Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 48
SEGÐU RNARHÓLL PEGAR Þtí EERÐ ÚTAÐ BORÐA —SÍMI18833---- Skrif Jóns Sveinssonar um Landhelgisgæsluna: Saksókn- ari telur ekki efni til frekari aðgerða ÁKVEÐIÐ hefur verið hjá emb- ætti ríkissaksóknara að engin efni þyki til frekari aðgerða vegna ásakana sem fram komu í grein eftir Jón Sveinsson í Morgunblaðinu hinn 24. apríl sl. Jón Sveinsson er menntaður sem sjóliðsforingi í Noregi og starfaði hjá Landhelgisgæslunni um tíma sem stýrimaður á einu varðskip- anna. I grein Jóns kom m.a. fram að hann teldi drykkjuskap og aga- leysi einkenna áhafeir varðskipa. Segir í bréfi ríkissaksóknara, þar sem niðurstaða er kynnt, að rann- sóknin þyki ekki renna stoðum undir ásakanir Jóns um refsiverð brot skipveija á varðskipinu Tý í störfum sínum í þeim þremur ferð- um er hann var þar skipveiji. Hins vegar er talið að í ýmsum ásökunum Jóns Sveinssonar felist aðdróttanir í garð starfsmanna Landhelgis- gæslunnar og áhafnar varðskipsins Týs, sem greinarhöfundur hafi fengið birtar opinberlega i fyrr- nefndri blaðagrein. Eftir atvikum og þar sem ekki hafi verið af hálfu Landhelgisgæslunnar eða viðkom- andi starfsmanna gerðar kröfur um málshöfðun á hendur greinarhöf- undi þykir af ákæruvaldsins hálfu, að því er þann þátt varðar, mega látið við svo búið standa. Amar Guðmundsson, deildar- stjóri hjá rannsóknarlögreglu ríkis- ins, sagði að forstjóri Landhelgis- gæslunnar hefði farið fram á rannsókn á ummælum Jóns og ríkissaksóknari falið rannsóknar- lögreglunni að annast yfirheyrslur í málinu. Hefðu skipveijar allir ver- ið yfírheyrðir um efnisatriði greinar Jóns. Bensínlítrinn hefur lækkað um 10 krónur á árinu; Króna á kíló- metra í kaup- bæti á hring- veginum Eldsneytiskostnaður bíls sem fer allan hringveginn, og eyðir 10 lítrum á hundraðið, er í dag 3.542 krónur en var 4.959 krónur um síðustu áramót. Eftir verð- lækkun á miðvikudag hefur bensínlítrinn lækkað um 28,6% á árinu, úr 35 krónum í 25 krónur. Ef verðhækkanir á árinu væru reiknaðar inn í dæmið, myndi þessi lækkun teljast meiri í prósentum. Ökumaður bílsins fyrrnefnda sparar krónu á hvem kílómetra hringveg- arins, en þeir eru 1.417. Fyrir þær krónur getur hann ekið tæpa 570 kílómetra í viðbót, eða frá Reykjavík og austur á Djúpavog. FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR. Suðurland: Fólkað skílja umallar sveitir NOKKUR hundruð bændur eru þegar búnir með mjólkurkvótann fyrir yfirstandandi verðlagsár, þó enn sé tæpur mánuður eftir af verðlagsárinu. Á þetta við um allt landið, en mestur fjöldi þeirra sem búnir eru er þó á Suður- og Vesturlandi. Bændur sem em komnir í þessa stöðu fá aðeins greitt um 25% af verðlagsgrundvallarverði mjólkur, og þeir sem auk þess eru komnir yfir búmark jarða sinna fá ekkert eða í hæsta lagi 15% af verði fyrir hana. Mjög hefur því dregið úr inn- leggi í mjólkursamlögin undan- famar vikur og mánuði. Flestir bændur halda áfram að leggja mjólkina inn, í von um að fá eitthvað fyrir hana, en dæmi eru um að menn hafi alveg hætt að leggja inn og hella því niður sem ekki er hægt að nýta heima. Kálfar eru almennt mikið aldir á mjólk og á þeim bæjum sem gamlar skilvind- ur eru til hafa þær verið teknar í notkun til að búa til ijóma og smjör. Hefur framleiðsla á heimatil- búnu smjöri því aukist mikið að undanfömu. Líklega er fátítt að bullustrokkar séu notaðir við smjör- gerðina, því á nútíma heimilum koma rafknúnar hrærivélar að sömu notum. Sjá einnig „Mjólkurkvótinn að klárast...“, á blaðsíðu 19. Féll af þaki og meiddist MAÐUR FÉLL af þaki tveggja hæða húss á Grettisgötunni um klukkan 10 í gærkvöldi. Farið var með manninn á slysa- deild Borgarspítalans og var verið að rannsaka hann þegar síðast fréttist. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er talið að maðurinn hafí verið að reyna að komast inn um glugga á þakinu, þegar hann missti fótanna og féll niður á götuna. Deilan leyst og hvalveiðar hefjast 17. ágúst: Morgunblaðið/Júlíus Tungl tekið á tíma Fullt tungl á sumarnótt getur verið heillandi sjón. Þessi mynd var tekin á óvenjulegan hátt. Myndavélin var höfð opin í eina mínútu og færsla tunglsins gerir það svona egglaga. Ekkí óeðlilegt að ríkið beri kostnað af veiðumim — segir Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra DEILA íslendinga og Banda- ríkjamanna var til lykta leidd síðdegis í gær þegar Baldrige viðskiptaráðherra Banda- rikjanna féllst á samþykkt ríkis- stjórnarinnar um hvalveiðar í vísindaskyni og sölu hvalaafurð- anna. Hvalveiðar munu hefjast að nýju sunnudaginn 17. ágúst. Samþykkt ríkisstjómarinnar var eins og Morgunblaðið skýrði frá í gær. Meginintak hennar var að veiddir yrðu 120 hvalir en einungis 49% afurðanna seld til útlanda, þ.e. af kjöti, mjöli og lýsi. Núna er að- eins lítið brot af hvalafurðunum selt innalands, innan við 10% af kjötinu og ekkert af mjöli og lýsi. Því að ljóst að neysla hvalkjöts verð- ur að stóraukast innanlands og notkun að hefjast á lýsi og mjöli, ef ekki á að verða tap af veiðunum. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í gær að honum þætti ekki óeðlilegt að ríkið tæki þátt í að bera kostnað af veiðunum. I núgildandi samningi ríkisins og Hvals hf. er kveðið á um að Hvalur beri tapið ef af verður. Náttúruverndarsamtök í Banda- ríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum og hneykslun á því að vísindahval- veiðar íslendinga haldi áfram og ætla að samræma stefnu sína í málinu. Sjá frekari fréttir og viðbrögð á bls. 2 og 4.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.