Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. ÁGÚST 1986
Aðalfundur Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi:
Skipulag og hlutverk sam-
bandsins endurskoðað
20 ára afmælis SSA minnst á föstudag
TVEGGJA DAGA aðalfundi Sambands sveitarfélaga í Austurlands-
kjördæmi var slitið á föstudag á Egilsstöðum. Rúmlega 90 manns
sóttu fundinn, en auk atkvæðisbærra fulltrúa voru allir þingmenn
kjördæmisins viðstaddir og fjöldi gesta. Fundinum lauk með stjómar-
kjöri og nefndarkosningu, og var Björn Hafþór Guðnason, sveitar-
stjóri á Stöðvarfirði, endurkjörinn formaður sambandsins.
Að SSA eiga aðild 34 sveitarfé-
lög. Bjöm Hafþór sagði að á
fundinum hefði komið fram tillaga
um að skipa nefnd til að endur-
skoða skipulag og hlutverk sam-
bandsins með hliðsjón af nýjum
sveitarstjómarlögum. Samþykkt
var að fela stjórninni þessa endur-
skoðun, með sérstöku tilliti til
hlutverks „þjónustusvæðanna" átta
innan kjördæmisins.
Sambandið leggur til að lögum
um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði
breytt, þannig að tekjur hans mið-
ist við ákveðinn hundraðshluta af
tekjum ríkissjóðs. Fundurinn taldi
að framlag til þeirra sveitarfélaga
sem veita afslátt frá hámarksnýt-
ingu útsvars beri að skerða sem því
nemur, og sjóðurinn eigi að einbeita
sér að því að jafna tekjur sveitarfé-
laganna. Af öðrum tillögum sem
fundurinn samþykkti nefndi Bjöm
Hafþór ítrekaða áskomn til Vega-
gerðar ríkisins um að hefja nú þegar
undirbúning á lagfæringu heilsárs-
vegar milli Vopnafjarðar og Héraðs.
Aðalfundurinn skoraði einnig á
yfírvöld heilbrigðismála. Austfírð-
ingar vilja aukin fjárframlög til
heilsugæslustöðva með einn lækni,
þannig að hægt sé að bæta öðmm
lækni við hálft árið. Þá taldi fundur-
inn rétt að sérfræðingar á sviði
tannlækninga heimsæki kjördæmið
með reglubundnu millibili. „Fjöldi
þeirra sem þurfa að leita til
Reykjavíkur eða Akureyrar vegna
tannréttinga er mjög mikill," sagði
Bjöm. „Á fundinum kom fram að
á Neskaupstað einum þurfa 30 böm
að fara mánaðarlega til Reykjavík-
ur í þessum erindagjörðum, og
ástandið er svona víðar. Okkur
fínnst hagkvæmara að Múhameð
komi til fjallsins en það þurfí að
færa sig úr stað.“
Sambandið er tvítugt á þessu
ári. Var þess sérstaklega minnst í
lokahófí sem haldið var í Hótel
Valaskjálf á föstudagskvöld. Heið-
ursgestur aðalfundarins, Jóhann
Clausen fyrrum bæjarstjóri á Eski-
fírði, sem er eini eftirlifandi
maðurinn úr fyrstu stjóm SSA,
hélt þar erindi um tildrögin að
stofnun sambandsins og fyrstu
starfsárin.
Auk Björns Hafþórs verða stjóm-
armenn næsta starfsárið þessir:
Snorri Geirsson, Neskaupstað,
Hrafnkell Á. Jónsson, Eskifírði,
Sigfús Guðlaugsson, Reyðarfírði,
Birgir Hallvarðsson, Seyðisfírði,
Aðalbjöm Bjömsson, Vopnafírði,
Ólafur Ragnarsson, Búlandshreppi,
Þór K. Sigurðsson, Nesjahreppi, og
Þráinn Jónssson, Fellahreppi.
Framkvæmdastjóri sambandsins,
Sigurður Hjaltason var endurráð-
inn.
Trúður er meðal skemmtikrafta á sýningunni og hefur hann vakið
kátinu yngstu gestanna.
Heimilið ’86:
Góð aðsókn það sem af er
Ríkissjóður:
Hallinn 0,5% minni
af landsframleiðslu
HALLI ríkissjóðs sem hlutfall af
vergri landsframleiðslu fyrstu
sex mánuði þess árs er 1,2%, en
var á sama tíma í fyrra 1,7% og
eru endurlán ríkissjóðs ekki talin
með.
Eins og kom fram í frétt Morgun-
blaðsins í gær er halli ríkissjóðs
fyrri hluta ársins um 2.583 milljón-
ir króna. Af hallanum stafa 917
milljónir króna af vaxtahalla end-
urlána ríkissjóðs, sem fram til þessa
hafa ekki verið talin með. Að þessu
leyti eru tölur um halla ríkissjóðs
ekki sambærilegar við fyrri ár.
Sé endurlánum hins vegar sleppt,
þá kemur í ljós að hallinn er 0,5%
minni af landsframleiðslu en á
síðasta ári. Árið 1984 var hallinn
hins vegar 0,20% af vergri lands-
framleiðslu.
AÐSÓKN að Heimilissýningunni ’86 sem nú stendur yfir í Laugar-
dalshöll hefur verið ágæt til þessa.
„Þetta hefur gengið mjög vel,“ sagði Þorsteinn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri sýningarinnar, í samtali við Morgunblaðið. „Það komu
hátt í tvö þúsund manns að sjá sýninguna fyrsta daginn og erum við
að vona að aðsóknin taki undir sig stökk um helgina." Um 500 boðs-
gestum var boðið til opnunarinnar á fimmtudaginn og var hún síðan
opnuð almenningi eftir ldukkan 18.
„Fyrstu tveir dagamir eru alltaf gengið hingað til,“ sagði Þorsteinn.
rólegir, en svo fer fólkið að streyma
inn eftir það, sérstaklega um helg-
ar,“ sagði Þorsteinn.
Heimilið ’86 verður opin virka
daga frá kl. 16 til 22, en um helg-
ina frá klukkan 13 til 22. Aðgangs-
eyrir er 350 krónur fyrir fullorðna
og 150 krónur fyrir böm.
„Taugastrekkingurinn er svona
að fara úr manni eftir allan undir-
búninginn og við emm mjög
ánægðir með hvemig þetta hefur
Hann sagðist vonast til' þess að
kostnaðaráætlun við framkvæmd
sýningarinnar stæðist, en til þess
að dæmið gengi upp, þyrfti nokkra
tugi þúsunda gesta.
„Okkur virðist sem fólk sé ánægt
með sýninguna og ég veit að fyrir-
tækin eru að undirbúa ýmsar
uppákomur fyrir gestina. Veðurspá-
in var góð fyrir helgina og svo
verður úrslitaleikur á Laugardals-
velli, þannig að ég spái því að helgin
verði góð,“ sagði Þorsteinn að lok-
um.
Margeir Pétursson, stórmeistari,
tefldi við á þriðja tug gesta á opnun-
ardegi sýningarinna og tefldi hann
fyrstu skákina við Albert Guð-
mundsson, iðnaðarráðherra.
Margeir vann skákina, en sagði að
iðnaðarráðherra hefði varist vel og
komist út í endatafl. Hafi þá verið
jafnt á mönnum, en ráðherra hafí
haft heldur lakara endatafl. Mar-
geir tapaði einungis einni skák af
þeim tæpu 30 sem hann tefldi og
hafði sá sýningargestur unnið skák-
ina á forgjöf.
í frétt um sýninguna í Morgun-
blaðinu á föstudag, var Þorsteinn
Sigurðsson ranglega nefndur Þor-
steinsson, og biðst blaðið velvirðing-
ar á því.
Sýning á alþjóðlegum
fréttalj ósmyndum
Fréttaljósmyndasýningin
„World Press Photo ’86“ var
opnuð í gær, laugardag, i Lista-
safni ASÍ, Grensásvegi 16. Á
sýningunni eru þær 180 ljós-
myndir er hlutu verðlaun í ár
í alþjóðlegri samkeppni World
Press Photo Foundation í Amst-
erdam. Sýningin verður opin
daglega til 14. september, virka
daga kl. 16.00—20.00 og um
heigar frá kl. 14.00—22.00 og
verður kaffistofa safnsins opin,
a.m.k. um helgar.
í tengslum við sýninguna verða
flutt bæði erindi og tónleikar.
Hörmungamar í Kólombíu, þegar
þorpið Armero grófst undir leðju
í kjölfar eldgoss og þúsundir létu
lífið, voru viðfangsefni margra
Ijósmyndara er myndir eiga á sýn-
ingunni, m.a. er fréttaljósmynd
ársins, „Þjáningar Omairu Sanch-
ez“ úr samnefndum myndaflokki,
tekin þar. Sunnudaginn 31. ágúst,
kl. 16.00, mun Guðmundur Sig-
valdason, jarðfræðingur, flytja
erindi um náttúruhamfarir þær i
Kólombíu er ollu hörmungunum.
Sunnudaginn 7. september kl. 16
mun séra Bemharður Guðmunds-
son tala um ástandið í Afríku, sem
einnig hefúr verið fréttaljós-
myndurum hugleikið viðfangs-
efni, og ræða á hvem hátt það
ástand varðar íslendinga.
Þá verða haldnir píanótónleikar
í tengslum við sýninguna, sunnu-
daginn 14. september kl. 16.00
þar sem Halldór Haraldsson leikur
verk eftir Franz Liszt, en í fyrra
voru liðin 175 ár frá fæðingu tón-
skáldsins og voru veitt sérstök
verðlaun, kennd við Liszt, fyrir
þá ljósmynd er best þótti túlka
þýðingu tónlistar í menningar-
samfélagi og áhrif hennar á
daglegt líf.
Fyrstu verðlaun í flokki ljós-
mynda úr Iistaheiminum og
einnig Franz Liszt-verðlaunin
hlaut þessi mynd Svians Thor-
björns Anderson frá Expressen
í Stokkhólmi af hinum sjö ára
gamla Michael Olsson,
Önnur verðlaun í flokki augnabliksmynda voru veitt fyrir þessa
Ijósmynd Carol Ann Guzy, ljósmyndara blaðsins Miami Herald,
Miami í Bandaríkunum, af síðasta lífsmarki fómarlambs nátt-
úruhamfaranna í Armero í Kólombíu. En margar Ijósmyndir
frá harmleiknum í Armero voru meðal þeirra er hlutu verðlaun.
Þessi myiid Davids Parker frá Kalifomíu hlaut fyrstu verðlaun
í flokki augnabliksmynda eða „Spot news“. Hún sýnir hvar sjö
ára stúlku, Shannon Jones, er bjargað úr klóm föður sfns, sem
hélt böraum sínum fjómm i gíslingu i sex klukkustundir, vegna
þess að móðir þeirra hafði yfirgefið hann, en gafst upp að lok-
um án blóðsúthellinga. Ljósmyndari bæjarblaðsins Yuba-Sutter
Appeal Democrat festi frelsunina á filmu og lýsir sjálfur mynd-
inni þannig að hún túlki spennu þá og ofbeldi sem fylgir
mannráninu á táknrænan hátt.