Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 67 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA á Gull- og silfurmótinu GULL- og silfurmótið, sem er hraðmót fyrir yngstu knattspyrnustúlkurnar, var haldið í annað sinn helgina 23. og 24. ágúst. Á annað hundrað stúlkur 12 ára og yngri tóku þátt i' þessu móti sem haldið er að frumkvæði Gull og silfurs sem jafnframt gaf öll verðlaun mótsins. Tilgangur þessa móts er sá að lengja keppnistímabil stúlknanna og sá knattspyrnudeild Breiðabliks um framkvæmd mótsins. Alls tóku átta lið þátt í mótinu og var þeim skipt í tvo riðla sem leikið var í á laugardeginum. Tvö efstu lið úr hvorum riðli kepptu síöan á sunnudeginum um 1.-4. sætið í úrslitariðli A og kepptu öll liðin innbyrðis. Liðin sem lentu í tveimur neðri sætum laugardags- riðlanna kepptu síðan á sunnudeg- inum í úrslitariðli B um 5.-8. sæti mótsins. Mikið leikið Öll keppni mótsins fór fram á grasvöllum og á sunnudeginum var leikið á hinum upphitaða Kópa- vogsvelli. Þegar upp var staöið hafði hvert lið leikið 6 leiki þessa tvo daga eða samtals i 4 klukku- stundir. Þaö voru því þreyttar en ánægðar stelpur sem lögðust á koddann á sunnudagskvöldið og svifu inní knattspyrnudrauma. Margir komu á óvart Þaö aö átta lið skulu mæta til keppni í þessum yngsta aldurs- flokki stúlkna sýnir svo ekki verður um villst að vaxtarbroddur íslenskrar kvennaknattspyrnu stækkar stöðugt og er það vel. Á Gull- og silfurmótinu mættu tvö lið sem ekki tóku þátt í íslandsmótinu en það eru liö Týs úr Vestmanna- eujum og Víkings. Þessi lið komu mjög á óvart og höfnuðu í 5. og 6. sæti mótsins. Lið Keflvíkinga bar sigur úr být- um og voru þær vel að þeim sigri komnar. Þær eru með léttleikandi liö og spila góðan fótbolta. Keflvík- ingurinn Olga Færseth vakti mikla athygli fyrir frábæra knattmeðferð í leikjum ÍBK. Keppnin um 2. sæti mótsins á milli IA og UBK var æsispennandi og innbyrðis leikur þeirra í úrslita- riðli A skar úr um hvort liðið hreppti silfurverðlaunin. ÍA nægði jafntefli t þeirri viðureign til að hreppa 2. sætið en UBK varð að vinna. Blika- stelpurnar skoruðu í fyrri hálfleik úr vitaspyrnu og virtist það mark ætla að duga þeim til sigurs. En Skagamenn eru nú þekktir fyrir annað en að lýsa sig sigraða og á seinustu mínútu náðu þeirað jafna leikinn. Leikurinn endaði því 1:1 og silfurpeningarnir fengu dvalar- staö á Akranesi við hlið gullpening- anna úr íslandsmótinu. Best í liði ÍA var Magnea Guðlaugsdóttir en hjá Blikunum átti hinn yfirvegaði miðvörður Unnur María Þorvalds- dóttir góðan leik og þrumuskot Elísabetar Sveinsdóttur fengu áhorfendur oft til að standa á önd- inni. Allirfengu viðurkenningu í mótslok var öllum keppendum ekið uppí íþróttahúsið Digranes þar sem veitt voru verðlaun, Tommahamborgarar og Hi-C. Sig- urvegararnir fengu glæsilegan farandbikar og liðsmenn efstu lið- anna þriggja fengu verðlaunapen- inga en auk þess fengu allir þátttakendur viðurkenningaskjal fyrir þátttökuna. Fyrirfram var búist við að þau lið sem skipuðu efstu sætin þrjú kæmu til með að verma þau þannig að þær niður- stööur komu ekki á óvart en Úrslit Riðill A: ÍA — Víkingur 6:1 Týr-UBK 0:5 Vikingur —Týr 1:1 ÍA - UBK 0:1 ÍA-Týr 1:1 Víkingur — UBK 1:4 Lokastaða riðilsins varð því: 1. UBK 3 3 0 0 10: 1 6stig 2. ÍA 3 111 7: 2 3 stig 3. Týr 3 0 2 1 2: 7 2stig 4. Vík. 3 0 1 2 3:11 1 stig Riðill B: ÍBK - UMFA 4:0 FH-KR 1:1 UMFA-FH 0:0 ÍBK-KR 8:0 ÍBK - FH 5:0 UMFA-KR 4:0 Lokastaða ríöilsins varð því: 1. ÍBK 3 3 0 0 17: 0 6stig 2. UMFA 3 111 4: 4 3stig 3. FH 3 0 2 1 1:6 2stig 4. KR 3 0 12 1:13 1 stig Úrslitaríðill A: UBK-UMFA 4:2 ÍA - ÍBK 2:2 UMFA-ÍA 2:3 UBK-ÍBK 0:2 UBK - ÍA 1:1 UMFA - ÍBK 1:4 Röðun liða í sœti 1—4 varð því: 1. ÍBK 3 2 1 0 8: 3 5stig 2. ÍA 3 1 2 0 6: 5 4stig 3. UBK 3 1 1 1 5: 5 3 stig 4. UMFA 3 0 0 3 5:11 Ostig Úrslitariðill B: Týr - KR 3:0 Vík. - FH 1:1 KR - Vík. 0:4 Týr-FH 4:0 TýrVík. 2:1 KR-FH 1:2 Röðun liða í sœti 5-8 varð því: 5. Týr 3 3 0 0 9:1 6 stig 6. Vík. 3 1 1 1 6:3 3 stig 7. FH 3 111 3:6 3 stig 8. KR 3 0 0 3 1:9 Ostig frammistaða Aftureldingsstúlkn- anna gerði það hins vegar. Þær stúlkur hafa sýnt geysilegar fram- farir í sumar og er greinilega vel að málum staðið í Mosfellssveit- inni. Hvað tekur við? Mjög ánægjulegt er að sjá Morgunblaðið/VIP • Hrönn Guðmundsdóttir markvöröur FH stendur hór í ströngu við að handsama flughálan knöttinn. En ef eitthvað skyidi fara úrskeiðis hjá henni eru félagar hennar í FH-liðinu við öllu búnir á marklínunni. • Sigurvegarar Gull- og silfurmótsins varð lið Keflavíkur. Þær eru Gunnhildur Albertsdóttir, Anna María Sigurðardóttir, Ásdís Þorgils- dóttir, Sunneva Sigurðardóttir fyrirliði, Olga Færseth, Ingibjörg Emilsdóttir, Anna Maria Pétursdóttir, María Rut Reynisdóttir, Lilja Sæmundsdóttir, Guðlaug Hallbjörnsdóttir, Áslaug Einarsdóttir og Harpa Guðnadóttir. Þjálfari stúlknanna er Freyr Sverrisson. Morgunblaðið/VIP • Sara Smart átti mjög góöa leiki meó KR á Gull- og silfurmótinu og gerði varnarmönnunum marga skráveifu. Hér sjáum við FH-inginn reyna nýja varnaraðferð sem felst í því að ulla á andstæðinginn. hversu margar stúlkur yngri en 12 ára eru farnar að stunda knatt- spyrnu en því miður virðast fáar þeirra halda áfram alla leið uppí meistaraflokk. Því hlýtur sú spurn- ing að vakna hvers vegna. Það er álit margra að e|n helsta ástæðan sé sú að þegar þessar stúlkur koma uppí 2. flokk sé aldursmun- urinn á þeim og elstu stúlkunum í þeim flokki sem eru 16 ára of mikill. Því hefur komið fram sú hugmynd að 11 ára stúlkur og yngri myndi einn flokk, 12-14 ára og 15-17 ára þann þriðja. Það væri mjög sorglegt að sjá stóran hluta þessara knattspyrnustúlkna hverfa úr íþróttinni strax um ferm- ingu og því verður að skoða þessi mál mjög vel. Morgunblaöiö/VIP • Þú ferð sko ekkert framhjá mér, góða. Stelpur úr Viking og Tý, Vestmannaeyjum eigast við en þessi lið komu mjög á óvart á mótinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.