Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
23
Við sögu Reykjavíkur áður
en staðurinn hlaut kaup-
staðarréttindi verður að
sjálfsögðu ekki skilið án
þess að nefna þátt Skúla
Magnússonar. Bygging
verksmiðjuhúsanna við Aðalstræti hófst
1752 og var það upphafið að þeirri
Reykjavík sem við þekkjum í dag. í „inn-
réttingunum" skyldi einkum unnið að
ullarvinnslu. Starfsemin gekk sæmilega í
fyrstu, en svo fór eftir tiltölulegan skamman
tíma, að hún fór út um þúfur og lágu til
þess margar orsakir.
Skúli fógeti beitti sér einnig fyrir skipu-
legum útgerðarrekstri á íslandi og hófst
hann einnig 1752. Um var að ræða félagsút-
gerð og stóð hún í a.m.k. 12 sumur, en
lagðist svo af. Áður höfðu menn eingöngu
sótt sjóinn á opnum bátum og varð svo aft-
ur eftir að tilraun Skúla fór út um þúfur
og leið um öld þar til þilfarsskipaútgerð
hófst að nýju frá Reykjavík.
Þegar staðsetning „innréttinganna" var
ráðin var Reykjavík tekin fram yfir Hafnar-
fjörð, sem tillögur höfðu áður hljóðað um.
Eflaust hafa hagkvæmnissjónarmið ráðið,
góð skilyrði frá náttúrunnar hendi og rót-
gróinn verslunarstaður í hlaðvarpanum.
Sennilega hefur það einnig ráðið einhveiju,
að jörðin Reykjavík var þá orðin konungs-
eign.
Þótt „innréttingar" Skúla Magnússonar
yrðu ekki langlífar höfðu þær þó miklar
afleiðingar. Fram til þessa höfðu engir
bæir og varla þorp, sem heitið getur, mynd-
ast á Islandi, gagnstætt því sem var í
nágrannalöndunum. Með stofnun „innrétt-
inganna" myndaðist í Reykjavík fyrsti
bærinn á landinu, að vísu fámennur og
eflaust ósjálegur, en með það vaxtarmegn,
að á fáum áratugum gerðist hann algjör
miðstöð andlegs og veraldlegs valds á
landinu.
Reynslan af einokunarversluninni, og það
ólag sem á henni var, hefur eflaust verið
kveikjan að því, að settar voru fram ákveðn-
ar hugmyndir um stofnun kaupstaða á
íslandi. Meðal hugmynda sem þá komu fram
— en áður en „innréttingarnar" voru stofn-
aðar, var að setja á stofn 5 kaupstaði á
íslandi, en aðrir verslunarstaðir yrðu lagðir
niður. 5 kaupstaði á íslandi, en aðrir verslun-
arstaðir yrðu lagðir niður. Stjómin ætti að
sjá um byggingu á allt að 10 húsum í hverj-
um kaupstaðanna og þangað skyldu helstu
embættismenn flytja. Með þessu ætti að
hefjast blómleg útgerð og verksmiðjur að
rísa og ekki myndi skorta mannafla, því að
ijöldi fólks í sveitum væri meira eða minna
iðjulaus. Eftir þessum hugmyndum áttu
kaupstaðimir að vera Hafnarfjörður, sem
best væri til þess fallinn að verða höfuðstað-
ur, Grundarfjörður, Akureyri, ísafjörður og
Reyðarfjörður. Leggja átti niður verslun t.d.
á Eyrarbakka, í Keflavík, Grindavík og
Hólminum í Reykjavík, en þar mátti þó
hafa vörugeymsluhús ef nauðsyn krefði.
„Þar fornar súlur flutu á land/ við
fjarðarsund og eyjaband,/ þeir reistu
Reykjavík."
Einar Benediktsson (Reykjavík þjóðminning-
ardaginn 1897).
Ef þessar hugmyndir hefðu náð fram að
ganga byggjum við væntanlega í dag á
Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.
Með konungsúrskurði 18. ágúst 1786
voru gerðar miklar breytingar á stjórnar-
fari á íslandi. Úrskurðarins hefur einkum
verið minnst fyrir það, að einokunarverslun-
in var afnumin og verslunin gefín fijáls
öllum þegnum Danakonungs. En úrskurður-
inn fjallaði um margt fleira, er að efnahags-
málum sneri og var í raun stórhuga áætlun
um viðreisn efnahags- og atvinnulífs á ís-
landi. Hann var í samræmi við nýja stjórnar-
stefnu í Danmörku, þar sem horfið var frá
„merkantílismanum" eða kaupskaparstefnu,
en markaðsbúskapur tekinn upp í staðinn.
Eitt af því, sem tilskipunin kvað á um er
stofnun 6 kaupstaða á íslandi og var til-
gangur þess ákvæðis að efla handverk,
verslun og sjávarútveg og laða að erlenda
menn, sem fært gætu nýja tækniþekkingu
inn í landið. Þessir kaupstaðir voru
Reykjavík, Grundarfjörður, ísafjörður, Ak:
ureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. í
konunglegri tilskipun um „fríheit kaupstað-
anna“, sem gefin var út 17. nóvember 1786
var nánar kveðið á um réttarstöðu kaupstað-
anna og íbúa þeirra. Er þar m.a. getið um
trúfrelsi allra kristinna borgara, rétt til þess
að fá ókeypis húslóðir, skattfríðindi o.fl.,
sem allt var gert til að laða fólk að kaupstöð-
unum.
Stofnun kaupstaða hafði gefíst vel í hinu
dansk-norska ríki, en skömmu eftir stofnun
íslensku kaupstaðanna dróst ríkið inn í
Napóleónsstytjaldarinnar og lenti Frakk-
lands megin í þeim átökum. Settu Bretar
þá hafnbann á danskar og norskar hafnir
og spruttu af því miklir erfíðleikar, sem
komu í veg fyrir vöxt íslensku kaupstað-
anna. Á þeim tíma eða 1808 kom hingað
breskur sjóræningi að nafni Gilpin, sem
rændi hér ríkiskassanum, Jarðarbókarsjóðn-
um svonefnda, en í honum voru þá 37.000
ríkisdalir. Ári síðar kom svo hingað Jörgen
Jörgensen, danskur sævíkingur í þjónustu
Englendinga, eins og frægt er orðið. Það
varð úr, að kaupstaðarréttindi annarra staða
en Reykjavíkur voru felld niður árið 1836,
enda höfðu vonir um vöxt þeirra brugðist.
Þegar Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi
voru íbúar taldir 167. Kaupstaðarlóð
Reykjavíkur var upphaflega aðeins núver-
andi miðbær, Kvosin í þrengri merkingu —
þ.e. frá Tjörn niður að sjó. Að vestan náði
lóðin nokkuð upp í brekkuna vestan Aðal-
strætis — þar sem nú stendur Gijótaþorp —
og að austan takmarkaðist lóðin af Lækn-
um. Hafa ber í huga, að Tjörnin náði þá
lengra til norðurs en nú er og sjávarfjara
var þar sem nú er Hafnarstræti.' Land
Reykjavíkur var því ekki stórt í upphafi,
en hefur síðan verið stækkað í nokkrum
áföngum. Enn eru þó í gildi lög frá 1903,
sem takmarka austurmörk kaupstaðarlóðar-
innar við Rauðarárstíg og er því verslun
austan Rauðarárstígs ólögleg.
aupstaðarréttindunum
fylgdi ekki sjálfsstjórn, en
þess var getið í tilskipun-
inni frá 17. nóvember 1786,
að Reykvíkingar skyldu fá
„eigin staðaryfirvöld" þeg-
ar þörf krefði. Árið 1803 varð Reykjavík
sérstakt lögsagnarumdæmi og árið 1806
var 25 ára gamall danskur lögfræðingur,
Rasmus Frydendberg að nafni, skipaður
bæjarfógeti í Reykjavík og jafnframt land-
fógeti. Bæjarfógetinn var jafnframt fram-
kvæmdastjóri kaupstaðarins. Skömmu eftir
að hann tók til starfa var haldinn fyrsti
almenni borgarafundurinn í Reykjavík, en
á slíkum fundum voru síðan kjörnir menn
í trúnaðarstöður í kaupstaðnum og rædd
ýmis hagsmunamál bæjarins. Ekki var þó
nein regla á þessu fundarhaldi, heldur voru
fundir haldnir eftir því sem tilefni gafst.
Um áramótin 1821—1822 gerðist það þó,
að haldinn var borgarafundur um fjárstjórn
bæjarfógeta og hinn 3. janúar 1822 var
samþykkt sú tillaga bæjarfógeta, að kosnir
yrðu 2 svonefndir „matsborgarar", sem
jafna skyldu gjöldum á bæjarmenn svo og
sérstakur „bæjargjaldkeri“.
Árið 1828 eru kosnir svonefndir „kjör-
borgarar" í Reykjavík, sem vera skyldu
bæjarfógeta til ráðuneytis um bæjarmál og
árið eftir voru þeim falin störf matsborg-
aranna. *
Þessi skipan hélst til ársins 1836, en þá
var komið á fót sérstakri bæjarstjóm í
Reykjavík. Það var gert hinn 4. nóvember
þegar Krieger stiftamtmaður gaf út „erind-
isbréf fyrir bæjarfulltrúana í Reykjavík".
Skv. því skyldu þeir vera fjórir, en auk
þeirra átti bæjarfógeti sæti í bæjarstjórn-
inni. Þrír bæjarfulltrúanna voru kjörnir úr
hópi borgaranna og af þeim, en það voru
einkum iðnaðar- og verslunarmenn. Einn
bæjarfulltrúi var kjörinn úr hópi tómt-
húsmanna og af þeim.
Á þessu ári höldum við því bæði upp á
200 ára afmæli kaupstaðarréttinda og 150
ára afmæli sveitarstjórnar í Reykjavík.
Völd bæjarstjómar voru í fyrstu harla
litil, en við þau var aukið smám saman.
Árið 1846 var bæjarfulltrúum fjöigað í sex
og með hinni almennu sveitarstjómartilskip-
un 4. maí 1872, þegar sjálfsstjóm sveitarfé-
laga var endurreist hér á landi, fékk
bæjarstjómin vemlega aukið vald til ákvörð-
unar um málefni kaupstaðarins.
Bæjarstjórnin hófst þá handa um ýmiss
konar framfarir í bænum, enda fór nú alda
framfara um landið og til Reykjavíkur bár-
ust nýir straumar í menningar- og atvinnu-
málum.
Nú fóru að tíðkast bæjarstjórnarkosning-
ar í þeirri mynd, sem við þekkjum og árið
1908 var bæjarfulltrúum fjölgað í 15. Ekki
var, fremur en síðar, skortur á frambjóðend-
um, en fram komu 18 listar. Tíu listanna
hlutu að vísu engan mann kjörinn, en sá
listi, sem hlaut flesta kjöma eða 4 var sér-
stakur kvennalisti, en þá fengu konur einnig
kosningarétt til sveitarstjórna. Kvennalisti
á kvennaáratug var því ekki nýtt fyrirbæri.
Heimastjórn, upphaf togaraútgerðar,
hafnargerð og stórfelldir flutningar lands-
manna frá stijálbýli til þéttbýlis ollu síðan
aldahvörfum í þróun Reykjavíkur.
Bæjarfógetinn lét af framkvæmdastjóm
kaupstaðarins árið 1908 og var þá stofnað
embætti borgarstjóra. Fyrsti borgarstjóri
Reykjavíkur var Páll Einarsson áður sýslu-
maður, sem gegndi starfinu til 1914. Þá tók
við Knud Ziemsen verkfræðingur og var
hann borgarstjóri til ársloka 1932. Þá tók
við starfinu Jón Þorláksson verkfræðingur
og áður forsætisráðherra, en hans naut við
í skamman tíma því hann lést árið 1935.
Pétur Halldórsson bóksali var síðan borgar-
stjóri til 1940. Þá varð borgarstjóri Bjarni
Benediktsson lagaprófessor, en eftir að hann
tók við ráðherraembætti í ríkisstjórn 1947
hafa eftirtaldir menn verið borgarstjórar í
Reykjavík: Gunnar Thoroddsen 1947—1959,
Auður Auðuns í eitt ár ásamt Geir Hall-
grímssyni sem var borgarstjóri 1959—1972,
Birgir ísl. Gunnarsson 1972—1978, Egill
Skúli Ingibergsson 1978—1982 og Davíð
Oddsson frá 1982. Alls em þetta 11 einstakl-
ingar, þar af hafa 7 haft lögfræðimenntun,
3 vom verkfræðingar og 1 var bóksali að
atvinnu.
Lengra ætla ég ekki að rekja sögu
Reykjavíkur, hvorki um atvinnumál, stækk-
un lögsagnammdæmisins sem í upphafí
hefur sennilega verið um 5—6 ha en er nú
talið um 11.400 ha, eða þróun í stjóm borg-
armála. Eins og ég nefndi áður vom íbúar
167 fyrir 200 ámm. Hinn 18. ágúst 1886
var minnst 100 ára afmælis Reykjavíkur.
Einn ræðumanna þótti þá bjartsýnn úr hófi,
þegar hann lét þau orð falla, að eftir 100
ár yrðu íbúar Reykjavíkur sennilega ekki
færri en 10.000. Nú em hér um 90.000
íbúar og ræðumaðurinn reyndist því svart-
sýnn í meira lagi. Ég ætla ekki að reyna
að spá um íbúafjölda Reykjavíkur eftir eina
öld.
Góðir fundarmenn.
Ég hef i þessum samtíningi stuðst við
og endursagt ýmsar heimildir og eflaust
mörgu sleppt, sem vert hefði verið að nefna
— en viljandi reynt einnig að vera ekki of
nákvæmur, því hvomgt vil ég, þreyta áheyr-
endur um of eða gefa villandi í skyn, að
ég viti meira um málefnið en raun er. Sjálf-
ur hafði ég gaman af því að rifja söguna
dálítið upp.“