Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 33
' MÖlÍGÖNtíLÁÍjlÐ; stíííííÚÉÍÁGUk'§£■ ÁSSÖ§¥5tóé6 svo sem ekki annað en ein tegund af orðheldni, en orðheldni er aftur dæmi um mannlega reisn — það að „standa sig". Guðmundi virðast menn ekki eins minnugir á loforð sín og skuldbindingar nú á dögum og áður fýrr, „það er að verða ólíft í þjóðfélaginu vegna þess að það er ekki lengur hægt að treysta fólki; maður er að hitta fleiri og fleiri, sem virðast ekki hafa tíma til að rifja upp fyrir sér áform sín og loforð. Kannski er það hraðinn, sem þessu veldur, því ekki hefur mannlegt eðli breyst, svo mikið er víst," segir hann. Sé Guðmundur spurður hvað honum finnist mest einkennandi í eigin fari, segir hann, og hugsar sig skemur um: „Að beita ork- unni, reyna að gera eitthvað betur en aðrir og betur en maður hefur áður gert,“ og bætir svo við fyrir- varanum: „þó er ekkert nokkru sinni nógu gott." Þarna er kannski komin skýringin á gífurlegum af- köstum Guðmundar; sjálfur segist hann hafa haldið sér í góðri heilsu með því að skrifa eina bók á ári, og það raunar í aukavinnu, því lengst af starfsævi sinnar var hann skólastjóri og ritstjóri vikublaðs. „Vellíðan fylgir hverjum verklokum og það er alltaf gott að fá hrós, en slíkt endist ekki nema í mesta lagi einn dag. Ég er strax orðinn eirðarlaus aftur og verð að skrifa meira," segir hann, og gefur blaða- manni þar með færi á að spyrja út í skriftir hans undanfarna mánuði. Vatnið Þeirri spurningu er svarað með því að ná í tvær möppur, geymdar inni í gömlu svart/hvítu sjónvarpi, sem nú hafði fengið nýtt hlutverk sem bókahilla við skrifborð Guð- mundar. Blaðamaður hafði reynd- ar veitt þessari „bókahillu" sérstaka athygli þegar hann gekk til stofu og hugsað sem svo að þetta væri nú skoðun bókamanns- ins á því hvernig sjónvarpið kæmi að bestum notum. Aðspurður þvertók Guðmundur fyrir það og sagðist hafa annað í fullum lit á jarðhæðinni. En í möppunum voru tvö óbirt handrit, sem Guðmundur hafði skrifað á þessu ári og því síðasta. Annað þeirra er „Fertugasta ár Frosta", opinská sjálfsmynd, að sögn Guðmundar, og fer ekki leynt með að reynsla Frosta á þessu fertugasta æviári hans er býsna lík reynslu höfundarins. „Hina skáld- söguna kalla ég einfaldlega „Vatnið". Hún gerist á okkar dög- um við Þingvallavatn, þótt það sé ekki nefnt því nafni í sögunni, og íar að því sem í vændum er. Bænd- ur, biskupar og spíónar ríkisstjórn- arinnar eru farnir að braska með landið, virkja vatnið og reka stál- sköndla tæknialdar niður í jörðina í leit að orku. Annars er þetta ást- arsaga. Aðalpersónan er kona, sem býr við Vatnið. Kannski er það fjallkonan sjálf." Hér staldrar Guðmundur við og kemst að þeirri niðurstöðu að óheppilegt sé að skýra of nákvæm- lega frá söguþræði óbirtrar skáld- sögu í blaðaviðtali. „Ég held við segjum ekki meira um efni bókar- innar, þótt hún komi ekki út fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi," segir hann. Blaðamaður er hins vegar að hugsa um það hvers konar saga þetta eiginlega sé. Og þykist skilja að hér séu á ferðinni ýmis tákn, sem lesandanum sé ætlað að ráða í. Og spyr út í það. „Eg nota táknin til að ná lífsvið- horfi mínu inn í söguna án þess að gera það augljóst. Hins vegar ætlast ég ekki til að þau séu skilin einhverjum ákveðnum skilningi. Ég segi minn sannleika, en hver mað- ur hefur sinn sannleika og túlkar því söguna í Ijósi hans. Sannleikur- inn er margbreytilegur og satt að segja efast ég um að það sé til nokkur endanlegur sannleikur. Það er leitin að sannleikanum sem mestu máli skiptir," segir Guð- mundur og blaðamaður ákveöur að setja punktinn aftan við viðtalið hér til að fá ekki kvöldsólina í aug- un á heimleiðinni. En veltir fyrir sér á leiðinni út í bíl hvers vegna leitin að einhverju, sem ekki er til, skipt- ir svona miklu máli. -GPA Enskunámskeið Kvöldnámskeið í ensku hefjast 15. septem- ber. Kennt er í litlum hópum tvisvar í viku. Kennari: Anne Cosser. Innritun stendur yfir. Uppl. alla daga í síma 36016. Uppl. um skóla í Englandi í sama síma. Frá Skáksambandi íslands íslandsmeistaramót í skák í drengja- og telpnaflokki 14 ára og yngri hefst föstu- daginn 5. sept. kl. 19.00. Teflt verður að Grensásvegi 46 Reykjavík. Innritun á mótsstað kl. 18—19 5. sept. Það er aðeins eitt sem getur umbreytt lífi þínu á aðeins 4 dögum Þú getur sigrast á fram- taksleysi, feimni og óöryggi. Þú getur eytt streitu, kviöa og eirðarleysi. Þú getur bætt heilsufar þitt, marksækni og árangur. Þú getur lært að stjórna eigin vitund og styrkt viljann. EK EM þjálfunin er 4 daga námskeið sem byggir á nýjustu rannsóknum í tón- listarlækningum, djúp- siökun, sjátfs-dáleiðslu, draumastjómun og beit- ingu ímyndunaraflsins. Ásetningur EK EM þjálfun- arinnar er að umbreyta hæfileika þínum til að upp- lifa lífið þannig að vandamál sem þú hefur verið að reyna að breyta eða hefur sætt þig við hverfa í fram- vindu lífsins sjálfs. Skráning: Þrídrangur, sími 622305 kl. 14.00-18.00 daglega. Kynningarfundur: sunnudaginn 31. ágúst kl. 20 Hótel Esja (Þerney) Tími: 2 kvöld og 2 dagar. Byrjar 4. sept. Verð: 3600 (slökunarkass- etta innifalin). AÍJAN DACAR AFLQRIDA. FYRIR 25~5QO:- F^loridaferðir Polaris hittu greinilega ímark. Eftirspurnin varslíkaðgisti- rýmin seldust upp á svipstundu. Nú höfum við útvegað fleiri glstirými ásérstökukynningarverði, krónur25,500.-fyrir 18 dagaá Florida. Pökk sé hagstæðum samningum Ferðaskrifstofunnar Polaris og beinu flugi Flugleiða. eiðin liggurbeint til Orlando og þaðan er ekið til St. Petersburg og dvalið ígóðuyfirlæti við Mexicoflóann. Fram til 1. nóvemberer flogið um New York til Tampa en við það hækka fargjöldin um kr. 4,000. - Okkarfarþegarláta vel af hótelunum Alden, Sun DialogCoral Reef. Allarhótelíbúðirnareru með velbúnu eldhúsi, smekklegum húsgögnum, sjónvarpi og öllum þægindum. Og ekki má gleyma sundlaugunum og hótelgörðunum. JEJI eynslan sýnirað viðskipta vinir Polaris kunna að meta lága verðið og góðu þjónustuna. Starfsfólk Polaris vinnur fyrirþig. fnnifalið íþessu ótrúlega verði er flug, akstur til og frá flugvellinum í Orlando og hótelgisting. Disney World, Epcot Center og Sea World eru ævintýrastaðir sem gera ferðina ógleymanlega. Florida ersamnefnari fyrirsumarog sól. Æk lltþetta færðu fyrir25,500.-Já, þaðereinmittþess vegnasem fólk talar um Ferðaskrifstofuna Polaris. Pantið fljótt, núna eru ferðirnaródýrari en ívorog þærseldust upp á svipstundu. Þetta er ótrúlegt og ódýrt! * Verð miðað við 4 í íbúð. FERÐASKfí/FSTOFAN POLAfííS Kirkjutorgi4 Sími622 011 FLUGLEIÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.