Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 45 Morgunblaðið/Bjami Jón telur að kanna megi sálarástand Islendinga með því að labba út í næstu myndbandaleigu. DruUuböð og alkalískemmdir Jón Sigurðsson skrifar: „Okkur er kennt að Rómaveldi hafi verið glæsilegt, stórt og sterkt, knúið áfram af hreysti og her- mennsku. En svo þegar við lesum lengra segir sagan okkur, að með tímanum hafi orðið hugarfarsbreyt- ing. Munaðarlífíð festi rætur og baðhúsin stækkuðu og afbrigðilegt kynlíf fór að hasla sér völl. Þetta mikla heimsveldi fór að skemmast og rotna innan frá. Síðan voru það ytri öfl sem komu og gerðu útslag- ið og kláruðu þar með niðurrifsverk- ið og með því var Rómaveldi hrunið. En kemur þetta okkur við héma langt uppi á Islandi? Við, sem loks fengum sjálfstæði á þessari öld og drifum okkur með krafti út úr mold- arkofunum og byggðum stórt og sterkt. Jú, kannski kemur sagan okkur við, því hún á það til að endurtaka sig- , Ef Island vill vakna af svefninum og opna augun, þá era þó nokkur viðvöranarmerki, sem era þegar farin að blikka. Steypan okkar, sem átti að vera svo sterk, er víða þversprangin, alkalískemmdimar segja til sín. Við gáðum víst ekki að því, að óæski- legt salt blandaðist saman við steypuna, svo við uppskeram nú í dag það sem við sáðum. En miklu alvarlegra þó er að þjóðfélagið okk- ar er farið að bera merki um samskonar sprangur, sem koma nú fram á skýrari hátt en áður. Orð sem láta kunnuglega í eyram era: Nauðungarappboð, hjónaskiln- aðir, áfengisvandi og uppflosnun yfirleitt. Við tókum jú öll við stóra hugarfarsbreytingunni þegar okkur var kennt, að ekkert væri lengur heilagt, heldur allt skyldi nú vera ftjálst. Allir skyldu bara hugsa um sjálfan sig. Límið fór að gliðna og böndin að bresta. Þegar §ölskyldan er sprangin standa einstaklingamir gjaman eftir einangraðir. Og böm- in, nú ef þau koma á óhentugum tíma þá lætur ísland bara eyða þeim. En ef þau vaxa úr grasi von- um við bara, að þau verði ekki dópinu að bráð. Það er eins og við séum orðin svo dofín fyrir því „alkalísalti" sem verið er blanda saman við þjóð- félagsmyndina, að ekkert yfírvald tekur sér fyrir hendur að stöðva þá klámbylgju sem nú á að flæða yfír. Fólk segir bara að við verðum að fylgjast með því, sem er að ger- ast í skuggahverfum erlendra stórborga. Hjálpartæki fyrir fatlað kynlíf og drulluböð skulu það vera næst. Og ísland er galopið, engin fyrirstaða, bara blanda þessu sam- an við og sjá hvort þetta sé ekki gagnleg og nytsöm leið til að skapa vændi hér. Heyrst hefur að vændi hafí reynst hentugasta leiðin til að breiða út AIDS hjá nágrannaþjóð- unum. Auk þess sem eiturlyfjasjúkl- ingar þurfa á sinni atvinnugrein að halda. Einhver frægur maður sagði, að þú gætir kannað sálarástand þjóðar ef þú vissir hvaða bækur hún læsi. I dag getur þú auðveldlega kannað sálarástand íslands með því að labba út í næstu myndbandaleigu. Annað sem þú gætir líka gert er að opna Bilbíuna þína. Því hún hefur þann stórmerka eiginleika að verka eins og spegill, sem sýnir okkur raunveralega mynd af sjálf- um okkur og þjóðinni. (Kannski er það þess vegna, sem svo fáir opna þá bók nú orðið?) Dagsafli á eina stöng I ,Ug veldduat 80 lu« á tv»r rtAapr. I A myndinni eni Þorgeir Daniclason og | Sverrir KrisUnMon, aem voni með aAra rtfing- ifta, meó dagiveiðma, 81 lax. Þcir veiddu til akiptia og Hildur SimonardfiUir, aem var þeim félðgum til aðstoðar hafði ekki undan að rota og plaata ftakana, aem komu Ul hennar eins og i farribandi. Hina 49 laxana veiddu þekktir veiðimenn, ega I hverju kaati, llnan I niði aldrei að rétta úr aðr, fyrr hafði lax I gripið fluguna," aagði Þórarinn. Veiði þeirra I félaganna cr met I Laxi á einum degi. r Sji ninar „Kru þrir að fi 'ann" i bla 28. 1 Vísa vikunnar Keyra, hlaupa, kasta í hyl kippa, toga, landa. Ánægjan fari fjandans til, sem flestum skal nú granda. Hákur Þar stendur meðal annars: „Heyrið orð Drottins, þér ísraels- menn, því að Drottinn hefír mál að kæra gegn íbúum landsins, því að í landinu er engin trúfesta, né kær- leikur, né þekking á Guði, Þeir sveija og ljúga, myrða og stela og hafa fram hjá. Þeir bijótast inn í hús og hvert mannvígið tekur við af öðra. Fyrir því drúpir landið og allt visnar sem í því er, jafnvel dýr merkurinnar og fuglar himinsins, og enda fískamir í sjónum era hrifn- ir burt. Þó ávíti enginn og álasi enginn. En á yður deili ég, þér prestar. Lýður minn verður afmáður af því að hann hefír enga þekking." (Hósea 4:1 (4)6. Er það ekki svo í raun og verki, að við sem þjóð höfum hafnað þekk- ingunni á Guði. Trúarlíf okkar rís nú ekki hátt. Annaðhvort er nafn- kristni og bamatrú látin duga eða fólk villist út í andatrú og miðla- kukl. Onnur ritningargrein sem er þess virði að skoða í ljósi samtímans er: „Vita skalt þú þetta, að á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Mennimir verða sérgóðir, fégjamir, raupsamir, hrokafullir, iastmælend- ur, foreldram óhlýðnir, vanþakklát- ir, vanheilagir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir, ekki elskandi það sem gott er, sviksamir, framhleypnir, ofmetnaðarfullir, elskandi munað- arlífíð meira en Guð. Þeir hafa á sér yfírskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar. Snú þér burt fráslíkum." (2. Timóteus 3:1-6.) Nei, Island vilt þú með sanni byggja traust og sterkt og þvi skipt- ir það miklu máli hveiju blandað er saman við steypuna og hugarfar þjóðarinnar. Ef við uppskeram sprangur og uppflosnun í þjóðfélaginu verðum við að gefa gaum að því hveiju við sáðum. Höfum það í huga, að ytri öfl era sterk og virk í þessu jarð- skjálfta landi og því allra síst þörf á innri rotnun. Guð segir í Orði sínu, að ef guð- leysi haldi áfram leiði það til þess að hann taki burt vemd sina og blessun og innleiði dóm. Hvað viljum við kalla yfír okkur, blessun eða dóm? Viljum við snúa frá myrkrinu til ljóssins? Jesús seg- ir: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífíð. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Ef þér hafíð þekkt mig munuð þér og þekkja föður minn.“ (Jóhannes. 14:6.“) VEITINGAHUSIÐ í GLÆSIBÆ simi: 686220 I KVOLD tekur BIG BAND úr SIRKUS ARENA lagid og sirkuslistamenn sýna listir sínar. Hljómsveitin KÝPRUS KVARTETT leikur fyrir dansi. Opið frá kl. 22.00 - 03.00. Snyrtilegur klæðnaður - aldurstakmark 20 ára. Námsmenn erlendis takið eftir Sumarráðstefna SÍNE verður haldin á morgun, laugardag, í Félagsstofnun stúdenta kl. 14.00. Mætum öll. Stjórnln. Blaöburöarfólk óskast! ÚTHVERFI Álfheimar Skeiðarvogur Kleppsvegur 3-38 Laugarásvegur 39- Austurbrún 8- AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Nýbýlavegur Laufbrekka Þinghólsbraut 84-113 og Kópavogsbraut 47-82 Njálsgata Sjafnargata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.