Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 56

Morgunblaðið - 17.08.1986, Side 56
56 MÓRGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAUUR 17. ÁGÚST 19'86 Stóríramkvæmdir Fyrstu áratugir 20. aldar voru tími hinna stóru fram- kvæmda í Reykjavík. Vatn og rafmagn var leitt í hús og höfn var byggð. Með myndunum sem hér birtast er ætlunin að stikla á stóru í sögu þessara framkvæmda. Vatnsveita Um síðustu aldamót var því hér svo háttað að allir sóttu vatn sitt í brunna. Flestir sóttu vatn sitt sjálfir en þó hafði hópur fólks lífsviðurværi sitt af vatns- burði, og má þarf nefna Sæfinn með sextán skó, Gunnu grallara o.fl. Vatns- berar þóttu að öllu jöfnu sérkennilegir og þá einkum vegna útlits og háttarlags. Prentsmiðjupósturinn við Aðalstræti var höfuðvatns- ból bæjarins, enda sóttu flestir miðbæingar þangað vatn sitt og Gijótaþorpsbúar allir. Austan lækjar var Bak- aríspóstur (í Bankastræti) stærstur og eins má þar nefna Skálholtskotslind og Móakotslind, en við hana eru 1 kenndar götumar V atnsstíg- ur og Lindargata. Vestur í bæ var svo Landakotsbrunn- ur stærstur, en þar var að auki brunnur við nær hvern einasta bæ. En þrátt fyrir fjölda vatns- bóla þá gerði vatnsskortur æ oftar vart við sig er komið var fram yfir aldamót, auk þess sem ýmis óhollusta vildi fylgja brunnvatninu. Vatns- málið varð brátt mál mál- anna hjá bæjaryfirvöldum og voru þar margar tillögur ræddar án þess að niður- staða fengist. Til dæmis um . það hve brýnt málið var orð- ið um þessar mundir, þá er oft vitnað í hin fleygu orð, sem höfð eru eftir Guðmundi Bjömssyni lækni á fundi um vatnsmálið 1904: „Vatns- leiðsla í bæinn er orðin það Iífsspursmál, að vér verðum annaðhvort að flytja bæinn að vatni, eða vatn í bæinn." Árin 1904—1905 stóðu svo yfir boranir þær í Vatnsmýr- inni í leit að vatni sem endurðu með hinu íslenska gullæði, sem hvert manns- bam kannast orðið við. Árið 1907 varsvo loks ákveðið að leiða vatn í pípum til bæjarins frá Gvendar- bmnnum, og var Holger A. Hansen falin framkvæmd verksins og uppálagt að klára það um haust 1909. Þetta tókst, og þann 2. okt- óber 1909 var vatni hleypt á pípumar frá Gvendarbmnn- um. Reykvíkingar höfðu loks fengið vatn það sem þeir hafa æ síðan notið í ríkum mæli. Hafnargerð „Við höfum kastað akker- um á fallegasta skipalægi heimsins." Svo komst sænski rithöfundurinn ogteiknarinn Albert Engström að orði er hann virti fyrir sér fjalla- hringinn um Faxaflóa frá fleyi sínu á legunni við Reykjavík. Þetta var árið í Reykjavík á fyrstu óratugum 20. aldar 1911, og þá hafa eflaust flestir getað tekið heilshugar undir orð Engströms, en menn vom einnig allir á sama máli um það að skipa- lægið sjálft væri í raun hafnleysa hin mesta. Um áraraðir höfðu Reykvíkingar rætt af kappi um endurbætur á höfninni og sýndist þar sitt hverjum. Ótrúlegustu tillögur höfðu litið þar dagsins ljós, eins og t.d. að gera skipaskurð upp í Tjöm, sem yrði framtíðar- höfn bæjarins. En þegar hér var komið sögu var hafnleys- ið orðið Reykvíkingum til svo mikils ama, að ekki var leng- ur við unað. Menn sættu sig ekki lengur við að þurfa að Elliðaárrafstöð. Ljósm. Olaíur Magnússon/Kópía Ljósmyndasafmð. Pípurnar til vatns- veituframkvæmd- anna komnar á land í Reykjavík 1908. Ljosm. óþckktur/Kópia Ljósmynda- safnið. Granda, en hin norðan með holtinu og að Batteríinu. Verkinu miðaði það vel að síðla árs 1913 var Granda- garður út í Örfirisey langt kominn, ogí lok árs 1915 gátu fyrstu skipin lagst að Batteríisgarði. Þann 16. nóv- ember 1917 vom svo hafnar- mannvirkin afhent Reykvík- ingum og í bytjun árs 1918 var Þórarinn Kristjánsson kosinn fyrsti hafnarstjóri Reykjavikurhafnar. Monberg. Næsta vor kom svo N.P. Kirk verkfræðingur til landsins með gufuskipinu Edvard Grieg, en honum var ætlað að sjá um framgang verksins hér á landi fyrir Monberg. Meðferðis hafði Kirk tól öll þau og tæki er til þurfti, en mesta athygli vakti þó járnbraut sú er draga átti efni tii hafnar- gerðarinnar ofan úr Oskjuhlíð. Kirk var ekki að tvínóna við hlutina og stuttu eftir komuna til landsins vom um hundrað manns í vinnu við brautarlögn milli hafnar og Öskjuhlíðar. Frá Öskjuhlíð vom tvær brautir lagðar, og var önnur sunnan Skólavörðuholts og út að sinna sífellt þyngri umferð um höfnina með uppskipun- arbátunum einum saman. Aukin kaupskipaumferð, hinn nýi togarafloti og stór þilskipafloti krafðist bættra hafnarskilyrða. Árið 1912 var loks ákveð- ið að helja hafnargerð eftir hugmyndum Gabríels Smith, sem þá var hafnarstjóri Osló- borgar. Verkið var boðið út og hreppti það danskur verk- fræðingur að nafni M.C.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.