Morgunblaðið - 08.08.1986, Síða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986
Varð fyrir hey-
tætlu og brotn-
aði á báðum hnjám
TÓLF ára piltur úr Reykjavík,
varð fyrir heytætlu og brotn-
aði á báðum hnjám, þegar
hann vann við heyskap í Borg-
arfirðinum í gær. Pilturinn
var fluttur með sjúkrabíl til
Borgarness, þar sem þyrla
Landhelgisgæslunnar sótti
hann og flutti á Borgarspítal-
ann í Reykjavík.
Slysið átti sér stað á fjórða
tímanum í gærdag, þegar tveir
vinnumenn á bænum Giljum í
Hálsasveit unnu við heyskap. Að
sögn lögreglunnar í Borgamesi
var annar þeirra á dráttarvél með
heytætlu í afturdragi. Ein teina-
skífan var misvísandi og ætlaði
pilturinn að reyna að rétta hana
af. Sá á dráttarvélinni stöðvaði
vélina, steig á kúplinguna og tók
úr gír. Við það stöðvaðist drif-
skaftið og mun pilturinn þá hafa
verið kominn að vélinni til að
athuga málið. Þegar ökumaður
dráttarvélarinnar steig af kúpl-
ingunni, fór drifskaftið aftur í
gang og varð pilturinn þá fyrir
heytætlunni.
Ekki er vitað um líðan piltsins,
að svo stöddu.
Baldrige
fyrir-
ætlunum um refsiaðgerðir
Nátturuverndarsamtök vonsvikin og
ætla að móta sameiginlega stefnu
Washington, frá Ómari Valdimarssyni, blaðamanni Morgunblaðains.
MALCOLM BALDRIGE, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, hefur
ákveðið að falla frá fyrirætlun sinni um að gefa út staðfestingar-
ákæru á hendur íslendingum vegna hvalveiða í vísindaskyni. Þar
með er ljóst að íslendingar eiga ekki lengur yfir höfði sér efnahags-
legar refsiaðgerðir af hálfu Bandaríkjastjómar.
„Lausn málsins felst í því aó
ísienska ríkisstjómin hefur fallist á
þrengri túlkun á ályktun ársfundar
Alþjóða hvalveiðiráðsins um
vísindaveiðarnar. Samkvæmt henni
verður a.m.k. 51% allra afurða
hvers hvals eftir á Islandi. Við
munum því ekki gera neina tillögu
til Japana eða Norðmanna um að
þeir kaupi ekki hvalkjöt af íslend-
ingum," sagði Dean Swanson,
talsmaður fiskveiðideildar banda-
ríska viðskiptaráðuneytisins í
samtali við blaðamann Morgun-
íslensku fisksölufyrír-
tækin í Bandaríkjunum:
Hvalveiði-
deilan hefur
engin áhrif
á söluna
ÍSLENSKU fisksölufyrirtækin í
Bandaríkjunum hafa ekki lent í
erfíðleikum vegna deilu
íslenskra stjórnvalda við við-
skiptaráðuneytið í Washington
um hvalveiðar. „Þetta er við-
kvæmt mál og best að segja sem
minnst á þessu stigi. Viðskipta-
menn okkar sýna okkur skilning
og era mjög hlynntir þeirri
ákvörðun rikisstjórnarinnar að
leita lausnar á deilunni,“ sagði
Magnús Gústafsson, forstjóri
Coldwater Seafood Corporation.
Magnús sagði að sér þætti fjöl-
miðlar á Islandi gera of mikið úr
málinu. „Mér fínnst rétt að vera
ekki með hamagang og leyfa mönn-
um að komast að niðurstöðu. Eg
ber fullt traust til Halldórs Ás-
grímssonar í þessu máli, enda veit
hann hve mikilir viðskiptahagsmun-
ir eru í húfi.“ Talsmaður Icelandic
Seafood Corporation tók í sama
streng. Viðskiptavinir hans hefðu
ekki sýnt nein viðbrögð í kjölfar
deilunnar. Nær ekkert hefði verið
§allað um málið í §ölmiðlum og
vissu því fæstir um „hvalamálið".
blaðsins í gær, þegar lausn hafði
verið fundin á deilu stjómvalda í
Bandaríkjunum og á Islandi, um
útflutning á hvalkjöti.
Talsmenn náttúruverndarsam-
taka hér í Washington lýstu í gær
yfir undmn sinni og vonbrigðum
með niðurstöðuna, sem fékkst eftir
viðræður Halldórs Asgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra, og banda-
rískra ráðamanna.
„Það er hneykslanlegt að ætla
að fara í kringum anda samþykktar
hvalveiðiráðsins með því að láta
refi eta helminginn af kjötinu og
selja hinn helminginn úr landi,“
sagði Dean Wilkinson, talsmaður
Greenpeace samtakanna hér, í sam-
tali við Jón Ásgeir Sigurðsson,
fréttaritara Morgunblaðsins í
Bandaríkjunum. Wilkinson sagði að
náttúruverndarsamtök myndu á
næstunni fastmóta sameiginlega
afstöðu sína til málsins.
Háttsettir bandarískir embættis-
menn vildu ekkert um málið segja
í gær og ekki varð úr að viðskipta-
ráðuneytið sendi frá sér yfírlýsingu
sem boðuð hafði verið í gærmorg-
un. Dean Swan^on sagði að það
fælist í „lausn" málsins, eins og
hann orðaði það, að íslendingar
gætu haldið áfram hvalveiðum
sínum eftir 20. ágúst — svo fremi
sem þeir héldu sig við þá rannsókn-
aráætlun, sem kynnt hefur verið
og rædd í vísindanefnd Alþjóða
hvalveiðiráðsins. Samkvæmt henni
á eftir að veiða alls 45 hvali á þess-
ari vertíð. Swanson sagði ennfrem-
ur í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins að samkvæmt
sínum upplýsingum hefði íslenska
ríkisstjómin ákveðið að engar
hrefnuveiðar verði stundaðar frá
íslandi í ár, en samkvæmt rann-
sóknaráætluninni hefur staðið til
að veiða allt að 80 hrefnur á þessu
ári og næstu þijú ár.
Embættismenn hér segja að þótt
ákveðið hafi verið að láta vísinda-
veiðar íslendinga óátaldar, þýði það
ekki að Suður-Kóreumenn verði
afskiptalausir með sínar hvalveiðar
í vísindaskyni. Ástæðan er sú að
rannsóknaráætlun Suður-Kóreu-
manna hefur ekki hlotið náð fyrir
augum vísindanefndar Alþjóða
hvalveiðiráðsins, eins og sú
íslenska. Suður-Kóreumenn hættu
sínum „vísindaveiðum" 25. júlí um
leið og íslendingar og gert er ráð
fyrir að viðræður um veiðar Kóreu-
manna hefjist hér í Washington
innan tveggja vikna.
Mótið í Gausdal:
Þröstur
vann Wets
ígær
Gausdal í Noregi, frá
Davíð Ólafssyni.
ÞRÖSTUR Þórhallsson vann
i gær Geert Wets frá Belgíu
á heimsmeistaramóti ungl-
inga í skák. Hann er því með
tvo og hálfan vinning af fjór-
um.
Staðan í mótinu er að öðru
leyti þannig að Anand (Ind-
landi), Zuniga (Perú), Hellers
(Svíþjóð), Piket (Hollandi) og
Godena (Ítalíu) eru allir með
þijá og hálfan vinning, en
Wahl (Vestur-Þýskalandi) og
Horvath (Ungvetjalandi) eru
báðir með þijá. Þeir tefldu bið-
skák í gærkvöld, en Horvath
var peði yfír og þótti sigur-
stranglegri.
Ferðamannastraum-
urinn nálgast metið
Ferðamannastraumur hefur
verið mikill innanlands í sumar
og nálgast met, ekki síst á Norð-
ur- og Austurlandi þar sem veður
hefur verið gott i sumar.
„Það hefur verið meiri ferða-
mannstraumur hér í sumar en ég
man eftir síðan ’74 þegar hringveg-
urinn var opnaður," sagði Ámi
Stefánsson hótelstjóri á Hótel Höfn,
á Homafírði í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
„Gistinýting á hótelinu hefur ver-
ið 90% í júlí en umferðin fór seint
af stað og segja sumir að þar hafí
heimsmeistarakeppninni verið um
að kenna. Ég held að mjög gott
veður eigi hvað mestan þátt í þessu
og svo ef til vill jöklaferðimar sem
em boðnar héðan og notið hafa
síaukinna vinsælda. Islenskir gestir
hjá okkur hafa verið tveir af hveij-
um fímm og er það mikil aukning
og gjörólíkt því sem hefur verið.
Allt gistipláss í bænum hefur verið
yfírsetið, hótel, farfuglaheimili,
bændagisting og tjaldstæði, allt
verið alveg morandi."
Á Hótel Reynihlíð á Mývatni
hafði Amþór Bjömsson svipaða
sögu að segja. „Það hefur aldrei
verið fleira fólk á ferðinni í Mý-
vatnssveit og er sérstaklega áber-
andi aukning á íslensku ferðafólki.
Gott tíðarfar, aukin ferðamanna-
straumur útlendinga og auknar
upplýsingar frá okkur tel ég að
þama ráði mestu. Hjá okkur hefur
aldrei verið meira að gera, við buð-
um svefnpokapláss í fyrsta sinn 10.
júlí og hefur það verið fullt síðan
og á tjaldstæði hreppsins er 40%
fleira en í fyrra.“
Verðlækkun á biki auðveld-
ar framkvæmd vegaáætlunar
VERÐ á biki hefur lækkað um
rúmlega 30% á þessu ári og að
sögn Jóns Birgis Jónssonar hjá
Vegagerð ríkisins, hefur verið
unnt að leggja rúmlega 200 km
af nýju slitlagi vegna verðlækkun-
arinnar, þrátt fyrir niðurskurð á
fjárveitingum.
Jón sagði að olíumöl væri nokkuð
dýrari en klæðning, en bikið sem
notað væri í bæði olíumöl og klæðn-
ingu væri mjög svipað. Þess vegna
hefði klæðning lækkað hlutfallslega
jafn mikið í verði og olíumöl og
væri því hagstæðara að notast við
klæðningu.
Sagði Jón Birgir að verðlækkunin
á biki yrði nýtt til hins ýtrasta, þeg-
ar vegaáætlun fyrir timabilið 1987
til 1989 verður gerð í janúar eða
febrúar á næsta ári, eftir að gengið
verður frá fjárlögum.
Geri mér vonir um að við fá-
um að veiða hval endalaust
— segir Eyjólfur Konráð Jónsson
„ÉG ER mjög ánægður með
þessa lausn og tel hana vera
gæfusamlega,“ sagði Eyjólfur
Konráð Jónsson, formaður ut-
anrikismálanefndar, þegar
Morgunblaðið innti hann álits á
lausn hvalveiðideilu íslenskra
stjóravalda og bandarískra.
„Ég er að gera mér vonir um
að þessi lausn sé til frambúðar
og er að gera mér vonir um að
við íslendingar fáum að veiða
hval nokkum veginn óáreittir,
kannski einir þjóða, vegna þess
að við höfum haldið rétt á málun-
um,“ sagði Eyjólfur Konráð.
Hann sagðist ekki telja að nátt-
úruvemdarsamtök gætu gert
nokkuð til að hindra hvalveiðar
íslendinga, þrátt fyrir mikla and-
stöðu þeirra við niðurstöður
viðræðna Halldórs Ásgrímssonar,
sjávarútvegsráðherra, og
Malcoms Baldrige, viðskiptaráð-
herra Bandaríkjanna.
„Ef við höldum áfram skyn-
samlega á málum, ættum við að
geta haldið veiðum áfram enda-
laust," sagði Eyjólfur Konráð
Jónsson að lokum.