Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 1986 11 Þing vinnuskólamanna: Þau vilja láta skemmta sér Frá sorptínslu og bama- gæslu yfir í markvisst starf ÞRÁTT fyrir að vinnuskólar ungling'a séu nú starfræktir á flestum þéttbýlisstöðum landsins hefur samstarf milli bæjarfélaga verið lítið sem ekkert á þessu sviði. Á því varð breyting í síðasta mánuði. Þann 24. júni var haldin ráðstefna í Kópavogi þeirra aðila víðsvegar um landið sem hafa með unglingavinnuna að gera. Þar skiptust menn á skoðunum, miðluðu hver öðrum af reynslu sinni og ræddu sam- eiginleg mál. Sigurður Þorsteinsson forstöðu- maður vinnuskóla Kópavogs átti frumkvæðið að ráðstefnunni, í samráði við starfsbræður sína í Hafnarfirði og á Akranesi. Voru boðunarbréf send til allra bæja í landinu, og boðuðu menn frá 15 stöðum um allt land komu sína á fundinn, en vegna veðurs og annars urðu nokkur forföll. Rannveig Guðmundsdóttir, for- seti bæjarstjórnar Kópavogs, setti ráðstefnuna. Þá voru flutt stutt erindi þar sem þingfulltrúar kynntu starfsemina hjá sér. Var reynsla manna mismunandi eftir því hvaðan þeir voru, en þó sýndi sig að við- fangsefni og vandamál voru svipuð. Skipti þó nokkuð í tvö horn milli stærri bæjanna, þar sem þetta starf var komið í nokkuð fastar skorður, og þeirra minni þar sem starfið var lausara í reipunum. Að kynningarerindunum loknum tóku fjórir vinnuhópar til starfa. Ræddi einn launamál, bæði ungl- inganna og flokksstjóranna, vinnu- tíma o.þ.h. Annar hópur ræddi stjórnunarmál unglingavinnunnar, verkefnaval og undirbúning starfs- ins. Þriðji hópurinn ræddi félags- málin, uppeldis- og tómstundastarf- ið og hliðarverkefni, s.s. fyrir fatlaða. Fjórði hópurinn ræddi um samstarf vinnuskólanna. Helstu niðurstöður af umræðun- um voru þessar: Launamál: Að samræma þurfi laun yfir landið og greiða fullt kaup en ekki hlutfall af taxta. Að bónus- greiðslur eigi ekki heima í unglinga- vinnu. Að greiða eigi laun eftir árgangi en ekki afmælisdegi. Að æskilegt sé að leiðbeinendum séu ekki greidd lægri laun en kennara- Frá þingi vinnuskólamanna í Kópavogi. Hrafn Sæmundsson atvinnu- málafulltrúi í Kópavogi ávarpar fundinn. Þarna voru samankomnir forsvarsmenn unglingavinnu hvaðanæva af landinu til að ræða sam- eiginleg mál. laun, enda standi og falli starfið með hæfum leiðbeinendum. Stjómun og undirbúningur: Kom fram að mjög misjafnt ástand er í þessu efni á landinu. Lögð var áhersla á að undirbúningur væri vandaður, þannig að árangur vinn- unnar sæist að hausti. Verkefni þurfi að vera tilbúin og vélavinna auðfengin, þegar á þurfi að halda. Málefni fatlaðra: Töldu þingfull- trúar æskilegt að fötluð ungmenni fengju störf í tengslum við vinnu- skólanna þar sem því yrði við komið, en ella fengju þau störf á vernduðum vinnustöðum. Þá var lagt til að komið yrði á árlegum samráðsfundum forsvars- manna vinnuskólanna, og var þriggja manna nefnd kosin til að vinna að því. Hana skipa Kristinn Jósteinsson Akureyri, formaður, Sigurður Þorsteinsson Kópavogi og Þórhalla Guðbjartsdóttir Blönduósi. Næsta vinnuskólaþing verður á Akureyri að ári og verða þar rædd markmið vinnuskólastarfs. Að þinginu loknu var farið í skoð- unarferð um Kópavog, Garðabæ og í Hafnarfjörð þar sem kvöldverður var snæddur í boði bæjarstjórnar- Lauk námi sem bankahagfræðingur NÝLEGA lauk Geir G. Gunnars- son námi í bankahagfræði frá University of Calgary í Alberta, Kanada, í samvinnu við Institute of Canadian Bankers í Montreal. Með þessum áfanga hefur lang- þráðu marki Geirs verið náð, en hann öðlast nú heiðursnafnbót- ina „Fellow of the Institute of Canadian Bankers", sem er eft- irsóttur áfangi meðal kanadískra bankamanna og er hann fyrsti íslendingurinn sem hefur unnið til slíkrar nafnbótar. Námið fór að öllu leyti fram á kvöldin og um helgar, en Goir er annars starfandi útibússtjóri hjá næststærsta banka Kanada, Cana- dian Imperial Bank of Commerce, og stjórnar einu af stærri útibúum bankans í Calgary. Geir fluttist til Kanada með fjöl- skyldu sína árið 1976, en í Reykjavík hafði hann starfað hjá Sambandi íslenskra bankamanna sem framkvæmdastjóri þeirra sam- taka. í leyfi frá störfum árið 1984 starfaði hann um þriggja mánaða skeið í hagræðingardeild Lands- bankans í Reykjavík. I félagsmálum Calgaryborgar hefur hann verið mjög virkur þátt- takandi og starfar meðal annars í Rotary Club of Calgary East og í Oddfellowreglunni. Geir er kvæntur Ragnheiði Sveinsdóttur Gunnarsson og eiga þau eina dóttur, Eddu Heiðrúnu, sem er 15 ára. Hann er sonur hjónanna Gunnars Óskarssonar og Sonju Schmidt, Sólvallagötu 4 hér í Reykjavík. Sigurður Þorsteinsson forstöðu- maður vinnuskóla Kópavogs var upphafsmaður að ráðstefnunni. Hann hefur starfað við þetta í átta ár, fimm ár sem flokksstjóri og þtju sem forstöðumaður. I vinnu- skólanum í Kópavogi voru um 370 unglingar í sumar. Hann var rekinn af Tómstundaráði en tæknideild útbjó verkefnalýsingu fyrir þau verkefni sem unnin voru. Um 12 milljónum var varið til skólans í ár. „Mesta breytingin sem hefur orð- ið síðan ég byrjaði er á hliðarverk- efnunum, svo sem tómstundastarfi fyrir fatlaða," sagði Sigurður. „Fé- lagsmála- eða uppeldisþátturinn er alltaf veigamikill í starfinu, en einn- ig þurfum við að kenna þeim að vinna. Það er ekki furða þótt að bömunum finnist unglingavinnan einhæf, þeim finnst allt einhæft, því að þau hafa vanist því að haft sé ofanaf fyrir þeim. Maður verður líka var við þessa óvirkni í félags-. málastarfinu á vetuma. Þau ætlast til að bæjarvinnan sé skemmtileg en það dettur engum í hug að hugsa svona um aðra vinnu. innar en til hádegisverðar hafði Kópavogsbær boðið. Ég- er að sækja mér hugpmyndir Blaðamaður Morgunblaðsins tók nokkra þingfulltrúa tali og fara þau viðtöl hér á eftir. „Eg er fyrst og fremst hingað komin til að sækja mér hugmynd- ir,“ sagði Þórhalla Guðbjartsdóttir, forstöðumaður unglingavinnunnar á Blönduósi. „Það hefur verið hálf- gert vandræðaástand á þessu hjá okkur vegna skipulags- og undir- búningsleysis. Ég hef verið með vinnuskólann í tvö undanfarin sum- ur, en þegar ég hef komið á vorin er ekki til nein verklýsing eða neitt sem segir hvað á að gera,“ sagði hún. „Þetta er 1.100 manna bær þar sem fyrst og fremst er unnið við þjónustu. Fiskvinnsla er ekki telj- andi á Blönduósi eins og í mörgum öðrum bæjum úti á landi. í vinnu- skólanum voru í sumar 40-50 unglingar á aldrinum 12 til 15 ára. Þau voru í því að hreinsa, snyrta, mála og þessháttar. Vinnutíminn var frá 8 til 12 fyrir þau yngri en þau eldri til kl. 3, og stundum er unnið lengur ef mikið er að gera. Með mér voru tveir aðstoðar- menn við að stýra þessu. Við höfðum aðstöðu í áhaldahúsi hreppsins. Utbúnaðurinn er ekki mikill. Við höfum einn sendi- ferðabíl til umráða, og hefur fólki oft þótt skondið að sjá hann stöðva og 20 til 30 unglinga tínast út úr honum. Unglingarnir vinna mest við snyrtingu á bænum enda er Blönduós einn snyrtilegasti bærinn á Norðurlandi. En vegna þess hve við erum fá með hópinn vinna þau mikið ein, og það fer svona og svona með agann. Ekki get ég nú sagt að ég hafi lent í því að týna hópunum, en vinnubrögðin geta orðið upp og niður. Unglingavinnan hefur því ekki gott orð á sér og venjulega hefur umsjónarmanninum verið kennt um. En nú er að vakna skiln- ingur á að það þurfi að bæta þetta og því er ég hingað komin til að læra af reynslu annarra," sagði Þórhalla Guðbjartsdóttir að lokum. Er ekki alveg nógii mikill þræiapískari „Ég er ekki alveg nógu mikill þrælapískari,“ sagði Elís Þór Sig- urðsson forstöðumaður vinnuskól- ans á Akranesi. „Þetta er rekið eins og fyrirtæki sem á að standa undir sér, og öll vinnan er seld út. 60% Morgunblaðið/Bjami Þórhalla Guðbjartsdóttir Blönduósi, Sigurður Þorsteinsson Kópavogi og EIís Þór Sigurðsson frá Akranesi eru hvert um sig forstöðumenn unglingavinnunnar í sinni heimabyggð, en samt er reynsla þeirra um margt ólík, enda hefur ekki verið til staðar nein samræming á svona starfi áður, heldur hefur hver baukað í sinu horni. vinnunnar er fyrir bæinn en um 40% fyrir aðra aðila, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga. Þetta var stokkað algerlega upp fyrir íjóram áram til að ná letigarðsímyndinni af þessu starfi. Jafnframt var garðyrkjudeild bæjarins lögð niður. Nú er þetta bara eins og hver annar vinnustaður. Við eram famir að borga fullan taxta verkalýðs- félaganna, en áður vora menn að myndast við að borga 90% af taxt- anum. Það er að vísu svolítið leið- indamál ef að vinnuhópar era leigðir út í upp- eða útskipunarvinnu þar sem unnið er í bónus. Þá eru ungl- ingarnir að vinna við hliðina á fólki sem fær miklu hærra kaup fyrir sömu störf, en einhversstaðar verð- ur að draga mörkin. Ekki er hægt að borga misjafnt eftir því hvað er verið að vinna við þann daginn. Lágmarksvinnutími er 7 tímar á dag, og ekki ber á öðra en að ungl- ingamir kunni að meta mikla vinnu til að ná sér í peninga. Það eru ekki umtalsverð vandamál með aga hjá okkur. Flokksstjórarnir eru kennarar og fjölbrautaskólanemar um eða yfir tvítugt. Það er að vísu nokkuð félags- starf í gangi en ég vil koma því alveg inn í félagsmiðstöðina. Þá geta þeir unglingar sem ekki era í unglingavinnunni verið með í því líka. Nú era um 55% af 14 og 15 ára árgöngunum hjá okkur en að- eins 25% af 16 ára unglingunum. Þau eru meira í annarri vinnu. Samt verður maður þess var að ungfingar era farnir að taka vinnuskólann fram yfir aðra vinnu. Hærri laun og félagsskapurinn ræður mestu um það. Þau skrá sig hjá okkur fyrir 1. maí, en svo er alltaf nokkuð brottfall. í ár var það minna en við áttum von á, og er það vísbending um að minna sé um vinnu en áður fyrir þennan aldursflokk. í sumar voru um 160 hjá okkur en það vora um 120 í fyrra.“ Það sem er brýnast að bæta úr hér hjá okkur er að hækka laun flokksstjóranna. Þau eru alltof lág eins og er, og ef við ætlum að fá gott fólk verðum við að geta boðið sómasamleg laun. En við fengum það í gegn núna í vor, út á kosning- arnar, að unglingarnir fái greiddan fullan Dagsbrúnartaxta,“ sagði Sigurður Þorsteinsson. Hjartavernd: Happdrætti til styrktar starfseminni HJARTAVERND efnir nú til happdrættis til styrktar starf- semi sinni. Tuttugu vinningar eru í boði, að verðmæti 4 milljón- ir króna. Dregið verður í happdrættinu 10. október næst- komandi. I fréttatilkynningu frá Hjarta- vernd segir að starfsemi félagsins sé aðallega tvennskonar: Fræðslu- starfsemi og rekstur rannsóknar- stöðvar. Samtökin efna árlega til fræðslufunda þar sem sérfræðingar íjalla um hjarta- og æðasjúkdóma, þróun þeirra og varnir gegn þeim. Á vegum Hjartaverndar eru gefnar út skýrslur, bæklingar og tímarit til að fræða almenning um helstu áhættuþætti mannskæðra sjúk- dóma og fyrirbyggjandi aðgerðir. Rannsóknarstöð Hjartaverndar hefur verið rekin í 19 ár. Félagið vill benda á að varnir gegn sjúk- dómum eru haldbesta heilsugæslan, og rannsóknarstöðin komi því að góðu gagni fyrir heilbrigðisþjón- ustuna í landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.