Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 1
194. tbl. 72. árg.
Bandaríkin;
Vöruskipta-
jöfnuður
aldrei
óhagstæðari
Wahington, AP.
Vöruskiptajöfnuður Banda-
ríkjanna hefur aldrei verið
óhagstæðari en i júlímánuði, að
þvi er embættismenn sögðu í
gær. Hann var 18 milljarðar
Bandarikjadala, sem samsvarar
um 720 milljörðum íslenskra
króna.
Innflutningur á unnum vörum
jókst í nær öllum vöruflokkum,
þrátt fyrir lækkandi verð Banda-
ríkjadals, en talið hafði verið að
fall hans yki sölu bandarísks iðn-
varnings.
Óhagstæður vöruskiptajöfnuður
fyrstu sjö mánuði ársins nam tæp-
lega 102 milljörðum Bandaríkja-
dala, en með því áframhaldi verður
hallinn samtals um 175 milljarðar
dala þegar árið er liðið. Í fyrra var
hann 145,48 milljarðar og hafði
aldrei verið meiri.
í júlí voru fluttar inn vörur fyrir
35.7 milljarða dala en í júní fyrir
32,2 milljarða. Útflutningur minnk-
aði hins vegar um 1,4 milljarða og
nam útflutningur júlímánaðar því
17.7 milljörðum dala.
Zulu-höf ðinginn
Buthulezi:
Stefna
Tutus
leiðir til
ofbeldis
Durban, AP.
ZULU-höfðinginn Mangosuthu
Buthulezi sagði nýlega í ræðu,
að vestræn ríki skyldu vara sig
á mönnum eins og Desmond
Tutu biskupi, þar sem stefna
hans leiddi til ofbeldis. Hann
sagði að fengju Tutu og hans
líkar að ráða yrði ný stjóm
Suður-Afríku svarinn fjand-
maður Vesturlanda.
Buthulezi minnti á að Tutu hefði
sagt á fréttamannafundi, sem hann
hélt að lokinni för sinni til Japans,
Kína og Jamaíka, að hann hataði
kapítalisma. Buthulezi sagði að
löndin þrjú hefðu tekið við Tutu
eins og handhafa friðarverðlauna
Nóbels sæmdi, en hann spurði
einnig að hvaða leyti Tutu ætti
friðarverðlaun skilin. „Tutu hefur
barist fyrir einangrun Suður-
Afríku, því að erlend fyrirtæki
hætti fjárfestingu þar og hann
hefur barist fyrir viðurkenningu
Afríska þjóðarráðsins, sem hefur
valdatöku í Suður-Afríku efst á
blaði hjá sér.“ Buthulezi sagði
Tutu predika óumflýjanleika of-
beldis og dró friðarvilja biskupsins
í efa.
104 SÍÐUR B
STOFNAÐ 1913
SUNNUDAGUR 31. AGUST 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Morgunblaðið/Ámi Sæborg
„PRÓFASTUR"
Herþyrla ferst und-
an ströndum Noregs:
Tveir
látnir
og sex
saknað
Osló, AP.
TVEIR létust og sex manna er
saknað eftir að bandarisk her-
þyrla fórst undan ströndum
Norður-Noregs í fyrrinótt. 21
maður var um borð í þyrlunni
og tókst að bjarga þrettán, en
tveir þeirra eru þungt haldnir.
Leit er haldið áfram að þeim sem
saknað er.
Arlegar haustæfingar flota Atl-
antshafsbandalagsins eru nýhafnar
við Noreg. Þyrlan var frá banda-
ríska herskipinu Saipan, sem þátt
tekur í æfíngunum og var í flug-
taki er hún rakst utan í aðra þyrlu
með fyrrgreindum afleiðingum.
----------- » «
Marokkó:
Ríkjasam-
bandi við
Líbýu slitið
Rabat, AP.
HASSAN II, konungur Marokkó,
sleit í gær rikjasambandi því,
sem verið hefur við lýði milli
Marokkó og Líbýu í tvö ár. Til-
kynnti hann Moammar Gadhafi,
leiðtoga Líbýu, að farið hefði
verið út fyrir „mörk þess, sem
unnt væri að þola“.
Með þessu var konungur að
skírskota til yfirlýsingar, sem birt
var í Tripoli, höfuðborg Líbýu, í
kjölfar heimsóknar Hafez Assad,
forseta Sýrlands, þangað í vikunni.
Þar var fundi Hassans og Shimons
Peres, forsætisráðherra ísraels, í
síðasta mánuði lýst sem svikum.
1.746 dóu vegna eitur-
gassins frá Nios-vatni
Þjóðarsorg í Kamerún í gær:
— samkvæmt tölum Neyðarhjálpar Sameinuðu þjóðanna
Yaoundf, Kamerún, AP.
FÁNAR blöktu í hálfa stöng í
Afrikuríkinu Kamerún í gær er
minnst var fómarlamba eitur-
gassins úr gígvatninu Nios með
eins dags þjóðarsorg. Ennþá er
ekki fullljóst hversu margir lét-
ust, en samkvæmt tölum sem
Neyðarhjálp Sameinuðu þjóð-
anna lét frá sér fara á föstudag-
inn eru þeir hálft átjánda
hundrað.
Allt viðskiptalíf landsins lá niðri
í gær. Útvarp flutti einungis stuttar
fréttir, minningarguðsþjónustur um
hina látnu voru haldnar um landið
allt og öllum öðrum samkomum var
aflýst
Pierre Semengue, hershöfðingi,
sem hefur haft yfirumsjón með
neyðarhjálp á svæðinu, sagði að
tala fórnarlamba eiturgassins væri
nú 1.535. Sú tala væri þó ágiskun
byggð á mannfjöldaskýrslum og
fjölda eftirlifenda. Neyðarhjálp
Sameinuðu þjóðanna segir að tala
látinna sé 1.746.
Umheiminum varð ekki kunnugt
um það sem gerst hafði fyrr en
íbúar svæðisins, sem sóttu vinnu
til nágrannabæjánna Wum og
Nkambe, sneru heimleiðis. 600
manns liggja í sjúkrahúsum
misjafnlega þungt haldnir vegna
áhrifa eiturgassins.
Yfirmenn hjálparstarfsins hafa
lýst yfir ánægju sinni með þá að-
stoð sem borist hefur frá öðrum
löndum. Allar nauðsynlegar ráð-
stafanir hafí verið verið gerðar og
ástand á svæðinu sé nú smá saman
að komast í eðlilegt horf. Helsta
vandamálið er að allt drykkjavatn
verður að flytja fólki, þar sem ótt-
ast er að allt vatn á svæðinu sé
mengað af eiturgasi.
Vísindmenn eni komnir til Nios.
Þeir munu kryfja hina látnu til þess
að komast að hinni raunverulegu
dánarorsök og rannsaka hvort
hætta sé á að atburður sem þessi
endurtaki sig.