Morgunblaðið - 17.08.1986, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
36
Afmæliskveðja:
Jón Guðmundsson
rafvirkjameistari
Sumarið 1935 var merkistími í
sögu Eiðaskóla. Þá skyldi lang-
þráður draumur rætast. Gera átti
rafveitu nægilega mikla til þess að
hita sundlaugina og veita ljós og
yl um skólann og staðinn allan.
Segir í Eiðasögu að dregist hafi
fram á sumar að byija á verkinu.
Svo vel gekk það, eftir að hafíð
var, að hægt var að kveikja ljós
30. nóvember.
Hátíð var því mikil 1. desember
er minnst var 17 ára sjálfstæðis
Islendinga, sannarleg ljósahátíð.
Hversvegna gekk verkið svona vel?
Undirbúningur góður og færustu
menn fengnir til framkvæmdanna.
Einn þeirra og umsjónarmaður
verksins ásamt Hirti Sigurðssyni
hét Jón Guðmundsson frá
Reykjavík, þaulreyndur í uppsetn-
ingu véla og frágangi öllum. Að
sögn kunnugra manna var gengið
að störfum af frábærum dugnaði,
svo að afreksverk var kallað. Auk
þess lagði Jón rafleiðslur um Eiða-
stað allan.
„Verkin sýna merkin", segir í
skýrslu sr. Jakobs Kristinssonar
skólastjóra, er hann lýsir ánægju
sinni og aðdáun á framkvæmdun-
um. Hve mörgum ungmennum þessi
rafvæðing á Eiðum hefur lýst og
yljað við nám sitt og hve margir
hafa lært þar sund, veit ég ekki.
En ég veit, að Jón Guðmundsson
var fremstur í flokki þeirra manna
sem ötulast unnu að því, að svo
mætti verða. Hálf öld er nú liðin
og vélarnar hættar að snúast í Eiða-
stöð. Þær ættu að vera þar áfram
til minningar um það, sem gerðist
í kreppu og fátækt þjóðarinnar
sumarið 1935.
Ári síðar voru hafnar fram-
kvæmdir við Rafveitu ísafjarðar.
Skyldi þeim lokið hið fyrsta. Lón
hafði verið gert, hátt uppi í dal-
verpi einu upp af Engidal við
Skutulsíjarðarbotn. Mikill bratti er
þar og erfíðar aðstæður. Ráðist var
í þetta af stórhug og myndarskap
í slæmu árferði. Þótti sumum nokk-
uð djarflega að þessu staðið. En í
rauninni var þetta á elleftu stundu
gert. Gamla rafveitan sem drifin
var með olíu mátti heita á síðasta
snúningi og annaði hvergi þörfínni.
Isafjarðarvirkjun varð ein
stærsta stöð landsins á þeim tíma
og þótti glæsilegt fyrirtæki. Horfðu
margir vonglaðir til þess tíma, að
hún yrði að veruleika. Verkið þótti
sækjast treglega, en ekki er mitt
að dæma, hversvegna svo var álit-
ið. Einn daginn var Jón Guðmunds-
son þangað kominn. Að dómi
ráðamanna fór þá verkið að ganga
betur.
Fékk Jón orð fyrir verkhyggni
og þekkingu á þessum framkvæmd-
um.
Aldrei gleymi ég því kvöldi, þeg-
ar ljósin voru tendruð á ísafírði.
Slökkt var á gömlu ljósunum og
niðamyrkur í bænum. Eftir litla
stund flóði ljósadýrðin um bæinn
eins og um hábjartan dag væri.
Umskiptin voru ævintýri líkust
að mér fannst. Nú þurfti að ráða
stöðvarstjóra. Eftir það traust sem
Jón hafði notið, þótti ráðamönnum
fengur að honum í embættið. Fór
Jón þá til Reykjavíkur, dvaldi þar
um hríð til að treysta þekkingu sína.
Kom hann að því loknu heim með
öll skilríki um að hann væri fær
um að gegna starfínu. Jón var raf-
stöðvarstjóri á ísafírði til ársins
1945, að hann fór í þjónustu til
Rafveitu Ríkisins. Sá hann um
ýmsar framkvæmdir í Reykjavík og
úti á landi, þar til hann lét af störf-
um.
Jón fæddist á Króki á Rauða-
sandi 18. ágúst 1896. Foreldrar
hans voru Guðmundur Sigfreðsson
bóndi og hreppstjóri og kona hans
Guðrún Júlíana Thoroddsen. Ólst
hann upp í foreldrahúsum ásamt
fímm bræðrum við venjuleg sveita-
störf og sjóróðra.
Um tvítugsaldur fóru þeir bræður
Jón og Kristinn, síðar ráðherra, að
Núpi í Dýrafírði til að afla sér
menntunar. Að loknum skóla í tvo
vetur lærði hann rafvirkjaiðn hjá
bræðrunum Ormsson í Reykjavík,
en lauk því námi í Danmörku.
Jón kvæntist Guðnýju Jónsdóttur
frá Galtafelli og áttu þau dóttur,
Torfhildi Gróu, en nefndist Gígja.
Þau slitu samvistir. Gígja giftist
Henrik Bjömsson sendiherra.
Á Eiðum kynntist Jón seinni konu
sinni, Laufeyju Gísladóttur frá
Breiðavaði, fósturdóttur Þórhalls
Jónassonar hreppstjóra. Þau giftust
4. apríl 1936 og fluttu til ísafjarð-
ar, en lengst bjuggu þau í Rafstöð-
inni í Engidal.
Allir vildu skoða rafstöðina, það
mikla undur. Var gestrisni þeirra
hjóna og vinsemd mjög rómuð. Þau
Laufey og Jón eignuðust sex stúlk-
ur og einn son, Guðmund, er lærði
rafvirkjun. Dætumar Harpa, Elsa,
Björg, Helga og Líneik eru hús-
freyjur í Reykjavík, en Guðrún
giftist breskum manni og býr á
eyjunni Mön. Allt er þetta fyrir-
Pening'amarkaðurinn
GENGIS-
SKRANING
Nr. 151 - 14.ágúst 1986
Kr. Kr. Toll-
Ein.Kl. 09.15 Kaup Sala gengi
Doliari 40,600 40,720 41,660
St.pund 60,738 60,917 60,522
Kan.dollari 29,203 29,290 29,314
Dönskkr. 5,2177 5,2331 5,2643
Norsk kr. 5,5167 5,5330 5,5331
Sænskkr. 5,8594 5,8768 5,8744
Fi.mark 8,2420 8,2663 8,2642
Fr.franki 6,0417 6,0595 6,0700
Belg.franki 0,9485 0,9513 0,9638
Sv.franki 24,3815 24,4535 23,5235
Holl.gyllini 17,4286 17,4801 17,5232
V-þ. mark 19,6420 19,7000 19,7475
ít.lira 0,02852 0,02861 0,02868
Austurr. sch. 2,7933 2,8015 2,8066
Port. escudo 0,2771 0,2780 0,2795
Sp.peseti 0,3032 0,3041 0,3043
Jap.yen 0,26338 0,26416 0,26454
Irsktpund 54,443 54,603 57,702
SDR (Sérst. 49,0502 49,1954 48,2294
ECU, Evrópum. 41,4546 41,5772 40,6155
INNLÁNSVEXTIR:
Sparisjóðsbœkur
Landsbankinn....... ........ 9,00%
Útvegsbankinn............... 8,00%
Búnaðarbankinn....... ...... 8,50%
Iðnaðarbankinn.............. 8,00%
Verzlunarbankinn..... ...... 8,50%
Samvinnubankinn...... ...... 8,00%
Alþýöubankinn............... 8,50%
Sparisjóðir................. 8,00%
Sparísjóðsreikningar
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn.............. 10,00%
Búnaðarbankinn....... ...... 9,00%
Iðnaðarbankinn..............-8,50%
Landsbankinn............... 10,00%
Samvinnubankinn...... ...... 8,50%
Sparisjóðir................. 9,00%
Útvegsbankinn............... 9,00%
Verzlunarbankinn............ 10,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýöubankinn.............. 12,50%
Búnaðarbankinn.............. 9,50%
Iðnaðarbankinn............. 11,00%
Samvinnubankinn............ 10,00%
Sparisjóðir................ 10,00%
Útvegsbankinn.............. 10,00%
Verzlunarbankinn............ 12,50%
með 12 mánaða uppsögn
Alþýöubankinn.............. 14,00%
Landsbankinn................11,00%
Útvegsbankinn.............. 13,60%
með 18 mánaða uppsögn
Búnaðarbanki............... 15,50%
Iðnaðarbankinn............. 14,50%
Verðtryggðir reikningar
miðað við lánskjaravísitölu
með 3ja mánaða uppsögn
Alþýðubankinn............... 1,00%
Búnaðarbankinn....... .... 1,00%
Iðnaðarbankinn...... ....... 1,00%
Landsbankinn....... ...... 1,00%
Samvinnubankinn .......... 1,00%
Sparisjóöir............, 1,00%
Útvegsbankinn............. 1,00%
Verzlunarbankinn............ 1,00%
með 6 mánaða uppsögn
Alþýðubankinn .............. 3,00%
Búnaðarbankinn............. 2,50%
Iðnaðarbankinn.............. 2,50%
Landsbankinn....... ...... 3,50%
Samvinnubankinn.............. 2,50%
, Sparisjóöir.................. 3,00%
Útvegsbankinn................ 3,00%
Verzlunarbankinn..... ..... 3,00%
með 18 mánaða uppsögn:
Samvinnubankinn.............. 7,50%
með 24 mánaða uppsögn:
Samvinnubankinn.............. 8,00%
Að loknum binditíma 18 mánaða og
24 mánaða verðtryggðra reikninga
Samvinnubankans er innstaeða laus
tvisvar á ári eins og á 6 mánaða reikn-
ingum.
Ávlsana- og hlaupareikningar:
Alþýðubankinn
- ávísanareikningar.......... 7,00%
- hlaupareikningar......... 3,00%
Búnaðarbankinn............. 3,00%
Iðnaöarbankinn............. 3,00%
Landsbankinn........ ...... 4,00%
Samvinnubankinn............... 4,00%
Sparísjóðir................ 3,00%
Útvegsbankinn.............. 3,00%
Verzlunarbankinn1)'........ 3, 00%
Eigendur ávísanareikninga í Verzlun-
arbankanum geta samið um ákveðna
lágmarksinnstæðu á reikningi sínum og
af henni eru reiknaðir almennir spari-
sjóðsvextir auk uppbótar.
Stjömureikningar:
Alþýðubankinn1)............ 8-9,00%
Aiþýðubankinn býður þrjár tegundir
Stjörnureikninga og eru allir verð-
tryggðir. í fyrsta lagi eru reikningar fyrir
ungmenni yngri en 16 ára, með 8%
vöxtum. Reikningurínn er bundinn þar
til eigandinn hefur náð 16 ára aldri. í
öðru lagi eru reikningar fyrir aldraða —
lífeyrisþega — með 8% vöxtum. Upp-
sagnarfrestur er mismunandi eftir aldri
eiganda, 3 til 9 mánuðir. Vextir og verð-
bætur eru lausar til útborgunar í eitt
ár. Þá eru þriggja Stjörnureikningar
með 9% vöxtum. Hver innborgun er
bundin í tvö ár. Vextir og verðbætur
eru lausar til útborgunar í eitt ár.
Afmælisreikningur
Landsbankinn............... 7,25%
Afmælisreikningur Landsbankans er
bundinn í 15 mánuði og ber 7,25%
vexti og er verðtryggður. Innstæða er
laus í tvo mánuði eftir að binditíma lýk-
ur. Heimilt er að leggja inn á reikninginn
til 31. desember 1986.
Safnlán - heimilislán - IB-lán - plúslán
með 3ja til 5 mánaða bindingu
Alþýöubankinn................ 10-13%
Iðnaðarbankinn...... ......... 8,50%
Landsbankinn................. 10,00%
Sparisjóðir................... 9,00%
Samvinnubankinn................8,00%
Útvegsbankinn................. 9,00%
Verzlunarbankinn............. 10,00%
6 mánaða bindingu eða lengur
Alþýðubankinn................ 13,00%
Iðnaðarbankinn................ 9,00%
Landsbankinn ................ 11,00%
Sparisjóðir.................. 10,00%
Útvegsbankinn................ 10,00%
Innlendir gjaldeyrísreikningar:
Bandaríkjadollar
Alþýðubankinn................. 7,50%
Búnaðarbankinn....... ..... 8,00%
Iðnaðarbankinn................ 6,00%
Landsbankinn.................. 6,00%
Samvinnubankinn............... 6,50%
Sparisjóðir.................. 6,00%
Útvegsbankinn................. 6,00%
Verzlunarbankinn...... ..... 6,50%
Steriingspund
Alþýðubankinn...............11,50%
Búnaðarbankinn....... ....... 9,00%
Iðnaðarbankinn....... ........ 9,00%
Landsbankinn................. 9,00%
Samvinnubankinn............. 10,00%
Sparisjóðir.................. 9,00%
Útvegsbankinn.................9,00%
Verzlunarbankinn............ 10,50%
Vestur-þýsk mörk
Alþýðubankinn................ 4,00%
Búnaðarbankinn...... ...... 3,50%
Iðnaðarbankinn............... 3,50%
Landsbankinn................. 3,50%
Samvinnubankinn.............. 3,50%
Sparisjóðir.................. 3,50%
Útvegsbankinn................ 3,50%
Verzlunarbankinn............. 3,50%
Danskar krónur
Alþýðubankinn................ 8,00%
Búnaðarbankinn...... ...... 6,50%
Iðnaðarbankinn...... ........ 7,00%
Landsbankinn................. 7,50%
Samvinnubankinn...... ....... 7,50%
Sparisjóðir.................. 7,00%
Útvegsbankinn................ 7,00%
Verzlunarbankinn............. 7,00%
ÚTLÁNSVEXTIR:
Almennir víxlar (forvextir). 15,25%
Skuldabróf, almenn............... 15,50%
Afurða- og rekstrarián
í islenskum krónum.......... 15,00%
í bandaríkjadollurum......... 8,25%
ísteriingspundum............ 11,25%
ívestur-þýskummörkum....... 6,00%
íSDR........................ 8,00%
Verðtryggð lán miðað við
lánskjaravísKölu
í allt að 2'h ár................ 4%
Ienguren2'/2ár.................. 5%
Vanskilavextir................. 27%
Överðtryggð skuldabréf
útgefin fyrir 11.08. '84. 15,50%
Skýringar við sérboð
innlánsstofnana
Landsbankinn: Ársvextir af Kjörbók eru
14,0% — ávöxtun hækkar eftir því sem inn-
stæða er lengur óhreyfð. Á þriggja mánaða
fresti er ávöxtun Kjörbókar borin saman við
ávöxtun á sex mánaða verðtryggöum reikning-
um og sú ávöxtun valin sem reynist hærri.
Vextir eru reiknaðir tvisvar á ári á höfuðstól.
Kjörbók er óbundinn reikningur, en frá út-
borgaðri fjárhæð dregst 0,7% gjald en þó
ekki af vöxtum liðins árs.
Útvegsbankinn: Ábót er óbundinn reikning-
ur. Borin er saman ávöxtun á óverðtryggðum
reikningum og þriggja mánaða verðtryggðum
reikningum og hærri ávöxtunin valin. Ef inn-
stæða hefur verið hreyfð, reiknast almennir
sparisjóðsvextir á reikninginn. Vextir eru færð-
ir einu sinni á ári á höfuðstól, en verðbætur
bætast við höfuðstól ef ávöxtun þriggja mán-
aða reikninga er valin.
Búnaðarbankinn: Gullbók ber 14,0% vexti
á ári — ávöxtun fer hækkandi eftir þvi sem
innstæða er lengur óhreyfö. Gerður er saman-
burður við ávöxtun þriggja mánaða verð-
tryggðra reikninga og ef hún er betri er hún
valin. Vextir eru færðir tvisvar á ári á höfuð-
stól. Ef tekið er út af reikningnum er reiknað
0,75% úttektargjald og er það dregið frá áunn-
um vöxtum.
Metbók Búnaðarbankans er bundinn reikning-
ur til 18 mánaða: Hverju innleggi er hægt að
segja upp með 18 mánaða fyrirvara. Vextir
eru lausir til útborgunar í 6 mánuði. Nafn-
vextir eru 14.50% og höfuðstólsfærslur vaxta
tvisvar á ári. Gerður er samanburður á ávöxt-
un 6 mánaða verðtryggöra reikninga og
Metbókar. Ávöxtun Metbókar er aldrei lakari
en ávöxtun 6 mánaða reikninga.
Verzlunarbankinn: Kaskóreikningur. Meg-
inreglan er að innistæða sem er óhreyfð í
heilan ársfjórðung nýtur kjara 6 mánaða bund-
ins óverðtryggðs reiknings eða 6 mánaða
verðtryggð reiknings, eftir þvi hvor gefur
hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung. Vextir
og verðbætur færast á höfuðstól i lok hvers
ársfjórðungs, hafi reikningur notið þessara
„kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör þótt
teknir séu út vextir og verðbætur, sem færðar
hafa verið á undangengnu og líðandi ári. Út-
tektir umfram það breyta kjörum sem hér
segir: Viö eina úttekt í fjórðungi reiknast al-
mennir sparisjóðsvextir af úttekinni fjárhæð,
en kaskókjör af eftirstöðvum. Við fleiri úttekt-
ir fær öll innistæða reikningssins sparisjóðs-
bókarvexti. Sé reikningur stofnaður fyrsta eða
annan virkan dag ársfjórðungs fær innistæðan
hlutfallslegar verðbætur m.v. dagafjölda i inn-
leggsmánuði, en ber siðan kaskókjör út
fjórðunginn. Reikningur sem stofnaður er
síðar fær til bráðabirgða almenna sparisjóðs-
vexti en getur áunnið sér kaskókjör frá
stofndegi að uppfylltum skilyrðum.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur. Eftir
því sem innstæða er lengur óhreyfð reiknast
hærri vextir. Fyrstu tvo mánuði 8% vextir,
eftir tvö mánuði 8,25%, eftir þrjá mánuði 8,5%
o.s.frv. uns innstæða hefur verið óhreyfð í 6
mánuði þá reiknast 12% vextir. Frá og með
12 mánuðum eru vextir 12,5% og frá og með
18 mánuðum 13%. Aunnar vaxtahækkanir
reiknast alltaf frá því að lagt var inn. Vaxta-
færsla á höfuðstól er einu sinni á ári.
Alþýðubankinn: Sérbók ber allt að 16%
vexti en vextir hækka eftir því sem innstæða
er lengur. Hver innstæða er meðhöndluð sér-
staklega. Höfuðstólsfærslur vaxta eru fjórum
sinnum á ári. Þá er einnig gerður saman-
burður á ávöxtun Sérbókar og þriggja mánaða
verðtryggðra reikninga og sú hagstæðari val-
in.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verð-
tryggður og ber auk þess grunvexti 6 mánaða
verðtryggs reiknings. Vextir eru færðir á höf-
uðstól tvisvar á ári. Hreyfingar innan mánaðar
bera sérstaka Trompvexti 12,5% ef innistæða
hefur verið án útborgunar í þrjá mánuði eða
lengur, en annars almenna sparisjóðsbókar-
vexti. Ársfjórðungslega er ávöxtun lægstu
Innistæðu á liönum þremur mánuðum borin
saman við sérstaka Tropmvexti og ef þeir
gefa hærri ávöxtun er mismun bætt við vaxta-
stöðu Tropmreiknings.
Sparisjóður Vélstjóra ert með Sparibók,
sem er bundin í 12 mánuði og eru vextir 15,
5%, eru þeir færðir á höfuðstól einu sinni á
ári. Þegar útborgun hefur staðið í stað i 12
mánuði er hún laus til útborgunar næstu 30
daga, eftir það binst hún á ný næstu 11 mán-
uöi. Eiganda sparibókar er tryggt að bókin
gefi aldrei lægri ávöxtun á ári en sex mánaða
bundinn verðtryggður reikningur.
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis,
Sparisjóður Kópavogs, Sparisjóður Hafnar-
fjarðar, Sparisjóðurinn í Keflavik, Sparisjóður
Mýrarsýslu og Sparisjóður Akureyrar eru með
Topp-bók, sem er bundin i 18 mánuði og eru
vextir 14,5%, eru þeir færðir á höfuðstól tvi-
svar á ári. Þegar innborgun hefur staðið 118
mánuði er hún laus tll útborgunar næstu 30
daga, eftir það binst hún á ný og er laus til
útborgunar i 30 daga á sex mánaða fresti.
Eiganda Topp-bókar er tryggt að bókin gefi
aldrei lægri ávöxtun á ári en sex mánaða
bundinn verðtryggður reikningur.
Iðnaðarbankinn Bónusreikningur er óverð-
tryggður reikningur og ber 11% vexti. Óverð
tryggð Bónuskjör eru 2,5%. Á sex mánaða
fresti eru borin saman verðtryggð og óverð-
tryggð bónuskjör og ávöxtun miðuð við þau
kjör sem eru hærri á hverjum tima. Vextir eru
færðir á höfuðstól tvisvar á ári.
Samanburðarti-
mabil eru þau sömu og vaxtatimabil. Heimilt
er að taka út tvisvar á hverju sex mánaða tíma-
bili.
Sparisjóðsreikningur með 18 mánaða upp-
sögn. Hægt er að velja um bókaríausan
reikning eða reikning tengdan sparisjóðsbók.
Reikningurinn er bundinn til 18 mánaða og
er laus einn mánuð I senn eftir 18 mánuði eða
siðar, eftir vali reikningseigenda. Innstæða
er laus til útborgunar eftir það einn mánuð í
senn á 12 mánaða fresti. Vextir eru reiknaðir
eftir á og eru lagðir við innstæðu 31. desemb-
er ár hvert og eru lausir til útborgunar næstu
12 mánuði eftir það.
Lífeyrissj óðslán:
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæð er nú 500 þúsund krónur og er
lániö vísitölubundið með lánskjaravisitölu, en
ársvextir eru 5%. Lánstími er alft að 25 ár,
en getur verið skemmri, óski lántakandi þess,
og eins ef eign sú, sem veð er I er iitilfjörleg,
þá getur sjóðurinn stytt lánstímann.
Greiðandi sjóðsfélagar geta sótt um lán úr
lífeyrissjóðnum ef þeir hafa greitt iðgjöld til
sjóðsins í tvö ár og tvo mánuði, miðað við
fullt starf. Biðtími eftir láni er fjórir mánuðir
frá því umsókn berst sjóðnum.
Lrfeyrissjóður verzlunarmanna:
Lánsupphæð er nú, eftir a.m.k. 3ja ára aðild
að lífeyrissjóðnum og fimm árum eftir siðustu
lántöku, 150.000 krónur.
Höfuðstóll lánsins er tryggður með láns-
kjaravísitölu, en lánsupphæðin ber nú 5%
ársvexti. Lánstiminn er 3 til 5 ár að vali lántak-
anda.
Lánskjaravísitala fyrir ágúst 1986 er 1472
stig en var 1463 stig fyrir júli 1986. Hækkun
milli mánaðanna er 0,62%. Miðað er við visi-
töluna 100 I júní 1979.
Byggingavísítala fyrir júlí til september
1986 er 270 stig og er þá miðaö við 100 í
janúar 1983.
Handhafaskuldabréf í fasteignaviðskipt-
um. Algengustu ársvextir eru nú 18-20%.
Sérboð Naf nvextir m.v. óverðtr. verðtr. Verðtrygg. Höfuðstóls færsl.
Óbundið fé kjör kjör tímabil vaxta á ári
Landsbanki, Kjörbók: 1) ?—14,0 3.5 3mán. 2
Útvegsbanki, Ábót: 8-14,1 1,0 1 mán. 1
Búnaðarb.,Gullbók1) ?-14,0 1,0 3mán. 2
Verzlunarb., Kaskóreikn: 8,5-12,5 3,0 3mán. 4
Samvinnub., Hávaxtareikn: 8-13,0 1-2,5 3mán. 1
Alþýðub., Sérvaxtabók: 10-16,0 1,0 4
Iðnaðarbanki, Bónus: 11,0 2,5 6mán. 2
Sparisjóðir.Trompreikn: Bundið fé: 12,5 3,0 1 mán. 2
Búnaðarb., Metbók: 15,50 3,5 6mán. 2
Sparisj. vélstj: 15,5 3,0 6mán. 1
Iðnaðarb. 18mán: 14,5 1
1) Vaxtaleiörótting (úttektargjaldí er 0.75% í Búnaðaörbanka og 0,7% í Landsbanka.