Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 3G A DROTTINSm Umsjón: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Ásdís Emilsdóttir .Svavar A. Jónsson Vinnuflokkurinn við Langholtskirkju Það var sumarið 1957, sem fyrsti vinnuflokkur Alkirkjuráðsins starfaði hérlendis. í hópnum voru 10 stúlkur og 11 piltar, 5 þeirra islenzk, 16 frá 7 löndum Evrópu og Ameríku. Þau komu frá 6 kirkjudeildum: Evangelísk-lúthersku kirkjunni, reformertu kirkjunni, baptistum, kongregationalistum, meþódistum og bisk- upakirkjunni. Séra Kristján Búason og anglikanskur prestur veittu flokknum forystu. Verkefnið var að vinna að grunni Lang- holtskirkju. Fólkið bjó i Ungmennafélagshúsinu við Holtaveg og kjallara Langholtsskóla. Unnið var í 6 stundir á dag og lengur ef þörf krafði. Ekkert kaup var greitt og fólkið greiddi sjálft fargjaldið hingað og héðan. En húsnæði og fæði var ókeypis. Eftir byggingastörf dagsins, sem bæði voru skemmtileg og lýjandi, sinnti fólk persónulegum verkefnum og því sameiginlega Gestir frá Alkirkju- ráðinu koma til íslands í september SVO SEM við höfum skýrt frá hér á síðunni heidur fram- kvæmdanefnd Alkirkjuráðsins fund í Reykjavík um miðan september. I framkvæmda- nefndinni eru rúmlega 30 manns hvaðanæva úr heimin- um. Með þeim koma starfs- menn Alkirkjuráðsins svo að um 60 manns vérða á fundin- um. Framkvæmdanefndin er hluti 140 manna stjómar Al- kirkjuráðsins. Framkvæmda- stjóri Alkirkjuráðsins er Emilio Castro frá Uruguay. Fundimir í Reykjavík verða haidnir í Bústaðakirkju. Þeir heijast mánudagsmorguninn 15. september með athöfn sem öllum er opin. Fundimir verða annars lokaðir. En önnur tæki- færi gefast til samskipta gesta og heimafólks. Sunnudaginn 14. september munu gestimir taka þátt í guðsþjónustum um Suður- og Vesturland og föstudagskvöldið 19. septem- ber verður guðsþjónusta, sem öllum er boðið til. Guðsþjón- ustumar verða nánar auglýst- ar er nær dregur. starfí að blandast íslenzkri kirkju, fólki og menningu. Farið var í kirkjur, á söfn, I ferðalög, slegið upp skemmtunum og prestar og söfnuðir sóttir heim. En mikilvæg- asti þátturinn við hlið bygginga- vinnunnar voru biblíulestramir. Biblíulestrarnir Séra Kristján ritaði grein um vinnuflokkinn í „Rödd í óbyggð" árið 1957. Hann segir um sam- starf hins sundurleita hóps, sem las saman Biblíuna þetta sumar við Langholtskirkju: „Hér var ekki um það að ræða, að umgangast sannleikann með léttúð og hugsa um það eitt að hafa það þægilegt — sú freisting liggur nærri — heldur er hér um það að ræða, að taka Guðs orð alvarlega og einnig kenningar Biblíunnar. I þessari glímu komust menn stundum að því, hvað þeir vissu lítið um kenningu Biblíunnar um þessi efni og hvað þeir vissu lítið um kenningar sinnar eigin kirkju. Þeir komust stundum að því, að ýmislegt hjá þeirra eigin kirkju þurfti endurskoðunar við og að hún hafði ýmislegt af öðmm kirkjudeildum að læra. En þeir komust einnig að því, að þeirra eigin kirkjudeild átti fjársjóð reynslu og þekkingar, sem hún gat miðlað og bar að miðla öðrum af.“ Efst á myndinni er merki Alkirkjuráðsins. Skipið er hið forna tákn um kirkjuna, orðið oikoumene er gamalt grískt orð, sem táknar alheimsbyggðina. Það mótar hring til að tákna að öll kirkj- an umlykur allt lif mannsins um allan heiminn. Og í miðjunni er kross Krists. Teiknarinn sýnir að þetta næst með vinsamlegum samskiptum venjulegs fólks kirkjunnar. Alkirkjuráðið vinnur að því að kirkjan verði ein en ekki eins Alkirkjuráðið varð til eftir stríðið, árið 1948. Einmitt þá fann fólk hina miklu nauðsyn þess að sameina sundraða kirkju, svo að hún stæði óskipt að boðun hinnar læknandi, styrkjandi og frelsandi trúar Drottins Jesú Krists. Um aldir hafði kirkjan búið f aðskildum vistarverum, sem höfðu of þrönga ganga á milli sín. Fyrsta alvarlega sundrungin varð árið 1054 þegar kirkjan skipt- ist í austurkirkjuna og vesturkirkjuna, eða hina grískorþódoxu kirkju og hina rómversk-kaþólsku kirkju. Okkur er í ferskara minni þegar Lúter festi upp mótmæli sfn árið 1517 með þeim afleiðingum að ný vistarvera varð til, siðbótarkirkjan eða mót- mælendakirkjan. Siðan hafa fleiri hópar myndazt i kirkjunni. Það er ekki bara liðin saga heldur sífellt að gerast. Straumarnir þrír Nýjar kirkjur urðu líka til fyrir trúboðsstarf kristniboðanna, sem fluttu hugmyndir kristninnar út um heiminn. Það voru einmitt kristniboðskirkjumar, sem kváðu upp úr um nauðsyn þess að sam- eina kirkjuna. Þær vildu eyða sárindum og misskilningi, sem gætti svo mikið og víða í kirkjun- um. Rætur Alkirkjuráðsins eru raktar til Heimsþings kristniboðs- ins í Edinborg árið 1910. En þær liggja samt enn dýpra og hríslast um 19. öldina. Stofnun Alkirkju- ráðsins er þess vegna ekkert flaustursverk eða tízkusveifla. Kristniboðsþinginu í Edinborg fylgdu fleiri þing, sem hvert um sig þokaði kirkjunni nær samein- ingu. Tvær aðrar hrejrfíngar leiddu líka til stofnunar Alkirkjur- áðsins. Þær heita á ensku „Faith and Order", trú og regla, sem fjallar um sameiningu „allra sam- félaga um víða veröld, sem játa Drottin Jesúm Krist sem Guð og Frelsara", og „Life and Work", sem snýr að starfí kirkjunnar í daglegu lífí og ábyrgð hennar til bætandi áhrifa á þjóðfélag og ein- staklinga. Þessir þrír mótuðu stofnun Alkirkjuráðsins og móta líka starf þess. Sumir hafa ótrú á starfinu Sannast sagna hafa sum okkar megnustu vantrú á Alkirkjuráð- inu. Þau telja að það stefni að því að gera allar kirkjudeildimar eins og afmá hin dýrmætu sér- kenni, sem hver þeirra hefur. En það er engin hætta á því að eftir fundahald Alkirkjuráðsins hér muni þjóðkirkjan fara að reyna að fá aðventista til að halda hvíldardag sinn á sunnudögum eða prestarnir í Landakoti fari að lauma því að okkur hinum að setja upp Maríulíkneski í kirkjum okk- ar. Samt er ekkert einfalt að öllu. Ekki neita ég því að fjölmargir vildu að mótmælendakirkjumar Námskeið í Skálholti um barna- og unglingastarf Æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn- ar og rektor Skálholtsskóla gangast fyrir nátpskeiði fyrir starfsfólk og áhugamenn um bama- og unglingastarf dagana 12. til 14. september. Námskeiðið verður í Skálholti og verður farið frá Reykjavík kl. 18 á föstudags- kvöld. Rætt verður um bamið og orðið, hjálpargögn, guðsþjón- ustuna, sönginn og tónlistina. Fyrirlesarar verða margir og næg tækifæri til samræðna. Barnafólk' getur fengið aðstoð við gæzlu bama. Þátttökugjald er 1.850 krónur. Fólk er beðið að skrá sig hjá Æskulýðsstarfínu í síma 91-621500 fyrir 6. september. III119 1 4 hefðu þau áhrif á kaþólsku kirkj- una og orþódoxu kirkjuna að þær vígðu konur til preststarfa. Sjálf sgagnrýni Þau, sem starfa í aðalstöðvum Alkirkjuráðsins í Genf eða sinna störfum þess annars staðar, gagn- rýna sín eigin störf. Þau tala um bilið milli þeirra starfa og starf- anna í söfriuðunum. Einn frum- hetjanna sagði að raunveruleg samstaða kirkjudeildanna næðist ekki nema safnaðarfólkið gerði sér ljóst að líkami Krists væri einn. Það væri aðeins safnaðar- fólkið, sem gæti sameinað kirkj- una. En það em alltaf tvær hliðar á málum. Forystustarf er líka nauðsynlegt. Það sáum við þegar við fengum Lima-skýrsluna, sem Qallar um langt samstarf kirkn- anna til sameiningar um skilning þeirra á skíminni, altarissakra- mentinu og embættum kirkjunn- ar. Það var unnið af forystu kirkjunnar en rætt af áhuga í söfnuðunum úti um allan heim og líka hér hjá okkur í íslenzkri kirkju. Islenzka kirkjan og Alkirkjuráðið íslenzka kirkjan hefur haft margvísleg tengsl við Alkirkjuráð- ið. Vinnubúðir á vegum þess hafa starfað hér, guðfræðingar okkar hafa stundað nám víða um heim- inn á vegum þess, fólk hefur sótt ráðstefnur þess og fundi og unnið í nefndum þess. Með öllu þessu samstarfi berast okkur áhrif, sem við þurfum auðvitað sífellt að meta. En við höfum tækifæri til að halda því, sem gott er, og það er margvíslegt og ómetanlegt. Tökum því vel á móti gestum okkar og gleðjumst yfír komu þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.