Morgunblaðið - 08.08.1986, Side 36

Morgunblaðið - 08.08.1986, Side 36
„Set kannski heims- i met í einhverju skynsamlegra næst“ — segir Mickey Gee, sem setti heimsmet í skífuþeytingi í Óðali árið 1979 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 í heimsókn hjá Craxi Islenskir alþýðuflokksmenn og -konur gera víðreist þessa dagana. Meðfylgjandi mynd sýnir Bryndísi Schram ásamt ráðherraritaranum Visconti í forsætisráðuneytinu í þinghöllinni Palazzo Chigi í Rómaborg meðan á heimsókn alþýðuflokksmanna þangað stóð. En Bettino Craxi, forsætisráðherra Ítalíu, hafði lx>ðið fulltrúum flokksins til viðræðna í forsætisráðuneytið. MorKunblaðið/Ámi Sæberg „Við viljum að börnin okkar alist upp við það að tala íslensku,“ seg- ir Mickey Gee, heimsmethafi í skífuþeytingi, sem kynntist reyndar konunni sinni, Stellu Bragadóttur, meðan hann var að setja metið i Óðali árið 1979. hóp bama og unglinga. Duus hús hefur tekið nokkrum breytingum upp á síðkastið, m.a. hefur bæst við aukið rými á neðri hæðinni. Þar verður nú diskótek þar sem Mickey Gee mun væntan- lega þeyta skífunum, en á efri hæðinni verður áfram boðið upp á „lifandi" tónlist — og kvaðst Jó- hannes Jökull vera á því að fólk kynni vel að meta að geta valið um þetta tvennt á sama staðnum. Islendingar hafa löngum verið veikir fyrir heimsmetum og þótt gaman að geta gumað af slíkum, svo að liggur við að einu gildi hvort metið er í hvítasykurári eða langlífi. Sumir halda því reyndar fram að landinn eigi líka heimsmet í almenn- um metingi — en það er nú önnur saga. Allt um það, þá eru það ekki ein- göngu íslendingar sem slá heims- met á íslandi, því hér á landi er nú staddur löggiltur heimsmethafi í skífuþeytingi, þ.e.a.s. þeirri list að leika hljómplötur á grammifón öðrum mönnum lengur. Metið var sett í skemmtistaðnum Oðali, árið 1979, var skráð í Heimsmetabók Guinness og hefur því ekki verið hnekkt síðan. Heimsmethafínn, enski skífu- p. þeytarinn Mickey Gee, er nú staddur hér á landi og hefur hafíð störf á veitinga- og skemmtistaðn- um Duus húsi þar sem blm. hafði tal af honum á dögunum. Mickey Gee er kvæntur íslenskri konu, Stellu Bragadóttur, og hefur því komið hingað til lands nokkrum sinnum síðan hann setti metið forð- um. Nú hafa þau hjón hins vegar í hyggju að setjast að á íslandi, ásamt bömum sínum þremur og sagi Mickey að sú breyting á högum þeirra legðist vel í þau hjón. „Ég hef hins vegar engin áform uppi um að hnekkja gamla metinu, enda engin ástæða til,“ sagði hann. „Ég lék plötur í samfellt 1.500 klukku- stundir í Oðali þarna um árið og hafði þann háttinn á að leika til skiptis tveggja laga plötur í tólf klukkustundir og síðar stórar LP- plötur í aðrar tólf. Meðan stóru plöt- urnar voru á fóninum fékk ég mér hænublund, en það var líka eina hvíldin og þegar á leið voru augun í mér orðin eins og harðsoðin egg. Þegar þessu var lokið leið mér líka í einu orði sagt hræðilega, enda var þetta u.þ.b. tveggja mánaða törn. Það var fylgst með mér allan tímann og metið skráð í Heims- metabók Guinness það árið, en síðan var dæmt hættulegt að reyna að hnekkja því og hefur ekki verið reynt síðan 1980. Þá reyndi einhver að gera það og mér er sagt að sá hafí fengið taugaáfall," sagði Mick- ey Gee og bætti því við að ef hann ætti eftir að setja heimsmet í ein- hweiju síðar á lífsleiðinni, yrði það í „einhverju skynsamlegra". Metið hafði þó vissulega sínar jákvæðu hliðar, því ágóðinn rann til bamaheimilisins Lyngáss í Mos- fellssveit og meðan Mickey var að ná áfanganum kynntist hann kon- unni sinni, Stellu, sem hann er nú að hefja búskap með á íslandi, eins og áður sagði. „Það fylgir auðvitað ákveðin persónuleg ánægja að setja heimsmet," sagði hann. „En aðalat- riðið er þó að geta látið eitthvað gott af því leiða og við gerðum tals- vert af þvi að bjóða krökkunum frá Lyngási og fleiri heimilum í heim- sókn meðan á þessu stóð. Ég held að þau hafi skemmt sér konung- lega, enda allt of lítið gert fyrir þennan hóp.“ Jóhannes Jökull Jó- hannesson, annar eigenda Duus, tók í sama streng og sagði að þar á bæ væru uppi einnig hugmyndir um að gera eitthvað fyrir þennan Lítill Rambó á leiðinni? Samkvæmt slúðurdálkum er- lendra stórblaða á hin unga og fagra eiginkona Sylvesters Stallones, Birgitte Nielsen, í vök að verjast gegn illum tungum, sem halda því fram að eina markmið hennar með því að klófesta kappann hafí verið það að verða sér út um auð og frægð sjálfri sér til handa. Hafa bandarísk blöð, sem hafa einkamál frægs fólks sérstaklega á sinni könnu, lýst hinni nýbökuðu frú Stallone sem kaldrifjuðu kvendi, er svífst einskis til þess að koma sjálfri sér í sviðsljósið og er varla nema von að stúlkunni sárni. En fyrst tók þó steinninn úr þegar sjálf móðir Sylvesters tók undir sönginn og lýsti því yfir í fjölmiðlum að tengdadóttirin væri ekkert annað en „hæfíleikalaus gæs og lukku- riddari". Máli sínu til stuðnings benda gagnrýnendur Birgitte á að hún hafi yfírgefið eiginmann og bam í Danmörku til þess að vera samvistum við Stallone og taka að sér hvert smáhlutverkið á fætur öðm í kvikmyndunum sem hann framleiðir, að því er virðist á færi- bandi. Sylvester sjálfur ver hins vegar mannorð konu sinnar af mikilli hörku, segir hana vera hjartagóða og yndislega konu á allan hátt, sem þjáist mjög sökum þess hve lítið samband fyrrverandi eiginmaður hennar í Danmörku gerir henni kleift að hafa við son þeirra. En hún fær ekki að fá drenginn í heim- sókn til sín í Bandaríkjunum sökum hræðslu föðursins við að hún skili barninu ekki aftur til föðurhúsa. Nú er sagt að Birgitte hyggist eignast bam með Stallone, bæði til þess að bæta sér upp samveruleys- ið við soninn sem hún varð að skilja eftir hinum megin við Atlantshafið og jafnframt vonast hún til að af- staða andstæðinganna mildist eitthvað við þetta framlag hennar til Stalione fjölskyldunnar. Stallone-hjónin. Þarf Birgitte að leggjast í barneignir til að sanna að hún hafi áhuga á öðru en peningutn mannsins sins og hlutverkum í myndunum hans?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.