Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 37 Um næstu helgi verður haldið námskeið í torfhleðslu i Vatns- mýrinni í Reykjavik. Þetta er fimmta sumarið sem slikt nám- skeið er haldið. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Tryggvi Hansen og er það öllum opið. Á fyrsta námskeiðinu, sem haldið var undir Esju, var byggður hof- hringur úr torfi og grjóti. Annað árið var hlaðinn bær í Árbæjarsafni og einnig hefur verið hlaðinn þar túngarður; kálgarðsveggur við barnaheimilið Sælukot og á Hádeg- isholti á Mosfellsheiði var hlaðinn hringveggur borgar. í ár er unnið að torflistasýningu í Vatnsmýrinni. Þar verða byggð hús, veggir og torfskúlptúrar og í lok ágúst verður haldin sýning á Torfhleðslunámskeið í Vatnsmýrinni verkum þeim er þar hafa verið unn- Um mönnum. þetta tækifæri til að læra að vinna in. Við torfskurðinn og hleðsluna Námskeiðið er sem fyrr segi öll- með torf og gtjót. verða notaðar hefðbundnar, íslensk- Um opið og er garðyrkjumönnum Námskeiðið hefst í mýrinni, ná- ar aðferðir sem leiðbeinandinn, og garðafólki sem og hönnuðum lægt gamla tívolíinu, kl. 10.00 á Tryggvi Hansen hefur lært af göml- 0g listafólki sérstaklega bent á laugardag. Fegiirð í feldi Meðal verðlauna er féllu í skaut fegurðardrottingar íslands 1986 var loðfeldur einn mikill, sniðinn af Eggert Jó- hannssyni feldskera. Var feldurinn afhentur feg- urðardrottningunni, Gígju Birg- isdóttur, í hófi sem Eggert feldskeri hélt henni til heiðurs í vikunni sem leið. Það var stjórn Fegurðarsam- keppninnar sem fékk Eggert til verksins og sagði Eggert í stuttu spjalli við blm. Morgunblaðsins að það hefði tekið talsverðan tíma að sníða feldinn, enda vand- að til verksins. „Þetta er kanadískur úlfur,“ sagði Eggert, „unnin með nýrri tækni sem ég hef verið að til- einka mér upp á síðkastið og felst í því að gera flíkina eins umfangsmikla og hægt er, en auk þess eru líka í henni axlapúð- ar. Þarna eru á ferðinni viss ítölsk áhrif,“ bætti hann við og sagðist telja að þetta væri nýja línan í feldskurði. Eggert hefur nú starfrækt feldskurðarstofu sína í átta ár á Laugavegi 66 en hyggst á næst- unni flytja sig um set á Skóla- vörðustíg 38. „Ætli það þýði ekki að maður sé að stækka við sig,“ sagði hann. „Enda hefur reksturinn gengið sæmilega vel. Vinsælustu skinnin eru minkur, þvottabjöm og úlfur og svo hefur reyndar lengi verið. Mér finnst smekkur kvenna á skinnum hafa þroskast á liðnum árum. Þær vita betur hvað þær vilja og eru famar að spyija um ijölbreyttari gerðir af flíkum en áður. Við leggjum mikla áherslu á sérsniðna loðfeldi en flytjum líka inn skinn, t.d. frá Ítalíu og Kan- ada,“ sagði Eggert, en bætti því við að alþjóðasamtök feldskera hefðu komist að samkomulagi um að nota ekki skinn af dýra- tegundum sem væru í útrýming- arhættu, svo sem eins og hlébörðum og hreysiköttum. Samkvæmt þeim upplýsingum ætti ungfrú Island því að geta spókað sig með góðri samvisku í kanadíska úlfínum í frosthörk- um komandi vetrar. Ekki verður annað séð en að ungfrú ísland ’86, Gígja Birgisdóttir, kunni vel við sig í kanadíska úlfafeldinum sem Eggert Jóhannsson sneið og sjálfur virðist Eggert ánægður með árangur erfiðisins þar sem hann virðir hann fyrir sér. COSPER — Ég ætla að fá þennan hatt. Vandamál, sér- fræðingar og aðrir Texti: BERGLJÓT INGÓLFSDÓTTIR. Þeir eru margir á þessum siðustu og verstu tímum, sem hafa af því atvinnu að sinna vandamáium annarra. Ef miðað er við þann fjölda manna, sem leggja á sig sérfræðinám til )ess eins að leysa sálarflækjur meðbræðra sinna, þá hljóta vandamálin að vera mörg og víða. En það eru fleiri en þeir sér- menntuðu sem reyna að ráða mönnum heilt, við mýmörg erlend blöð og tímarit eru sérstakir vandamáladálkar birtir reglulega, lesendur skrifa bréf, sem birt eru nafnlaus og svarið birt um leið. Stundum er það sérmenntað fólk sem hefur umsjón með slíkum játtum en innan um eru óbreyttir blaðamenn. Umsjónarmenn slíkra dálka hafa oft orðið þjóðkunnir menn í sínu heimalandi og jafnvel víðar. Toni Grant, sálfræðingurinn, sem stundar ráðgjöf í simatima i útvarpi. Samskipti kynjanna En það eru fleiri fjölmiðlar en blöðin fyrmefndu sem taka að sér að leysa vandamál manna. í Bandaríkjunum hóf nýlega göngu sína útvarpsþáttur, sem sendur verður út á fjölda stöðva um landið þvert og endilangt. Toni Grant heitir sú er annast þessa þætti, hún er sálfræðingur og fjölskylduráðgjafí að mennt, fertug að aldri og hefur séð um útvarpsþætti fyrir tvær útvarps- stöðvar um tíu ára skeið. En í þeim þáttum hefur hún tekið fyr- ir ýmis vandamál, sem hún hefur kynnst i starfí sínu. En sá þáttur, sem hún sér nú um, er tveggja stunda langur, vikulega, og geta hlustendur hringt á meðan á honum stendur og borið upp vandræði sín. Þegar Toni Grant var spurð, um það leyti sem þátturinn hóf göngu sína, hvort hún héldi að menn myndu nota sér þessa þjónustu, sagðist hún fullviss um að svo yrði, það þætti mörgum gott að losna við að panta tíma hjá sér- fræðingi, þetta væri ókeypis og oft nægði að benda á fleiri hliðar á hveiju máli, menn væru við það vaktir til umhugsunar og það eitt hjálpaði oft á tíðum. Við spurning- unni hvað það væri nú helst sem menn leituðu hjálpar við var svar- ið stutt og laggott: „Samskipti kynjanna, togstreita og ágrein- ingur um verkaskiptingu innan heimilisins". En það var fleira sem Toni Grant sagði í fyrrnefndu við- tali, hún telur að margumtöluð jafnréttisbarátta kvenna hafi farið úr böndum síðasta áratuginn, bar- áttan hafi orðið að beinu stríði, bæði kynin hafi svo orðið ráðvillt og ekki fundið stöðu sína í tilver- unni. Konurnar hafí tekið sér karlmennina til fyrirmyndar, reynt að líkja eftir þeim og karl- amir svo líkt eftir konunum, reynt hafí verið að skapa eitthvert milli- kyn. Að þessu viðbættu telur sál- fræðingurinn að nútímamaðurinn sé yfirmáta eigingjam, nánast sjálfsdýrkandi, hann ætlist til að allt komi upp í hendurnar fyrir- hafnarlaust og án þess að nokkuð sé látið í staðinn. Menn ætlist meira að segja til þess nú til dags að aðrir sjái um að skemmta þeim og að sjálfsögðu finni enginn lífshamingjuna með því móti. Toni Grant telur einnig að menn nú til dags geti ekki tekið lægðum, eða leiða, sem er næstum óumflýjan- legur einhverntíma í flestum samböndum, heldur sé þá rokið til og skilið við makann. Rómantíkin framundan En sálfræðingurinn hefur einn- ig sína skoðun á því hvað fram undan er í samskiptum kynjanna. Hún telur tímabilið sem kynin hafa keppst við að líkkjast hinu, sé á enda runnið, enda séu bæði konur og karlar búin að fá sig fullsödd af tilrauninni. Af því muni leiða að konur verði alls óhræddar við að vera kvenlegar og sömuleiðis muni karlmenn losa sig við kvenlega tilburði og sýni karlmennsku sína og styrk, enda séu það einmitt gagnstæðir eigin leikar hvors kyns sem laða hvort að öðru. Hún telur meira að segja að gamaldags rómantík muni koma upp á yfírborðið aftur báð um kynjum til ánægju. Einnig telur hún að meira verði lagt upp úr samheldni og festu í eðlilegu fjölskyldulífí enda hafí losara- bragur undangenginna ára ekki orðið neinum til góðs. Toni Grant telur ennfremur að fyrirheit kvenfrelsisbaráttunni síðari um frelsi og hamingju sem fylgja áttu fijálsu og óháðu kynlífí, hafí síður en svo orðið til að auka hamingju kvenna. Hún telur konur yfírleitt ekki eiga gott með að skilja á milli kynlífs, ástúð- ar og umhyggju, heldur séu það samtengdir hlutir í hugum flestra kvenna. En það sama segir hún reyndar að eigi við flesta karl menn líka og því sé einsætt að betra sé að vera samheijar í ver- aldarvafstrinu en standa í átökum sín á milli. Þannig sjá gárungarnir fyrir sér hlustendur sálfræðingpins í útvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.