Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 29
. MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 i 29 Einkarekstur í heil- brig’ðisþj ónustu ávallt til staðar í einhverri mynd - segir bandarískur heilsufélagsfræðingur BANDARÍSKI félagsfræðingurinn Odin W. Anderson hélt fyrirlestur um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sl. föstudag, á vegum Land- læknisembættisins og Félagsvísindadeildar Háskóla íslands. Anderson er heiðursprófessor við viðskiptadeild Chicago-háskóla og félagsvísindadeild Wisconsin- háskóla. Hann er einn helsti frum- kvöðull heilsufélagsfræði í Banda- ríkjunum, en það er nú stærsta undirgrein félagsfræði í Banda- ríkjunum og enn í vexti. Hann hefur fengist við rannsóknir á þessu sviði frá 1942. Rannsóknir hans hafa spannað vítt svið, en þekktastur er hann fyrir samanburðarrannsóknir sínar á heilbrigðiskerfum vest- rænna ríkja. Hann hefur síðari ár einkum rannsakað einkarekstur í heilbrigðiskerfum og áhrif nýrrar tækni á heilsugæslu. Strandir: f fyrirlestri sínum tók prófessor Anderson helst mið af þróun mála í Bandaríkjunum, Svíþjóð og Bret- landi. Kom fram hjá honum að andstæð sjónarmið hafi ráðið upp- byggingu heilbrigðiskerfanna í Bandaríkjunum og Evrópu. í Bandaríkjunum hafí áherslan verið á að halda ríkinu sem mest utan heilbrigðisþjónustunnar, en í Evr- ópu, einkanlega Norðurlöndum, hafí verið lögð áhersla á skyldur ríkisvaldsins að tryggja öllum sáma rétt til heiibrigðisþjónustu. Kostnaður af heilbrigðisþjón- ustunni hefur allsstaðar farið vaxandi, og hefur það vakið áhuga á að færa heilbrigðisþjónustuna í hendur einkaaðila í þeim tilgangi að tryggja hagkvæmari nýtingu fjárins. I Svíþjóð hafi heilbrigðis- þjónustan verið flutt í æ ríkari mæli á hendur sveitarstjóma, en í Bandaríkjunum hafí áherslan verið á að innleiða samkeppni í heilbrigð- iskerfíð. Hafði Anderson orð á því að íslenska kerfið einkenndist af óvenjumikilli miðstýringu fjárveit- inga til heilbrigðiskerfísins og óvenju lítt miðstýrðri stjómun. Einnig hafði hann orð á að með einkarekstri ættu íslenskir læknar yfírleitt við stofur eða læknamið- stöðvar í einkaeign, en ríkið borgi fyrir þjónustuna, en í Bandaríkjun- um væri miðað að því að halda ríkinu utan heilbrigðiskerfísins, nema til að tryggja þeim fátækustu lágmarksþjónustu. Niðurstaða rannsókna Andersons er að hvar sem sett er upp ríkisrek- ið heilbrigðiskerfi, komi alltaf fram einkakerfi við hliðina á því, sem sinni óskum um sérþjónustu, og víðast er einkarekstur og ríkisrekst- Morgunblaðið/Einar Falur Bandaríski prófessorinn Odin W. Anderson flutti fyrirlestur um einkarekstur í heilbrígðisþjónustu í Odda sl. föstudag. ur svo samblandað að erfítt er að greina í sundur. Þá taldi hann ljóst, að sú hefð að líta á læknisþjónustu sem rétt sem allir ættu tilkall til myndi ekki ganga til frambúðar, vegna nýrra og dýrra sérmeðferða sem stöðugt er verið að þróa. Taldi hann það því líklegustu þróunina að komið yrði upp vissri lágmarksþjónustu sem allir fengju, en dýrari sérþjón- usta yrði aðeins veitt í sumum tilvikum, og yrði þá miðað við ein- hvem árangur. Þá vaknar sú siðferðilega spuming hvort nokkur maður megi fá vissa þjónustu, þ.e. þeir sem geta borgað, ef allir geta ekki fengið hana. Við þessu kunni hann ekkert svar. Aðspurður um möguleika á að innleiða samkeppniskerfi að banda- rískri fyrirmynd hér á landi, sagðist hann telja það ómögulegt vegna smæðar þjóðfélagsins og dreifðrar byggðar hér á landi. Það væri helst í Reykjavík sem möguleiki væri á að innleiða samkeppni í einhverri mynd í heilbrigðisþjónustuna. Slysum hef- ur fjölgað með vaxandi um- ferðarþunga „Umferðarþungi hefur aukist gífurlega í sumar og þar með fjölgar slysum,“ sagði Matthías Lýðsson, lögreglumaður á Hólmavík í samtali við Morgun- blaðið. Matthías sagði að í sumar hefðu verið mörg slys á Ströndum. Nefndi hann sem dæmi síðustu tvær vikur. Tveir slösuðust alvarlega hinn 31. júlí og voru fluttir til Reykjavíkur og aðfaranótt laugardagsins 2. ágúst var einn ökumaður fluttur suður eftir útafakstur. Hinn 3. ágúst og 9. ágúst óku bifreiðir út af vegi og sl. þriðjudag slösuðust tvær konur í árekstri skammt norð- an við Hólmavík. „Þess má geta að einn af sjö sem slasast hafa í slysum hér í sumar notaði bílbelti. Allir hinir, sex talsins, notuðu ekki beltin. En meginástæða aukinnar umferðar er sú að nú er fært um Steingrímsfjarðarheiði til ísafjarð- ar,“ sagði Matthías. „Vegurinn frá Brú í Hrútafírði og að Hólmavík er mjög góður, en því miður er ekki hægt að segja hið sama um veginn fyrir norðan Hólmavík og það eru því oft mikil viðbrigði fyrir þá sem norður aka að fara hann,“ sagði Matthías. Matthías Lýðsson er eini fast- ráðni lögreglumaðurinn í Stranda- sýslu, en ráðningartími hans er frá 1. júní til 30. september. „Það er algjörlega óhæft að hafa svo litla löggæslu á svo stóru svæði,“ sagði hann. „Ég get nefnt það sem dæmi að það tekur mig jafti langan tíma að aka frá Hólmavík að Brú í Hrúta- fírði og aftur til baka og það tæki mig að fara til Reykjavíkur. Norður í Arneshrepp er enn lengra. Þá má geta þess að á Grundarfirði, svo dæmi séu nefnd, eru 700-800 íbúar og tveir lögreglumenn fastráðnir. I þessari sýslu eru um 1.200 íbúar og það verða því að vera fleiri lög- reglumenn. Það mun vera skilning- ur á því í dómsmálaráðuneytinu, en fjárveitingu vantar," sagði Matt- hías Lýðsson að lokum. fierra GARÐURINN AÐAISTR/ETI9 S12234
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.