Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.08.1986, Blaðsíða 59
,M0RgUNfiLA9I&, ,SUENURAGU%aft ÁftúST;,i986 til húðar. Söluskattur í núverandi mynd var fyrst lagður á hér á landi 1960 og var þá nokkuð almennur 3% skattur. Frá þessum tíma hafa aðstæður og viðskiptahættir breytzt. Sérhæfing í atvinnulífinu, margföldun skatthlutfallsins og síðast en ekki sízt aragrúi undan- þága hafa valdið vaxandi erfiðleik- um við fullheimtu skattsins. Svo segir í tilvitnaðri skýrslu um þetta efni: „Það nálgast því að innheimta söluskatts í núverandi mynd verði óframkvæmanleg en slíkt getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir tiltrú skattþegnanna á réttláta framkvæmd skattheimtu." Nágrannaþjóðir hafa flestar horfíð að virðisaukaskatti. Almennt er talið mun erfiðara að koma við svikum þegar virðisaukaskattur á í hlut. Virðisaukaskattur, án undan- þága eða án hliðarráðstafana, myndi hinsvegar hækka verð ýmissa nauðsynja og [matvæla] hér á landi, þ.e. þeirra sem undan- þegnar eru söluskatti. Hér er því enn og aftur komið að kaupmætti heimilanna og framfærsluvísi- tölunni. Hætt er því við að samhliða virðisaukaskatti þurfi hliðarráðstaf- anir, einhvers konar, sem kæmu í veg fyrir verðris helztu nauðsynja fólks — eða bættu það með öðrum hætti. Skattastefna Oft er talað um að stokka upp tekjukerfí ríkis og sveitarfélaga. Gjaman er talað um verkefnaflutn- ing frá ríki til sveitarfélaga og [valddreifingu] í leiðinni. í því sam- bandi er stundum vikið að því að ríkið haldi sig við eyðsluskatta, þ.e. skatta í verði vöru og þjónustu, en sveitarfélögin jrfírtaki tekjusköttun. Eyðsluskattar hafa þann kost fram yfir tekjuskatta að enginn felur eyðslu sína. Reynslan sýnir hinsvegar að dtjúgur hluti tekna fer fram hjá skattkerfínu, hér og ann- ars staðar. Eyðsluskattar koma hinsvegar verr við stórar fjölskyldur en litlar. Úr þvl má draga um al- mannatryggingakerfið. Hér skal ekki spáð í hver verður ráðandi skattastefna næstu miss- era. Hitt er æskilegt að ríkisstjómin og stjómmálaflokkamir allir tíundi marktæka og ábyrga skattastefnu fyrir kosningar, svo kjósendur viti fyrirfiram hvers konar framtíð þeir eru að leggja drög að með atkvæði sínu á kjördegi. Morgunblaðið/Ingimar Sveinsson Hótel Djúpivogur hefur verið fullsetið lengst af í sumar. Húsið var reist um aldamót. Djúpivogur: Mikill ferðamanna- straumur í sumar Djúpavogi. SUMARIÐ hefur verið einstak- lega gott hér eystra, hiti og blíða dag eftir dag. Mikill fjöldi ferða- manna hefur farið hér um, bæði útlendir og innlendir. Hefur oftast verið þéttskipað á tjaldstæðinu á Hermannastekkum. Oftast hefur verið fullbókað á hótel- inu til gistingar í júlí og það sem af er ágúst, auk fjölda fólks í mat og kaffi. Hótel Djúpivogur er starf- rækt í gömlu sögufrægu húsi sem Gustav Ivarsen kaupmaður og fleiri reistu upp úr aldamótum. Þar svífur um sali andi íslenskra og danskra heiðursmanna frá fyrri hluta aldarinnar. Þama verslaði Carl Bender lengi, einn mesti heið- ursmaður í stétt dansk-íslenskra kaupmanna. Hann lánaði gjarnan viðskiptavinum peninga til að kaupa stígvél upp í kaupfélagi, ef hann sjálfur átti ekki stígvél sem hann taldi nógu góð og sterk. Hótel Djúpivogur stendur á sjáv- arbakkanum og þar hefur Sigur- borgu Hannesdóttur hótelstjóra og starfsliði hennar tekist að skapa hlýlegt og gott andrúmsloft og sjáv- arréttimir hennar Jónínu smakkast vel. Vinna hefur verið næg og stöð- ug. Togaramir hafa flutt mikil verðmæti I land. Stjömutindur kom inn 11. ágúst sl. með 83 tonn af frystri rækju. Auk þess hafa um tuttugu trillubátar róið og oft aflað vel. í frístundum hlaupa strákamir á völlinn og sparka og eru þar bæði harðsnúnir liðsmenn Neista og drengir allt niður í fimm ára. — Ingimar. ViÖ óskum Reykjavíkurborg íil hamingju með 200 ára afmœlið 1 S/ippfé/agið íReykjavík hf Vegna afmælisins verður öllum deildum lokað eftir hádegi afmælisdaginn. HASKOLABIO AUGLÝSIR NÝ MYNDBÖND MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA VV Vl Byltingin Ný stórmynd frá leikstjóra Chariots of fire og Grey- stoke, Hugh Hudson, með úrvalsúrvalsleikurunum Al Pacino, Donald Suther- land og Nastassia Kinski. BYLTINGIN Tottt Kauta and john Candy are butldir.g a briöge betw«en Nýr myndaflokkur byggð- ur á metsölubók James Mitchener, með fjölda úr- valsleikara. Einn vinsæl- asti sjónvarpsþáttur heims um þessar mundir Sjálfboða- liðar Stjörnurnar úr Splash, þeir John Candy og Tom Hanks fara á kostum í þessari bráðskemmtilegu grínmynd. Fást á öllum betri myndbandaleigum u- ÁVÖXTUNSf^ Ath. Árangur Ávöxtunar sf. 1) Hæsta ávöxtun hverju sinni. 2) Engin bindiskylda. 3) Enginn kostnaður. 4) Áhyggjulaus ávöxtun. Kynnið ykkur qármálaráðgjöf Ávöxtunar sf. VANTAR í SÖLU: Óverðtryggð og verðtryggð skuldabréf. OVERÐTRYGGÐ SKGLDABRÉF: Ár Ávk. 15.5% 20.0% 1. 7.00 84.3 87.6 2. 8.00 77.6 82.0 3. 9.00 71.6 76.9 4. 10.00 66.3 72.3 5. 11.00 61.7 68.2 áVftXTUNSf^ VERÐTRYGGÐ VEÐSKGLDABRÉF: Ár Ávk 4% 5% 1. 12.00 94,6 2. 12.25 91,1 3. 12.50 89,2 4. 12.75 86,2 5. 13.00 83,3 6. 13.25 80,5 7. 13.50 77,8 8. 13.75 75,1 9. 14.00 72,6 10. 14,25 70,1 Fjármálaráðgjöf Verðbréfamarkaður Ávöxtunarþjónusta Laugavegi 97 — 101 Reykjavík — Sími 621660
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.