Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986 ,51 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖÐUR nlnnir. jt Hjúkrunarfræðingar Stöður hjúkrunarfræðinga á háls-, nef- og eyrnadeild. Á deildinni eru 13 sjúkrarúm. Vinnuaðstaða er góð og möguleiki á hluta- vinnu. Góður aðlögunartími. Stöður hjúkrunarfræðinga á geðdeild Borg- arspítalans í Arnarholti. Unnið er á 12 tíma vöktum, 3 daga í senn og frí í 3 daga. Annar vinnutími kemur til greina. Einnig koma til greina fastar næturvaktir. Fríar ferðir frá Hlemmi. Húsnæði fyrir hendi. Staða aðstoðardeildarstjóra á hjúkrunar- og endurhæfingadeild E-61 Grensás er laus nú þegar eða eftir samkomulagi. Einnig stöður hjúkrunarfræðinga, næturvaktir, morgun- og kvöldvaktir. Sjúkraliðar Stöður sjúkraliða á hjúkrunar- og endur- hæfingadeild á Heilsuverndarstöð. Miklar breytingar hafa verið gerðar á deildinni, sem bæta mjög starfsaðstöðu. Stöður sjúkraliða á geðdeild Borgarspítalans í Arnarholti. Unnið á 12 tíma vöktum, 3 daga í senn og frí í 3 daga. Fríar ferðir frá Hlemmi. Fulltrúi Staða fulltrúa á skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Áhersla lögð á málakunnáttu, samstarfs- hæfni og að viðkomandi hafi frumkvæði og geti unnið sjálfstætt. Starfsreynsla við starfs- mannahald æskileg. Starfsmenn Stöður starfsmanna við ræstingar í Arnar- holti. Unnið er á 12 tíma vöktum, 3 daga í senn og frí í 3 daga. Fríar ferðir frá Hlemmi. Allar nánari upplýsingar gefnar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 696600-351. Forstöðumaður Forstöðumaður óskast sem fyrst til starfa á eitt af dagheimilum Borgarspítalans, Skógar- borg II. Umsóknarfrestur ertil 20. september nk. Nánari upplýsingar veitir aðstoðarfram- kvæmdastjóri í síma 696600. Fóstra Fóstra óskast á barnaheimili Borgarspítal- ans, Skógarborg II, sem fyrst. Upplýsingar í síma 681439. Iðjuþjálfun Aðstoðarmaður iðjuþjálfa óskast sem fyrst í 100% starf á endurhæfingadeild. Ennfremur vantar iðjuþjálfa í fullt starf á sömu deild frá 1. desember. Upplýsingar veitir yfiriðjuþjálfi í síma 696600-681 mánudag og þriðjudag milli kl. 10.00-12.00. Afgreiðslumaður Okkur vantar lipran, ábyrgan og helst vanan afgreiðslumann í verslun okkar nú þegar. Fjölbreytt framtíðarstarf. Umsóknareyðublöð liggja frammi til föstu- dags í versluninni. „ . Reidhjólaverslunin ,- ORNINNL Spitalastig 8 viöOóinstorg símar. 14661,26888 Heilsdagsstarf — Framtíðarstarf Starfskraftur óskast til ýmissa skrifstofu- starfa hjá heildverslun. Vélritun og bókhalds- kunnátta nauðsynleg, einnig bílpróf. Umsóknir leggist inn á Mbl. fyrir 3. septem- ber merktar: „Laust strax". Garðabær Blaðberi óskast í Silfurtún. Einnig til afleys- inga á Flatir. Upplýsingar í síma 656146. Verslunarstörf Viljum ráða nú þegar dugmikið og áreiðan- legt starfsfólk til eftirfarandi starfa í verslun okkar Skeifunni 15. 1. Afgreiðsla og uppfylling í matvöru- og fatadeild. Hálfsdagsstörf eftir hádegi koma til greina. 2. Störf á fatalager við verðmerkingar og fleira. Vinnutími frá 08.00 til 16.30. 3. Störf fyrir 15 til 16 ára unglinga. Heils- dags- og hálfsdagsstörf (eftir hádegi). Við leitum að fólki sem hefur góða og örugga framkomu og á létt með að veita viðskipta- vinum okkar sem besta þjónustu. Nánari upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri (ekki í síma) mánudag og miðviku- dag frá kl. 14.00 til 18.00. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi á staðnum. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Afgreiðsla Óskum að ráða nú þegar duglegt og áreiðan- legt starfsfólk til eftirfarandi starfa í verslun okkar Laugavegi 59 (Kjörgarði). 1. Heilsdagsstarf í skódeild og á kassa. 2. Hálfsdagsstarf eftir hádegi í upplýsingar. 3. Heilsdagsstarf fyrir ungling við vörumót- töku o.fl. Við leitum að fólki sem hefur góða og örugga framkomu og á létt með að veita viöskipta- vinum okkar sem besta þjónustu. Nánari upplýsingar gefur starfsmanna- stjóri (ekki í síma) mánudag og miðviku- dagfrákl. 14.00til 18.00. Umsóknareyðu- blöð liggja frammi hjá starfsmannahaldi Skeifunni 15. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Herbergis- þernur Viljum ráða herbergisþernur nú þegar eða eftir samkomulagi. Hér er um að ræða vinnu frá kl. 8.00-15.00 og 8.00-13.30. Frítt fæði á staðnum. Kynnið ykkur þau kjör sem við bjóðum. Uppl. gefur starfsmanna- stjóri í síma 29900 og á staðnum frá kl. 9.00-12.00. HótelSaga, v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Seyðisfjörður Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Seyðisfirði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 2129 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík í síma 91-83033. Álftanes Blaðbera vantar á Suðurnesið. Upplýsingar í síma 51880. Verkfræðingar og tæknifræðingar Öflugt verktakafyrirtæki vill ráða verkfræð- inga og tæknifræðinga til starfa sem fyrst. Nauðsynlegt að viðkomandi séu véla- eða byggingaverkfræðingar eða bygginga- eða vélatæknifræðingar með góða almenna starfsreynslu m.a. í stjórnunar- og eftirlits- störfum. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og starfsreynslu sendist skrifstofu okkar fyrir 7. september nk. GuðntIónsson RÁÐCJÖF & RÁÐNl NGARÞJÓN USTA . TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Óskum eftir hressu afgreiðslufólki ekki yngri en 18 ára. Heilsdagsvinna. Upplýsingar í búðinni mánu- dag og þriðjudag milli kl. 11.00 og 12.00. Laugavegi 29, sími 12211. Saumastofa Verkefni hafa nú aukist mikið hjá okkur. Þess vegna getum við bætt við starfsfólki í sauma- skap á saumastofu okkar að Höfðabakka 9. Umsækjendur þurfa helst að geta hafið störf mjög fljótlega. Tekjumöguleikar eru mjög góðir fyrir duglegt og áhugasamt fólk. Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri (ekki í síma) mánudag og miðvikudag frá kl. 14.00 til 18.00. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfsmannahaldi Skeifunni 15. HAGKAUP Skeifunni 15.— Starfsmannahald. Sölumaður Fasteignasala óskar að ráða sölumann. Við- komandi þarf að hafa trausta og örugga framkomu, vera töluglöggur og hafa bíl til umráða. í boði er góð starfsaðstaða og góð laun. Umsóknum skal skila auglýsingad. Mbl. fyrir 1. sept. nk. merkt: „Sölumaður — 167". Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum svarað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.