Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 Mvndir/Sigurdur Garöai-sson 70 sjómílur suðvestur af Reykja- nesi lauk ferð Happasæls KE 94. Þó átti hann eftir 1200 metra ferðalag ofan í hafdjúpin. Verulefft vaxtatap í húsnæðislánakerfinu Fjárþörf Byggingasjóðs 1987 3,5 milljarðar Happasæll hverf- ur í hafdjúpin HAPPASÆLL KE 94 fór í sínu hinstu för 18. júlí í sumar, þegar hann var dreginn 70 mílur á haf út og sökkt þar á 1.200 metra dýpi. Hann er að öllum likindum síðasta stáiskipið sem úrelt verður með þessum hætti. væri enn leyft að farga tréskipum, en þau eru þá brennd fyrst og er þá mjög lítill úrgangur eftir. Samkvæmt Oslóarsamkomulag- inu um losun úrgangsefna í sjó frá skipum og flugvélum, frá 1972, er kveðið svo á um að ekki má sökkva stálskipum eða öðrum fyrirferðar- miklum úrgangi á minna en 2.000 metra dýpi og nær landi en 150 sjómflur, nema ljóst sé að það hafi ekki áhrif á nýtingu hafsins. Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að þar sem menn vissu ekki hve lengi stálskip væru að eyðast, og geti því hugsanlega orðið til trafala við nýtingu sjávar, væri stefnan sú að þau verði fram- vegis sett í brotajám. Aftur á móti Áður en úreldingasjóður var lagður niður í vor samþykkti hann 23 skip í úreldingu. Pétur Sigurðs- son hjá aldurslagasjóði tjáði Morgunblaðinu að þegar væri farið að greiða bætur vegna 5 skipa og átti hann von á þremur til viðbótar bráðlega. Utgerðarmenn hafa frest til 1. október til að fyrirkoma skip- unum. Sagðist hann búast við að nokkrir muni hætta við. Verð á skipum í brotajám er mjög lágt um þessar mundir. Samkvæmt nýjum lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins skal hún semja við lífeyrissjóði um skuldabréfakaup, þ.e. lán til hús- næðislánakerfisins. „Lánskjör af skuldabréfum skulu miðast við þau kjör sem ríkissjóður býður almennt á fjármagnsmarkaði," eins og segir í b-lið 9. greinar laganna. Samningar um lánakjör milli fjármagnseigenda, þ.e. lífeyrissjóðanna, og lántakanda, Húnsnæðisstofnunar ríkisins, fyr- ir hönd Byggingasjóðs ríkisins og Byggingasjóðs verkamanna, hafa enn ekki leitt til niðurstöðu, þó að hin nýju lög eigi að taka gildi um komandi mánaðamót. Heild- arlánsfjárhæð lifeyrissjóða til Húsnæðisstofnunar gæti numið allt að 2,5 milljörðum króna. Fyr- irsjánlegt er, ef fer sem horfir, að Byggingasjóður ríkisins hefur við verulegt vaxtatap að stríða á næstu árum. Sambönd lífeyrissjóða eru tvö: Landssamband lífeyrissjóða og Sam- band íslenzkra lífeyrissjóða. Þau eru samningsaðilar fyrir lífeyrissjóðina í heild en Húsnaeðistofnun ríkisins fyrir húsnæðislánakerfíð, þ.e. Bygg- ingasjóð ríkisins og Byggingasjóð verkamanna. Viðkomandi lög kveða á um, að kaupi lífeyrissjóður „skuldabréf fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu eigi greið- endur iðgjalda til þess sjóðs há- markslánsrétt en lágmarksrétt ef sjóðurinn kaupir skuldabréf fyrir 20% af ráðstöftinarfé sínu. Að öðru leyti ákvarðast lánsréttur hlutfalls- lega þar á milli miðað við skulda- bréfakaup . . .“. Þetta ákvæði varðar flárstreymi frá lífeyrissjóða- kerfí til húsnæðislánakefís, sem gæti numið allt að 2,5 milljörum króna. a Samningar hafa ekki enn tekizt um lánakjör, en hin nýju lög mæla fyrir um, að „lánakjör af skuldabréf- um skuli miðast við þau kjör sem ríkissjóður býður almennt á Qár- magnsmarkaði". Fjármagnsmarkað- urinn ræður því ferð, að stærstum hluta, við ákvörðun vaxta. Ef lán lífeyrissjóða til húsnæðislánakerfís- ins verða á 7-8% vöxtum en endurlán þess til húsbyggjenda og kaupenda húsnæðis á 3,5% vöxtum, eins og til stendur, verður vaxtatap Bygg- ingasjóðs ríkisins frá 3,5-4,5%. Vaxtatap hjá Byggingasjóði verka- manna, miðað við sömu vaxtakjör, gætu orðið 6-7%. Hér við bætist að lánatími tekinna lána verður mun skemmri en veittra hjá húsnæðis- lánakerfínu. í greinargerð með frumvarpi að hinum nýju lögum segir m.a.: „Þeir útreikningar, sem gerðir hafa verið á vegum neftidarinnar sem vann að máli þessu, benda til að verði mis- munurinn á vöxtum á teknum lánum og veittum hjá Byggingasjóði ríkis- ins meiri en 2-3% til lengdar, muni lánakerfíð sligast. Þannig sýna dæmi, sem tekin hafa verið um 5-6% vaxtamun til langs tíma, að slík nið- urgreiðsla krefðist sífellt meiri ríkisframlaga og lántöku hjá lífeyris- sjóðum. Þetta gæti aðeins staðið mjög skamma hríð og hlyti að kalla á gagngera endurskoðun þessara mála og breytinga á lögum.“ Byggingasjóður ríkisins hefur sl. fímm ár veitt að meðaltali 1.368 lán til nýbygginga og 2.000 til kaupa á notuðum íbúðum. Talið er að eftir- spum eftir lánum til nýbygginga í næstu framtíð verði á bilinu 1.400—1.600 umsóknir á ári og um 2.000 til kaupa á eldra húsnæði. Fjárþörf Byggingasjóðs ríkisins eins verður a.m.k. 3,5 milljarðar króna 1987. I greinargerð með frumvarpi að þessum nýju húsnæðislögum er framlag ríkissjóðs á komandi ári talið þurfa að vera um einn milljarð- ur króna. Samkvæmt áætlun Péturs Blön- dals, eins af forsvarsmönnum lífeyr- issjóðanna, er reiknað með að ráðstöfunarfé lífeyrissjóðanna vaxi úr tæpum fimm milljörðum króna á árinu 1986 í 8-9,5 milljarði króna árið 1990, með hærri iðgjöldum en áður, eftir því hvemig ávöxtunar sjóðimir njóta. I eldri lögum var framlag ríkis- sjóðs til Byggingasjóðs ríkisins miðað við 40% af samþykktri út- lánaáætlun sjóðsins hvert ár. Samkvæmt nýjum lögum er framlag ríkisins óbundið og ákveðið með fjár- lögum hvers árs. Brátt stóð skuturinn einn upp úr. Og augnabliki siðar var skipið horfið. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Mögnuð stressuð stemmn- íng þar sem spakir og óspakir fylgjast með „Þetta aetlar að verða góð sókn hjá Kasparov í dag,“ hvíslar hvíthærður maður á næsta bekk fyrir aftan mig á salnum á Hótel Park Lane. Það er sussað á hann úr öllum áttum þvi að hér á þögnin að rikja og það má ekki raska ró stórmeistaranna. Hún er mögnuð þessi stressaða upp á svið til að svara fyrir sig. stemmning hér í salnum. Menn Kasparov horfír aldrei í kringum steinþegja, sitja hreyfíngarlausir sig og felur andlitið í höndum sér og horfa ansi gáfulega á Kasparov og Karpov og á skjáinn þar sem leikimir eru sýndir jafnóðum. Stöku sinnum fer lágur þytur um þegar annar hefur bersýnilega leik- ið mjög klókindalega. FVaman af stendur sá á fætur og fer út af sviðinu eftir að hafa leikið. „Þeir þurfa nú að teygja úr sér,“ segir hvíthærði maðurinn og kærir sig kollóttann um suss og augnagotur. Ég kinka kolli spekingsleg á svip við þessari athugasemd. Karpov hefur komið sér upp nýrri ímynd og er í flnum gráum fotum og hárið er ekki jafn niður- klesst og mér hefur oft virst á myndum. Stundum lítur hann út í salinn og er heldur vingjamlegur á svipinn. „Mér sýnist hann vera afar taugaóstyrkur í dag,“ segir maður- inn og hallar undir flatt. Ég læt sem ég heyri þetta ekki og horfí dáleidd á Kasparov sem arkar nú þegar hann hugsar. Einhver sagði mér að hann hreyfði fætuma á alveg sérstakan hátt er hann væri órólegur. Ég einbeiti mér að því að horfa á fætuma á honum; í dag er greinilega allt í sómanum hjá honum enda heyrðist mér inni í skákskýringarherberginu að hann væri í þann veginn að ná yfír- burðastöðu. Kóngafólk, brids og fingnrinn á Thatcher Ég furða mig á hversu takmark- aður áhugi virðist vera á einvíginu hér í London. En það er auðvitað ekki hægt að miða við þann óhemju skákáhuga sem er á Islandi. Kata frá Norður-írlandi vill miklu frekar tala um Andrew og Söru heídur en skák. „Sara er svo manneskjuleg og ekki svona postulínsdúkka eins og hún Díana ... Hvort ég kunni mannganginn? Æ nei, ég sé nú lítið skemmtilegt við þetta. Samt hef ég séð þá í sjónvarpinu og hann er ofsalega sætur þessi með krullaða hárið og ég gæti alveg trúað að hann væri æðislegur skákmaður.“ í forsalnum á Park Lane sitja gestir og drekka te í mestu makind- um. Suzy frá Boumeymouth er í verslunarferð til London og hún segist ekki hafa neina skoðun á málinu. „En fyrst þeir em frá Sov- ét hljóta þeir að vera kommar," segir hún. „Ég er alveg gáttuð á fólki sem getur hugsað sér að búa í Sovétríkjunum, þeir ættu að flytja hingað, þá gætu þeir lifað eðlilegu lífí og þyrftu ekki að vera kommar. Nei ég veit ekki neitt um skák en ég og vinkonur mínar spilum brids einu sinni í viku og við höfum svo miklar áhyggjur af því af frú Thatc- her nái sér ekki í fíngrinum. Ráðstafanir gegn Suður-Afríku? Ef frú Thatcher segir að það sé óvitur- legt erum við í bridsinu alveg með henni. Ég er enginn kynþáttahatari en maður veit nú hvemig þessir svertingjar eru.“ „Hér magnast spennan enn,“ hvíslar hvíthærði maðurinn þegar ég smeygi mér í sætið í rökkvuðum að salnum. „Mætti segja mér Karpov eigi enga möguleika." Svo kom reyndar á daginn eins og allir vita gaf Karpov skákina á þriðjudaginn og öllum sérfræðing- unum bar saman um að sigur Kasparovs hefði verið mjög verð- skuldaður. Þó treysti enginn sér til að spá því að Karpov gæti ekki náð sér á strik. „Karpov er svo stórkost- legur skákmaður og ég er ekki sammála því sem sagt hefur verið hér í blöðunum að hann sé ekki í góðu formi,“ sagði Campomanes forseti FIDE við mig „en víst hefur Kasparov teflt af miklu öryggi og almennt hefur það verið sönn án- ægja að fylgjast með skákunum hingað til“. Fæturnir á Kasparov fara að ókyrrast Þegar ég kom á Park Lane á miðvikudag var sýnilegt að sigur Kasparovs daginn áður hafði haft sitt að segja og var nú salurinn nánast þéttsetinn. Ég skimaði í kringum mig, gat ekki verið að hin fræga móðir, Klara Kasparov væri á svæðinu. En hún er ekki komin. „Hún kemur seinna," sagði einn aðstoðarmanna Kasp-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.