Morgunblaðið - 31.08.1986, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUÐAGÚR 31. ÁGÚST 1986
5
Morgunblaðið/Jóhanna Ingvarsdóttir
Frá setningu þings Fjórðungssambands Norðlendinga á Siglufirði.
Er fylgjandi þriðja
slj órnsýslustiginu
- sagði Steingrímur Hermannsson á
fjórðungsþingi Norðlendinga
Siglufirði, frá Jóliönnu Ingvarsdóttur blaðamanni Morgunblaðsins.
Fjórðungsþing Norðlendinga
var sett á Siglufirði á föstudag
og hefur aðalumræðuefni þings-
ins verið byggðamál og þá helst
til hvaða ráða skuli grípa svo
byggðaröskun eigi sér ekki stað.
Forsaetisráðherra, Steingrímur
Hermannsson, flutti framsögu á
þinginu og sagðist mjög eindreg-
ið vera fylgjandi því að þriðja
stjórnsýslustiginu yrði komið á
laggirnar.
Hann sagði að nauðsynlegt væri
að auka tekjur landsbyggðarinnar
og færa henni verkefni í hendur.
Það yrði öruygglega fljótt að skila
sér í jákvæðri byggðaþróun. Hins
vegar væri það staðreynd að sum
sveitarfélögin væru það smá að þau
hefðu ekki bolmagn til þess að
standa undir slíku — þess vegna
væri þriðja stjórnsýslustigið afar
mikilvægt.
„Það virðast þó ekki vera margar
hugmyndir á lofti hjá mönnum úti
á landi um hvaða verkefni skuli
færð frá ríkinu og út á landsbyggð-
ina,“ sagði Steingrímur. „Ekki
virðist vera mikill áhugi sveitar-
stjómarmanna fyrir skólaakstrinum
og ég hef heldur ekki orðið var við
áhuga manna á því að hémð verði
sameinuð, eins og hugmyndir um
þriðja stjómsýslustigið jafnvel gera
ráð fyrir."
Steingrímur sagðist telja að
ákvörðun meirihluta stjómar
Byggðastofnunar á sínum tíma,
þegar ákveðið var að hafa stofnun-
ina áfram í Reykjavík, hafí verið
rétt. Hins vegar sagðist hann vera
hlynntur þeirri hugmynd að setja
bæri upp stjómsýslumiðstöðvar úti
á landi, til dæmis fyrir austan, norð-
an og vestan. Þá sagði ráðherrann
að óhjákvæmilegt væri að auka
tekjur ríkisins enn frekar til þess
að geta staðið undir þeirri þjónustu
sem nú þegar er fyrir hendi.
Steingrímur sagði í samtali við
Morgunblaðið að ríkisstjómin hefði
rætt um það á fundum sínum hvem-
ig haga bæri valddreifingu úti á
landi og hefði til dæmis komið þar
til tals að flytja anga af heilsugeir-
anum þangað og ennfremur væru
fleiri hugmyndir á lofti, sem hann
vildi ekki ræða opinberlega fyrr en
ríkisstjómin hefði átt fund með
þeirri nefnd sveitarstjómarmanna,
sem falið hefði verið að fjalla um
þessi mál.
„Það em liðin 10—12 ár síðan
fyrst var farið að ræða þetta. Ég
er því alls ekki bjartsýnn á að þetta
takist fljótlega, nema að til komi
þriðja stjómsýslustigið eða að sveit-
arfélögin sameinist," sagði
Steingrímur Hermannsson.
TERRA HEFUR FLUTT!
Ja, po TERRA se ung feroaskrífstofa, þá
höfum við þegar FLUTT mikinn fjölda
ánægðra farþega til vinsælla staða.
EN NÚ HÖFUM VIÐ FLUTT OKKUR SJÁLF í NÝJA HÚSIÐ
Á HORNI LAUGAVEGAR OG SNORRABRAUTAR
Hjá okkur fáið þið farseðla um allan
heim og a//a almenna feröaþjón-
ustu og jafnvel svolitið meira!
T.d. bjóðum við viðskiptavinum
okkar nú ennþá betrí og aukna
þjónustu i rúmgóðum og glæsileg-
um húsakynnum.
Komið eöa hringið og kynniö ykkur
fjölbreytt úrval vetrarferða okkar:
FLORIDA, MADEIRA, THAILAND,
KANARÍEYJAR o.fl.
Auk hinna sívinsælu helgar- og
vikuferða til helstu stórborga
heims.
FERÐASKRIFSTOFAN
^jjjTerra
_Snorrabraut 27-29 105 Reykiavík |
Símar 2 97 40 og 62 17 40
ÝTT SÍMANÚMER
1-00
Það getur verið gaman að sleppa stundum
fram af sér beislinu. Hoppa og skoppa, kasta
bolta í mark, dorga fyrir vinning í
veiðipottinum eða fara í hlutaveltuna.
Allt þetta og miklu meira í SKEMMTILANDI.
Eitthvað fyrir alla. Sjáumst á sýningunni.
OGHí!
Heimilið'86
Laugardalshöll