Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUK. 3J. ÁUÚ.ST )986
P&2
Óvenjuleg- sjón. Tveir Sovétmenn tefla skákeinvígi og auglýsa um leið verðbréfaút-
gfáfu og jafnvel veðmangarafyrirtæki.
Úr stórmeistaraherberginu. Sitjandi eru Kudrin (Bandaríkjunum) og Tisdall (ír-
landi). Standandi frá vinstri: Karl Þorsteins, Jóhann Hjartarson, Margeir Pétursson
og Jón Garðar Viðarsson.
að við héldum einvígi aldarinnar.
Slíkur viðburður í skáksögunni á
sér aðeins stað einu sinni á öld,
því kallast má gott ef jafn sér-
stæður snillingur og Fischer
kemur fram á hundrað ára fresti.
Á nítjándu öldinni var það Paul
Morphy frá New Orleans, sem tók
skákheiminn með trompi, en hætti
að tefla allt of snemma og truflað-
ist síðar á geðsmunum.
Í blaðamannaherbergjum
heimsmeistaraeinvígja er farið að
líta upp til þeirra sem voru hér í
Reykjavík 1972 og sáu Fischer
og Spassky tefla. Það er t.d. vin-
sælt að vitna í dæmi úr því einvígi
í blaðagreinum og -viðtölum. Sá
ljómi sem hvílir yfir þessu einvígi
kom sérlega vel fram í grein eins
snjallasta dálkahöfundar The
Times í London, Davids Watt, um
heimsmeistaraeinvígið, en venju-
lega skrifar Watt um stjórnmál.
í grein hans segir m.a.: „Þegar
ég fylgdist síðast með skákkeppni
í svo háum gæða flokki var það
á íslandi fyrir 14 árum, þegar
hinn duttlungafulli en stórkostlegi
Bobby Fischer var að sigra Boris
Spassky og náði þar með að ijúfa
sigurgöngu sovézkra heimsmeist-
ara, reyndar í allt of stuttan tíma.
Ég held að enginn sem sá þá
baráttu búist við því að sjá neitt
sambærilegt aftur. Burtséð frá
baráttu austurs og vesturs sem
einvígið var ávallt tengt, gat Fisc-
her skapað rafmagnað andrúms-
loft í næstum takmarkalausu
magni, líkt og Muhamed Ali og
Ian Botham.
Skákirnar sjálfar voru einstæð-
ar, sumar hveijar þær beztu sem
tefldar hafa verið í einvígi. En
áhrifamátt leiksins mátti einnig
þakka leiksviðinu. Reykjavík, sem
er staðsett langt úr leið á milli
tveggja meginlanda, böðuð í 22
klukkutíma á dag í fölri, ójarð-
neskri sumarbirtu, var hinn
fullkomni staður fyrir slíkan
heimsviðburð.
Eftir þessa óviðjafnanlegu
reynslu virðist hinn snoturlega
útbúni játvarski geimur Park
Lane-hótelsins, þar sem heims-
meistaraeinvígið er nú háð,
dapurlega venjulegur ...“
Svo mörg voru þau orð þessa
víðlesna dálkahöfundar. Það er
reyndar fleira sem við höfðum en
Englendingar fara á mis við. Nú,
eftir að margar stórkostlegar
skákir hafa verið tefldar og spenn-
an að aukast, er einvígið tekið frá
þeim og flutt austur til Sovétríkj-
anna. Það hallar á Karpov, en
úrslitin eru samt engan veginn
ráðin og það verða margar æsi-
spennandi skákir tefldar í Len-
ingrad. Það er þó heilmikil sárabót
fyrir enska áhugamenn að sjón-
varpsþáttunum um einvígið
verður haldið áfram og með því
hefur ekki lítið áunnist. Væntan-
lega verða skákimar sjálfar
sýndar samdægurs og þeim sem
ekki kunna mannganginn haldið
við efnið með því að sýna svip-
myndir af heinlætisaðstöðu
keppenda i Leningrad og öðrum
lífsþægindum þeirra, því vart get-
ur fyrrverandi höfuðborg keisara-
dæmisins Rússlands verið þekkt
fyrir að standa Lundúnum að
baki í slíkum efnum.
Endurheimtir Karpov sjálfs-
traust sitt í Leningrad?
Skák
Margeir Pétursson
Heimsmeistaraeinvígið i
skák er hálfnað og nú fyrir
helgina hafa þeir Kasparov
heimsmeistari, Karpov, áskor-
andi, dómararnir og aðstoðar-
liðið pakkaði niður hafurtaski
sínu, því í dag ferðast þeir frá
London til Leningrad þar sem
seinni helmingur einvígisins fer
fram. 1 upphafi stóð Kasparov
betur að vígi, því honum nægir
12—12 til að halda titlinum og
í fyrri helmingnum hefur hann
enn bætt vígstöðu sína. Hann
hefur 6V2 vinning, en Karpov
5'/2 og til að endurheimta
heimsmeistaratitilinn þarf
Karpov að vinna 7—5 í Len-
ingrad. Það sem gerði gæfu-
muninn í London var fátkennd
taflmennska Karpovs í tíma-
hraki í sjöundu og áttundu
skákunum. Úr þeim skákum
fékk hann aðeins hálfan vinn-
ing, en hefði hann nýtt sér
möguleika sína til fullnustu,
hefði hann getað fengið einn
og hálfan og jafnvel tvo vinn-
inga.
Fyrir nokkrum árum var
Karpov einn fljótasti stórmeistar-
inn, leikir hans voru ótrúlega
sterkir miðað við hvað hann not-
aði lítinn tíma. Hann lenti næstum
aldrei í tímahraki, en var samt
talinn sterkasti hraðskákmaður í
heimi. Nú er Bleik brugðið, gegn
Kasparov virðist Karpov hikandi
og óöruggur í flóknum stöðum.
Til þess að endurheimta heims-
meistaratitilinn verður hann fyrst
að endurheimta sjálfstraustið, því
það dugir ekki lengur að sigla
milli skers og báru og bíða eftir
því að afleikir andstæðingsins
komi á silfurbakka.
Vígstaðan hefur
alveg snúist við
Það fer ekki á milli mála að
þeir Karpov og Kasparov eru tveir
langbeztu skákmenn í heiminum
í dag. Til að sannfærast um það
nægir að skoða síðustu árangra
þeirra á mótum og alþjóðlega
stigalistann. Á honum hefur
Kasparov 2740 stig en Karpov
2705. Þriðji maður.er landi þeirra
Artur Jusupov með 2660 stig og
Korchnoi er fjórði með 2650.
Karpov og Kasparov hafa nú
teflt 84 einvígisskákir á síðustu
tveimur árum. Fyrst í stað hallaði
mjög á Kasparov. Þá var hann
óöruggur og óvanur einvígismað-
ur og Karpov hagnýtti sér það
með öruggri og yfirvegaðri tafl-
mennsku. Hann vann fimm skákir
án þess að Kasparov tækist að
svara í sömu mynt. En síðan sner-
ist dæmið við, í fyrstu 31 skákun-
um hafði Karpov betur, 18—13,
en í næstu 53 hefur Kasparov
30'/2VÍnning en Karpov 24'/2.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Breta, býður kappana velkomna. „Skák er eins og pólitík,"
sagði hún i opnunarræðunni.
Englendingar kunnu
vel að meta einvígið
Skákin hefur unnið geyusilega
mikið á í Englandi undanfarin 10
ár og sennilega hafa fáir Bretar
komist hjá því að vita um að
heimsmeistaraeinvígið væri í
gangi í London. Dagblöðin birtu
úrslit og sum hver voru með skák-
ina strax daginn eftir, þ.á m. The
Times sem hafði hana ætíð á bls.
2 með skýringum eftir stórmeist-
arann og rithöfundinn Raymond
Keene. Það voru einnig skák-
þættir í sjónvarpinu, sem voru
þeir allra skemmtilegustu og
vönduðustu sem ég hef séð. Hér
á landi er látið nægja að beina
myndavélinni að skákspekingi
með prik í hálftíma og eina
skemmtun þeirra sem ekki kunna
mannganginn er að sjá stjórnand-
ann missa mennina í gólfið. Ensku
þættimir voru hins vegar fyrir
alla og það var ekki farið djúpt í
afbrigði frá skákunum, aðeins
sýndir einföldustu hlutir. Daginn
eftir að Karpov tapaði áttundu
skákinni á tíma var Thames-
stöðin t.d. með merkilegan þátt.
Fyrst byijaði kanadískur prófess-
or nokkur, Divinsky að nafni, á
því að útskýra háværri röddu regl-
urnar um tap á tíma í skák. Síðan
fór hann með áhorfendur í ferða-
lag um herbergin sem keppendur
hvíldu sig í milli leikja. Þar komu
í Ijós mikil þægindi en langmesta
áherzlu lagði prófessorinn að von-
um á íburðarmikla hreinlætisað-
stöðu Rússanna tveggja. Þeir
höfðu hvor um sig fimastórt
snyrtiherbergi vandlega merkt
þeim með skýrum, gylltum stöfum
yfir eikarhurðunum. Ef þetta hef-
ur ekki sannfært enska pöpulinn
um að það borgaði sig að verða
frábær í skák, þá gerir ekkert
það. Það er sök sér að hafa lúxus-
villu til umráða og hótelsvítu til
vara, en að fá 30 fermetra kló-
sett með nafninu sínu á dyrunum
á keppnisstað, það gerir jafnvel
tennisstjömur grænar af öfund.
Rúsínan í pylsuendanum í þess-
um ágæta þætti var síðan spjall
við hollenska stórmeistarann Jan
Timman, sem hafði þá rétt áður
hitt Karpov að máli. Timman hafði
því frá ýmsu að segja, þar á með-
al hafði Karpov sýnt honum
vinningsleið sína í sjöundu skák-
inni sem öllu stórmeistarastóðinu
á Park Lane-hótelinu hafði
yfirsézt.
Þáttur þessi var því mikil opin-
berun jafnt fyrir bytjendur sem
lengrra komna, að minnsta kosti
gat ég ekki slitið mig frá honum
og hafði næstum því eyðilagt miða
í beztu sæti á söngleikinn „Chess“
(Skák), sem nú er sýndur fyrir
fullu húsi í Lundúnum.
Húsnæðið
hentaði ekki
Það vantaði ekki virðuleikann
á Park Lane-hótelinu, sem er við
Piccadilly á bezta stað í borginni.
En hótelið reyndist ailt of lítið.
Skáksalurinn sjálfur tók ekki 500
manns í sæti, í skákskýringasaln-
um var rými fyrir 200 manns auk
þess sem töluvert pláss var á
göngum, í blaðamannaherberg-
inu, stórmeistaraherberginu, í
setustofu hótelsins o.s.frv. Alls
staðar var hægt að fylgjast með
stöðunni í skákinni á sjónvarps-
skermum. Þetta dugði þó
skammt, starfsmenn voru margir
og skráðir blaðamenn, sem fengu
frían aðgang, voru orðnir 700
þegar yfir lauk. Þegar fráteknir
miðar, sem seldir höfðu verið
ferðaskrifstofum, bættust við,
voru þeir aðeins 2—300 miðarnir
sem seldir voru sama dag og teflt
var. Miðasalan var opnuð kl. 2,
en strax fyrir hádegi var farin að
myndast löng biðröð sem náði út
á götu. Þá varð mér hugsað til
Laugardalshallarinnar 1972, sem
tók þrefalt fleiri áhorfendur, en
fylltist samt suma keppnisdagana.
Við skipulagningu einvígisins í
London vildu Raymond Keene og
félagar greinilega ekki taka of
mikla fjárhagslega áhættu, en
hefðu þeir sýnt jafnmikinn stór-
hug og íslenska skáksambandið
árið 1972, hefðu miklu fleiri getað
fylgst með einvíginu beint, en
ekki bara í gegnum blöð og sjón-
varp.
Einvígi aldarinnar
var rifjað upp
Einvígi Fischers og Spasskys
er flestum íslendingum, sem
komnir eru til vits og ára, enn í
fersku minni. Ég hef aldrei orðið
eins hneykslaður á fáfræði nokk-
urra nemenda í skákskólanum en
níu ára bekkjarins, þar sem eng-
inn kannaðist við Fischer. Vitan-
lega var það ekki nema von, hann
var löngu hættur að tefla þegar
bömin fæddust. „Veit virkilega
enginn hver Fischer er?“ ítrekaði
ég. Þá kom löng þögn, þar til ein-
um datt í hug að svara: „Já,
auðvitað, Fischer-price", en það
er þekkt vörumerki á bamaleik-
föngum.
Þetta var útúrdúr, en sennilega
verður seint ofmetinn sá fengur
sem okkur var í að fá Fischer-
Spassky-einvígið hingað til lands.
Þrátt fyrir snilld og nánast full-
komnun þeirra Karpovs og
Kasparovs er það samt óumdeilt