Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986
38
Afmælisbakkelsi
„Þá er Ingólfur sá ísland, skaut hann fyrir borð öndvegissúlum
sinum til heilla. Hann mælti svá fyrir, at hann skyldi þar byggja,
er súlurnar kæmi á land.“ Svo ritar Ari í Landnámabók um að-
draganda þess að fyrsti landnámsmaður íslands setti bú sitt í
Reykjavík, hvar nú er höfuðborg vor með því sama heiti og Ing-
ólfur gaf bæ sínum.
Þá er Ingólfur skaut fyrir borð öndvegissúlunum var það í
annað sinn er hann leitaði sér leiðsagnar í sambandi við landnáms-
för sína hingað til lands, svo vitnað sé á ný í Landnámabók:
„Þenna vetr fekk Ingóifur at blóti miklu ok leitaði sér heilla um
forlög sín, en Hjörleifr vildi aldri blóta. Fréttin vísaði Ingólfi til
íslands. Eftir þat bjó sitt skip hvárr þeirra mága til íslandsferðar.“
Á morgun halda Rey kvíkingar upp á 200 ára afmæli kaupstaðar-
réttinda sinna og bjóða öllum íslendingum í tertukaffi með sér
í hlaðvarpanum hjá Ingólfi. Aldrei er það þó svo að allir eigi
heimangengt og er því stungið upp á að þeir sem heima verða
að sitja leggi í afmæliskringlu eða aðra köku tengda afmælinu
svo allir hafi eitthvað til að gleðjast við og gæða sér á. I þessum
þætti er valið milli afmæliskringlu, eða afmælisköku í liki svans,
merki afmælisins, eða þá að deigið er mótað í tölustafina 200.
Allar þessar kökur eru búnar til úr gerdeigi, sem mjög auðvelt
er að móta að vild. Hjartanlegar afmælisóskir!
Afmæliskring-la
500 g hveiti,
xh dl sykur,
1 tsk. salt,
1 kúfuð msk. þurrger,
2 egg + 1 eggjahvíta,
100 g smjörlíki,
l'/z dl mjólk,
4 kardimommur eða lh tsk.
dropar,
50 g smjör inn í kringluna,
1 dl rabarbarasulta,
2 epli,
1 eggjarauða,
3 tsk. vatn,
50 g heslihnetur eða möndlur,
2 msk. sykur.
1. Sigtið hveiti í skál, setjið salt
saman við. Setjið þurrgerið út í.
2. Hrærið eggin, eggjahvítuna og
sykurinn saman þar til það er ljóst
og létt. Hellið út í hveitið, setjið
kardimommur út í.
3. Bræðið smjörlíkið, takið af
hellunni og hellið mjólkinni út í.
Hellið síðan strax í skálina með
hveitinu og eggjunum. Hnoðið vel
saman.
4. Leggið stykki yfir skálina og
látið þetta lyfta sér í 20—30
mínútur.
5. Sláið deigið niður, hnoðið síðan
örlitlu hveiti upp i. Mótið eina
langa lengju, 80—90 sm að lengd
og 25 sm á breidd. Smytjið helm-
ing smjörsins yfír lengjuna, leggið
saman, fletjið út á ný þannig að
hún nái sömu breidd og smyijið
síðari hluta smjörsins yfir.
6. Smyijið sultunni á lengjuna.
Afhýðið eplin, stingið úr þeim
kjarnann, rífið síðan gróft á rif-
jámi og setjið yfir sultuna.
7. Vefjið lengjuna saman. Setjið
á smurða bökunarplötu eða bök-
unarpappír. Mótið kringlu. Látið
samskeytin snúa niður.
8. Hrærið eggjarauðuna út með
vatninu og smyijið kringluna.
9. Saxið hnetumar, blandið sykri
saman við þær og stráið yfir
kringluna.
10. Leggið hreina diskaþurrku
r A
L u
3
Ig. I
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
3. Bræðið smjörlíkið, takið af
hellunni og hellið mjólkinni út í.
Látið kólna örlítið en hellið síðan
saman við það sem er í skálinni.
Hnoðið vel saman.
4. Leggið stykki yfír skálina og
látið þetta lyfta sér í 20—30
mínútur.
5. Sláið deigið niður, hnoðið síðan
með örlitlu hveiti. Mótið 2 lengjur
40x20 sm og 30x20 sm. Smyijið
helmingi smjörsins á lengjumar,
Ieggið saman og fletjið út aftur í
sömu breidd.
6. Smyijið því sem eftir er af
smjörinu yfir lengjurnar, stráið á
þær kanilsykri og síðan rúsínum.
Rúllið saman. Mótið síðan svan,
hausinn og einn sveig úr stærri
lengjunni en tvo minni sveiga úr
þeirri styttri. Togið örlítið í enda
fyrri lengjunnar til að mynda
gogg. Stingið síðan einni rúsínu
í augastað.
yfir kringluna, látið hana lyfta sér
nálægt bakaraofninum.
11. Hitið bakaraofninn í 210°C,
blástursofn í 190°C, setjið kringl-
una neðarlega í ofninn og bakið
í 20 mínútur.
Athugið: Best er kringlan volg,
hana er hægt að frysta og hita
upp.
m-m
Svanurinn
300 g hveiti,
’h tsk. salt,
1 msk. þurrger,
’h dl sykur,
1 egg,
'h eggjarauða + 1 hvíta,
50 g smjörlíki,
1 dl mjólk,
30 g smjör til að smyija deigið
með,
2 msk. kanilsykur,
1 dl rúsínur,
’h eggjarauða,
2 tsk. vatn,
30 g heslihnetur,
3 tsk. sykur.
1. Sigtið hveiti í skál, setjið salt
saman við. Setjið þurrgerið út í.
2. Hrærið eggið, hálfa eggja-
rauðu og hvítuna með sykrinum
þar til það er ljóst og létt. Hellið
út í hveitið.
7. Hrærið hálfa eggjarauðu út
með vatninu, smyijið síðan jafnt
yfir svaninn.
8. Saxið hnetumar, setjið sykur
saman við þær og stráið yfir svan-
inn.
9. Leggið hreina diskaþurrku yfir
svaninn, setjið hann nálægt bak-
araofninum meðan hann er að
hitna.
10. Hitið bakaraofn í 210°C,
blástursofn í 190°C, setjið plötuna
neðarlega í ofninn og bakið í 20
mínútur.
Athugið: Best er þetta nýbakað,
en það má frysta og hita upp.
Stafirnir „200“
250 g hveiti,
'h tsk. salt,
1 sléttfull msk. þurrger,
1 egg + 1 eggjarauða,
2 msk. sykur,
20 g smjörlíki,
'h dl mjólk,
safi úr 1 appelsínu,
1 eggjahvíta,
2 msk. sykur saman við
hvítuna,
2 msk. kókosmjöl,
rifínn börkur af 1 appelsínu.
1. Sigtið hveiti og salt í skál.
Setjið þurrgerið út í.
2. Hrærið egg, eggjarauðu og
sykur þar til það er ljóst og létt.
Setjið síðan út í hveitið.
3. Bræðið smjörlíkið, setjið í skál,
hellið mjólkinni út í. Setjið síðan
saman við hræmna. Kreistið saf-
ann úr appelsínunni og setjið út
í hræruna. Hnoðið saman. Leggið
stykki yfir skálina og látið deigið
lyfta sér í 20—30 mínútur.
4. Sláið deigið niður, mótið þijár
lengjur. Mótið töluna 2 úr einni
lengjunni en 0 úr hinum tveimur.
Leggið á smurða bökunarplötu
eða bökunarpappír. Látið lyfta sér
við hliðina á bakaraofninum með-
an hann er að hitna.
5. Þeytið hvítuna, setjið sykurinn
saman við. Smyijið þessu síðan-
jafnt á stafina.
6. Blandið saman rifnum app-
elsínuberki og kókosmjöli og
stráið yfir.
7. Hitið bakaraofninn í 210°C,
blástursofn 190°C, setjið plötuna
neðarlega í ofninn og bakið í 15
mínútur.
Athugið: Þetta er best nýbakað,
en það má ekki frysta.
Alþjóðaráðstefna um kjarnorkumál:
Ríkjum gert að til-
kynna kjamorkuslys
Vín, AP.
SAMKVÆMT málamiðlunartillögu, sem samþykkt var í gær á al-
þjóðaráðstefnu 62 ríkja um kjarnorkumál í Vín, er stjórnum þeirra
gert að tilkynna flest kjarnorkuslys. þar á meðal óhöpp af völdum
kjarnorkuvopna. Hér er um að ræða drög að samkomlagi, sem lagt
verður fyrir Alþjóðakjarnorkumálastofnunina, sem hélt ráðstefnuna,
en aðild að henni eiga 112 ríki.
Ráðstefnan var haldin á vegum
Alþjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar, en hugmynd um að skuld-
binda þau líki, sem hafa yfir
kjarnorkuvopnum að ráða, til að
skýra opinberlega frá öllum slysum,
sem rekja má til slíkra vopna, náði
ekki fram að ganga vegna andstöðu
Sovétmanna og Bandaríkjamanna.
Að sögn stjómarerindreka
studdu fulltrúar risaveldanna af-
stöðu sína þeim rökum að yrði þeim
gert að tilkynna um öll kjarnorku-
vopnaslys gæti haft það í för með
sér að öryggi ríkjanna væri stefnt
í hættu. Frakkar greindu ekki frá
afstöðu sinni til málsins, en Banda-
ríkjamenn, Bretar og Frakkar
buðust til þess að skýra opinberlega
frá hugsanjegum kjamorkuvopna-
slysum af fúsum og fijálsum vilja,
ef það þjónaði öryggishagsmunum
þeirra.
Samkvæmt samkomulagsdrög-
unum er t.d. stjómvöldum þeirra
ríkja, sem standa að samþykktinni,
skylt að gera ýtarlega grein fyrir
því ef stórslys hendir kjarnorkukaf-
báta. Þar kemur ennfremur fram
að aðstoði stjórn eins ríkis annað
ríki vegna kjarnorkuslyss ber að
líta svo á að allar upplýsingar þar
að lútandi séu trúnaðarmál.
Líbanon:
Nætur
átök
Bcirút, AP.
SKÆRULIÐAR kristinna manna
og múhameðstrúar skutu úr
sprengjuvörpum á hvora aðra á
mörkum Austur- og Vestur-
Beirút aðfaranótt sl. föstudags.
Skothríð hæfði kaþólska kirkju í
Vestur Beirút og líbanskur prestur
lést. Lögregluyfirvöld sögðu að a.
m.k. einn annar maður hefði látist
og 10 særst. Vopnahléi var komið
á um sólarupprás.