árs- tíma var. Þegar Siguijón tekur við búi af öldnum foreldmm sínum liggur mikið verk fyrir höndum, flest hús orðin gömul og úr sér gengin. Hófst hann strax handa þegar hann tók við búskap í Pétursey við að endur- byggja íbúðarhúsið og svo öll gripahús smátt og smátt og lauk svo sínum búskap með því að byggja stórt og vandað íbúðarhús með sonum sínum. Siguijón hóf snemma umfangs- Karl T. Jonsson — Minningarorð Fæddur 23. maí 1932 Dáinn 1. ágúst 1986 Feijan hefur festar losað. Farþegi er einn um borð. Mér er Ijúft - af mætti veikum mæla nokkur kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fýrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (Höf. J. Har.) Þessi vísa afa míns lýsir ef til vill best því, sem mér nú er í huga. Um þessar mundir em tvö ár síðan ég kom fyrst á Kleppsveginn. Ég skalf öll og kveið mikið fyrir að þurfa að hitta föður unnusta míns í fyrsta skipti. En sá ótti hvarf um leið því á móti mér tók bros- andi maður með hlýlega framkomu og bauð mig innilega velkomna. Strax frá því augnabliki fór mér að þykja vænt um hann. Kalli, eins og hann var alltaf kallaður, var mjög léttur og kátur og því mikið líf og fjör í kringum hann hvar sem hann kom. Ráðgert hafði verið að þau hjón- in kæmu til okkar þar sem við vomm fyrir norðan og var ákveðið að dvelja þar í tvær vikur og við færum öll saman í ferðalag og veiði. En tveim dögum áður en þau ætluðu að leggja af stað veiktist hann. Það kom öllum mjög í opna skjöldu að hann Kalli skyldi verða veikur, því hann var alltaf mjög heilsuhraustur. Tveimur vikum seinna var hann látinn. Við verðum að sætta okkur við að hans tími varð ekki lengri. Kall- ið var komið og það er guð einn sem ræður. Og nú þegar Kalli er ekki lengur meðal okkar vil ég þakka guði fyrir þann stutta tíma sem við vomm samferða og trúi því að þegar minn tími er kominn verðum við samferða á ný. Elsku Hrefna og þið öll hin er mikla ræktun á jörð sinni og girti með vandaðri girðingu. Hann keypti eina fyrstu heimilisdráttarvélina sem kom í Dyrhólahrepp og notaði bæði til ræktunar og heimilisstarfa. Árið 1928 réðst hann í það stór- virki að leggja sjálfrennandi vatns- veitu á heimili sitt handa fólki og fénaði. Tólf ámm síðar er svo steyptur vatnsgeymir til þess að nágrannar hans geti notið sjálf- rennandi vatns til sinna heimila. Siguijón tók líka mikinn þátt í sjósókn og reri út frá Jökulsá á Sólheimasandi sín fyrri búskaparár og var formaður á sexæringnum Blikanum um nokkur ár. Strax upp úr aldmótum vaknaði hjá Siguijóni mikill áhugi fyrir sam- vinnu- og félagsmálum, sem hann vann ótrauður að allt sitt líf. Var hann einn af stofnendum ung- mennafélagsins Kára Sölmundar- sonar árið 1913 og var formaður þess til 1920. Formaður búnaðarfé- lags Dyrhólahrepps var hann um tíma og mörg ár í stjórn þess. I stjórn Kaupfélags Skaftfellinga í rúm 40 ár og deildarstjóri Mjólkur- bús Flóamanna um árabil. Í hrepps- nefnd Dyrhólahrepps var hann í 32 ár, auk þess sem hann gegndi mörg- um fleiri trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Árið 1981 var hann kjörinn heiðursborgari Dyrhóla- hrepps á nýræðisafmæli sínu. Með því vildi hreppsnefndin votta honum virðingu sína og þökk fyrir áratuga störf að sveitarstjómarmálum í Dyrhólahreppi og önnur störf á sviði félags- og framfaramála í hrepps- nefnd. Siguijón bjó í Pétursey tæp 50 ár, síðustu árin í félagsbúi með tveimur sonum sínum. Alla tíð var Siguijón einstaklega greiðvikinn og úrræðagóður, vildi hvers manns vanda leysa og var þess vegna eftirsóttur til félags- og trúnaðarstarfa. Hann var alla ævi árrisull og naut þess að sinna skepnum sínum snemma morguns, fór aldrei seinna en kl. 7 á fætur og lifði eftir heilræðinu: „Morgun- stund gefur gull í mund“, enda voru mörg verkin sem hann kom af að morgninum, svo hann hefði betri tíma til félagsmála og annarra starfa um miðjan daginn. Siguijón virtist hafa ánægju af öllum störfum.Þó hann væri alvöru- maður var hann oft gamansamur og glettinn og sá spaugilegar hliðar á tilverunni. Hann var trúrækinn og óefað hefur það mótað líf hans, þar sem öll störf voru unnin á þann hátt einan sem hann kunni, — af einurð og samviskusemi. Siguijón var merkur sonur þessa lands og voru margir þakklátir fyr- ir að fá að kynnast honum og hans lífsviðhorfum. Þó hann hafi kvatt okkur þá lifir lífsstarf hans áfram um ókomin ár og hvetur okkur til að halda áfram að uppyggingu og framförum í landinu. Hann var lánsamur í sínu einka- nú þurfið að horfa á eftir ástkærum eiginmanni, föður og afa, megi guð almáttugur styrkja ykkur í þessari miklu sorg og söknuði. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég tengdaföður minn hinstu kveðju. Anna Þóra Bragadóttir lífi og átti hlýtt og kærleiksríkt heimili, þar sem hann átti margar ánægjustundir. Siguijón lést í sjúkrahúsi Suður- lands, Selfossi, 27. júlí eftir stutta legu, rúmlega 95 ára að aldri. Sú, sem þessi orð skrifar, var einlæg vinkona Siguijóns í mörg ár. Ég fékk að fara til þeirra Stein- unnar og Siguijóns „í sveit" eins og það hét þá og heitir ennþá. Mér verður það ógleymanlegt er ég kom þangað fyrst. Dálítið var ég kvíðin. Það hvarf fljótt. Hjónin tóku á móti mér með sinni alkunnu hlýju og góðmennsku. Mér verður Steinunn ávallt ógleymanleg, þar sem hún stóð, glæsileg kona með stóra og þykka hárfléttu. Hún tók mér eins og dóttur sinni og vinátta okkar var mér mjög mikils virði alla tíð. Steinunn lést árið 1979 og var okkur öllum mikil eftirsjá að henni. Ég var afar stolt af kaupakonu- hlutverki mínu í Pétursey. Siguijón var góður húsbóndi og þau hónin voru samhent í öllum störfum. Ég minnist þess að Siguijón gat strítt mér talsvert. í hvert einasta sinn, sem við hittumst, minnti hann mig á ákveðið atvik, sem átti sér stað stuttu eftir að ég kom til þeirra. Svo bar til að ein kýrin átti að bera. Þetta var uppáhaldskýrin mín. Kvöldið sem hún veiktist ákvað ég að nú skyldi ég sitja yfir henni, þar til hún bæri kálfínum. Sigutjón virtist hafa mjög gaman af áhuga mínum. Leið langt fram á nótt. Eg sat sem fastast úti á smáhól hjá kúnni minni. Smástund skrapp ég svo inn í bæ til þess að hlýja mér og fá mér eitthvað í svanginn hjá Steinunni. Þegar ég kom út aftur var kýrin búin að bera. Ég var náttúrlega vonsvikin, en Siguijón stríddi mér góðlátlega á þessu alla ævi, þegar við hittumst. Hann var svo yndislega glettinn og góður. Aðeins einu sinni varð okkur smávegis sundurorða. Ég hafði ákaflega gaman af því að vera á hestbaki. Eitt af mínum hlutverkum í Pétursey var að sækja kýrnar á kvöldin. Ég sótti það fast eitt sinn að fá að sækja þær á hesti, sem ég hafði riðið mjög oft og ég taldi mig gjörþekkja. Siguijón lét það eftir mér, eins og yfirleitt það, sem ég bað um. Gekk vel að sækja kýrn- ar. Hestinn lét ég inn í girðinguna' til þeirra er heim kom. Eitthvað varð hann æstur og gerði kýrnar ofsahræddar, svo þær hlupu og misstu talsvert af mjólkinni. Ég minnist þess að þá byrsti Sigutjón sig við mig eitt augnablik. En það gleymdist fljótlega og aldrei minnt- ist hann á þetta atvik við mig síðar né stríddi mér á því. Sigutjón var einlægur og góður vinur minn. Það fann ég vel, þegar hann lá eitt sinn í sjúkrahúsi hér í Reykjavík. Ég reyndi að létta honum dvölina hér með því að heimsækja hann eins og ég gat, því ég fann svo greini- lega hvað hann þráði sveitina sína. Eitt sinn spurði ég hann að því hvað ég gæti gert fyrir hann. Jú, ^ það var svolítið, sem ég gat annast fyrir hann. Ég mátti nálgast vatn úr lindinni hans uppi í fjallinu Pétur- sey. Sigutjón var ekki einn um það að trúa á það hversu gott það væri að teyga tandurhreint og tært upp- sprettuvatnið úr lindinni í fjallinu. Mikið fannst mér gott að geta upp- fyllt þessa ósk hans, þegar hann þurfti að dvelja í sjúkrahúsinu, en þar var hann hvers manns hug- ljúfi, vegna þess hve hann var alltaf þakklátur og góður. Ég og fjölskylda mín eigum ein- ungis góðar minningar um Siguijón og Steinunni í Pétursey. Synir okk- ar tóku við af mér og fengu að vera í Pétursey á sumrin. Þeir heim- sækja sveitina sína reglulega og eru þau ekki síður vinir okkar, yngra fólkið, sem nú er tekið við, þau Eyjólfur og Erna. Það hefur verið yndislegt að fylgjast með þeirra elskulegheitum við Siguijón og sjá það hversu ljúft þeirra samband hefur verið alltaf. Éinnig hefur ver- ið í Pétursey í mörg ár systir Steinunnar, Ingveldur Eyjólfsdóttir. Hún er aldrei kölluð annað en frænka. Var hún sonum okkar, ásamt Steinunni heitinni, sem besta móðir og þannig hefur einnig henn- - ar samband verið við allt heimilis- fólk í Pétursey. Þetta sýnir vel hversu elskuleg öll fjölskyldan í Pétursey er og þá ekki síst Siguijón minn. Ég og fjölskylda mín þökkum Siguijóni og þessu góða fólki yndis- leg kynni. Edda Sigrún Afmælisrit Afturelding- ar komið út ÚT er komið afmælisblað tíma- ritsins Aftureldingar, sem Fílad- elfíuforlagið gefur út. í bréfi til lesenda segir að í ár fagni þrír hvítasunnusöfnuðir á ís- ^ landi merkisafmælum. Það eru Betelsöfnuðurinn í Vestmannaeyj- | um, en kirkja safnaðarins var vígð á nýrársdag 1926, Fíladelfíusöfnuð- urnir í Reykjavík og á Akureyri eru 50 ár, voru stofnaðir í maí 1936. í afmælisblaði Aftureldingar er að finna margar greinar, frásagnir og viðtöl og fjöldi mynda er í blað- inu. Lokað Lokað verður föstudaginn 8. ágúst milli kl. 13 og 19 vegna jarðarfarar KARLS THEODÓRS JÓNSSONAR. Bílaþjónustan, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.