Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 19 Morgunblaðið/HBj. Mjólk hellt niður, reyndar ekki vegna mjólkurkvótans heldur vegna verkfalls mjólkurfræðinga í októ- ber 1982. Sunnlendingar fara tvær milljónir yf ir mjólkurkvótann Framleiðsluráð hefur tekið sam- an nýtingu fullvirðisréttarins eftir mjólkursamlögunum. Samkvæmt þeim upplýsingum er innvegin mjólk hjá samlögunum á bilinu 86,46 til 97,85% af fullvirðisrétti svæðanna. Lang verst er staðan hjá samlögunum á Suður- og Vestur- landi. Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi átti aðeins eftir 828 þúsund lítra, en innleggið í júlí var 3,4 milljónir og fer framleiðslan á sam- lagssvæðinu því örugglega tvær milljónir lítra yfir fullvirðisrétt. Mjólkursamlögin í Borgamesi, Búð- ardal, Reykjavík og Höfn í Horna- firði fara einnig töluvert yfir fullvirðisrétt. Mjólkurbúin á Norð- urlandi hafa rýmri stöðu, en samt stefnir í að framleiðslan fari yfir fullvirðisrétt hjá þeim flestum. Samlögin á VestQörðum og Aust- fjöt'ðum munu sum hver ekki nýta fullvirðisrétt svæðanna að fullu ef að líkum lætur. Um mánaðamótin vom 240 Texti: Jóhanna Kristjónsdóttir sunnlenskir bændur búnir að ljúka við mjólkurkvóta sinn á þessu verð- lagsári en í allt eru 720 mjólkurinn- leggjendur hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi. Dæmi er um bændur sem þegar eru komnir 25 þúsund lítra umfram fullvirðisrétt. Að sögn Birgis Guðmundssonar framleiðslustjóra hjá Mjólkurbúinu eru aðrir misjafnlega á vegi staddir og einhveijir ná ekki að fylla kvót- ann í þessum mánuði, en eins og kunnugt er lýkur verðlagsárinu 31. ágúst næstkomandi. Fullvirðisrétt- ur sem einstakir framleiðendur nýta ekki kemur til úthlutunar innan búmarkssvæðanna en reglur hafa ekki verið settar um þá úthlutun. Mjólk hellt niður Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri Mjólkursam- lagsins í Búðardal sagði að nú væru um 30 bændur af 89 á samlags- svæðinu búnir með fullvirðisrétt sinn og margir kláruðu hann í mán- uðinum. Hann sagði að dæmi væru um menn sem orðið hefðu fyrir áföllum og næðu ekki að framleiða að fullu upp í réttinn. Sagði Sigurð- ur að bændur væru almennt óánægðir með það bréf sem þeir nýlega fengu frá Framleiðsluráði varðandi framleiðslurétt næsta árs. Þar væru ekki færðar inn leiðrétt- ingar og menn settir í sömu spor og síðastliðinn vetur. Um 40 bændur af 186 á starfs- svæði mjólkursamlagsins í Borgar- nesi hafa nú lokið við mjólkurkvót- ann og sagði Indriði Albertsson mjólkursamlagsstjóri að meirihluti allra framleiðendanna lyki við kvót- ann fyrir lok verðlagsársins. Einhveijir framleiðendur ei-u jafn- framt komnir yfir búmark jarða sinna. Indriði sagði að sumir þeirra væru hættir að leggja inn og því hlytu þeir að hella einhverri mjólk niður. Eiríkur Sigurðsson mjólkursam- lagsstjóri á Höfn í Homafirði sagði að þegar væru 6 framleiðendur af 45 komnir framyfir mjólkurkvótann og sumir langt framyfir. Um helm- ingur bændanna færi yfir strikið á næstu dögum og ekki yrðu nema örfáir eftir í lok mánaðarins þegar verðlagsárinu lýkur. Hann sagði að þeir sem væru komnir fram yfir fullvirðisrétt og jarðarbúmark væru hættir að leggja mjólkina inn, þeir helltu mjólkinni í kálfa og helltu jafnvel niður, enda fengju þeir lítið fyrir hana í samlaginu. Þórarinn Sveinsson mjólkursam- lagsstjóri á Akureyri bjóst við að um helmingur bænda á samlags- svæðinu framleiddu mjólk umfram fullvirðisrétt á verðlagsárinu, og líklega færi enginn yfir jarðabú- mark. Svæðið í heild nýtir fullvirðis- réttinn líklega 100%. Lítið greitt fyrir umf rammjólkina Bændur fá greitt 25% af verð- lagsgrundvallarverði fyrir mjólk umfram mjólkurkvóta sem þeir leggja inn í samlögin, ef sú mjólk er innan búmarks jarða viðkom: andi. Sumir luku við fullvirðisrétt- inn fyrrihluta sumars og hafa verið að leggja inn mjólk á lága verðinu í einhverja. mánuði, en aðrir nýta ekki rétt sinn til fulls. Bændur sem búnir eru með mjólkurkvóta sinn og framleiða 60-100 þúsund lítra af mjólk á ári fá 90-150 þúsund krónum lægri tekjur á mánuði en þeir hefðu ella fengið. Tap þeirra sem fara einnig yfir búmark jarða sinna er enn meira. Þeir hafa enga tryggingu fyrir að fá neitt greitt fyrir þá mjólk, en sum samlögin munu þó greiða 15% fyrir hana. Bændur sem komnir eru með svo mikla framleiðslu eru því alger- lega tekjulausir um sinn. Sumir leggja mjólkina inn í samlögin í von um að fá eitthvað fyrir hana enda leiðinlegt að láta hana súrna í kring- um bæina. Eitthvað er þó um að mjólk sé hellt niður. Allir sem svona er ástatt fyrir reyna að nýta mjólk- ina sem mest heima, til dæmis með því að fóðra kálfa á ýmsum aldri með henni og nýta hana á heimilun- um. Víða hafa til dæmis gamlar skilvindur verið teknar í notkun og búið til smjör til heimanota. Ákveðið að rita sögu Stykkishólms Stykkishólmi. EFTIR 6 ár eða árið 1992 verður Stykkishólmur sem sérstak- ur hreppur, 100 ára, en það var árið 1892 sem Helgafellssveit var skipt í 2 sveitarfélög eftir miklar umræður og vangavelt- ur og það sama ár var hreppnum valin eigin hreppsnefnd. Ýmsum málum þeirra á milli Helgafellssveitar og Stykkis- hólms var þá ekki lokið og þar á meðal viðkvæmum málum eins og um sveitfesti og fátækraframfæri. Nú hefir hreppsnefnd Stykkis- kemur það vissulega að góðu haldi hólmshrepps ákveðið að láta rita sögu Stykkishólms og verða næstu 6 árin notud til fanga í söguna. Til þessa verks hefir hreppsnefndin fengið þá bræðuma Ásgeir Ás- geirsson og Ólaf Ásgeirsson sagnfr. og hafa þeir þegar kynnt sér verkefnið og samningar um framkvæmd hafa þegar verið gerð- ir. Ekki er enn ákveðið hve víðtækt verkið verður en reynt að hafa það sem fjölbreyttast. Ljósmyndasafn er hér gott í Hólminum sem Jó- hann Rafnsson hefir safnað og til ritunar sögunnar. Árni Eftir Jóhann Hjálmarsson HÖFUNDARNAFN féll niður á ritdómi um bók Gyrðis Elíasson- ar: Blindfugl/Svartfugl á bls. 22 hér í blaðinu sl. miðvikudag. Ritdómari var Jóhann Hjálmars- son. Eru hlutaðeigendur og lesendur beðnir afsökunar á þessum mistökum. Skákmeistararnir takast í hendur og brosa dularfullu brosi hvor til ann- ars. leiki Karpovs. Hann er vel upplagð- ur í dag.“ Ég yppti öxlum og hvíslaði ansi góð með mig að ég hallaðist nú að jafntefli. Þeir tefla fyrstu leikina hratt og rápa minna inn og út. Rétt fyrir 25. leik eða svo verður mér litið á fæturna á Kasparov og þá er sýnt hvert stefnir. Það er einhver ókyrrð á þeim vinstri eins og skórinn kreppi að tánum á honum. Eftir 32. leik hefur Karpov sigur- inn í höfn. Menn láta í ljós kurteis- lega aðdáun. „Sagði ég ekki,“ hvíslar hvíthærði maðurinn á næsta bekk. „Þetta var frábært hjá Karpov og nú fer aldeilis að æsast leikurinn." Jóhanna Kristjónsdóttir arovs sem hefur líklega verið of gamall til að það væri forsvaranlegt að kveðja hann til herþjónustu. Eins og væntanlega hefur komið fram í fréttum héðan voru nefnilega tveir nánustu aðstoðarmenn Kasparovs kvaddir fyrirvaralítið í herþjónustu. Mér skilst að þeir hafí verið byijað- ir að pakka, kannski komnir lang- leiðina á flugvöllinn. „Þetta sýnir enn og aftur að sovésk stjómvöld reyna að bijóta Kasparov niður vegna þess að Karpov á að vinna“ sá ég í bresku blaði. Að vísu hefur mér nú ekki tekist að fá staðfest hvort þetta er rétt eða ekki. Það verður mikið íjaðrafok; skákmeistararnir em að koma og ljósmyndarar í óða önn að taka myndir af handabandinu sem virðist sem fyiT ósköp kurteislegt. Ég var búin að koma mér þægi- lega fyrir á 8. bekk. I blaðamanna- herberginu höfðu menn verið að spá að þessi skák yrði jafntefli. Karpov hefði fram að þessu ekki getað nýtt sér þegar hann hefði hvítt og auk þess þyrfti hann að jafna sig í sálinni eftir tapið. Kasparov myndi líklega slappa af og héldi trúlega jöfnu eftir þessa ágætu vítamín- sprautu sem sigurinn hefði verið honum. Ég finn að einhver bankar kump- ánlega í bakið á mér, þar er kominn sá hvíthærði. „Mér lýst vel á fyrstu Umframmjólkin notuð í smjör og kálfafóður og sumir hella henni niður Um mánaðamótin, þegar einn mánaður var eftir af verðlagsár- inu, var innvegin mjólk hjá mjólkursamlögunum orðin 101,5 milljónir lítra. Er það 93,61% af því mjólkurmagni sem ríkið og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins hafa tekið ábyrgð á fullu verði fyrir. Sunnlenskir bændur eru komnir lengst með mjólk- urkvótann, voru búnir með 97,85% af fullvirðisréttinum um mánaðamótin og Ijúka væntan- lega við hann í þessari viku. Ljóst er að tap margra bænda verður mikið, þeir fá aðeins greitt brot af verðmæti um- frammjólkurinnar. Sumir telja það alls ekki borga sig að leggja hana inn í samlögin og nýta hana heima í kálfafóður og smjör og sumir hella því sem þá er eftir niður Í júlímánuði var innvegin mjólk hjá öllum mjólkursamlögum lands- ins 10,8 milljónir lítra samkvæmt bráðabirgðatölum Framleiðsluráðs landbúnaðarins. Er það 1,8 milljón lítrum minna en í júlí í fyrra og nemur samdrátturinn á milli ára 14,7%. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í mjólkurframleiðslunni undan- farna mánuði er mjólkurframleiðsl- an það sem af er verðlagsárinu enn heldur meiri en sama tímabil á síðasta verðlagsári, eða 101,5 millj- ónir lítra á móti 99,7 milljónum í fyrra. Mjólkurkvótmn að klárast á Suður- og Vesturlandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.