Morgunblaðið - 17.08.1986, Síða 37
r
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
37
myndarfólk, sjálfstætt fyrir löngu
og böm þess úr grasi vaxin. Þau
Jón og Laufey voru gæfusöm í
einkalífi sínu, eignuðust góða fjöl-
skyldu og ánægjuríkt heimili. Andi
heimilisins var glaðvær og friðsam-
ur. Einhver hvíslaði í eyra mér að
aldrei væri rifist á þeim bæ.
Kannski hefur það verið búálfurinn.
Þjóð okkar getur ekki vænst
þess, að ekki dragi fyrir sólu. Þann-
ig er einkalífíð einnig. Húsmóðirin
fékk banvænan sjúkdóm. Hún tók
því með sömu þrautseigju og þolin-
mæði og hún þurfii á að halda við
stjóm á stóm heimili og uppeldi
bama. Laufey dó 24. nóvember
1974.
Jón Guðmundsson, sem áður bjó
í Skipasundi 47, lifir nú kyrrlátu
lífi á Hrafnistu í Reykjavík. Hann
hefur fengið ýmis áföll í lífinu en
hrist þau af sér. Nú hafa starfsam-
ar hendur látið undan. Þessar
fátæklegu línur eru senn á enda.
Þær eru lítið þakklæti fyrir mikla
vináttu. Hér er að endingu atriði
sem lýsir Jóni Guðmundssyni vel.
Eitt sinn er ég kom til hans var
þar stórt gólfteppi hálfunnið, mjög
fallegt og vel gert. Þetta var hann
að grípa í sér til gamans, þegar
þungu og miklu verkefnin voru að
baki. Kjarkmaðurinn gefst ekki
upp. Bili önnur hendin vinnur hann
allt með hinni, eins og viljinn heimt-
ar. Vilji er allt sem þarf. Einn
daginn var teppið horfíð. „Ég gaf
það,“ sagði Jón og brosti gamla
brosinu, brosi þeirrar kynslóðar,
sem gamnaði sér við listiðnað, en
hirti ekki um launin: Þessvegna eig-
um við listaverk á Þjóðminjasafninu
og fleira, sem þjóðin hefiir fram-
leitt fremur af vilja en mætti á
umliðnum öldum, við koluljós og
lýsistýrur.
Ég og kona mín óskum öllum
ástvinum Jóns Guðmundssonar til
hamingju með gamla höfðingjann,
ungan í anda, sem níræður verður
á morgun, 18. ágúst.
Friðrik Jónasson
Jón ætlar að taka á móti
gestum í sal rafiðnaðar-
manna, Háaleitisbraut 68, frá
kl. 17-19 á afmælisdaginn.
Japönsk kona, sem getur ekki
um aldur vill skrifast á við konur
og karla frá 12—60 ára.
Emi Kimura
c/o I.iternational English Aca-
demy
Iwashita Build
1-10-7 Jin-nan
Shibuya-ku
Tokyo, Japan 150.
Tólf ára drengur í Ghana sem
hefur áhuga á körfubolta, knatt-
spyrnu, dansi og frímerkjasöfnun.
Robert Lincoln
Box 409
Ogues city, Ghana,
W-Africa.
Karlmaður frá Saudi-Arabiu,
sem nefnir ekki aldur sinn, en hefur
hug á að skrifast á við stúlkur 19—
23 ára. Hann segist hafa áhuga á
skokki, ferðalögum, dansi, sundi,
diskódansi og mörgu fleiru.
Salik Ahmed
Box 490, Jeddah
Saudi Arabia
Alsírskur karlmaður, 22ja ára og
hefur gaman af því að ferðast.
Skrifar á frönsku.
DjiIIali Yahiat
Tennis Parc, 55 Rue Hales Said,
EI-Mouradia Alger 16070,
Algeria.
5TÆKKUM 1
5AMDÆC5UR5
Mú stækkum við litmyndir samdægurs. Eftir að hafa framkallað litmyndir í 5 ár er
okkur það sérstök ánægja að kynna þessa nýju þjónustu sem er einsdæmi hér á
landi. Þú kemur með filmuna þína framkallaða fyrir kl. 11 að morgni og við stækkum
myndimar samdægurs eftir þínum óskum. Að sjálfsögðu færðu ráðleggingar
um myndir og myndatökur T kaupbæti.
18 x 24 cm
210 kr.
20 X 25 cm
250 kr.
24 x 30 cm
420 kr.
28 x 35 cm
570 kr.
30 X 40 cm
810 kr.
Verð á
stækkunum:
13 x 18 cm
140 kr.
Eins 03 áður getur þú skotið filmunni þinni inn til okkar
og skroppið í bæinn. Eftir klukkutíma eru myndirn^
tilbúnar og þú tekur þær á leiðinni heim!
Þægilegra getur það varla verið.
Póstsendum um allt land
5 ára reynsla
VIÐ 5ETJUM MYMDQÆÐIM OFAR ÖLLU
I T M Y N D I R
I HUSI HOTEL ESJU
SUÐURLANDSBRAUT 2 S. 82219
I tileíni
afmœlisins
frá emmess: