Morgunblaðið - 17.08.1986, Page 64
j|T EUROCARD^
JgRB*
SUNNUDAGUR 17. ÁGÚST 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 40 KR.
Sfldarverksmiðjur
ríkisins:
10% hærra
kaup á Rauf-
arhöfn og
Sig’lufirði
EFTIR helgina munu verka-
lýðsfélögin á Siglufirði og
Raufarhöfn taka afstöðu til
nýs samnings fyrir starfsfólk
í loðnuverksmiðjum Síldar-
verksmiðja ríldsins, sem
gerður var á fimmtudaginn.
Samningurinn er í samræmi við
nýlegan samning um kaup og kjör
í SR-verksmiðjum á Austurlandi,
skv. upplýsingum, sem Morgun-
blaðið aflaði sér í gær, og færir
starfsfólkinu um 10% hærri laun
fcfen gildandi ASI-samningar.
í nýja samningnum eru aðeins
tveir kauptaxtar, sá lægri gefur
um 130 krónur í tímakaup í dag-
vinnu en sá hærri um 140 krónur.
í verksmiðjunum er unnið á
tvískiptum vöktum og vinnur hver
vakt um 20 tíma í dagvinnu á
viku, um fímm tíma í eftirvinnu
og um 50 tíma í næturvinnu. Sam-
kvæmt nýja samningnum, verði
hann samþykktur í verkalýðsfé-
—Ip.gunum og af stjóm Síldarverk-
smiðja ríkisins, verður vikukaupið
í verksmiðjunum á milli 25 og 30
þúsund krónur — fyrir 72—75
stunda vinnuviku.
Formlega er samningurinn á
milli Síldarverksmiðja ríkisins og
Alþýðusambands Norðurlands.
'
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
BORGARSKALDIÐ AFTUR A STALL
Styttan af borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni er nú aftur komin
á stall í Austurstræti eftir breytingar, sem gerðar voru á stöpli stytt-
unnar. Að sögn Davíðs Oddssonar borgarstjóra þótti stöpullinn, sem
áður var, of hár og var styttan því tekin niður á síðasta ári. Arkitekt-
amir Dagný Helgadóttir og Guðni Pálsson hönnuðu nýjan stöpul
undir styttuna og er hann úr blágrýti. Jafnframt hönnuðu þau marm-
arastöpul, þar sem á eru letruð erindi úr kvæði Tómasar, „Austur-
stræti", og var honum komið fyrir við hlið styttunnar. Meðfylgjandi
mynd var tekin á föstudag eftir að hinir nýju stöplar höfðu verið
reistir í Austurstræti.
Morgunblaðið/Ami Sæberg
Andrés Hafberg, vélstjóri á Hilmi, með einn af gulllöxunum.
Hilmir:
Framleiða marn-
ing úr gulllaxinum
HILMIR SU landaði 42 tonnum í Reykjavik a föstudag
og var mikill hluti aflans gulllax. í sumar hefur báturinn
stundað tilraunaveiðar á gulllaxi. Jóhann Antoníasson
sagði að úr fiskinum yrði unninn marningur til sölu í
Bretlandi og Noregi. Markaðsverð á þessu hráefni er hátt.
Gulllax hefur ekki verið nýttur
hér á landi til þessa og renndi
útgerð Hilmis því blint í sjóinn.
Jóhann taldi aflabrögðin lofa
góðu. Frá marsmánuði fram í júni,
áður en fískurinn hrygnir, ganga
þéttar torfur á miðin suður af
landinu. Færeyingar sækja í gull-
laxinn og gera tvo togara út á
veiðarnar yfir vetrartímann.
Hilmir fer nú á loðnuveiðar, en
Jóhann sagði að tekið yrði til við
gulllaxinn að vori.
„Fiskmamingurinn úr gulllax-
inum er svona verðmætur vegna
þess að hann er einstaklega
hreinn og hvítur," sagði Jóhann.
„Gulllaxinn á það sameiginlegt
með kolmuna að hann þolir ekki
geymslu og verður að vinna úr
honum innan þriggja daga. Þess
vegna heilfrystum við hann og
afþíðum fyrir vinnslu."
Ætlunin var að vinna fiskinn
um borð, en vél sem útgerðin
hafði fengið reyndist ekki henta
til þess. I næstu viku kemur ný
flökunarvél til iandsins og verður
þá unnið úr aflanum.
Löng bið eftir
heyrnartækjum
NÆR ÞRJÚ hundruð manns eru nú á biðlista eftir heyrnartækjum,
en Heyrnar-og talmeinastöðin, sem er opinber stofnun, annast inn-
flutning slíkra tækja. Vegna fjárskorts hefur ekki verið möguleiki
á að koma upp birgðum af tækjum.
Ingimar Sigurðsson er stjómar-
formaður stöðvarinnar og jafnframt
lögfræðingur heilbrigðisráðuneytis-
ins. Að sögn hans eru framlög á
fjárlögum til heyrnartækja afhent
stöðinni, sem síðan úthlutar fénu í
samræmi við reglur er settar voru
í mars síðastliðnum. Samkvæmt
þeim fá börn og unglingar að átján
ára aldri nú heymartæki án endur-
gjalds. Um aðra gildir að greidd eru
60% af verði tækis fyrir eitt eyra,
en sé nauðsyn á tæki fyrir hitt eyr-
að einnig greiðast 70% af þeim
kostnaði.
I fyrra tilvikinu er þó ekki greidd
hærri upphæð en sjö þúsund krón-
ur, í seinna tilvikinu er hámarkið
16 þúsund krónur.
Heymar-og talmeinastöðin flytur
nær eingöngu inn vönduð, dönsk
tæki og hefur náð hagstæðum
samningum um þessi kaup. Vill
stöðin tryggja sér þau kjör áfram,
með því að endurgreiða aðeins
kostnað við kaup á dönsku tækjun-
um. Þetta hefur sætt gagnrýni.
Ekki hefur bætt úr að stöðin hefur
aldrei fengið nægilegt fjármagn til
að sinna fyllilega eftirspurninni,
allt frá því að hún tók við þessari
þjónustu, sem áður var í höndum
Tryggingastofnunar ríkisins, árið
1980. Hafa jafnvel verið dæmi um,
að fólk hafi farið til útlanda til að
kaupa sér heyrnartæki, þegar bið-
lundina hefur þrotið.
Ingimar vildi ekki kannast við,
að um einokun væri að ræða, leyfi-
legt væri að flytja inn tæki frá
öðrum aðilum. Danir væru núna í
fararbroddi í framleiðslu á heyrnar-
tækjum, en vel gæti þó komið til
greina, að stofnunin leitaði hófanna
um kaup hjá öðrum fyrirtækjum
t.d. í Bandaríkjunum.
Varðandi fjárskortinn vildi Ingi-
mar leggja áherslu að síðan 1980
hefði þjónusta við heymarskerta
verið stóraukin. Mestu skipti að úti
á landsbyggðinni hefði verið leitað
uppi heyrnarskert fólk, einkum
börn, sem ella hefðu getað átt í
miklum námserfiðleikum vegna
fötlunar sinnar.
Á öllu landinu er talið að séu um
5 þúsund manns, sem þurfa á
heyrnarþjónustu að halda. Varðandi
Ijárskortinn sagði Ingimar, að með
1,5 milljóna króna viðbótarfjárveit-
ingu frá því í vor myndi takast að
halda í horfinu með núverandi þjón-
ustu. I sumar var heilbrigðisráð-
herra afhent skýrsla stöðvarinnar
um ástand og horfur í málefnum
heyrnarskertra.
„Til þess að koma upp í eitt
skipti fyrir öll viðunandi birgðum
af heymartækjum þyrfti aukafjár-
veitingu, er næmi um 10 milijón-
um,“ sagði Ingimar að lokum.
Þrjú tilboð bárust
í Norðurstjörnuna
FRESTUR til að skila kauptil-
boðum í fiskvinnslu og niður-
suðufyrirtækið Norðurstjörnuna
í Hafnarfirði rann út í gær og
bárust þijú tilboð.
Framkvæmdasjóður ásamt ríki
og Hafnarfjarðarbæ er stærsti
hluthafínn og sagði Tómas Arna-
son, stjómarmaður sjóðsins, að á
þessu stigi málsins væri farið með
tilboð þessi sem trúnaðarmál með-
an verið væri að meta þau og kanna
þau veð sem kaupendur koma til
með að setja. Vildi hann því ekki
ræða nánar um málið að svo
stöddu.