Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 • Ekki er víst að það verði jafnmargir þátttakendur í Reykjavík- urmaraþoninu og í maraþoninu í London, en þó er búist við miklum fjölda þátttakenda. Platini verður klár í slaginn Frá Skapta Hallgrímssyni, blaðamanni Morgunblaðsins í Frakklandi. NÚ MUN Ijóst orðið að Michel Platini mun ekki verða frá keppni í tvo mánuði eins og talið var í fyrstu eftir að hann meiddist fyrir Úlfar er stigahæstur Á morgun hefst sfðasta stigamótið í golfi og verður það að þessu sinni haldið hjá GR. Það er því ekki úr vegi að athuga stig efstu manna fyrir þetta mót og til gamans látum við fylgja forgjöf kylfinganna eftir landsmótið. Úlfar Jónsson, GK, 113 0 Ragnar Ólafsson, GR, 102 2 Hannes Eyvindsson, GR, 89 2 Sigurður Pétursson, GR, 58 1 Sveinn Sigurbergsson, GK, 47 3 ívar Hauksson, GR, 44 3 Einar L. Þórisson, GR, 28 4 Gylfi Garðarsson, GV, 28 3 GunnarSigurðsson, GR, 28 4 Sigurjón Arnarsson, GR, 26 5 Þess má geta hér að Þorsteinn Hilmarsson úr GV, er með 2 í forgjöf en honum gekk ekki vel á yfir efstu menn í stigagjöfinni. Hjá konunum eru efstar: landsmótinu og er því ekki á lista RagnhildurSigurðardóttir, GR, 29 Steinunn Sæmundsdóttir, GR, 13 Ásgerður Sverrisdóttir, GR, -s-13 Kristín Þorvaldsdóttir, GK, +17 Jóhanna Ingólfsdóttir, GR, +19 Reykjavíkurmaraþon: Ekki of seint að hefja æfingar Nú styttist óðum í það að Reykjavíkurmaraþonið verði á götum borgarinnar. Hlaupið verð- ur sunnudaginn 24. ágúst og þvf fer hver að verða síðastur að hefja undirbúning fyrir hlaupið. Hlaup þetta er tilvalið fyrir alla þá sem eitthvað hreyfa sig og hægt er að velja um þrjár hlaup- lengdir þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. í stystu vegalengdinni, skemmtiskokkinu, er boðið upp á sveitakeppni þar sem þrír eru sam- an i sveit og geta konur og kariar, ungir og gamlir verið saman í sveit. í fyrra voru sveitir myndaðar af fjölskyldumeðlimum, vinnufé- lögum og íþróttahópum eins og nöfnin gáfu til kynna. Sveitirnar hétu meðal annars Ösp, Sjón- varpið A, Lindargötustrákarnir og þannig mætti lengi telja. Þeir sem mynda sveit eru einnig fullgildir þátttakendur í einstaklingskeppn- inni og því kjörið tækifæri fyrir skokkfélaga að skrá sig saman í sveitakeppnina í Reykjavíkurmara- þoninu. Verðlaun í skemmtiskokkinu verða veitt á þann veg að dregið verður úr hópi þeirra sveita sem Ijúka keppni en ekki miðað við tíma sem keppendur ná, því hugmyndin að baki sveitakeppninnar er að fá alla með, ekki bara þrautþjálfaðar keppnissveitir. Góð æfing fyrir boltaíþróttafólk Nú er sá tími sem innibolta- íþróttafólkið er að stunda sína uppbyggingarþjálfun. Það er kjörið fyrir þessa hópa að mæta í Reykjavíkurmaraþonið og athuga formið. Fyrir þá sem mest hlaupa og eru í bestu formi eru má jafn- vel búast við að hálfmaraþon- hlaupið sé vel viðráðanleg vegalengd. Fyrir nokkrum árum hljóp Kevin Keegan hálfmaraþon- hlaup í Englandi með góðum árangri og sýndi að hann var í góðu úthaldsformi. Skráning fer fram til 20. ágúst í ferðaskrifstofunni Úrval og þann 18. ágúst, á afmæli Reykjavíkur, verður hægt að skrá sig í mara- þontjaldi sem staðsett verður í Hljómskálagarðinum. Dragið ekki fram á síðasta dag að skrá ykkur því búast má við mikilli örtröð síðustu dagana og verður álag þá mikið á þá sem starfa við skráning- una. skömmu. Hann mun hefja æfing- ar núna um helgina og verður því væntanlega með í fyrstu leikjum Juventus og getur leikið báða leikina gegn Val í Evrópukeppn- inni. Talið var í fyrstu að hann þyrfti að gangast undir uppskurð en þær fréttir voru bornar til baka í gaer. Þær fréttir berast nú frá Spáni að Steve Archibald sé á förum frá Barcelona. Ástæðan mun vera sú að félagið hefur keypt það marga erlenda leikmenn að þeir telja sig ekki hafa not fyrir Arcibald. Terry Venables, framkvæmda- stjóri Barcelona, hefur boðið Ron Atkinson, stjóra Manchester Un- ited, Archibald fyrir 400 þúsund pund, en ekki fylgdi sögunni hvort Atkinson hefði áhuga þannig að nú er bara að bíða og sjá hvort hann fer aftur heim til Englands. félaganna um helgina UM helgina verða íþróttadagar félaganna í Reykjavík, en um ára- bil hefur sú hefð skapast, að nokkur af félögunum hafa á hverju sumri kynnt starf sitt á æfingasvæðum sínum á sérstök- um degi. í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar hafa félögin val- ið að nota þessa helgi fyrir félaga- daga sína og verða átta íþróttafé- lög með kynningu víðs vegar um borgina. Á morgun verða Þróttur, Fylkir, TBR og Leiknir með kynningu, en Fram, KR, Vikingur og Ármann á sunnudaginn. Valsdagurinn var í maí í sambandi við 75 ára afmæli félagsins. Mikið verður um að vera hjá félögunum í keppni og leik og er víðast hvar fjölbreytt dagskrá þar sem flestar íþróttagreinar eru kynntar, en allar nánari upplýsing- ar fást hjá viðkomandi félögum. I____ NAFN SKRÁSETNINGAREYÐUBLAÐ REYKJAVÍKIJR - MARAÞOM 24. ÁGÚST 1986 ______________________I_______1 FÆÐINGARÁR HEIMILI PÓSTNÚMER SÍMI Ég skrái mig til þátttöku í: Þátttökugjald, kr.: MARAÞONHLAUPI | | 500 SVEITAKEPPNI í SKEMMTISKOKKI (3 í sveit) í I HÁLFMARAÞONHLAUPI | J 400 SKEMMTISKOKKI I| 250 I I NAFN SVEITAR SKRÁNING ER AÐEINS TEKIN GILD EF ÞÁTTTÖKUGJALD FYLGIR Hi-C Skagamótið í TILEFNI 40 ára afmælis íþrótta- bandalags Akraness verður haldið nú um helgina mjög vand- að og glæsilegt knattspyrnumót fyrir drengi i 6. flokki. Mótið er undirbúið og haldið af foreldrum og þjálfurum drengjanna í 6. flokki ÍA. Keppt verður í 2 riðlum á 4 gras- völlum, 2 á íþróttasvæðinu og 2 á grassvæðinu við Jörundarholt. Átta félög hafa tilkynnt þátttöku og er hvert félag með bæði A- og B-lið. Keppni hefst klukkan 13 í dag og verður leikið í dag, á morgun og sunnudag. Keppt verður um glæsilega farandbikara, sem Fast- eigna- og skipasala Vesturlands gaf til mótsins. Jafnframt gefur sama fyrirtæki verðlaunapeninga til leikmanna þriggja efstu liða í riðlunum. Auk keppninnar verður margt til gamans gert fyrir drengina. M. a. verður boðið upp á skoðunar- ferð um Akranes, bíósýningar og grillveislur með kvöldvökum ef veður leyfir. Áformað er að Hi-C Skagamótið verði árlegur viðburður og er það kærkomin lenging á starfstíma drengjanna í 6. flokki, en undan- farin ár hefur keppnistímabili þeirra lokið í júlímánuði. _______________________________________. ---------------------Islandsmótið 1. deild------- FH — f A ^ Kaplakrikavöllur í kvöld kl. 19.00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.