Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 22
o22
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. AGUST 1986
Kaflar úr eríndi fóns G. Tómassonar
Ingólfur kaus
aðfylgja ráðstöftin
guðanna
— merkileg tilviljun, að fyrsti landsnámsmaðurinn skyldi festa sér
bústaðþarsem síðar varð höfuðstaðurlandsins
eykjavík, saga hennar og
starfsemi borgarinnar er,
eins og allir vita, efni í meira
en stutt spjall. Vandamál er
að takmarka umræðuefnið,
ég hef valið að fara fáum
orðum um aðdraganda að
því, að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi
árið 1786 og rekja síðan í örstuttu máli,
hvernig yfirstjórn bæjarins þróaðist fyrstu
árin.
Heimilda hef ég mest leitað í bækur úr
safni til sögu Reykjavíkur, Hin fornu tún
eftir Pál Líndal og Sögu Reykjavíkur eftir
Klemenz Jónsson, landritara.
Sagan segir, að þeim þrælum Ingólfs,
Vífli og Karla, er fundu öndvegissúlurnar,
hafi eigi litist alls kostar vel á landkosti hér
og er eftir öðrum þeirra haft: „Til ilis fóru
vér um góð héruð, er vér skulum byggja
útnes þetta.“ Ingólfur kaus hins vegar að
fylgja ráðstöfun guðanna — og er það merki-
leg tilviljum, að fyrsti landnámsmaðurinn
skyldi einmitt festa sér bústað þar sem síðar
varð höfuðstaður landsins. Það er eflaust
einnig elnsdæmi, að nokkur þjóð geti með
slíkri vissu bent á elsta byggða ból í landi
sínu, upphafsstað sinn, en næsta öruggt er
talið, að bærinn Reykjavík hafi staðið við
Aðalstræti syðst.
Landnám Ingólfs var mjög víðlent, en
snemma tók að saxast á það og af jörðinni
Reykjavík í Seltjarnarneshreppi hinum forna
fór litlum sögum fyrstu aldirnar í þjóðar-
sögu okkar. Fljótlega eftir kristnitöku var
þó reist kirkja í Reykjavík og frá 13. öld
eru heimildir um, að Víkurbændur hafi
ásamt fleirum átt veiði í Elliðaám.
Heimildir um byggð á Seltjamarnesi fram
á 14. öld benda til þess, að á utanverðu
nesinu hafi í öndverðu aðeins verið byggt í
Nesi, Vík og Laugarnesi, en hið efra, eins
og það var nefnt, hafi bæir byggst þéttar
í fyrstunni og eru þá nefnd nöfn, sem við
þekkjum af bæjarhverfum í dag eins og
Breiðholt, Vatnsendi, Digranes, Kleppur og
Bústaðir.
í upphafi byggðar hefur menn fýst meira
inn til landsins en síðar varð, enda landið
þá yfirleitt margfalt betur gróið en nú er,
einkum inn til dala og heiða. Gróðurinn
reyndist hins vegar viðkvæmur fyrir ágangi
manna og búfjár og landið tók fljótlega að
blása upp. Búsetu inn til landsins fylgdi,
að öll megináhersla var lögð á jarðaafnot,
en fiskveiðar til hafsins hafa hafa sennilega
verið fremur lítið stundaðar í fyrstu.
Á 13. öld er talið að farið hafi verið að
stunda útgerð að gagni frá Nesi við Sel-
tjöm og þar hafi síðan um langt skeið verið
ein elsta verstöð og stórbýli á Suðumesjum.
Með .vaxandi þýðingu sjávarútvegs og
skreiðarútflutnings á 14. og 15. öld fjölgaði
hjáleigum frá Nesi og Reykjavík, sem síðar
voru gerðar að lögbýlisjörðum og fólki fjölg-
aði smátt og smátt í ytri hluta hreppsins.
Fyrstu aldimar eftir landnám höfðu hrepps-
búar þannig nær eingöngu stundað land-
búnað, en um 1700 var svo komið, að meiri
hluti þeirra lifði að mestu á sjósókn. Á hinu
slétta og tiltölulega víðlenda Seltjarnarnesi
var kominn upp dálítill vísir að þéttbýli.
Eins og nefnt hefur verið fer ekki sögum
af stórbændum á bænum Reykjavík framan
af, ef frá er talinn Ingólfur sjálfur, Þor-
steinn sonur hans og Þorkell máni sonur
Þorsteins, sem talið er sennilegt að þar
hafi búið. Eftir það fer litlum sögum af
afkomendum Ingólfs og jörðinni Reykjavík
næstu aldirnar og í bók sinni „Hin fornu
tún“ telur Páll Líndal, að Víkurbændur hafi
ekki verið neinir höfðingjar eða auðmenn
og allt fram ámiðja 18. öld séu helstu frétt-
ir frá Reykjavík tengdar slysförum, afbrota-
mönnum og óknyttum, sem rekja megi til
verslunar í Örfirúsey, en þangað hafi verið
miklar mannaferðir og oft sukksamt í þeim
ferðum, enda þá gengin í garð brennivíns-
öldin, sem svo var kölluð. Ekki er þess
getið, hvenær brennivínsöldinni lauk í
Reykjavík.
Að fomu er getið um siglingar hafskipa
í Elliðaár og Leituvog þótt talið sé, að Hvítá
í Borgarfirði hafi verið helsti verslunarstað-
ur fyrir Seltjamarnes á þjóðveldisöld og
fram á miðja 14. öld, en þá er talið að skipa-
komur og kaupstefnur hafi verið töluverðar
við Þerney hér inni á Sundum. Síðan tekur
Hólmurinn við sem verslunarstaður og eru
elstu heimildir um verslun þar frá 1521. —
Er talið að Hólmurinn hafi orðið verslunar-
staður sem mótvægi við Hafnarfjörð í
samkeppni kaupmanna um verslun við inn-
anverðan Faxaflóa. Hólmskaupstaður var
öldum saman einn helsti verslunarstaður
Islands, en 1780 vom verslunarhúsin flutt
úr örfírisey og fyrsta sölubúð reist þar sem
Veiðarfæraverslunin Geysir er nú.
Með einokun 1602 var verslunarstöðun-
um fækkað og Hólmurinn var lengi eini
verslunarstaðurinn frá Hafnarfirði og allt
vestur til Búða á Snæfellsnesi. Kaupsvæði
Hafnarfjarðar var hins vegar þröngt og á
17. og 18. öld dró úr verslun í firðinum á
sama tíma og Hólmsverslun óx ásmegin.
Þetta verður öðru fremur að hafa í huga,
þegar skýrt er af hvetju Reykjavík var látin
skipa æðri sess en Hafnarfjörður á 18. öld.
Jón G. Tómasson borgarritari
á skrif stofu sinni.
Morgjinbludið/Bjami
Hér fara á eftir kaflar úr erindi,
sera Jón G. Tómasson borgarritari
flutti á fundi Rotary-klúbbs
Reykjavíkur í febrúar 1986. Erind-
ið nefndi hann „Spjall um sögu
Reykjavíkur“.