Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 42

Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 t* Á slóðum Ferðafélags íslands Sögurerð um Reykjavík EFTIR HÖSKULD JÓNSSON Ferðafélag íslands óskar íbúum Reykja- víkurtil hamingju með 200 ára afmælið. í tilefni þessara tímamóta efnir félagið til sérstakrar söguferðar um Reykjavík og nágrenni. Ferð þessi verður farin sunnudaginn 17. ágúst kl. 10 frá Um- ferðarmiðstöðinni undir leiðsögn Páls Líndal. Ekið verður um miðbæinn - elstu byggð Reykjavíkur - vestur eftir Vesturgötu að Örfíris- eyjargranda en til baka um Ægisíðu og Suðurgötu. Því næst verður haldið austur á bóginn um nýju hverfín eft- ir því sem tími vinnst til en í bakaleiðinni verður farið niður Laugaveg og Bankastræti og síðan suður Lækjar- götu. Gert er ráð fyrir að komið verði að Umferðarmið- stöðinni um kl. 12. Ferðafélag Islands er féiag allra landsmanna. Rætur þessa félags liggja um allt land og er það ánægjuefni að hitta félaga nánast hvar sem leiðir iiggja. Ferðafélag- Unnið við aðhlynningu plantna. Norðurá vaðin fyrir neðan Laxfoss. Og eitthvað hafa þeir orðið varir á Eyrinni... Stórgóð veiði í Laxá í Leir „Þetta hefur verið gott í sum- ar, virkilega gott og enn er áin að gefa vel og full af físki," sagði Haukur Garðarsson veiðivörður í Laxá í Leirársveit í samtali við Morgunblaðið í gærdag. Erlendir veiðimenn eru enn að veiðum í ánni og flugan því eina agnið enn sem komið er. Sagði Haukur að rigningin á dögunum hefði farið vel í ána, hún hefði þá aukist nokkuð og væri nú mátuleg. „Það eru komnir á þrettánda hundrað laxar á land og það er enn að reytast upp fískur úr sjón- um. Þetta er yfirleitt smálax í seinni tíð, 4-7 punda, en einstaka stærri laxar veiðast, t.d. kom ein virkilega falleg 13 punda hrygna á land í morgun og sá sem hana veiddi missti annan lax, stóran hæng sem var ekki langt frá 20 pundum. Það eru nokkrir slíkir fantar í ánni nú, kannski að þeir veiðist er það kemur stuð í þá í haust. Enn þá hofur ekki veiðst stærri lax en 18 pund,“ bætti Haukur við. Um veiðnustu flug- urnar sagði Haukur, að Green But væri mikið notuð, einnig Hairy Mary og Blue Charm, auk þess sem flugur með gulu hafi gefíð vel um tíma, Þingeyingur og Blaek Sheep. Þó sagði Haukur, að svarta rollan hefði ekki gefíð nálægt því eins vel og í fyrrasum- ar þegar menn mokveiddu á hana. Getum þess að lokum, að í fyrra veiddust 860 laxar í Laxá og síðast veiddust yfír 1.000 laxar í henni sumarið 1978, þá 1.252 laxar. Haukur sagði að áin hefði einu sinni gefíð 2.200 laxa, líklega 1972, en þá hefði ein stöng veitt um helminginn á svæðinu frá Eyrarfossi og upp í Eyrarvatn. Haukan„pökkuð“ af laxi „Þetta hefur gengið vel, áin er pökkuð af laxi og það eru komnir um 680 laxar á land auk nokk- urra físka úr ánni ofan vatns," sagði Torfí Ásgeirsson umsjónar- maður með veiðum í Haukadalsá í samtali við Morgunblaðið í gær- dag. Til samanburðar má geta þess, að í ánni allri veiddust í fyrra 499 laxar, en það var reynd- ar óvenjulega lélegt og stakk í stúf við góða veiðibata víðast hvar annars staðar. Torfí sagði að það væri lax að ganga í ána nær dag- lega og þá um morguninn hefðu t.d. veiðst 8 laxar, margir þeirra lúsugir. Um stórlaxa fer ekki mörgum sögum í Haukinni í sumar, þrír 17 punda fískar eru enn stærstir og hafa verið það í þó nokkrar vikur. Hins vegar sagði Torfí að menn væru að reyna myrkranna á milli við mikið ferlíki í svokölluð- um Myrkva, físk sem álitinn væri 25-30 pund, en hylurinn er erfíður og ekki gjöfull. „Þeir eru þar margir saman og sumir þeirra griðarvænir. Það náðist einn í fyrramorgun, hann var 15 pund, en svo leginn og horaður orðinn að hann hefur örugglega verið 19-20 pund nýgenginn. Þetta var meters langur lax, en nánast kvið- laus orðinn og lítið annað eftir en roð og bein,“ sagði Torfi. Góður heildarsvipur í Norðurá Norðurá hefur gefið rétt rúm- lega 1.500 laxa og styttist nú til loka vertíðarinnar, en það er að- eins veitt út mánuðinn. Veiðin hefur verið frekar dauf að undan- förnu, enda besti tíminn liðinn í ánni. Þó hafa ýmsir fengið góð skot, enda var áin vatnslítil mik- inn hluta „besta tírnans" og það ástand hefur batnað. Mikill lax er í ánni og er hann dreifður um allt. Best veiðist nú frammi í dal og „milli Fossa“, en lítið fyrir neðan Laxfoss þó þar sé víða tals- vert af laxi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.